Morgunblaðið - 07.09.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 07.09.1961, Síða 6
6 MORGVNBL4ÐIÐ Fimmtudagur 7. sept. 1961 Læknir listamaður vísindamaður Samtal við dr. Al Copley — EG álít að reynsla mín á sviði læknavísindanna komi tölu vert fram í teikningum mínum og málverkum. Allar tilraunir eru líf mitt og yndi. Eg hef meiri áhuga fyrir nýjum hugmyndum en að mála oft sömu mótívin. Þannig komst dr. A1 Copley, læknir, vísindamaður og listmál- ara m. a. að orði, er Mbl. hitti hann að máli um daginn. Hann hafði verið hér heima nokkrar vikur ásamt konu sinni, Nínu Tryggvadóttur, listmálara, Og 10 ára gamalli dóttur þeirra hjóna. Sérstæður maður Dr. Copley er um marga hluti sérstæður maður. Hann er ætt- aður frá Þýzkalandi og lauk þar læknisfræðiprófi árið 1935. Stund aði hann nám í 6 háskólum í Knuth greifi til Belgíu „BERLINGSKE TIDENE" í Kaupmannahöfn sagði frá því á dögunum, að Eggert Knuth, greifi, sem var sendiherra Dana hér í Reykjavík þar til fyrir hálfu öðru ári, muni a. ö. 1. verða skipaður sendiherra í Belgíu og Lux- emburg innan skamms. Eggert Knuth. sem nú stendur J á sextugu, varð sendiherra á ís- landi 1956, næst ur á eftir frú Bodil Begtrup. Þegar hann hélt héðan. hugðist hann leggja nið- ur störf í utan- ríkisþ j ónustunni og setjast að á óðalinu Krenge- rup, sem eigin- kona hans hafði erft eftir for- eldra sína. Nú hefur Knuth greifi hins vegar óskað eftir að halda lengur áfram í utanríkis- þjónustunni, en í henni hóf hann störf árið 1926 Hefur hann m. a. verið í Sydney og Lundúnum. — Sendiherrann á marga vini og kunningja hér á landi frá dvöl sinni. Dr. A1 Copley. Þýzkalandi og lauk þar doktors- prófi. Síðan flutti hann til Sviss og tók doktorsgráðu við háskóla þar í landi. Árið 1937 fluttist hann til Bandaríkjanna og gerð- ist bandarískur borgari. Átti hann heima í Bandaríkjunum til árs- ins 1952. Þá var hann um 5 ára skeið búsettur í París og síðan í 2% ár í London. Til New York flutti hann alkominn aftur í byrj- un ársins 1960 og hefur átt þar heima siðan. — Stundið þér nú læknisstörf í New York? — Nei, síðan árið 1952 hef ég ekki stundað læknisstörf, vinn nú eingöngu að visindalegum rannsóknum Og tilraunum. Eg er fastur starfsmaður National Institute of Health Og vinn fyrir þá stofnun að blóðrannsóknum. — Hver er aðaltilgangur þeirra rannsókna? — Að öðlast þekkingu á blóðrás inni, blóðtappa og bólgusjúkdóm- um. Auk þess er ég aðalritstjóri að vísindariti um líffræði og lækn isfræði, sem gefið er út í Banda- ríkjunum. I þessu sambandi má geta þess, að dr. Copley hefur ritað um 150 vísindagreinar um blóðrannsókn- ir sínar og skyld efni. — Hvað álítið þér um mögu- leika á lækningu krabbameins í nánustu framtíð? — Eg hef ekki unnið sérstak- lega að krabbameinsrannsóknum. En ég gæti ímyndað mér að við sigrumst á krabbameininu áður en margir hinir svokölluðu blóð- sjúkdómar verða læknaðir. Byrjaði að mála í barnæsku — En svo eruð þér líka lista- maður? — Já, þér getið kallað það svo. Eg byrjaði að mála í barnæsku en ég treysti ekki á hæíileika mína á því sviði. Þess vegna fór ég að læra læknisfræði. En áhugi minn á málaralistinni var samt lifandi áfram. Eg hélt alltaf áfram að teikna. í kringum 1939 byrj- aði ég líka að mála og hef gert það síðan. Þegar ég fluttist til New York var ég mjög hvattur Eitt af málverkum dr. A1 Copleys. til þess að sinna listastörfum meira. Hef ég síðan haldið um 20 sýningar, bæði í Bandaríkjun- um, Japan, Þýzkalandi, Sviss, París, Brússel, Amsterdam og víðar. Ennfremur hef ég tekið þátt í mörgum samsýningum með öðrum listamönnum. Hélt sýningar í Japan Eg álít að reynsla mín á sviði læknavísindanna komi víða fram í teikningum mínum, segir þessi