Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 6. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Um súgþurrkun — dýrar byggingar á búum gróðursetning 80 mill- jóna plantna — verðlag búsafurða HÉR kvarta menn um erfitt tíðar far það sem af er sumrinu, hey- skapur erfiður og nýting slaem. Svipað er að segja um norður- hluta landsins, en austanfjalls er heyskapur talinn góður og horfur með kornuppskeru góðar. Korn- skurður hófst hér á Jaðri upp úr miðjum ágúst en þó eigi nema á stöku stað og enginn skriður á til þessa — 21. ágúst. Horfur eru á góðri uppskeru af kartöflum og öðrum rótarávöxt- um austan fjalla og í Suðurland- inu, en hið sama verður ekki sagt um héruðin vestanfjalla, og Þrændalög né norðurfylkin. —O— Súgþurrkun hefir ekki náð neinni verulegri útbreiðslu í Noregi. Er sagt frá því sem tíð- indum að á tilraunabúinu Apels- vold á Upplöndum var allt þurr- hey súgþurrkað í sumar. Að loknum slætti í vothey var túnið, um 7 ha, slegið í súgþurrkun og þeim slætti og hirðingu lokið á 10 dögum. Slegið lá grasið (hey- ið) á jörð 1 %—3 daga og var snúið þrisvar sinnum með múga- vél, en því næst ekið í hlöðu á traktorvögnum (sem málhaltir menn heima kalla „heykló" og „heygreip“ og víst fleiri jafn hörmulegum nöfnum, — en það er önnur saga). Þá var vatnsmagn ið í heyinu 40—45%. Þessi vinnubrögð eru rædd og borin saman við hesju-aðferðina, sem krefst allmikillar handvinnu, Og á það er bent að ekki hafi þurft að taka hendi á heyinu fyrr en við að jafna því í hlöðunni. Tilraunastjórinn segist vera viss um að heygæðin séu meiri en við hesjun. Þetta kemur ísl. bændum auð- vitað ekki neitt ókunnuglega fyrir sjónir, en sinn er siður í landi hverju, og sennilega verður fordæmið á Apelsvold o. fl. slík- um stöðum til þess að bændur fara að gefa súgþurrkuninni meiri gaum. Norskir bændur fylgjast allvel með því sem ger- ist á tilraunabúunum. —O— Prófessor Nordbö - hinn kunni byggingafræðingur í Ási hef- ir nýlega tekið til máls um hinar dýru byggingar á búum bænda. Bendir hann á hver vandi og voði er á ferðum þar sem byggt er sem dýrast, vandaðast og var- anlegast. Hann telur að útihúsin á bænda býlunum kosti bændur um 15% af öllum bútekjum þeirra, það er bygging, viðhald og rentur af byggingarkostnaði. Enginn veit hvernig framleiðsl tinni verður háttað eftir 20—30— 40 ár, né hvernig þá hentar bezt að búa að húsum við búskapinn. Þess vegna er ráðlegt að líta í kringum sig og athuga hvort ekki er hægt að byggja á einfaldari ©g ódýrari hátt, og það þótt bygg- ingarnar verði ekki eins traustar Og varanlegar. Bóndi sá er nú byggir öll úti- hús ný og vönduð að siðvenjú, Og miðuð við mjólkurframleiðslu eem aðalþátt búskapar, bindur eér bagga stóra. Nordbö rekur það þannig — allar krónutölur norskar krónur, sem nú má marg falda með 6,10 til þess að fá sam- svarandi krónutölu í ísl. krónum. — Stofnkostnaður 8—10.000 krón ur á kú. Hin árlega húskostnaðar byrði á kú verður 400—500 krón- ur. Ef kýrin mjólkar 4000 lítra verður það um 10—12 aurar — norskir á lítra mjólkur. — Og þessi skattur leggst á mjólkina í 40—50 ár ef hún á að borga brúsann — rentur og afborganir af kúa-hótelinu með öllu því sem því til heyrir. Hvaða gildi þessar tölur hafa á íslandi skal ég láta ósagt, en ætli útkoman sé nokkuð betri þar ef öll kurl koma til grafar? Hin steinsteyptu vígi sem byggð eru fyrir töðuna hvað þá annað kosta sitt, og líklega væru hlöður úr bárujárni með jarðfasta staura sem uppistöður betri hús til hey- geymslu — spurning? Tæknin verður að komast inn fyrir fjósdyrnar — á margan hátt, og ér að nokkru táknrænt sagt. — Mér detta t. d. í hug mykjukjallararnir, er nokkurt vit í að byggja þá eins og verið hefir. Nú þarf að koma traktorn- um að við að moka í mykju- dreifinn, það er ekki hægt í venjulegum mykjukjallara. Það eru engin vinnubrögð að aka inn í kjallarann eftir einni vélskóflu- fylli af áburði í einu og út aftur afturábak og hlaða þannig mykju vagn með dreifi. Mykjukjallarar sem' hægt er að athafna sig í með vélum verða að vera svo rúmgóðir og háir undir loft að ekki verður neitt hóf á um kostn- aðinn. Verður ekki opið eða hálf- opið haugstæði lausnin? Það er hægt að byggja þau hentug og þrifaleg, en þó eru gallar á, t. d. frostið. Annars hefi ég aðeins einu sinni — á einum bæ — séð sómasamlegt haugstæði á íslandi, það var hjá Eggert á Meðalfelli í Kjós, og hann vissi sínu viti maðurinn sá. Umræða er hér engin um að hreinsa til og fjarlægja plantaðan skóg og enginn kvíði plágar menn þar að lútandi. í vor voru gróðursettar alls um_80 millj. trjá plantna. Haustplöntunin er eftir, hún hefst í lok júlí og snemma í ágúst, Og það er plantað út í September. Er þess vænzt að plantað verði um 50 millj. plantna í haust, þannig að plönt- unin í ár komist alls upp í 130 millj. í fyrra var það „bara“ 103 millj. Áætlunin 1960—1970 er að planta árlega um 150 millj. Annars er þetta, að greina að- eins hver margar plöntur eru gróðursettar árlega harla lítils verði, sérstaklega við þær ástæð- ur sem eru á voru landi ís- landi. Það er um að gera að planta hvern teig að fullu, með því einu móti fæst réttur árang- ur, hversu mikið er „mannfallið" t. d. á Heiðmörk? Hve margar plöntur þarf til þess að fullgera hvern ha? Það er, að frumplanta á fyrsta ári, og planta í eyðurnar 2—3 næstu ár. Hér eru menn yfir leitt komnir yfir þann barnasjúk- dóm að vanrækja að fullplanta hvern teig. Eru ísl. skógræktar- menn alheilbrigðir að þessu leyti? Eru ekki víða eyður í, þar sem plantað hefir veiið á undan- förnum árum? Ég er smeikari við þann ágalla heldur en hitt að fá- ein barrtré á Þingvöllum valdi þjóðarháska, svona næstu áratug- ina. Nýjar kartöflur kosta nú 57 aura kílóið. Gulrætur 57 aura. Blómkál 2,10 kr. kílóið. Hvítkál 70 aura. Gulrófur 60 aura kílóið. Nýtt lambakjöt — súpukjöt — 11,70 kr. — læri 12,35 kr. kílóið. Svínakjöt — rifjasteik — 12,70 kr. kílóið. Egg 8,25 aura kílóið. Hér er ekbert greint á milli sum- arslátrunar og venjulegrar slátur tíðar, og fjárslátrun er nú í full- um gangi, á Stafangurssvæðinu var slátrað um 7000 fjár vikuna sem leið. Hvernig rímar þetta við verðið í Reykjavík þegar margfaldað er með 6,08 — 6,10, eins og verður að gera þegar norskur gjaldeyrir er reiknaður um í íslenzkan og yfirfærslugjaldi m. m. bætt við hið skráða gengi bankanna. 22. ágúst 1961 Greinargerð náttúrufræðinga um launakjör þeirra UNDANFARIN ár hafa launakjör íslenzkra náttúrufræðinga í þjón ustu ríkisins verið miklum mun lakari en starfsbræðra þeirra í nágrannalöndum. Hefur munur- inn farið vaxandi og er nú orðinn meiri en svo, að við verði unað. Laun íslenzkra náttúrufræð- inga hafa einnig versnað miðað við laun ýmissa hérlendra sér- fræðinga, sem þeir eiga þó sam- leið með vegna sambærilegrar menntunar og svipaðrar ábyrgð- ar. Má hér t.d. nefna verkfræð- inga og lyfjafræðinga. Þótt sérfræðingar þessir njóti nú mun betri kjara en náttúru- fræðingar, fer því fjarri, að kjör þeirra séu eins góð og vera ætti, þegar tekið er tillit til