Morgunblaðið - 07.09.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 07.09.1961, Síða 3
Fimmíudagur 7. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 i****** X ' ’ : ÞAÐ var komið kvöld og far ið að kula, en íbúarnir í | blokk nr. 26—30 við Gnoða- vog létu það ekki á sig fá. Þeir voru að laga lóðina um- hverfis húsið. Aka mold í hjólbörum, leggja ganghellur og torfþökur. Karlarnir þurftu ekki að fara úr vinnu göllunum í kvöld —• raunar ekki sl. mánuð — og konurn ar voru jafn óhreinar og þeir, en óhreinust voru auðvitað börnin, sem voru að reyna að hjálpa til í moldinni en flæktust mest fyrir, nema þau stærstu. Annar eins sandur af börnum. Ef það er rétt, „að blessun vaxi með barni hverju“ þá þarf þetta hús engu að kvíða. Allar dyr á húsinu voru j opnar upp á gátt og flestir j gluggar. Það var eins og íbú- I arnir hefðu allt í einu þotið út um dyr og glugga til að fagna einhverjum sjaldséðum Þetta er ekki nema brot af ibúunum í blokk nr. 26—30 við Gnoðavog. Margir eru hinu megin við hornið. Einhverjir hafa kannski stolizt af myndinni eða farið i kaffi. (Ljósm. Mbl. KM) „Harðsperrur auka ánægjuna 44 gesti í hlaði, og allir viljað verða fyrstir til að taka í höndina á honum. Hver var þessi ósýnilegi gestur? Faðir allra þessara barna? Varla blaðamennirnir. Nei, þetta er of skáldlegt. Það var sameig- inlegur áhugi, sem hafði knúð á dyr og glugga þessa húss. Löngunin til að fegra um- hverfi sitt, og ná jafnframt lokatakmarki: Búa í góðu húsi með fallegri lóð. Því flest af þessu fólki var til skamms tíma í lélegu hús- næði eða „ófullnægjandi“ eins og stendur í skýrslum. „Bærinn hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir", sagði einu sinni gömul kona, sem bjó í bragga. Það má til sanns vegar færa í þessu tilfelli: Bærinn lét m. a. byggja blokkir inn við Hálogaland, þar sem þetta fólk gat fest kaup í íbúð með góðum kjör- um og greiðsluskilmálum. Það fékk íbúðirnar óinnrétt- aðar í hendur. Síðan kom til kasta þess sjálfs — fólksins — að innrétta, setja hrem- lætistæki o.s.frv. og nú: laga lóðina. íbúarnir hafa stofnað hússjóð til að standa straum af efniskostnaði,' en vinnuna leggja þeir af mörkum sjálf- ir. Það hefur borgað um 130 kr. í hússjóð á mánuði frá byrjun. íbúðimar eru 24, tólf þriggja herbergja og tólf tveggja. Þegar lóðafram- kvæmdirnar hófust í vor að vestan verðu, voru 30.000 kr. í sjóðnum. Það var nægilegt til að hefjast handa. Eftir hverju var svo sem að bíða? Baklóðin er um 1400 fermetrar. Það þurfti að kaupa 24 bíla af mold og síðan allar þökurnar. „Ef við reiknum okkur 25 kr. á tím- ann“, sagði einn íbúanna, „þá kostaði baklóðin 109.000 kr. Við gerum ráð fyrir, að fram lóðin muni kosta aðeins minna“. „Það er ekki hægt að reikna allt í peningum", sagði kona, sem var að moka mold í hjólbörur. „En í harð- sperrum?“ „Þær auka bara ánægjuna, þá hefur maður ekki svikizt undan. Það eru bara „timburmenn" sem bera vott um slæma samvizku“. „Hvar bjóst þú áður?“ „Við erum flest Vesturbæingar í þessu húsi, enda er þetta bezta húsið“. „Gott samkomu lag?“ „Við erum eins og ein fjölskylda og stöndum sam- an um allar framkvæmdir", sagði maður, sem ók hjól- börum og var að kasta mæð- inni. „Við vorum fyrst til að laga lóðina, en svo komu hin ar blokkirnar hér í kring á eftir.“ „Hvernig líkar ykkur að vera komin svona austarlega?" „Er þetta pólitísk spurning?“ „Nei, átthaga spurning“. „Ja, við erum nær sólaruppkom- unni“, sagði konan með góðu samvizkuna. „Það hlýtur að vera táknrænt“. „Maður skyldi ætla það“. Mamma af hverju eru þessir menn alltaf að 1 spurja", sagði lítill strákur með mold í augunum. „Þetta er hann Moggi“, sagði eldri strákur, „og þetta er hann Toggi". „Moggi og Toggi, Moggi og Toggi“, sungu krakk arnir og sömdu lagið um leið. Einn var alveg eins og vasa- útgáfa af Jóni Leifs. „Hvað eru mörg börn í þessu húsi?“ „Þau hafa aldrei verið talin“, sagði einn mannanna, „þau eru á of miklu iði til þess“. „Er þá ekki ónæðisamt í hús- inu?