Morgunblaðið - 06.09.1961, Page 24

Morgunblaðið - 06.09.1961, Page 24
Ágústbréf Sjá bls. 8. 200. tbl. — Miðvikudagur 6. september 1961 ÍÞRÓTTIR vru á bls. 22. Agreiningur um trygg- ingu Sleipnis — Bilun á utleið og kært yfir hleðslu ALLT bendir til þess, að í uppsiglingu sé djúpstætt á- greiningsmál um tryggingu vélbátsins Sleipnis KE, sem sökk í gær, milli eigenda bátsins annars vegar og vá- tryggjenda hins vegar. Átti Morgunblaðið tal við báða þessa aðila í gærkvöldi og leitaði álits þeirra um þetta efni. Sagði Páll Sigurðsson forstjóri Samábyrgðar íslands, að málið væri af skiljanlegum ástæðum enn algjörlega á byrjunarstigi og hefði því ekki verið kannað til neinnar hlítar. Sagði Páll, að báturinn hefði ekki verið tryggð ur til slíkra flutninga, heldur að- eins fiskveiða, en þegar bátar færu til slíkra flutninga væri ness, sagt tryggingunni upp á þeirri forsendu, að báturinn hefði verið sendur til flutninga án þess að tryggja hann sérstaklega til þeirra. Eigandi Sleipnis, Árni Böðvars- son útgerðarmaður, sagði hins vegar, að hann teldi það engu skipta, hvort báturinn væri tryggður til fiskveiða eða flutn- inga, hann væri í tryggingu. Varð andi uppsögn tryggingarinnar sagði hann, að sú uppsögn hefði verið send, þegar Sleipnir var farinn í siglinguna og því hefði ekki verið hægt að segja henni upp. f>ar að auki sagði Árni, að lögum samkvæmt væri skyldu- trygging á slikum skipum, sem væru undir 100 tn að' stærð, og í því sambandi skipti mestu, hvort þau uppfylltu þau skilyrði, sem Skipaskoðun ríkisins setti, og það hefði Sleipnir gert. Ekki mun áður hafa komið til ágreinings um þetta atriðið, og hefur það því aldrei komið fyrir dómstóla, svo að kæmi til mála- ferla út af þessu deiluefni yrði hér um prófmál að rmæða. Þá hefur blaðið frétt, að þeg- ar Sleipnir var á útleið um næstsíðustu helgi, hafi hann orð- ið að snúa aftur til Vestmanna- eyja vegna bilunar. Sneru yfir- menn skipsins sér til Landhelgis- gæzlunnar og báðu hana að láta fylgjast með skipinu til Vest- mannaeyja og fylgdist eitt varð- skipanna með því alla leið í gegnum talstöð sína. Til Vest- mannaeyja kom Sleipnir svo að- faranótt sunnudagsins, var þar gert við skipið, og hélt það úr höfn í Vestmannaeyjum síðari hluta sunnudags. Áður en Sleipnir hélt upphaf- lega til Englands kom einnig til ágreinings um hleðslu skipsins. Samkvæmt frétt í einu dagblað- anna 25. ágúst sl. kærðu Verka- mannafélagið Hlíf í Hafnarfirði og Sjómannafélag Hafnarfjarðar til bæjarfógetans þar vegna lest- unar þess, þar sem þéssir aðilar töldu, að raskað hefði verið öll- um eðlilegum og leyfilegum hlut- föllum um loftrými í skipinu. Skipaeftirlit ríkisins mun hins vegar samkvæmt frásögn blaðs- ins ekki hafa talið ástæðu til að hindra för skipsins, þar sem bæði hleðsluskírteini þess voru í lagi, og lét Sleipnir úr höfn frá Hafnarfirði á ellefta tímanum 24. ágúst. Þeir veifuðu glaðlega, skipbrotsmennimir af Slelpnl, þegar leitarflugvélarnar flugu yfir björgunarbátinn meðaa beöið var eftir bandaríska herskipinu. Annars héldu þeir kyrru fyrir undir tjaldi bátsins mestallan tímann. Hér sjást tveir skipbrotsmanna, veifandi. Mikil framieiösluaukning í landbúnaðinum Frá abalfundi Stéttarsambands bænda venja, að þau tækju sérstaka aukatryggingu. Ekki hefðu eig- endur bátsins heldur haft leyfi vátryggjanda til flutninganna. Bætti Páll Sigurðsson því við, að auk þess hefði frumtryggj- andi, Vélbátatrygging Reykja- 5.000. hvalurinn i t GÆR var 5000, hvalurinn i dreginn á land í Hvalstöðinna t í Hvalfirði, frá því að Hvalur J hf. gerði út á fyrstu vertíð J sína árið 1048. I Hvalur 7 kom inn í gær t með þrjá hvali, sem hann ; hafði veitt daginn áður, og \ voru þeir nr. 4999, 5000 og t 5001 í röðrnni. Sá fyrsti var t búrhvalur, en hinir tveir langreyðir. — Skipstjóri á Hval 7 er Friðbert Elí Gísla- son. 14. AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda var settur að Bifröst í Borgarfirði kl. 10 f. h. í gær. Formaður sambandsins, Sverrir bóndi Gíslason í Hvammi, setti fundinn og nefndi Jón Sigurðs- son fyrrum alþingismann að Reynisstað fundarstjóra. Annar fundarstjóri var kjörinn