Morgunblaðið - 07.09.1961, Page 2

Morgunblaðið - 07.09.1961, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmíuaagur 7. sepf. 1961 Hannibal Valdimarsson lýsir yiir: Sáttasemjari hafi úr- siitavald í vinnudeilum Nýtt frímerki ELLEFU af nítján aSiIdarrikjum Evrópusamráðs pósts og síma (CEPT) hafa tilkynnt, að þau muni gefa út eitt eða fleiri frí- merki með mynd þeirri, sem val in var fyrir þessa árs Evrópufrí- merki. Myndin er af nítján dút um á flugi, sem er þannig fyrir komið, að þær hafa form einnar dúfu. f FYRRAKVÖLD ávarpaði for- seti Alþýðusambands íslands Hannibal Valdimarsson aðalfund Stéttarsambands bænda að Bif röst og flutti kveðju Alþýðusam bandsins. í því sambandi ræddi bann um launamál verkamanna og bænda, er hann kvað vera hliðstæð. Gerði hann samanburð á vinnudeilum atvinnurekenda og launþega, og samningum framleið enda og neytenda innan verðlags nefndar landbúnaðarins. Kvað hann hliðstætt hlutverk sáttasemj ara rikisins í vinnudeilum annars vegar og hlutverk hagstofustjóra i yfirnefnd verðlagsmálla land- búnaðarins hinsvegar. Sem kunnugt er hefur hagstofu Hæstu vinning- nr í vöruhapp- drætti SÍBS í GÆR var dregið í 9. flokki í Vöruhappdrætti S..B.S., um 1125 vinninga að fjárhæð 1.218.000,00 kr. Hæstu vinningarnir féllu á eftirfarandi númer: 200.000,00 kr. nr. 27580, umboð Rauðilækur; 100.000,00 kr. nr. 10456, umboð Vesturver; 50.000,00 kr. nr. 21001, umboð Grettisgata 26; 50.000,00 kr. nr. 3,2358, umboð Vesturver. (Birgt án ábyrgðar). stjóri oddaaðstöðu í yfirnefndinni um verðlagningu landbúnaðar- vara. Guðjón bóndi Hallgrímsson á Marðarnúpi talaði nokkuð á eft )T Hannibal, og kvað ánægjulegt að heyra hann bera saman vald þessara tveggja manna, hagstofu stjóra og sáttasemjara. Hinsvegar virtist sér þetta ekki allskostar sambærilegt, eins og málin stæðu nú, en hann gæti verið sammála Hannibal um að þessu þyrfti að bneyta. Nánar tiltekið liggur í orðum Hannibals Valdimarssonar, að þegar launþegar og atvinnurek- endur koma sér ekki saman, skuli sáttasemjari hafa oddaaðstöðu um ákvörðun kaupgjalds. Ef sátta semjari hefði haft þetta vald s.l. vor, hefði kauphækkunin ekki orðið nema 6% og verkföllin leyst á þann hátt miklu fyrr en varð. Þessi kenning forseta ASÍ er því mjög athyglisverð. Guðjón á Marðarnúpi kvaðst vegna þessara ummæla Hanni- bals vilja á þessu þingi flytja svo hljóða'ndi tillögu: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn að Bifröst 5. og 6. september 1961, skorar á þing og stjórn að setja lög um að sátta semjari ríkisins hafi hliðstætt vald í deilumálum launþega og hagstofustjóri hefur, er ákveða skal kaup bænda, ef ekki næst samkomulag í verðlagsnefnd land búnaðarafurða". Blaðið hafði ekki spurnir af af greiðslu tillögunnar í gærkvöldi. Skáldið vildi stúlk- una í kirkjugarðinn AÐ næturlagi fyrir nokkru var eitt af ungskáldum bæjarins statt í gamla kirkjugarðinum. Var skáldið djúpt þenkjandi, og trúlega hefur það rámaff eitt- hvaff í kirkjugarffskafla Þór- bergs 5 Ofvitanum. Er skáldið unga gekk út um