Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 23
Miðvik'udagur G. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 stöðutölur á rekstrarreikningi sambandsins eru rúmlega 1.653 milljónir og á efnahagsreikningi 5.945 milljónir. Þar í er Bænda- höllin metin að eignarhlut sam- bandsins á 5.525 milljónir. Bygg- ingarkostnaður Bændahallarinn- ar árið 1960 nam rúmlega 7.207 milljónum. Heildarbyggingar- kostnaður frá byrjun til 31. des. 1960 nemur nú 17.826.596.00 kr. Að loknum skýrslum formanns og framkvæmdastjóra hófust um ræður ög fyrirspurnir og stóðu þær fram á kvöld. Að þeim lokn- um mun verða kosið í nefndir og störfuðu þær í gær og í dag, en fundinum á að ljúka í kvöld. Mun landbúnaðarráðh. ávarpa fund- inn í dag. ■ SKÖMMU EFTIR að tíðindin um, að skipverjunum á Sleipni hefði verið bjargað um borð í bandaríska herskipið, brugð- um við blaðamaður og ljós- myndari Mbl. okkur vestur á Kaplskjólsveg til þéss að ræða þar smástund við hina ham- ingjusömu fjölskyldu skip- stjórans og smella einni mynd af þrenningunni. í dyrunum tók á móti okkur eiginkona Laufey, Haukur og Kristín. — (Ljósm. Mbl. KM). „Pabbi er á Framleiðslu aukning Framh. af bls. 24. tma á yfirstandandi ári sagði for- maður, að mjólkuraukning hefði orðið veruleg, eða um 10%, en söluaukningin hins vegar ekki nema rúmt 1%. Taldi hann hins vegar þó enga ástæðu til að óttast ©fframleiðslu landbúnaðarvara enda hlutverk landsbúnaðarins að íullnægja neyzluþörf þjóðarinn- ar og til þess að svo væri hlyti ávallt að vera nokkur afgangur. Á sl. ári hefði þó þurft að flytja inn smjör til neyzlu. Næst ræddi formaður 10 ára áætlun, sem gerð hefði verið fyrir áratug síðan og jafnframt það, — Þriðja sprengjan Framh. af bls. 1. Gloppóttur fréttaflutningur Þessar síðustu kjarnorku- Bprengjutilraunir Sovétveldisins hafa heldur ekki verið nefndar á nafn í blöðum eða útvarpi í Póllandi, BúJgaríu og Ungverja- landi. Fréttastofan „Nýja Kína“ sagði frá því, að Tító Júgó- slavíuforseti hefði gagnrýnt á- kvörðun sovézku stjórnarinnar um að falla frá banni við kjarn- orkuvopnatilraunum á fundi hlutlausu þjóðanna í Belgrad. — Hún gat hins vegar að engu harðrar gagnrýni Nehrus, for- sætisráðherra og Nkrumah, for- seta. — Fréttastofur í járntjalds löndunum hafa á hinn bóginn flutt fjölda yfirlýsinga frá komm únistaflokkum og einstökum að- ilum, þar sem lýst er fulltingi við ákvörðun Sovétstjómarinn- ar að falla frá banni. r Fyrir Öryggisráð SÞ Bretland og Bandaríkin munu að öllum líkindum bera upp í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna þau vandamál, sem sprott- ið hafa af hinum nýju kjarn- Orkusprengingum Sovétveldisins, ef ekki verður fallizt á tilboð þeirra um bann við slíkum til- raunum í gufuhvolfinu. Er þetta a.m.k. álit manna í London, þar sem minni líkur þykja nú til, að boðinu verði tekið. Langur tími mun líða, áður en mögu- legt væri að fá málið rætt á allsherjarþinginu, sem kemur saman eftir hálfan mánuð, en mörg mál verða þar á dag- skránni. að nú væri unnið að gerð nýrrar 10 ára áætlunar. Samkvæmt henni væri gert ráð fyrir aukn- ingu í landbúnaðinum, sem næmi í krónutölu 2.625 milljónum. Greindi hann nánar frá sundurlið un þessarar aukningar í hinum ýmsu greinum. Þessu næst talaði formaður um erfiðleika á vinnuafli landbún- aðarins. Þar væri nú einkum aldr að fólk og unglingar til starfa. Engin lánastofnun væri í