námskostn aðar, tekjutaps á námsárum og ábyrgðar í starfi. Verkfræðingar hafa því gert kröfur til hærri launa og eiga, þegar þetta er rit- að, í verkfalli til að fá þeim fram gengt. Þar sem náttúrufræðingar telja eðlilegt, að þeir njóti sömu kjara og verkfræðingar, þykir rétt að lýsa nokkuð kröfum þeirra, og er þá stuðzt við upplýsingar í grein Hinriks Guðmundssonar, verkfræðings, í Morgunblaðinu 11. ágúst 1961. Má í eftirfarandi töflu sjá, hvaða mánaðarlauna íslenzkir verkfræðingar krefjast, en þau fara hækkandi eftir starfs aldri. Til samanburðar er einnig getið mánaðarlauna danskra verk fræðinga í ríkisþjónustu. 14—15 17.000 18.515 5% — 8% 14.307 15—16 17.000 19.303 8% — 11% 15.058 16—17 17.000 19.303 11% — 14% 15.851 17—18 17.000 19.303 Meira en 14% * 16.694 18—19 17.000 19.303 19—20 17.000 19.303 Mánaðarlaun þau, sem hér eru 20 ár og meira 17.000 20.878 tilgreind, eru lágmarkslaun. Eftir 3 ’ji Ár 0—1 1—2 2— 3 3— 4 3—4 5— 6 6— 7 7— 8 8— 9 9— 10 10—11 11—12 12— 13 13— 14 £ * - « r.S t, w . & « ts <2 H « c SJ 5 £ 2 £ > M Kr. 9.000 11.000 12.000 13.000 13.000 14.000 14.000 15.000 15.000 15.000 16.000 16.000 16.000 17.000 > s « ei c/j ^ > 2 1*1 «2 B *- Jl , co ro >-i a w d so C3 W Ö rt gS” •« 9i » £ * > Kr. 10.242 10.951 11.424 11.370 12.370 13.788 13.788 14.969 14.969 16.151 16.151 17.333 17.333 18.515 Fyrir rösklega tveimur og hálfu ári leitaði Félag íslenzkra náttúrufræðinga upplýsinga um launakjör náttúrufræðinga er- lendis. Var ákveðið að miða við veðurfræðinga, þar sem þeir eru fjölmennasti starfshópur ís- lenzkra náttúrufræðinga, veður- stofur eru í flestum löndum og störf veðurfræðinga hvarvetna svipuð. Kom í ljós, að veðurfræðing- ar eru illa launaðir hér á landi, t.d. miðað við aðstoðarmenn á veðurstofum. Þurfa laun veður- fræðinga hér að hækka verulega til þess að launahlutfallið milli þeirra og aðstoðarmannanna verði hið sama og á hinum Norð- urlöndunum, eða að meðaltali í 16 Evrópulöndum, sem skýrslur liggja fyrir um, eða 34 löndum í öllum heimsálfum. En hér á landi er mjög lítið tillit tekið til menntunar, námskostnaðar og ábyrgðar við ákvörðun launa. Athugun á launakjörurh veður fræðinga í Danmörk, Noregi og Svíþjóð leiddi i ljós, að byrj- unarlaun veðurfræðinga voru þar hærri en hámarkslaun veður- fræðinga á fslandi, en launin fóru hækkandi með vaxandi starfsaldri, og hámarkslaunin voru miklu hærri en hér á landi. Hámarkslaun íslenzkra veður- fræðinga, sem og annarra náttúru fræðinga, hafa undanfarið verið kr. 6.525 á mánuði, en boðuð hef- ur verið 13,8% hækkun sem af- leiðing af kauphækkunum og gengisfellingu nú í sumar. Verð- ur mánaðarkaupið því á næst- unni kr. 7.425. Til samanburðar eru hér birt mánaðarlaun sæ'nskra veðurfræðinga með fil. kand. prófi eins og þau voru í ársbyrjun 1959 umreiknuð í ís- lenzkar krónur eftir núverandi sölugengi. Mánaðarlaun sænskra veður fræðinga í árs byrjun 1959 Starfsaldur Ár 0—1% 1% — 3% 3% — 5% ísl. kr. 10.492 11.636 12.896 14% árs starf eru mánaðarlaun sænskra veðurfræðmga með fil. kand. prófi því að rninnsta kosti kr. 16.694 á mánuði. Meiri mennt un og ábyrgðarstörf geta veitt hraðari launahækkanir og hærri laun. Eitt af því, sem gerir kjör nátt- úrufræðinga óhagstæðari á ís- landi en í nágrannalöndum, er það, að ábyrgðar- og stjórnar- störf eru ekki launuð að verð- leikum. Sem dæmi má enn taka veðurfræðinga. Á Veðurstofu ís- lands fyrirfinnast deildarstjórar, sem fá enga aukaþóknun fyrir deildarstjórn, þ. e. mánaðarlaun þeirra verða kr. 7.425, þegar