Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 13
MiðviKudagur 6. sepí. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Oslúar-háskúli 150 ára Æðsta og elsta menntastofnun Norðmanna, Universitas Regia Fredericiana eða „Hinn konung- legi Frederiks-háskóli‘“ á hálfr- ar aldar afmæli í dag. En fyrir 22 árum voru þessi nöfn lögð nið ur og nú heitir stofnunin „Oslo Universitet“. Áður bar hún nafn stofnandans, Friðriks konungs VI., sem 2. sept. 1811 gaf út til- skipun um að háskóli skyldi stofnaður í Osló. En í rauninni var það óverðskuldað að hinn nýi háskóli bæri nafn hans, því að hann spyrnti móti honum í lengstu lög. Háskólamálið norska hafði sem sé verið lengi á döfinni, ekki síður en háskólamálið okkar. Fyrstu tillögur um sjálfstæðan norskan háskóla komu fram upp úr 1770 og eftir það var ekki Vikið frá kröfunni unz henni var fullnægt. Og sigurinn ber fyrst og fremst að þakka hinum öfl-j ans þjóðminjasafnsbygging, en eins 65 ára. En á aldarafmæli háskólans bættist við miðbygg- ingu háskólans salurinn, sem öllum almenningi er kunnasturr „Aulaen“ eða hátíðasalurinn, sem eigi aðeins er samkomusal- ur háskólafólksins heldur jafn- framt notaður til meiriháttar mannfunda og hljómleika. Var þetta samkomuhús reist fyrir samskot, sem efnt var til -gegna aldarafmælisins, og urðu 700.000 krónur afgangs af samskotafénu, en þær urðu stofnfé „Jubileums- fonds“ háskólans. Árið 1916 hafði málarinn heimsfrægi, Edvard Munch ,lokið við skreyt- ingu salarins og þykja þessi vegg- málverk hans engu síður merki- leg en myndasafn Gustavs Vige- lands í Frognerparken, sem Osló- arbær hefur kostað. Á baklóð háskólans var árið 1904 fullgerð á vegum háskól- uga félagsskap norskra þjóðvina, ,,Selskapet for Norges Vel“, sem safnaði rúmum 780 þúsund ríkisdölum til háskólastofnunar og hét auk þess 13.500 dala ár- iegu framlagi auk verulegra gjafa í korni. Þetta var alls ekki iítið fé á þeirra tíma mælikvarða og órækur vottur um, að Norð- mönnum var kappsmál að geta menntað embættismannastétt sína sjálfir. „Selskapet for Norges Vel“ átti því miklu fremur heiðurinn af stofnun há- skólans en hin „konunglega náð“ við Eyrarsund. í 148 ár hefur stofndagur há- skólans verið haldinn hátíðleg- ur sem setningardagur hins nýja háskólaárs og innritunardagur nýrra stúdenta. Stofndagurinn og fyrsti dagur kennsluársins fara saman. Og í dag verður þessi dagur með óvenjulega miklum hátíðarbrag. Fátækur frumbýlingur. Friðrik VI. lagði háskólanum til jörðina Töjen (sem fyrrum héð Taðvin: — þ. e. grund sem borið er á) og aðra jörð. sem hét Kjellberg. Nú er mestur hluti Töjenakranna horfinn og orðinn að byggingalóðum, en þó er væn spilda eftir, þar sem Töjengarðurinn er. Hann er enn eign háskólans, sem hefur komið upp fremur fáskrúðugum gras- garði en góðu jarðfræði- og steinasafni ofarlega í garðinum. Háskólinn tók ekki til starfa fyrr en tveim árum eftir stofn- unina, eða 1813. Og þegar á það er litið hve umfangsmikil stofn- un Oslóarháskóli er orðin í dag, sannast það fornkveðna, ,,mjór er mikils vísir“. Því að ekki var hátt risið á þessum fyrsta háskóla Noregs. Síarfsliðið var: 5 prófessorar og einn lektor. Og stúdentarnir sem innrituðust 2. sept. 1813 voru 17 talsins. Fyrstu sjö árin varð há- skólinn að hýrast í mjög lélegu húsnæði í Kongensgate 11, en fluttist þá í annað hús nokkru ctærra í nr. 21 í sömu götu. Má segja að stofnunin hafi verið á hrakhólum þangað til hún flutt- ist í stórbyggingar þær, sem enn eru miðstöð hennar við