“ „Það þarf oft að þrífa mikið eftir þau“, sagði vinnu- lúin kona, „þau bera svo mikla mold inn á gangana". „Það lagast, þegar við erum búin að leggja þökurnar", sagði maðurinn með hjólbörurnar, um leið og hann ýtti þeim af stað fullum af þökum. „Sumir sá bara“, sagði einn mannanna hugsandi, „en ég held það sé ekki eins gott, til dæmis næsta lóð, sjáið þið, það eru gulir blettir innan um, illa grónir, en það lagast kannski, ætli það ekki“. Þessi minnti á bónda. Já, það er margt að athuga og margar hús- og búsáhyggjurnar. Samt er þetta fólk ánægt. Það er að vinna fyrir sjálft sig og framtíðina. Eftir að hafa verið á hálfgerðum hrakhólum um lengri og skemmri tíma. „Ég fer ekki héðan fyrr en ég fer í kistuna, þessa mátulegu“, sagði einn. En ein kona var ekki allskostar ánægð. Hún hafði búið í bragga, alveg dæmalaust góðum bragga, sem var fyrir sjúklinga á stríðsár- unum. Þá fóru þeir að byggja Sundlaug Vesturbæjar. Auð- vitað endilega, þar sem bragg inn hennar stóð. „Var hann ekki lekur?“ ,Nei, ekki aldeil is“. Var þá ekki hægt að hafa hann á botni sundlaugarinn- ar?“ „Hvernig átti hún þá að komast út í búð?“ sagði einn strákanna. Það verður ekki á allt kosið, en veðrið gæti ekki verið betra. „Það svitnar enginn í svona veðri“. Bráðum fer að dimma. Þá leggst fólkið í blokk nr. 26—30 við Gnoðavog ánægt til hvílu að loknu kvöldverki. „Við ætlum að vera búin um næstu mánaða- mót. Þá höldum við veizlu“. i.e.s. STMSHINKR Kjarnorkuliign Þjóðviljans Það fer ekki mikið fyrir frétt- um af kjarnorkusprengingum Rússa í dálkum Þjóðviljans um þessar mundir. Eindálka klausa á öftustu síðu er lá.tin nægja til þess að segja frá, að Rússar hafi sprengt þriðju kjarnorkusprengj una. Samtök kommúnista og hinna nytsömu sakleysingja þeirra þegja einnig þunnu hljóði. Menningar- og friðarsamtök kvenna, sem jafnan hafa verið rausnarleg og örlát á yfirlýsing- ar og samþykktir, láta ekki frá sér minnsta kvak. „Samtök her- námsandstæðinga“ steinsofa. Friðardúfusamtök kommúnista vita hreinlega ekki af því, að Rússar sveitast blóðinu við að sprengja atómsprengjur. [jarnorku- sprengirtg Washiagton 5/9 — Bandariská kjamorkumálaiieítidin tilkynnti í dag að Sovétmenn hetðu Allir, sem vettlingi geta valdið, taka þátt í starfinu. (Ljósm. Mbl. KM) una í Mið-Asíu. Sprengingin háfi verið meðalsterk. í Sovétrikjunum hefuf enn ekki verið skýrt frá þvi að gerð. «ar hafí verið tilraimlr með kjarnorkuvopn siðu'stu dngana. ? Gæti þetta ekki verið nokkur leiðbeining fyrir íslendinga um það, hvers eðlis „friðaráhugi'" kommúnista er? Hótanir stj órnarandstæðinffa Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, minntist í ágætri ræðu, sem hann fiutti á héraðs- móti Sjálfstæðismanna í Borgar- nesi um síðustu helgi á hótanir stjórnarandstæðinga um áfram- haldandi skemmdarstarfsemi í íslenzku efnahagslífi. Komst hann þá m. a. að orði á þessa leið: „Hótanir um, að þeir muni ekki una því, sem orðið er, kveða nú við úr röðum stjórnarand- stæðinga. Engir vita betur en þessir menn sjálfir að slík bar- átta getur ekki orðið til hags fyrir verkamenn né launþega yf- irleitt. Þar er ekki iengur um að ræða baráttu fyrir bættum kjör- um, heldur um hitt, hverjir eiga að ráða landinu: þeir sem brot- izt hafa til valda með vafasöm- um hætti í samtökum almenn- ings, eða löglega kjörinn meiri- hluti Alþingis, og ríkisstjórn. Mennirnir, sem gáfust upp á hættunnar stund, heimta nú, að ríkisstjórnin fylgi þeirra for- dæmi og hlaupist frá vandanum. Hún mun ekki feta í þeirra fót- spor, heldur fara með það vald, sem henni hefur lögiega verið fengið og Iáta kjósendur síðan skera úr, samkvæmt þeim regl- um, sem stjórirarskrá rikisins segir fyrir um.“ Alþýðusambandið eða löfflega kjörin stjórn o£ jiingf Þetta er visulega kjarni máls- ins. Á Alþýðusambandið, sem kommúnistar og Framsóknar- menn misnota tii pólitískra hermdarverka gagnvart bjarg- ræðisvegum þjóðarinnar eða lög lega kjörið löggjafarþing og rík- isstjórn að móta stelnuna í þjóð málum islendinga? Á „sleggju- hausinn á axarskafti'* ‘kommún- ismans að ráða stefnunni eða vilji meirihluta kjósenda í lýð- ræðisiegum kosningum?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.