fjölhæfi læknisfræðingur Og listamaður, sem nýtur mikils á- lits fyrir vísindastörf sín, en þykir jafnframt sérkennilegur og sjálfstæður listamaður. Á sl. ári hélt hann t. d. tvær málverka- sýningar í Japan. Hlaut hann þar ágæta dóma Og vöktu málverk hans mikla athygli. Þau Nína Tryggvadóttir hitt- ust í fyrsta skipti á fyrstu sýn- ingu hennar í New York árið 1945. Giftust þau árið 1948 og hafa síðan búið eins og fyrr segir í París, London og New York. Þau eru fyrir skömmu farin héð- an og eru nú á ferðalagi um meg- inland Evrópu. Dr. Copley sagði Mórgunblað- inu frá því, að hann hefði áhuga á að halda málverkasýningu í Reykjavík, þegar tækifæri gæf- ist. — S.Bj. Fyrsta alvarlega viðfangsefnið Skólarnir eru um það bil að byrja. Nú þegai mætir mað ur á götunni litlu krílunum með nýju skólatöskurnar sín- ar. Sum taka þetta fyrsta al- varlega viðfangsefni í lífinu ákaflega hátíðlega. Öðrum er það bara enn einn leikur. Allt eftir upplagi hvers og eins, og því hvernig þau hafa verið búin að heiman undir skóla- gönguna. Undirbúningurinn er nú kannski ekki svo auðveldur. Mamma ein ætlaði að vera bú- in að búa 7 ára son sinn und- ir þetta stóra skref í lífi hans Enda hlakkaði hann til skóla- göngunnar og fór gleiðgosa- legur af stað fyrsta dáginn. Þegar hann kom heim, kallaði hann hástöfum: — Kemur nú skólastrákurinn! og kastaði frá sér skólatöskunni. Það hafði verið svakalega gaman í skólanum. En þegar mámma fór að kalla á hann daginn eftir til að búa hann af stað í skólann, leit hann upp undr- andi: — Ha, skólann? Eg er búinn. Það var í gær. ♦ Fornbókmenntir og sérkennileg náttúra Mikið er deild á skólakerfið hjá okkur. Eitthvað af því virðist réttmætt, en sjálfsagt ýmislegt, sem ekki styðst við staðreyndir. Eitt er það sem ég hygg þó að óhætt sé að full- yrða að sé ekki eins Og það ætti að vera. Og það er al- mennileg náttúrufræðikennsla allt frá barnaskóla og upp í háskóla, þar sem hún er eng in. Það er tvennt sem við ís- lendingar getum státað af, fornum bókmenntaarfi og fjöl breyttri og sérkennilegri nátt- úru landsins. íslendingasögurn ar prýða bókaskápa nærri hvers heimilis, hvort sem þær eru nú almennt lesnar eða ☆ FERDIIMAND ☆ ekki. En þekking á þeim nátt- úrufyrirbærum, sem hvar- vetna blasa við augum, er ó- neitanlega af skornum skammti. Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri, sagði mér einu sinni að hann hefði gengið með nokkr- um stálpuðum skólákrökkum um Hljómskálagarðinn. Þau reyndust ekki þekkja neitt af þeim gróðri sem þar var, þekktu ekki björk frá víði 0. s. frv. Reyndar þekktu þau ekki heldur styttuna af Thor- valdsen, þó flest könnuðust við styttuna af Jónasi Hall- grímssyni. Aftur á móti reynd- ust þau kunna eitthvert hrafl af borgarnöfnum úti í heimi. • Of lítil náttúrufræði- kennsla mmmmammmmammmmrnma Áhugi fyrir fræðslu um nátt úruna virðist þó vera fyrir hendi í landinu, sem m. a, má marka af því hve fullorðn- ir eru þakklátir fyrir þá litlu leiðsögn, sem þeir geta feng- ið. Þegar Náttúrufræðifélagið efndi til ferðar í sumar og hafði með grasafræðing, veð- urfræðing og. jarðfræðing til leiðbeiningar, þá fóru 100 manns með, og komust miklu færri en vildu. Ekki er ég að deila á bá fræðslu sem kennarar veita um náttúru landsins í kennslu stundum, það er ekki gert ráð fyrir henni meiri og þeir hafa bara ekki kennslutæki eða að- stæður til að gera það að gagni. Það er slæmt að sva skuli fara fyrir okkur, sem höfum í landinu sjálfu dæmi um ótal náttúrufyrirbrigði, er aðrir verða að láta sér nægja að lesa um — og höfum jafn- framt skólakerfi, sem gerir ráð fyrir að hvert mannsbarn nemi einhvern fróðleik frá 7 ára aldri til 16 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.