Morgunblaðið - 06.09.1961, Page 12

Morgunblaðið - 06.09.1961, Page 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvilöídagur 6. sept. 1961 Otgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: ,\ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: A.ðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MERKILEGT SPOR í RÉTTA ÁTT l?rá því var skýrt hér í blað inu í gær, að tvö iðnfyrir- tæki í Reykjavík, Ofnasmiðj- an hf. og Vefarinn hf., hefðu tekið upp svokallað „premíu“ fyrirkomulag á kaupgreiðsl- um til verkamanna sinna. Fyrirkomulag þetta er í því fólgið, að verkamennirnir fá auk fasts vikukaups fram- leiðsluuppbót eða „bónus“ á 4ra vikna fresti eftir heildar- afköstum. Munurinn á þessu fyrirkomulagi og ákvæðis- vinnu er sá, að vinnulaun í ákvæðisvinnu eru miðuð við hvern einstakling, en hér eru þau miðuð við afköst heild- arinnar. Samkvæmt upplýsingum trúnaðarmanns starfsmanna á vinnustað í fyrrgreindum fyrirtækjum hefur þetta nýja fyrirkomulag haft þau áhrif, að laun starfsmann- anna eru yfirleitt 20—25% hærri en þeirra, sem vinna sama vinnutíma samkvæmt Iðjutaxta. Trúnaðarmaðurinn komst m.a. þannig að orði í samtali sínu við Morgun- blaðið, að hann teldi „mikla bót vera að þessu, einnig að öðru leyti Áhugi starfsmann- anna á góðum rekstrifyrirtæk isins eykst stórlega við það, að þeir fá þannig hlutdeild í rekstrinum. Þeir finna að hagsmunir þeirra sjálfra og fyrirtækisins fara beinlínis saman". Verkstjóri Ofnasmiðjunnar komst einnig þannig að orði, að með „slíku samstarfi verður andrúmsloftið á vinnustaðnum miklu betra, bæði meðal starfsmanna inn- byrðis og gagnvart stjórn- endum fyrirtækisins“. ★ í fyrrgreindu samtali við blaðið, létu framkvæmda- stjóri og stjórnarformaður Ofnasmiðjunnar hf. einnig í Ijós ánægju sína með þetta fyrirkomulag. Þeir skýrðu einnig frá því, að þeir hefðu tekið upp það nýmæli að halda fundi einu sinni í viku með verkstjórum fyrirtækis- ins og trúnað«armönnum verkamannanna. Á þessum fundum eru rædd ýmiss kon- ar vandamál, sem sérstak- lega varða samskipti starfs- manna og fyrirtækisins. Telja þeir, að þessi ráðstöfun hafi gefizt mjög vel og þessum tíma til fundanna sé mjög vel varið. Óhætt er að fullyrða, að hér sé um að ræða merki- legt spor í rétta átt. Morgun- blaðið hefur oftsinnis lagt áherzlu á, að brýna nauðoyn beri til þess að fara nýjar leiðir til að tryggja launþeg- um kjarabætur með öðrum hætti en beinum kauphækk- unum. Reynslan á síðustu ár- um hefur sýnt, að þær eru engan veginn einhlítar til þess að skapa raunverulega bætt lífskjör. Þvert á móti hafa þær oftlega leitt til kapphlaups milli kaupgjalds og verðlags, aukinnar verð- bólgu og dýrtíðar ,sem harð- ast hefur bitnað á launþeg- unum sjálfum, sem þó vildu bæta kjör sín með þeim. Að- alatriðið er, að auka fram- leiðsluna og heildarafrakst- urinn af starfi fólksins. Það á ekki aðeins að verða eig- endum fyrirtækjanna til góðs heldur einnig fólkinu, sem starfar við þau. TILLÖGUR SJÁLFSTÆÐIS- MANNA UM ÁGÓÐAHLUT- DEILD CJjálfstæðismenn hafa hvað ^ eftir annað flutt á Al- þingi tillögur um ágóðahlut- deild og arðskiptifyrirkomu- lag í atvinnurekstri. Það fyr- irkomulag hefur verið tekið upp í mörgum öðrum lönd- um og gefizt mjög vel. í raun og veru hafa þau tvö fyrir- tæki, sem minnzt var á hér að framan, tekið upp slíkt fyrirkomulag. Með það ríkir almenn ánægja, bæði meðal starfsmannanna og stjórn- enda fyrirtækjanna. Við íslendingar verðum að gera okkur það ljóst, að ef áframhaldandi ófriður og stórátök haldast milli verka- lýðs og vinnuveitenda þá er voðinn vís í þjóðfélagi okk- ar. Við höfum ekki efni á að greiða þann herkostnað, sem langvarandi verkföll með stuttu millibili krefjast. Við verðum að sætta vinnu og fjármagn. Það er þýðingar- mesta verkefnið í hinu ís- lenzka þjóðfélagi í dag. REYNSLAN AF ERLENDU FJÁR- MAGNI