kirkjugarðshliðið við Hólatorg, sá það hvar stúlka átti leið fram hjá. Þreif skáldið þá til hennar og vildi draga inn í kirkjugarð- inn með sér, en stúlkan streitt- ist á móti. Náði skáldið að draga stúlkuna að kirkjugarðsliliðinu, Og stympaðist þar við hana um stund. Sá stúlkan sitt óvænna og ákvað, að úr því að hún væri ekki jafnoki skáldsins að kröft- um, skyldi hún ráða niðurlögum þess með klókindum. Spurði hún það hvort það vildi ekki heldur koma með sér heim, en stúlkan átti heima skammt frá. Losaði skáldið þá tökin, og náði stúlkan að hlaupa á brott. í þessum svif- um bar að einkabíl, og komst stúlkan í bílinn. Lögreglunni var gert aðvart, og kom bún og gerði leit að skáldinu í kirkjugarðinum, en sú ledt bar ekki árangur. Hins vegar þekkti stúlkan skáldið í sjón, og kærði málið til rann- sóknarlögreglunnar. Asmundur Sveinsson og Þorvaldur Skulason við mynd As- mundar ,,SólarandlU“ Löndin, sem nota hina sameig inlegu mynd, eru Þýzkalar.d, Belgía, Spánn, Frakkland, Grikk land, fsland, Ítalía, Luxemburg, Holland, Sviss og Tyrkland. Bretland og Portúgal munu hins vegar gefa út frímerki með merki samráðsins. í Frakklandi verða frimerkin gefin út 16. sept., en 18. sepr £ hinum löndunum. Ein stærsta myndiistarsýning, sem hér hefur veriö undirbúin Skákin SVART: Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCHEFGH C D E F H V I T T : Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Leikur Raufarhafnar: Dd8 — e7 ÖNNTJR norræna myndlistarsýn- ingin, sem haldin verffur á ís- landi, er nú í undirbúningi, en það verður líklega stærsta list- sýning sem hér hefur verið hald- in. Yerður málverkum og högg- myndum komið fyrir í Listasafni ríkisins í Þjóðminjasafnshúsinu og svartlistarmyndum og fleiri höggmyndum í Listamannaskál- anum. f gær leit fréttamaður Mbl. inn í Þjóðminjasafnið, ' þar voru sænskur, finnskur og tveir dansk- ir listamenn á hlaupum með mál- verk, sem þeir stilltu upp við veggi hér og þar, gengu síðan aftur á bak og virtu þau fyrir sér, og hlupu svo kannski af stað með þau aftur. Þorvaldur Skúla- son, listmálari, sem er formaður sýningarnefndar, horfði á ásamt Ásmundi Sveinssyni, myndhöggv ara. Ég spurði hvað væri um að vera og fékk þá skýringu að undanfarið hefði Þorvaldur Og stjórn Myndlistarfélagsins, þeir málararnir Sigurður Sigurðsson, Hjörleifur Sigurðsson og Valtýr Pétursson stillt myndum upp við veggi, þar sem þeim sýndist þær fara bezt, en listaverkin að utan voru öll komin. En í fyrrakvöld komu svO erlendu listamennirnir. — í dag mega þeir breyta öllu sem þeir vilja, Og svo verður rif- izt á morgun um hvort þær breyt ingar hafi átt rétt á sér, sagði Þor valdur. — En Norðmennirnir komu í kvöld og þá verða þeir líka að Ásmundur, Danirnir Knud Nellemose og KaJ Mottlou, Sví- inn Tage Hedquist og Finninn Ake Hellman ræffa um upp- setningu á tveimur listaverkum. E / NA /5 hnúior S SVSOhnúlor X Sn/óhomo »úhi V ttinf II Þrumur W:,ít KuUoohi/ Hitotki! H Hoth L Latuh Á HÁDEGI í gær var hæg SV-land til Vestfjarða og SV-átt og bjartviðri um