Sigurð- ur Snorrason bóndi á Gilsbakka. Ritarar voru kjörnir Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli, og Einar Halldórsson Setbergi. í upphafi fundarins minntist fundarstjóri tveggja látinna full- trúa sambandsins, þeirra Garðars Halldórssonar bónda og alþingis- manns á Rifkelsstöðum og Haf- steins Péturssonar bónda á Gunn- steinsstöðum. Þá var kosin kjör- bréfanefnd Og gefið fundarhlé meðan hún lauk störfum. Fundin um barst kveðja frá aldursfor- seta síðasta fundar, Kristjáni Benediktssyni, sem ekki gat setið fundinn. Fundinn sátu ýmsir gestir auk kjörinn fulltrúa, svo sem for- maður Búnaðarfélags íslands, búnaðarmálastjóri, forseti ASÍ og ýmsir stjórnendur fyrirtækja landbúnaðarins. Landbúnaðarráð herra, Ingólfur Jónsson, verður Og gestur fundarins, og var hann væntanlegur þangað í gærkvöldi. Á fundinum var lögð fram skýrsla um starfsemi Framleiðslu ráðs landbúnaðarins frá 1. júlí 1960 til 30. júní 1961. Einnig verð lagsgrundvöllur 1959 og afurða- verð til bænda. Þá voru lagðir fram reikningar Stéttarsambands ins og yfirlit um byggingarkostn- að Bændahallarinnar. Einnig yfir litsskýrsla um starfsemi Græn- metisverzlunar landbúnaðarins. Sverrir Gíslason flutti skýrslu stjórnarinnar. Ræddi hann í upp- hafi störf 6 manna nefndarinnar og verðlagsgrundvöllinn, sem hann kvað fulltrúa framleiðenda og neytenda vera mjög ósammála um. Þá ræddi hann framleiðslu- aukningu áranna 1958 til 1960, sem hann kvað þó aðallega hafa orðið 1959 til 1960. í nautgripa- ræktun hafði aukningin orðið 7%%, sauðfé 5%, framleiðslu- aukning mjólkur 5.1%, og dilka- kjöts 4%. Þá kvað hann mikla aukningu hafa orðið á framleiðslu kartaflna og kvað það bera vott um, að Grænmetisverzlunin hefði skilað góðu starfi. Hann kvað aukningu ræktunar hafa orðið á sama tíma 13% og aukningu véla 16.6%. Áburðarnotkun hefði hins vegar gengið saman á tímabilinu og innflutningur fóðurbætisvara lækkað um 8.5%. Þá gat formað- ur þess, að hver veturfóðruð kind hefði gefið af sér í ull 1957 1.71 kg, 1958 1.64 kg Og 1959 1.62 kg. Þá sagði formaður, að styrkir til landbúnaðarins hefðu minnkað um 10.1%. Skuldaaukning við sjóði landbúnaðarins hefði orðið 26.7%. Um framleiðsluaukning- Framh. á bls. 23 Tóragos gegn austur-þýzkum BERLÍN, 5. sept. (Reuter). — Tveir bandarískir hermenn, sem voru á eftirlitsferð hér í dag, vörpuðu táragassprengjum að austur-þýzku lögreglunni, eftir að hún hafði beint að þeim vatns- slöngu. Hörfuðu lögreglumenn. irnir 1 húsaskjól skammt frá, Þetta er í fyrsta skipti, sem banda rískir hermenn beita táragasi við landamærin. (IÉRAÐSMÓT iálfstæðismanna Blönduósi, 10. sept. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna verður á Blönduósi, sunnudaginn 10. september kl. 20. Á móti þessu munu þeir Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra og séra Gunn- ar Gíslason flytja ræður. Flutt verður óperan Rita eftir Donizetti. Með hlutverk fara óperusöngvararnir Þur- íður Pálsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur Jóns Bjarni son og Borgar Garðarsson, leikari. — Við hljóðfærið F. Weisshappel, píanóleikari- — Dansleikur verður um kvöldið. Gautarnir spila. Gunmar Hraustir strákar — sagbi skipstjórinn á Heklu LAUST fyrir miðnætti náði Mbl. talsambandi við Heklu Og sagði skipstjórinn, að skip- brotsmönnum liði öllum vel, þeir hefðu gengið til náða. Sagði hann, að Hekla hefði fyrst heyrt frá Sleipni fyrir kl. 8 í gærmorgun, það hefði ver- ið fyrsta kallið frá bátnum. Björn, skipstjóri á Sleipni, hefði þá aðeins verið að láta vita af af sér til öryggis, því leka hefði þá orðið vart. Það var ekki fyrr en síðar, að hann bað um aðstoð, sagði skipstjór inn á Heklu. En þegar mennirnir yfirgáfu bátinn var hann hálffullur af sjó, bætti hann við. Það gekk vel að flytja þá af herskipinu um borð í Heklu. Þeir komu yfir á gúmmífleka, piltarnir kenndu sér einskis meins, enda eru þetta hraustir strákar, sagði hann. Hekla hefur tafizt lítið eitt vegna björgunarinnar. Þar að auki hreppir hún allmikinn mótvind og seinkar því tölu- vert, kemur ekki til Reykja- víkur fyrr en í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.