land- inu, sem lánaði út á fasteignir og því væru erfiðleikar á bústofnun mjög miklir. Þá taldi formaður þörf á rannsókn á því, hve margt fólk starfaði að vinnslu landbún- aðarvara í kaupstöðum landsins, en kæmi ekki nálægt framleiðslu störfunum sjálfum. Að endingu kvað Sverrir Gíslason eitt mesta vandamál þjóðarinnar að afhenda landið frá kynslóð til kynslóðar. Til þess þyrfti með aukinni lána- starfsemi að greiða fyrir því, að hinir yngri gætu tekið við af þeim eldri. Sæmundur Friðriksson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands- ins las og skýrði reikninga þess, og lagði fram uppkast að fjár- hagsáætlun fyrir næsta ár. Þá ræddi hann byggingu Bændaháll- arinnar, en fyrir henni er hann einnig framkvæmdastjóri. Niður Fé réttað á Síðu KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 5. sept. Undanfarin ár hefur verið komið upp afréttargirðingum hér á Síðu, svo að féð kemst nú ekki fram í heimalöndin, eins og það gerði mikið áður, þegar á sumarið leið. Þegar féð fer að safnast inn an við girðinguna, er það sótt, og taka þá sumir lömbin á ræktað land, svo að þeim fari betur fram, þar til þeim er slátrað. í gær var fé sótt inn í afréttargirðinguna og réttað í Heiðarrét í dag. Töldu menn, að þar hafi verið 3—4 þús. fjár. Ekki sýndust lömbin stór, en þess ber að gæta, að margt af ánum er tvílembt. Slátrun á Kirkjubæjarklaustri mun hefjast um 20. þ.m. Undan- farin haust hefur verið slátrað hér 13—15 þús. fjár. — Fréttarit. 90 ára í dag NÍRÆÐ er í dag, 6. sept., Anna Björg Benediktsdóttir frá Ups- um. Hún dvelst nú hjá dóttur sinni á Skúlagötu 56, Rvík. ----------------------------§>« hans, Kristín Halldórsdóttir, og sólbrenndur tveggja ára snáði, Haukur. Bauð Kristín okkur til stofu, en Haukur litli var ekki alveg eins gest- risinn, því að hann rak upp mikinn grát, þegar hann kom auga á myndavél ljósmyndar ans, hélt víst að hér væru læknar á ferð. Tíu ára dóttir Björns skipstjóra, Laufey, brosti sínu blíðasta brosi, en vildi lítið við okkur tala. — Hvenær fréttirðu, að þeir á Sleipni hefðu komizt 1 hann krappann? spyrjum við Krist ínu fyrst. — Eg frétti það eigin- lega ekki fyrr en seint í morg un. Og þá hafði ég ekki hug mynd um, að ástandið væri svona alvarlegt, vissi að vísu, að leki hafði komið að bátn um, en hélt, að hann væri ekki meiri en svo, að þeir réðu alveg við hahn. — Svo að þú hefur kannski ekki verið verulega áhyggju- full? — Auðvitað hafði ég áhyggj ur, en tengdafaðir minn, sem starfar á hafnsöguskrifstof- unni, sagði mér alltaf bara það bezta. Um erfiðleikana verð ég víst að lesa í blöðunum á morgun! — Hefurðu nokkuð heyrt frá eiginmanninum síðan hann kom um borð í herskipið? — Nei, ekki enn þá. Tengda pabbi hefur aftur á móti heyrt í honum, en ekki getað talað neitt við hann. En mér er samt miklu rórra. — Þér hefur auðvitað létt, þegar þú heyrðir, að þeir væru komnir um borð í herskipið? —Já, Guð minn góður. Mér létti sannarlega. Annars hélt tengdapabbi alltaf „húmorn- um" uppi. Þegar hann til- kynnti mér, að þeir væru komnir frá borði og í gúmmí bátinn sagði hann bara: „Allt í lagi, báturinn er sokkinn!" Við spyrjum nú Laufeyju, hvort hún hafi ekki verið hrædd um pabba sinn, en hún bar sig eins og hverri kven- hetju sæmir og sagðist ekkert hafa grátið. Allar tilraunir til þess að eiga blaðaviðtal við herrann á heimilinu eru gersamlega ár angurslausar, hann fæst ekki