jPyrirlestur Eriks Brofoss, * aðalbankastjóra Noregs- banka, er hann hélt í Háskól- anum í fyrrakvöld, var hirm athyglisverð«asti. — Fjallaði hann eins og kunnugt er um erlent fjármagn og fól í sér margs konar upplýsingar um Fjórir starfsmenn Dagens Nyheder hlusta á útvarpið, þegar verið er að lesa upp fréttina um ' að blað þeirra sé hætt að starfa. Fremst á myndinni til hægri er Skytte-Rasmussen, frétta- stjóri, og næstur honum Bent Jensen, ritstjóri. Dagens INiyheder hætt að koma út ÞAÐ var ekki laust við að blaðalesendur í Kaupmanna- höfn rækju upp stór augu, þegar þeir litu á forsíðu Dagens Nyheder sl. sunnu- dagsmorgun, þar sem stóð með stærsta letri yfir þvera forsíðuna: „Vor blads död“ (Andlát blaðs okkar). Dag- ens Nyheder hefur starfað um 93 ára skeið, og þó það hafi verið í kröggum sein- ustu tuttugu árin, áttu menn ekki von á að það syngi nú sitt síðasta vers. Starfslið blaðsins, sem er um 250 manns, missti atvinnu sína án fyrirvara. Fjárhagsörðugleikar Orsakir þess að blaðið hætti göngu sinni voru fjár hagsörðugleikar fyrst og fremst og stöðugt minnkandi. sala blaðsins. Blaðið var rek- reynslu frænda okkar Norð- manna í þessum efnum. — Heildarniðurstaða bankastjór ans var sú, að notkun erlends fjármagns í Noregi hefði átt stórkostlegan þátt í efnahags legri uppbyggingu landsins. Hann taldi einnig, að inn- flutningur erlends fjármagns til Noregs myndi í framtíð- inni verða þýðingarmikill liður í efnahagsmálastefnu norsku þjóðarinnar. Sprytti þetta m.a. af því, að Noreg- ur væri land mikilla náttúru auðlinda, sem aðeins væri hægt að hagnýta með miklu framlagi fjármagns og tækni þekkingar. Brofoss kvað það reynslu Norðmanna af erlendu fjár- magni sl. 50 ár, að þeir þyrftu ekki að óttast pólitísk áhrif eða íhlutun þeirra er- lendu fyrirtækja, sem fjár- magn hefðu fest í landinu. Undir þann leka hefði verið sett með ýmiss konar laga- ákvæðum, án þess þó að fæla erlend fyrirtæki frá því að beina fjármagni sínu til Noregs. Ar Okkur Islendingum er það mjög mikils virði að heyra álit þessa merka norska fjár- málamanns. Hjá okkur stend ur að mörgu leyti svipað á og í Noregi. Við eigum ótak- markaða orku, sem við ekki höfum efni á að hagnýta án erlends fjármagns. Við bú- eigum að geta ið eins um hnútana og Norðmenn, þannig að efna- legu sjálfstæði okkar þurfi síður en svo að vera nokk- ur hætta búin af hinu er- lenda fjármagni. Umræður um þetta mál eru einkar tímabærar nú. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt mikla framsýni og stór- hug með undirbúningi fram- kvæmdaáætlunar sem hefur það markmið að hagnýta auð lindir landsins, gera atvinnu- líf þjóðarinnar fjölbreyttara og efnahagslegan grundvöll hins íslenzka þjóðfélags traustari. Við eigum ekki að hika við að fara svipaðar leiðir og frændur okkar Norð menn. Erlent fjármagn til stórframkvæmda í þágu ís- lenzkra bjargræðisvega er þjóðarnauðsyn. ð af Sambandi danskra at-, ýinnurekenda og Iðnaðarráð- inu og það kom sem reiðar- lag yfir aðalritstjóra blaðs-| ins, J. Söltoft-Jensen og Eigil Steinmetz, þegar þeim var skipað að „sála“ blaðinu Íftir mánuð. Þeir ákváðu að eita blaðinu banastunguna þegar í stað og því var sunnudagsblaðið seinasta tölu blaðið sem kom út af Dagens Nyheder. -K þlað“. kvöldii ÍViðbrögð starfsfólkslns Einn blaðamaður. Dagens Nyheder, Poul Martinsen, rit-' }aði grein í Extrablaðið, sem nefnist: „Þannig dó mitt Lýsir hann seinastai völdinu. sem unnið var að blaðinu, viðbrögðum starfs ólksins yfir því að vera all teinu orðið atvinnulaust, umir óku heim með tár i augum, aðrir urðu þögulir og nokkrir létu sem þetta kæmi þeim ekkert við. Einn blaða- haannanna kveikti bál í mat- iál blaðsins, — það var sein-| • - sta eintakið af Dagens Ny- eder, sem hann brenndi.l annig kvaddi hann blað- ið.... ! I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.