mest- miðin: SV gola, síðar sunnan an hluta landsins, aðeins kaldi, dálíti1 þokusúid. ^ skýjað við vesturströndina á Norðurland, NA-land ög nuð SA-iandi. Yfir Grænlandi in: Hægviðri, skýjað með kofl var hæð en grunn lægð við um. A-strönd Grænlands á lnægri Austfirðir, SA-land Og mið- hreyfingu SA. in: Hægviðri, víðast léttskýjað. Veffurspáin kl. 10 í gær- Austurdjúp: Norðan gola, kvöldi: skýjað m’eð köflum. fá að breyta því sem við höfum verið að gera í dag, sagði Svíinn og hló. Jakobsen og Mortensen sýna Erlendu listamennirnir voru spurðir hvaða þekktir landar þeirra ættu myndir á sýningunni. — Málarinn Richard Morten- sen og myndhöggvarinn Róbert Jakobsen, það eru alþjóðleg nöfn, sem kunn eru hvarvetna í lista- heiminum. Þeir starfa báðir í París, sögðu Danirnir SvO er myndhöggvarinn Adam Ficher t d. mjög þekktur. __ Svend Eriksson er einna þekktastur af Svíunum og mynd höggvarinn Erik Grate, sagði Svíinn. __ Ragnar Ekelund, sem dó í fyrra, á hér 5 myndir. Hann er mjög þekktur í Finnlandi og svo má nefna Yngve Báck, sagði Finn inn. Og svo komu þeir sér saman um að ekki mætti sleppa Norð- mönnunum, þó þeirra fulltrúar væru ekki komnir til landsins Og nefndu norsku málarana Ragnar Kraugerut, Arne Ströme og Lud- vig Eikaase. Þeim kom saman um að á þess- ari sýningu væru abstrakt mynd- ir í yfirgnæfandi meirihluta og meira áberandi en á fyrri nor' rænum myndlistarsýningum. Væri greinilegt að abstrakt stefna í myndlist færi vaxandi í öllum löndunum. Þeir kváðust vera mjög ánægðir með sýningarsal- ina. Húsakynni Listasafns ríkis- ins væru ákaflega góð til sýn- inga, ágæt birta og ekki út á neitt að áetja. Og þó Listamanna- skálinn vSeri orðinn svona hrör- legur, þá væri I honum góð birta á svartlistarmyndunum. Ómögulegt aff láta rifa út úr höndunum á sér Við snerum okkur nú að ís- lendinguninn. Þorvaldur Skúla- son er nýkominn heim frá Paris, þar sem hann dvaldi í 5 mánuði, Og kvaðst ætlað þangað aftur £ nóvember. Ekki sagðist hann eiga neinar myndir á sýningunni. — Ég er í sýningarnefndinni og auk þess átti ég myndir á siðustu norrænu sýningunni í Danmörku. Við verðum að skiptast svolítið á, sagði hann. Ásmundur Sveinsson á þrjár nýjar myndir á sýningunni, Fugl* inn Fönix, Sólarandlit og Lífs- orku. Samt sagðist hann hafa ver ið svo lasinn í sumar, að hann hefði lítið gert. — Bandarísk kona sem kom í sumar vildi endi- lega fá Lífsorku, en ég vildi ekki láta hana, sagði Ásmundur. Það er ómögulegt að láta rífa þetta út úr höndunum á sér. Maður er óþekktur og þá þykir um að gera að ná því. Og þeir kunna að velja það bezta, Amerí- kanarnir. Ég meina að fá mynd- irnar mínar gerðar stórar, eins og Rafmagn, sem sett er upp við Sogið. Ég er mjög ánægður með það. Mér liggur ekkert á og ef ég léti frummyndirnar frá mér, þá væri allt mitt líf farið. Erlendu listamennirnir voru í hrókaræðum um það hvort ein- hver mynd færi betur í þessum salnum eða hinum, þegar ljós- myndarinn smellti mynd af þeiia og við kvöddum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.