Karl Jóhannsgötu. Hornsteinninn að þeim var lagður 2. sept. 1841 en aðalbyggingarnar þrjár: Domus Academica, Domus Media og Domus Bibliotheca voru ekki fullgerðar fyrr en á árunum 1851—54. Þetta eru stílhreinar, fallegar byggingar, sem sóma sér vel við frægasta stræti borgar- innar. Enginn íslendingur kem- ur svo til Oslóar að hann taki ekki eftir háskólabyggingunum þremur, ekki sízt miðbygging- unni með hárri röð granítsúlna lyrir framan anddyrið og breið lum steinþrepum niður á há- skólatorgið. Lágmyndin á gafl- inum yfir súlnaröðinni er miklu yngri en byggingin sjálf, eða að- andspænis henni stendur mál verkasafnið. En nú voru þrotnar byggingalóðirnar sem háskólinn hafði umráð yfir við Karl Jó- hannsgötu og hafði ýmsum deildum háskólastarfseminnar þó verið holað niður annarsstað- ar. T. d. hafði stjörnufræðistöðin verið flutt út á Drammensvejen skömmu eftir stofnun háskólans og hús keypt á öðrum stað fyr- ir efna- og málmrannsóknastof- ur. Og árið 1906 hafði náttúru- fræðadeildin fengið bækistöð í Töjengarðinum, fyrir kennslu í dýrafræði, grasafræði, landa- fræði og jarðfræði. Og 1913 fékk háskólinn veglega byggingu fyr- ir bókasafn sitt við Drammens- vejen og losnaði þá mikið hús- næði í ,,Domus Bibliotheca" há- skólans. Háskólabókasafnið við Drammensvejen er það stærsta í sinni röð á Norðurlöndum, enda er það jafnframt lands- bókasafn, því að sérstakt ríkis- bókasafn er ekki til í Osló, en það bókasafn sem mest er not- að af almenningi heitir Deich- manns Bibliotek, Síðan 1898 hefur nokkur hluti náttúrufræðideildar háskólans, lífeðlisfræðideildin starfað í Dröbak. Hefur sú stofnun orðið fræg fyrir alhliða rannsóknir á dýralífi hafsins og sjávargróðri og hafa ýmsir fslendingar stund að nám þar. fjord, sem hefur gefið miljónir króna til háskólans. En það seíh gert hefur verið á Blindern er aðeins byrjun. Af- ráðið hefur verið að flytja sagn- fræði- og máladeildina alveg að Blindern og bætast þá fimm stórhýsi við þar bráðlega og fleiri síðar. Þá verður lítið eftir annað í gömlu byggingunum við Karl Jóhannsgötu en em- bættismannadeildirnar þrjár guðfræði, læknisfræði og lög- fræði). Tvær þær fyrstnefndu eru ekki fjölmennar, því að fjöldi guðfræðinga kýs heldur að læra til prests í prestaskóla heit- trúnaðarmanna (Menighets- fakultetet) og í háskólanum í Bergen er stór læknadeild, sem léttir mikið á Oslóarháskóla. Um það leyti sem afráðið var að flytja nokkurn hluta háskól- ans til Blindern voru prófessor- Eftir Skúla Skulason arnir orðnir 79, auk 24 dósenta, 4 lektora og 25 aukakennara eða „universitets-stipendiater“. En nemendafjöldinn í deildunum kringum 3000. Þau árin tóku um 1800 stúdentspróf að jafnaði á ári, en af þeim innrituðust um 750 í háskólann. Síðan hefur stúdentafjöldinn farið sívaxandi með hverju ári og þó að fjöldi nýstúdenta innritist ekki í háskól ann þá fjölgar samt háskólanem- endum ár frá ári. Það hefur komið til orða að flytja háskólann allan til Blin- dern með tímanum og leggja hinar gömlu, fallegu byggingar við Karl Jóhannsgötu niður sem menntastofnun. Hinsvegar mundu flestir Norðmenn rísa öndverðir gegn því að rífa þær, því að þær hafa verið sannköll- uð borgarprýði í meira en hundr- að ár, auk allra þeirra minninga sem norsk menning á við þær bundnar. I Stærri stakkur. Þegar Oslóar-háskóli var orð- inn hundrað ára þóttust fram- sýnir menn sjá, að gömlu bygg- ingarnar við Karl Jóhansgötu myndu ekki verða til frambúðar Og þurfti reyndar ekki framsýna menn til, því að