Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. sept. 1961 Stúlka óskast til afgreiðslu í veitingasal að Hótel Tryggvaskála, Selfossi. Uppl. á staðnum. Rauðamöl Seljum mjög góða rauða- möl. Ennfremur vikurgjall, gróft og fínt. Sími 50447. og 50519. Húseigendur — Húsbyggjendur. — Tökum að okkur allskonar vinnu við húsbyggingar t. d. ný- smíði, breytingar og inn- réttingar. 1. fl. vinna. — Simi 18079. Sniðskóli Bergljótar Ótafsdóttur. — Sniðkennsla. Snióteikning. Máltaka. Má+ingar. Dag- og kvöldtímar. — Sauma- námskeið, kvöldtímar. Inn ritun daglega í síma 34730. Húseigendur Smíðum í öllum stærðum okkar viðurkenndu forhit- ara fyrir hitaveitu. Leitið uppl. í síma 32778. Vélsmiðjan Kyndill ht. Óska eftir heimavinnu Tilboð sendist af.gr. Mbl. fyrir föstudagskvöld, — merkt: „Heimavinna — 5332“. Miðaldra kona getur fengið herb. á góð- um stað í baenum. Tilboð sendist afgr. Mbl. fjo-ir sunnudag, merkt. „5862“. Barnlaust kærustupar óskar eftir 2ja herbergja íbúð. Vinna bæði úti. Al- gerri reglusemi heitið. — Sími 38340 næstu daga. Stúlka óskast til vinnu frá kJ. 1—6. — Tilb. sendist Mbl. fyrir laugardagskvöld, merkt: „Léttur iðnaður — 5987“. Vantar aftanívagn eða stóran sendiferðabíl í skiptum fyrir Ford ’55 sendiferðabíl. Jakob Sigurðsson. Keflavík. Sími 1826. Herbergi óskast fyrir ungan reglusaman mann frá 1. okt. nk. Helzt forstofuherb. Tilb. leggist inn á afgr. blaðsins fyrir föstudagskvöld, merkt: — „Október — 5328“. Til leigu 1. október 3ja herb. íbúð með öllum þægindum. Aðeins fyrir barnlaust fólk. Tilb. send- ist Mbl. merkt: Hitaveita 5329“. Mæðgur, sem báðar vinna úti óska eftir tveggja herb. íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 35810. 1 til 2 herbergi og eldhús óskast. Fyrirframgreiðsla og húshjálp eftir samkomu lagi. Uppl. síma 36217. Til leigu húsnæði gegn húshjálp. Uppl. 1 síma 50449 og 50006. UNDANFARNAR vikur hefur dvalizt hér á landi þýzkur mál ari Axel Lothar Napoleon Mondry. Hann býr í Ludwigs- burg, en hún er nálægt Stutt- gart. Er fréttamaður blaðsins hitti Mondry að máli fyrir skömmu, sagðist hanna hafa ferðazt mik ið um landið og málað. En hingað kom hann til að gera uppköst að myndum, sem hann ætlar að sýna á sýningu, sem haldin verður næsta vor í kúrstaðnum Bad Neuheim. Undanfarin ár sagðist Mondry hafa ferðazt um Finnland, Sví þjóð og Noreg, og verða mynd ir, er hann málaði þar einnig á sýningunni. Auk sýningarinnar í Bad Neuheim, ætlar Mondry að halda sýningar á myndum frá Norðurlöndunum í Stuttgart, Ludwigsburg og sennilega á fleiri stöðum. Mondry sagðist lifa á list sinni og gera mikið af því að skreyta bækur. Ferðalög sín sagðist hann kosta sjálfur. Hann sagði að sér hefði lík- að mjög vel á íslandi, en þó væri erfitt að vera fjarri heimalandi sínu, þegar þar væru að gerast atburðir eins og að undanförnu. í landi, þar sem maður skildi ekki málið og frétti á skotspónum um á- standið, en vissi ekki hvernig það væri í raun og veru. Hann rómaði mjög náttúru- fegurð íslands og sagði, að hér væru ótæmandi fyrirmynd ir fyrir málara. Hann sagðist hafa gert uppköst að 160—70 myndum. Mondry gerir ráð fyjir að koma hingað til lands seinna í haust og dvelja hér þá þrjár vikur. Hann fer heim til Þýzka lands á föstudaginn, en þang- að til ætlar hann að mála í Reykjavík. í dag er fimmtudagurirm 7. sept. 250. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 4:59. Síðdegisflæði kl. 17:18. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — JLæknavörður L.R. (fyrir vitjaniri er á sama stað fra kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður vikuna 2.—9. sept. er í Vesturbæjarapóteki, sunnud. í Aust- urbæj arapóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4. helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Næturlæknir í Hafnarfirði 2.