Morgunblaðið - 07.09.1961, Side 5

Morgunblaðið - 07.09.1961, Side 5
Fimmtudagur 7. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFNI= ÍTALSKUR kvikmyndafram- leiðandi, búsettur í Rózn, Dino de Laurentiis að nafni, er nú að undirbúa töku stórfeng- legrar kvikmyndar. Hann ætl- ar að kvikmynda hvorki meira né minna én 46 bækur Gamla testamentisins og 27 bækur Nýja testamentisins. Áætlað- ur kostnaður eru 15 milljarðar líra og mun sýningartími myndarinnar verjia 10 klst., skipt í þrennt. Laurentiis reiknar með því að fá álitlega upphæð úr hjálp arsjóði, sem íbúar N.-ftalíu veita úr til hjálpar íbúum S.- Ítalíu. Er mjög sennilegt að hann fái þetta fé, því að mik- ill hluti myndarinnar verður tekinn á S.-Ítalíu og munu í- búar þar fá mikið að gera í sambandi við töku hennar, sér staklega iðnaðarmenn. Laurentiis hefur þegar safn- að um sig f jölda guðfræðinga, sem eiga að verða ráðgjafar í sambandi við kvikmyndahand ritið og töku myndarinnar. — Margir frægir rithöfundar munu skrifa handritið og ekí;í síður frægir leikarar leika að- alhlutverkin. Rúmlega 10 þekktir leikstjórar eiga að stjórna töku myndarinnar í sameiningu. Alveg nýtt kvikmyndaver hefur risið upp við Via Ponta og á þar að taka mikinn hluta þessarar „stærstu myndar, sem gerð hefur verið“. Hefur Laurentiis þegar keypt 199 Kona Laurentiis er kvikmyndaleikkonan Silvana Mangano. Sjást þau hjónin hér á myndinni með dætur sínar tvær, Veroniku og Rafaellu. hektara lands. Þar eru þegar komin upp leiktjöld, sem tákna Jerúsalem á tímum Biblíunnar og Rómaborg til forna, en þau tjöld voru einn- ig notuð við upptöku á kvik- myndinni „Barrabas“. Einn f jórði svæðisins verður notaður fyrir íbúðir handa leikurum og öðrum þeim, sem vinna við töku myndarinnar, en gert er ráð fyrir að hún muni minnst standa yfir eitt og há'lft ár. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Herdís Haralds- dóttir, Hringbraut 83, Reykja- vík og Hannes Lechner, Austur- ríki. 2. sept. sl. voru gefin saman í hjónaband á Hólum í Hjaltadal af séra Birni Björnssyni, ungfrú Ragnhildur Svala Gísladóttir, Sig MYND þessi var tekin í Hnífs- dalskapellu sl. laugardag en þá fór þar fram systkinabrúð- kaup. Séra Sigurður Krist- jánsson prófastur á ísafirði gaf saman brúðhjónin Eddu Bjarg mundsdóttur og Gunnar Pál Jóakimsson, fiskifræðing (t. h.), og brúðhjónin Jóhönnu Málfríði Jóakimsdóttur og Ás- geir Karlsson (t.v.). (Ljósm.: Árni Matthíasson). túnum, Skagafirði og Sigurður Björnsson frá Hofsósi. — Heimili ungu hjónanna verður að Sigtún- um, Skagafirði. Sl. laugardag opinberuðu trú- lofun sína, ungfrú Þóra Eyjalín Gísladóttir, Fögrukinn 18, Hafn- arfirði og Sveinn Sveinsson, Laugaveg 105, Reykjavík. Um sl. helgi voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níels syni, ungfrú Dóra Sæmundsdóttir og Þorvaldur Jóhannsson, íþrótta kennari. Heimili þeirra verður að Vesturveg 8, Seyðisfirði. — Enn- fremur Kolbrún Gerður Sigurð- ardóttir og Ari Auðunn Jónsson, sjómaður, Hverfisgötu 104A. — Ennfremur ungfrú Þóra S. Gunn arsdóttir og Garðar Sæberg Schram, kennari, Ránargötu 12. — Einnig ungfrú Elínborg Þ. Björnsdóttir og Hannes Georg Rödtang, trésmiður. Heimili þeirra verður að Ásheimum, Garðahreppi. — Ennfremur ung- frú Gróa Magnúsdóttir og Hall- dór J. Vigfússon, smiður, Bú- :>>¥í?Sí staðabletti 10. — Ennfremur ung- frú Rannveig Káradóttir og Elías Þ. Magnússon, rafvirki, Skafta- hlíð 36. — Einnig ungfrú Nanna Sigríður Ragnarsdóttir og Jóthann J. Helason, Drápuhlíð 6. Einnig hafa nýlega verið gef- in saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni, ungfrú Jó- hanna S. Einarsdótir og Jón Á. Wíum, háseti, Stóragerði 36. — Einnig ungfrú Ida H. Jónsdóttir og Sigdór Sigurðsson, stýrimaður, Efstasundi 98. — Einnig ungfrú Kristín Eiríksdóttir og Sigurjón Ingimarsson, járnsmiður, Haðar- stíg 12. 