Morgunblaðið - 07.09.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 07.09.1961, Síða 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. sept. 1961 JfcripjtjMaMI* tJtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. GLÆPUR GEGN MANNKYNINU '17’segilegar verður ekki tekið^ " til orða tun þá ákvörðun Rússa að hefja kjamorku- sprengjutilraunir að nýju en, að hún sé glæpur gegn mann kyninu. Sprengjutilraunirn- ar þrjár, sem Rússar hafa gert, eru allar framkvæmdar úti í gufuhvolfinu og eitra því andrúmsloftið um jörð- ina alla. Þar að auki vissu það allir fyrirfram, að hæfu Rússar veigamiklar kjam- orkusprengjutilraunir, þá hlytu Bandaríkjamenn að telja sig tilneydda að gera það líka, enda kunngerði Kennedy forseti áform um kj arnorkuspreng j utilraunir, þegar Rússar höfðu sprengt þriðju sprengjuna úti í gufu- hvolfinu. Sá meginmunur er þó á tilraunum Bandaríkjamanna og Rússa, að hinir fyrr- nefndu hyggjast einungis gera tilraunir neðanjarðar og fyrirbyggja geislaverkun. Hinir síðarnefndu virðast leggja megináherzlu á að ógna mannkyninu með eitrun alls andrúmslofts og jafn- framt er látið í veðri vaka, að enn djöfullegri eyðingar- vopn kunni að verða fram- leidd á næstunni. Með þessum ákvörðunum Rússa hefur vísvitandi verið að því stefnt, að auka styrj- aldarhættuna. ÓGNANIR VERKA ÖFUGT 117160 ógnununum við Berlín og kjarnorkusprengju- tilraununum í gufuhvolfinu hefur Krúsjeff án efa ætlað sér að skelfa svo hinar frjálsu þjóðir, að þær yrðu undanlátssamari við yfir- gangsstefnu hans. Hann hef- ur gert ráð fyrir því, að hlutleysingjar yrðu fúsari til að láta afskiptalausar að- gerðirnar í Berlín, ef þeir ættu yfir höfði sér hótanir um tortímingu. Hann hefur haldið að sér tækist að lama siðferðisþrek frjálsra þjóöa. Eftir þeim kennisetning- um, sem kommúnistar eru aldir upp við, fer ekki mikið fyrir manndómnum hjá okk- ur, sem búum við „auðvalds- skipulag". Þess vegna hefur hinn rússneski einvaldi tal- ið, að flótti mundi bresta í liðið, ef hann sýndi klærnar. Og að vonum hefur hann talið sig geta, eins og fyrri daginn, treyst á fimmtu her- deildina, sem hann hefur á mála í lýðræðisþjóðfélögum og friðardúfurnar sínar. En viðbrögð frjálsra manna hafa orðið allt önnur en Krúsjeff gerði ráð fyrir. Um allan heim hafa lýðræðisöfl bundizt traustari böndum en áður vegna hinnar aðsteðj- andi hættu. Friðardúfurnar eru í felum þessa daga, þótt þær taki sjálfsagt að flögra, þegar þær þora það, vegna hinnar almennu fordæming- ar, og jafnvel fimmta her- deildin er feimin við að koma fram í dagsljósið þessa dagana, þótt „Ku Klux Klan- fylking“ Moskvukommún- ista, sem ræður hér fyrir hinu svokallaða Alþýðu- bandalagi, muni auðvitað reka rýtinginn í bak þjóðar sinnar, þegar heppilegt tæki- færi gefst. AFSTAÐA ÍSLANDS En hvað getum við íslend- ingar þá aðhafzt? Alkunna er, að í hvert skipti, sem Krúsjéff brosir og talar um hinn einlæga friðarvilja sovétþjóðanna, þá brosa nokkrir einfeldningar hér uppi á íslandi á móti, og jafnvel í prestastétt eru menn, sem ljá undirskrift sína á siðferðisvottorð fyrir heimskommúnisma. Þessir menn hafa lagt sitt lóð á vog arskálarnar til þess að Krús- jeff hæfi kjarnorkuvopnatil- raunir á ný. Þeir hafa sagt, að til væru kristnir menn, sem vildu semja frið við öfl hins illa. Þeir hafa undir- strikað að manndómur lýð- ræðisríkja mundi ekki nægja til að standa gegn ofbeldis- öflum. Það er með hliðsjón af sjónarmiðum þessara ein- feldninga, sem Krúsjeff telur sig bezt munu geta náð á- formum um undirokun heimsbyggðarinnar með ógn- unum. Fleiri og fleiri muni taka undir með „hernáms- andstæðingum“ hinna ýmsu landa. Þeir muni segja: „Við skulum ekki skipta okkur af því, sem er að gerast; við skulum ekki verjast; þá er hugsanlegf að okkur verði þyrmt. Getum við þá ekki látið kyrrt liggja, þó að nokkur hundruð milljónir annarra verði myrtar?