einu sinni til að segja „pabbi er á sjó“, eins og móðir hans segir okkur þó, að sé uppá- haldssetning hans. En þó að Haukur litli hafi tekið okkur heldur fálega í fyrstu og vildi lítið við okkur tala, virtist þó hugur hans til okkar hafa breytzt allverulega á meðan við stóðum við því að hann kvaddi á sama hátt og hann heilsaði: með miklum gráti. — Sleipnir Frh. af bls. 1 skipshlið. Þá voru 6—7 vindstig af norð-vestri og allvont í sjóinn. Kvaddi hann kl. 11:22. | SKIP * Varnarliðið hafði nú samband við tundurspillin Ketscner, sem var á hafinu ekki alls fjarri og hélt hann þegar á slysstaðinn. Bíðan bættust brezku herskipin Broadsword og Scorpion í hópinn veifuðu til flugmannanna. — Skyggni var gott, skýjahæð 3.000 fet Lárus Þorsteinsson, skipstjóri A flugvólinni, sagði það hafa gengið mjög vel að finna gúmmí- bátinn, fyrst og fremst vegna þess, að mennirnir hefðu haldið sig við hinn sökkvandi bát þar til hann sökk. — Gúmmíbátinn hafði því ekki rekið nema um 12 mílur. Hann hefði líka verið með drifankeri. En Lárus bætti því við, að mikill bagi væri, að gúmmíbátarnir væru ekki útbún- ir sendistöð. Hefði því ekkert samband verið hægt að hafa við skipbrotsmenn. FIMM FLUGVÉLAR Sveimuðu flugvélarnar yfir gúmmíbátnum í tæpar þrjár stundir, fyrst Rán og Constella- Sleipnir KE 106 tion-vélin, síðan bættust tvær Neptune-vélar við, en þeirra var þá ekki þörf — og hurfu þær því, Albatross-vélin frá Skotlandi kom allöngu síðar, en hún hélt sig í námunda við gúmmíbátinn ásamt Rán og Constellation-vél- inni þar til herskipið hefði tekið mennina um borð. LEH> VEL Ketchner kom á fullri ferð á staðinn kl. 16.00 og lét skipið reka að gúmmíbátnum. Stórriðað vírnet hafði verið breitt á þá hlið skipsins. sem að bátnum sneri, og klifruðu skipbrotsmennirnir létti lega um borð, þegar skipið var komið að gúmmíbátnum. Var líð- an þeirra góð. Fór Ketchner síðan til móts við Heklu og samkvæmt síðustu fregnum voru skipsmenn fluttir um borð í íslenzka skipið um 8 leytið í gærkveldi. Er Hekla væntanleg til Reykjavíkur í dag. GAMALT SKIP Sleipnir, KE 20, var 72 tonna bátur, smíðaður úr furu í Noregi árið 1926. í upphafi styrjaldar- innar var hann lengdur og end- urbyggður í Reykjavík, en hann sigldi öll stríðsárin með isvarinn fisk til Bretlands. Á síðasta ári keypti Árni Böðv- arsson, útgerðarmaður í Reykja- vik, bátinn ásamt Steingrími og Snorra Nikulássonum, sem báðir voru skipsmenn á Sleipni. Við eigendaskiptin var sett ný vél í bátinn og gekk hann allt að 12 mílur. Sleipnir var í vöruflutn- ingum í sumar þar til hann var leigður Helga Zoega til fiskflutn- inga á erlendan markað og var Sleipnir einmitt að koma úr fyrstu ferðinni. UNGUR SKIPSTJÓRI Skipstjórinn, Björn H. Magnús- son, 28 ára, Kaplaskjólsvegi 51 var skráður á Sleipni 27. júlí sl. Björn hefur verið á sjónum frá unglingsárum, háseti og stýri- I. O. O. F. IOOF 7 = 143968% == IOOF 9 bs 143968% a maður hjá Landhelgisgæzlunni og einnig á dönskum og bandarísk- um skipum. Hann hefur ekki verið skipstjóri fyrr. Aðrir á bátnum voru: Magnús Þorleifsson, stýrimaður, Kársnes braut 1, Kópavogi; Björgvin Guð mundsson, 1. vélstjóri, Framnes- vegi 30, Rvík; Steingrímur Niku- lásson, 2. vélstj., Vesturgötu 26, Rvík; Bragi Kristjánsson, háseti, Mýrargötu 14, Rvík, Snorri Niku lásson, matsveinn, Hverfisgötu 83, Rvík. Björn H. Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.