boð- uð 13,8% hækkun hefur komið til framkvæmda. Til samanburð- ar má nefna, að mánaðarlaun deildarstjóra sænsku veðurstof- unnar eru ýmist kr. 20.817 eða kr. 23.088. Rétt er að geta þess hér, að flestar deildir sænsku veðurstofunnar eru stærri en deildir Veðurstofu íslands, en svo er þó ekki í öllum tilfellum. Einn af deildarstjórum sænsku veðurstofunnar hefur einungis yfir að segja einum aðstoðar- manni og sem næst hálfum skrif- stofumanni, en mánaðarlaun hans eru engu að síður kr. 20.817. Æðstu yfirmenn sænsku veður- stofunnar hafa hærri laun. Næg- ir hér að nefna, að mánaðarlaun eins þeirra eru kr. 29.799, og heyr ir sá beint undir veðurstofustjóra. Hér að framan hefur verið vik- ið að því, að íslenzkir náttúru- fræðingar telja sig eiga að njóta sömu kjara og verkfræðingar. Námstími náttúrufræðinga er sízt styttri en verkfræðinga, og störf þeirra engu vandaminni. Það er að vísu rétt, að þjóðhags- legt gildi starfa verkfræðinga er mjög mikið, en svo er einnig um störf náttúrufræðinga. Flestum hugsandi mönnum mun t.d. ljóst mikilvægi starfa fiskifræðinga fyrir þjóðarbúið, annarsvegar við leit nýrra fiskimiða og leið- sögn við veiðar, hins vegar við verndun fiskistofna í þeim til- gangi að tryggja fyllstu nýtingu þeirra. Sé vikið að öðrum hóp; náttúrufræðinga, veðurfræðing- um, þá er þjóðhagsgildi starfa þeirra einnig mjög mikið, enda hefur veðrið gagnger áhrif á flesta starfsemi landsmanna. Al- menningi mun t. d. ljóst, að með réttri veðurspá má stundum forða stjórtjóni á lífi og eignum. Færri munu hins vegar hafa hugleitt, að nákvæmar veðurspár gera kleift að nýta fleiri veiðidaga en ella og að halda áfram að nefna dæmi um mikilvægi starfa nátt- úrufræðinga, en það verður ekki gert hér. Hins vegar skal bent á, að störf náttúrufræðinga, verk- fræðinga Og annarra tækni- og vísindamanna eru sá grundvöllur, er byggja verður á sókn þjóðanna til bættra lífskjara. Það er skoðun íslenzkra nátt- úrufræðinga, að nauðsynlegt sé að gera nú þegar stórfelldar breyt ingar til hækkunar á launakjör- um þeirra. Yænta þeir, að les- endur þessarar greinargerðar sannfærist um að svo sé. — Afmæli Framh. af bls 14. hjónin eiga 3 myndarleg og vel- gefin börn, uppkominn son, Vil- helm Ragnar, sem enn er heima hjá íoreldrum sínum og 2 elsku- legar dætur Gunnhildi Kristínu og Helgu Elísabet sem eru á bernskuskeiði. Fyrir 13 árum urðu þau fyrir þeirri þungu sorg, að missa tveggja ára efnis dreng af slysförum. Hann hét Gunnar. Að lokum þetta. Eg þykist vita, að Kristinn verði mér ekkert þakklátur þegar hann les þessar línur, því maðurinn er hlédræg- ur og ósýnt um allt, sem hann teldi að höfðaði nærri hóli um sig. Eg veit líka, að hjónin af sömu ástæðum, dvelja nú í dag fjarri sínu yndislega heimili, í von um að geta á þann hátt flú- ið örlög afmælisdagsins, og vera má að þeim takizt það. — En það er engin miskun hjá Magnúsi, eins og þar stendur, og þó ég skilji þessar tiltektir og virði þær mikils, þá get ég samt ómögu- lega neitað mér um þann mun- að, að senda þessum aldavini mínum og góða dreng afmælis- óskir okkar hjónanna, þar sem hann nú stendur með aldarhelm- ingana í bak og fyrir, beinn og fagurlimaður eins og forðum á Jónsmessunóttum ævinnar í þeirri björtu veröld, þegar lífs- vonin í brjóstum okkar fór sig- urför um heiminn. — Og þess- um hamingjuóskum fylgja hjart- ans kveðjur og þakkir til þeirra hjónanna fyrir órofa vináttu og tryggð. Hallgrímur Th. Björnssoo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.