85 ára er í dag Frú Helga Vig- fúsdóttir, Norðurbraut 11C, Hafn- arfirði. Hún dvelst í dag á heimili sonar síns að Ölduslóð 9. S.l .laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Sigurbjörg •Hálfdánardóttir, Selvogsgrunni 8 Hafnarfirði og Ljótur Ingason, Sunnuvegi 10, Hafnarfirði. Pan American flugvél kom til Kefla víkur í morgun frá N.Y. og hélt áleið- is til Glasg. og London. Flugvélin er væntanleg aftur í kvöld og fer þá til N.Y. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar- foss er í Dublin. — Dettifoss er á leið til N.Y. — Fjallfoss fór frá Sauðár- króki í gær til Siglufjarðar. — Goða- foss er í Grimsby. — Gullfoss kom til Kaupmh. á hád. í dag. — Lagarfoss er í Rvík. — Reykjafoss er í Rvík. — Sel- foss er í Rvík. — Tröllafoss fór frá Akranesi í gær til Isafjarðar. — Tungu foss er á leið til Gravarna. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fer frá Rvík í kvöld vestur um land til Akureyrar. — Esja er 1 Rvík. — Herj- ólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 22 í kvöld til Rvíkur. — Skjaldbreið er á Vestfjörðum á suðurleið. — Herðu- breið fer frá Rvík í kvöld austur um land í hringferð. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á leið til Belgíu. — Askja kemur til Rvíkur 1 fyrramálið. Ásýnd kvenna ei það gefst. Upp það ræta fyrir vefst. Er á þaki — þó ei efst. Þetta á ævi snemma hefst. Ðufgus. Ráðning á næst öftustu síðu. Stórt forstofuherbergi til leigu í Mávahlíð 12, — 2. hæð. Leigist með hús- gögnum. Segulbandstæki vestur-þýzkt, „Loeweopta" sem nýtt, til sölu. Uppl. í síma 50447. Atvinnurekendur Stúlka, vön afgreiðslusrorf um og símagæzlu, óskar eftir vinnu % eða allan daginn. Uppl. í síma 11423. Selmer tenórsaxafónn til sölu á kr. 12500. Er í góðu lagi. Uppl. í síma 16920 frá 19—21 í kvöld. Barnakerra Tan Sad, vel með farin og gærukerrupoki til sölu á Eiriksgötu 25. Nýtt vökvadrifið línuspil með öllu tilheyr- andi til sölu. Uppl. í síma 36252. Morris 10 ’47 í góðu lagi, til sölu. Uppl. í síma 34708. . Skellinaðra til sölu. Uppl. á verkstæði „Fálkans". Vinna Stúlka vön buxnasaum óskast. Uppl. í síma 17599. Herbergi óskast strax Uppl. í síma 34388 eftir kl. 5 í dag og á morgun. Hafnarfjörður Kona óskast til að gæta drengs á 2. ári (heima hjá sér.) Nánari uppl. í síma 50395. Óskiun eftir lítilli íbúð sem fyrst. — Húshjálp kemur til greina. Fátt í heimili. Uppl. í síma 37140. Húsnæði Ijósmyndastofunnar Stúdíó Laugavegi 30 er tál leigu frá 1. okt. Hentug fyrir iðnað o. fl. Uppl. í sima 16988 og 11822. Hey tii sölu á 70 aura kg. Þorsteinn Sigvaldason Sumarliðabæ, Ásahreppi. Sími um Meiritungu. ísbúðin Laugalæk 8 Rjómaís — Mjólkurís. ísbúðin. Heimilishjálp Stúlka óskast tvisvar 1 viku til heimilisstarfa. — Uppl. í síma 37580. A T H U G I Ð að borið saman 1 útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðiuu, en öðrum blöðum. — íbúð óskast Uppl. í síma 22150. Skrifsfofuhúsnœði Til leigu er rúmgott og glæsilegt skrifstofuhúsnæði við Laugaveg. — Upplýsingar í síma 12817. TIL SÖHJ Opel Capitan árgerð 1960, vel með farinn og lítið keyrður, til sðlu af sérstökum ástæðum. Tilboð leggist á afgr. Mbl. merkt: „Opel Capitan — 5930“. fyrir sunnUdags- kvöld. Staða kaupfélagssfjóra hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga er laus frá næstu áramótum. Umsóknir urn stöðuna óskast sendar stjórn kaupfélagsins fyrir 27. sept. Tæknifræðingiir Ungur maður, sem nýlega hefur lokið námi í Þýzka- landi í véltæknifræði, óskar eftir tiiboði í vinnu nú þeg- ar. — Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „Tæknifræðingur — 5800.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.