—9. sept. er Eiríkur Björnsson, sími: 50235. I.O.O.F. 5 = 14397834 = Áheit og gjafir Lamaða stúlkan, afh. Mbl.: — BJ og AS kr. 100. Fjölskyldan á Sauðárkróki, afh. Mbl.: — KG 100 kr.; Vilborg, Keflavík 100; JJ og HÞ 500. Háteigskirkja (áheit): — Gísli Ferdín antsson kr. 1000; AJ 100; Guðm. Jóh. 500; ónefnd kona 300; í>M 360; IV 500; Sigr. Þorgilsd. 200; ónefndur. 100. — Beztu þakkir J.Þ. Fjölskyldan í Camp Knox: EGÞ 100 Steinunn og Margrét 50 NN 100. Sólheimadrengurinn: Þakkált móðir 25, SH 25 ,HS 25, NN 100. + Gengið + Kaup Sala 1 Sterlingspund 120.30 120.60 1 Bandaríkjadollar .. 42,95 43,06 1 Kanadadollar 41,66 41,77 100 Danskar krónur .... 622.68 624.28 100 Norskar krónur 602,24 603,78 100 Sænskar krónur .... 829,15 831,30 Aldraða móðir! þú ert þreytt og þinn er sveiti blóð, en allt um það er hjartað heitt; hefur þú styrk í arm mér veitt og sálu minni móð. Og þerrað títt mér tár af kinn, er tíð var hörð og ströng, og kysst mig, drenginn kæra þinn, og kröftugum mér blásið inn í anda sigursöng. Þú hefur, gamla! miðlað mér af mildri hjartarót, svo hvar sem ég um foldu fer, þá fremst af.öllu ann ég þér og man þín móðurhót. Til móður minnar: Vinje. (Þýð.: Grímur Thomsen). Læknax fjarveiandi Árni Björnsson um óákv. tíma. — (Stefán Bogason). Árni Guðmundsson til 10. sept. — (Bj örgvin Finnsson). Axel Blöndal til 12. okt. (Olafur Jóhannsson) Brynjúlfur Dagsson, héraðslæknir, Kópavogi, til 31. sept. (Ragnar Arin- bjarnar, Kópavogsapóteki frá 2—4, simi 3-79-22). Eggert Steinþórsson óákv. tíma. (Kristinn Björnsson). Esra Pétursson um óákv. tíma. (Halldór Arinbjarnar). Gísli Ólafsson frá 15. apríl i óákv. tíma. (Stefán Bogason). Guðmundur Benediktsson til 25. sept. (Karl S. Jónasson). Guðjón Guðnason frá 28. júlí til 10. okt. (Jón Hannesson). Gunnar Benjamínsson til 17. sept. (Ragnar Arinbjamar). Haraldur Guðjónsson í óákv. tíma. (Jónas Sveinsson). Hulda Sveinsson til 1. okt. (Magnús Þorsteinsson). Kristjana Helgadóttir frá 31. júlí til 30. sept. (Ragnar Arinbjarnar, Thor- valdsensstræti 6. Viðtalst. kl. 11-^12. Símar: heima 10327 — stofa 22695). Kristján Þorvarðsson til 12. sept. (Ofeigur J. Ofeigsson). Páll Sigurðsson til septemberloka. (Stefán Guðnason sími 19300). Páll Sigurðsson, yngri til 25. sept. (Stefán Guðnason, Tryggingast. Rík- isins kl. 3—4 e.h.) Richard Thors til septemberloka. Sigurður S. Magnússon í óákv. tími. (Tryggvi Þorsteinsson). Skúli Thoroddsen til 15. sept. (augnl. Pétur Traustason, heimilisl. Ragnar Arinbjarnar). Snorri Hallgrímsson til september- loka. Stefán Pétursson frá 5. sept. í 2—3 vikur (Kristján Sveinsson). Sveinn Pétursson frá 5. sept. 1 2—3 vikur (Kristján Sveinsson). Valtýr Albertsson til 17. september. (Jón Hjaltalín Gunnlaugsson). Víkingur Arnórsson óákv.tíma (Ölaf- ur Jónsson). Þórður Möller til 17. sept. (Olafur Tryggvason). Hvað sagði hann? „SÁ, sem hefur afíur kjarnorkuvopnatilraunir, verður gerður ábyrgur hinna hræðilegu gerða sinna, og ger- vallt mannkyn mun fordæma hann“. KRÚSJEFF, 14. janúar 1960. JÚMBÓ í EGYPTALANDI + + + Teiknari J. Mora 1) Þeir hlupu nú saman til hallar- innar. Og — mikið rétt — fyrir framan þá stóð Hassan, sá erkibófi! Lögregla! æpti Júmbó æstur, — grípið þennan mann! Hann er þjóf- ur, svikari, bófi.... — Nei-sko, Júmbo, vinur minn! 2) .... sagði Hassan hinn róleg- asti. — Jæja, svo þú ætlar að taka mig fastan! Það var leiðinlegt.... því að nú er ég einmitt í þann veg- inn að láta handtaka þig! Hann gaf nú merki tveim hermönnum og þyrluflugmanninum, sem þegar komu æðandi. 3) En hermennirnir höfðu varla lyft spjótum sínum, þegar Júmbó og Apaköttur snerust á hæli og lögðu á flótta, — öðru sinni á þeim tíu mín- útum, sem þeir höfðu dvalizt í Djelba. X- X- X- GEISLI GEIMFARI X- X" X* — Já, doktor! Maddi morðdngi, hinn aðilinn í glæpafél.aginu! Til að hafa upp á Ardala og týndu stúlk- unum, verðum við að fara til Madda! — En hvað hefur það að segja? Maddi er í fangelsi, er það ekki? — Ekki beinlínis! Hann er í út« legð! Á yzta tungli Satúrnúsar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.