stúdentafjöld inn fór hraðvaxandi og þrengsli voru þegar orðin tilfinnanleg í gamla háskólanum. Árið 1923 samþykkti Stórþingið því að tryggja háskólanum stóra land- spildu á Blindern í Vestur-Aker og var hafist handa um bygging- ar þar næstu árin. Eru þær skammt fyrir ofan stórhýsi rík- isútvarpsins norska. Fyrst var fullgerður þar stór nýtízku stúdentagarður og á árunum 1932—35 risu þar upp hvert stór-. , - _ hýsið eftir annað: Astrofysisk DALVIK, 4. sept. Institutt (störnueðlisfræðistofn- unin) sem Rockefellersjóðurinn lagði mikið fé til, Farmasöytisk Institutt (lyfjafræðistofnunin) og Fysisk-kjemisk Institutt (eðlis- og efnafræðistofnunin). Og fleiri deildir eru þar í smíð- um en þykir ekki miða nógu vel áfram, því að ráðandi háskóla- mönnum finnst Stórþingið skera fjárveitingar um of við nögl sér. Hinsvegar hafa einstakir menn og fyrirtæki oft gefið rausnar- legar gjafir til eflingar ýmsum deildum háskólans, sérstaklega þeim, sem starfa að rannsóknum í þágu atvinnuveganna. Þessi árin er það einkum einn útgerð- armaður, Anders Jahre í Sande- Nýstúdentar fyrir framan Oslóar-háskóla á dögunum. Stofmm Háskólans. Stofnun háskólans í Osló var á sínum tíma einn gildasti þáttur norskrar sjálfstæðisbaráttu. Fram til 1811 höfðu norsk em- bættismannaefni sótt menntun sína til Kaupmannahafnar, en fjöldi danskra embættismanna flutzt til Noregs og voru oft látn- ir sitja fyrir þegar um góðu em bættin var að ræða. En hins má geta að líkt var háttað um norsku síúdentana í Kaupmannahöfn og þá íslenzku, að margir þeirra urðu beztu sjálfstæðismenn þjóð- ar sinnar. íslendingar græddu það á fátæktinni að danskir prest ar vildu ekki líta við embættum á íslandi. En sægur af þeim fór til Noregs eftir að danskir kon- ungar fóru að ráða Noregi, og afleiðingin af því varð sú, að nú eru tvær aðaltungur (og um 30 mállýzkur) talaðar í landinu og öll stafsetning er í glundroða, sem engin bót fæst á og sem jafn vel ágerist, eftir að samnorskan svokallaða kom til sögunnar. Oslóarháskóli hefur í hálfa öld verið gróðrarstöð norskrar vís- indastarfsemi og menningar og á sinn ómetanlega þátt í þeim mikla viðgangi, sem orðið hefur með þjóðinni síðastliðin 150 ár. Þar hafa starfað vísindamenn sem unnið hafa afreksverk á heimsmælikvarða og borið hróð- ur landsins til fjarlægra landa. Yrði of rúmfrekt að nefna nöfn sumra þeirra hér. Eitt nafn skal ég þó nefna: Georg Sverdrup, sem var meðal hinna fyrstu fimm prófessora háskólans og einn af baráttumönnum fyrir stofnun hans, auk þess sem hann var einn af fremstu stórnmálamönnum Noregs á sinni tíð og sat á þjóð- þinginu á Eiðsvelli 1814 og á tveim fyrstu stórþingunum. Hann hafði orðið prófessor í grísku við Hafnarháskóla 1805 og þótti sjálfkjörinn til að verða prófess- os í grísku og latínu í Osló er háskólinn þar tók til starfa 1813, auk þess sem hann varð fyrsti bókavörður háskólabókasafns- ins. Ennfremur var hann pró- fessor í heimspeki síðustu tíu starfsár sín, til 1841 en um bóka- safnið sá hann til 1845. Hann átti öðrum fremur þátt í að móta starfsemi háskólans og skipulag. Háskólanum var ekki sett reglugerð fyrr en 1824. Henni var breytt allmikið 1845, 1907 gengu ný háskólalög í gildi. Frá byrjun og fram til 1883 voru stúdentspróf haldin í há skólanum. Árið áður hafði kon- Erfiður heyskapur Svarfaðardal Heyskapur hefur gengið erfiðlega og gengur enn. Allur þorri bænda hér í hér- aði hefur súgþurrkun og hafa hey ekki hrakizt l*já þeim til niuna. En heyfengur er þó miklu minni en í fyrra, gizkað á, að hann verði ekki nema % af hey- feng í fyrra. Verst hefur gengið í dölunum og þar eru hey yfir- leitt illa farin. Háarspretta mun vera töluverð. Atvinnulíf hefur gengið sæmi- lega. Síldarstöltun var lokið um miðjan júlí, en frystihúsið er allt af í gangi öðru hverju. Björgúlf- ur hefur verið á togveiðum og komið inn á þriggja til fjögurra daga fresti með sæmilegan afla. Afli trillubáta hefur verið lítill. Ágæt atvinna Allir síldveiðibátarnir komu heim um 25. ágúst og hafði afli þeirra verið nokkuð misjafn, 5—13 þús. tunnur og mál á bát. Baldur fór þó aftur og er enn á veiðum. Heildarveiði þessara 6 báta mun vera 55—56 þús. mál og tunnur. Atvinna hefur verið ágæt í sumar, mikil vinna við holræsa- gerð og byggingar.' Nú er verið að byrja á byggingu 3—4 íbúðar- húsa og má gera rið fyrir að at- vinna haldist nokkuð fram eftir. — S. P. J. um verið leyft að taka stúdents* próf og árið eftir féngu þær rétt til háskólanáms. Þær hafa jafn- rétti til embætta á við karlmenn þó ekki yrði það fyrr en í ár að fyrsta konan í Noregi fengi prestsembætti í Noregi, til stór- hneykslunar öllum heittrúnaðar- mönntum. Stjórn háskólans er í höndum háskólarektors og formanna kennsludeildanna. Er rektor kos- inn til þriggja ára í senn og nú- verandi rektor er Johan T. Ruud prófessor í lífeðlisfræði sjávar- ins, en kjörtímabili hans er nú að ljúka. Kennslu-missiri háskólans eru frá 3. sept. til jóla, og frá 15. jan. til 15. júní. Kringum 1500 nýir stúdentar munu innritast í há- skólann í dag. -----Oslóarháskóli varð fyrir barðinu á Þjóðverjum á hernáms árunum, því að hvorki kennarar né nemendur vildu gerast auð- sveipir þjónar Quislings. Haust- ið 1943 var fjöldi stúdenta fang. elsaður og sendur í fangabúðir og einnig margir prófessorar. En margir flýðu til Svíþjóðar og Englands. Keansla féll niður í háskólanum, «n með sérstöku leyfi gátu stúdentar notið kennslu prófessora sinna í út- legðinni og tekið próf, bæði í Uppsölum, London og þýzkum fangabúðum. Þar útskrifaði hinn kunni prófessor Didrik Arup Seip stúdenta og var þó sjálfur stríðsfangi. Nú starfa við Oslóarháskóla 130 prófessorar, 40 dósentar og 80 aukakennarar en kennslu- deildirnar eru sex: Guðfræði- deild, laga- og hagfræðideild, læknadeild, tannlækningadeild, mála- og sögudeild og stærð- fræði- og eðlisfræðideild. Auk Oslóar-háskóla bera fjór- ar norskar menntastofnanir há- skólanafn: Verkfræðingaskólinn er í Niðarósi. í Bergen eru tveir háskólar, báðir stofnaðir eftir stríð: Háskóli, sem varð til upp- úr vísindastarfsemi þeirri, sem rekin var í sambandi við Berg- ens Museum og Verzlunarháskól- im. Landbúnaðarháskólinn er í Ási í Austfold. En þrátt fyrir þessa skóla leit- ar fjöldi norskra stúdenta til út- landa til náms 1 ýmsum sér- greinum. Norðmenn telja sig svo roikla smáþjóð, að þeim sé ó- Kieift að halda uppi kennslu í ýmsum sérvísindum svo í lagi sé. Á þetta einkum við ýmsar íæknigreinar en þar eru fram- farir og nýjungar svo örar, að það eu ekki nema stórþjóðim- ar sem geta fylgzt með. Fjöldi norskra stúdenta leitar til Banda ríkjanna. Oslóar-háskóli hefur veitt mörgum isienzkum stúdentum húsaskjól. Það er einkum í tveim greinum, sem íslendingar hafa stundað nám þar: í veðurfræði og haffræði, en í þeim greinum standa Norðmenn mjög framar- lega. fslenzkir stúdentar hafa getið sér góðan orðstír í Nor- egi og munu yfirleitt minnast dvalar sinnar þar með hlýjuro hug. Skúli Skúlason,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.