“ En gallinn er sá, að þetta s j ónarmið hugley singj ans gæti heldur ekki bjargað honum. Ef allt andrúmsloft- Dauðosprengjon ÞAÐ kom eins og reiðar- slag yfir heiminn þegar Krúsjeff forsætisráðherra tilkynnti hinn 31. ágúst sl., að Rússar ætluðu að hefja á ný tilraunir með kjarnorkusprengjur. — Og Krúsjeff lét ekki sitja við orðin tóm. Daginn eftir var fyrsta tilraunin gerð, þrem dögum seinna önnur og næsta dag sú þriðja. -x Þessar sprengjur Krús- jeffs voru engar risa- sprengjur, heldur „aðeins“ nokkur kílótonn, þ. e. a. s. sprengiorka þeirra var svipuð og í nokkrum þús- undum lesta af TNT- sprengiefni. En um leið og Krúsjeff boðaði nýj- ar kjarnorkutilraunir, til- kynnti hann að sovézkir vísindamenn hefðu unnið að undirbúningi 100 mega- tonna sprengju, það er sprengju, sem felur í sér sömu orku og 100 milljón- ir lesta af TNT. Til sam- anburðar má geta þess hér að sprengja sú, sem eyddi Hiroshima 6. ágúst 1945, Aladdinslampinn, teikning úr Dagens Nyheder var 20 kílótonn, eða á við 20.000 lestir af TNT. -x • Hafa aldrei hætt ið umhverfis hnöttinn er eitrað, þá er þessum mönn- um heldur ekki þyrmt. Hið eina, sem þeir í rauninni gætu fengið áorkað, er að veikja svo varnir lýðræðis- þjóða hernaðarlega og sið- ferðilega, að ofbeldisöflin treystust til að leggja til úr- slitaatlögunnar. Með öðrum orðum: Þeir gætu áorkað því, að sú styrjöld brytist út, sem leiddi til endaloka mann kynsins. Það á ekki að verð»a hlut- verk Islendinga að verða fyrstir til að sanna kenningu Krúsjeffs um manndómsleysi lýðfrjálsra manna. Þvert á móti á það að verða stolt okkar að styrkja samstöðu okkar með lýðræðisþjóðum og sýna það einmitt nú, að við viljum taka virkari þátt í varnarsamtökum lýðræðis- þjóða en nokkru sinni fyrr. í dag er rétti tíminn fyrir alla góða íslendinga til þess að reka af það slyðruorð, að innan raða þeirra séu menn, sem vilja fórna manndómi þjóðar sinnar á altari of- beldisins. athugunar hvórt heppilegt væri að smíða svó stóra sprengju, en komust að raun um að svo væri ekki. Það væri engin ástæða til að tví- eyða Sovétríkjunum. En þegar Krúsjeff hefur á- kveðið að fá sér 100 mega- Þegar tilkynning Krúsjeffs tonna sprengju, ma búast við um áframhaldandi tilraunir kröfur rísi í Bandaríkjun- var birt, hafði að nafninu tU um um jafnstóra sprengju eða verið 34 mánaða hlé á tilraun- stærri. Nú er jafnvel farið að unum af hálfu Bandaríkja- tala um „Begatonn" í sam- manna og Rússa. Og viðræður bandi við vetnissprengjur, það um algjöra stöðvun stóð yfir er 1 000 megatonn, sem nægði í Genf. Ekki er þó þar með til að útrýma öllu lífi á land- sagt að engar tilraunir hafi svæði sem er sjö sinnum verið gerðar á þessu tímabili. stærra en allt ísland. Þar á Lewis L. Strauss, sem var eftir kæmi ,,dómsdagsvopnið“, formaður bandarísku kjarn- sem útrýmdi öllu lífi 1 heilJi orkunefndarinnar 1953—1958, heimsálfu. sagði þegar hann var spurður hvers vegna Rússar væru að taka upp tilraunir nú: Eg efast ekki um að Rússar hafa haldið áfram kjarnorku- tilraunum allan tímann. Þetta ® er mín trú, en ég get ekki Stærsta vetnissprengjan, sem sannað það. En meðan á hléinu Bandaríkjamenn hafa sprengt, stóð mældust verulegar spreng var 15 megatonn, eða sam- ingar í Sovétríkjunum. Hefðu svara 15 milljónum lesta af þetta verið saklausar spreng- TNT. Sprengingin var gerð á ingar eða hræringar, hefði eyju nokkurri í Kyrrahafi. land með hreina samvizku Eyjan hvarf og geislavirkt ryk leyft eftirlit á sprengingar- lagðist yfir 18 þúsund ferkíló- * Eyjan hvarf svæðunum. -x • Enn stærri sprengjur Kapphlaupinu, sem Krú- metra svæði. Venjulegar bandarískar vetnissprengjur eru 5 megatonn, en þær stærstu, sem hafa ekki verið reyndar, 20 megatonn. 100 megatonna sprengja næbði til að leggja í rúst svo til hvaða borg sem væri í Bandaríkjunum. Engin bygg- sjeff er að koma af stað, lýkur ing stæði uppi innan 20 kíló- ekki með smíði 100 megatonna metra frá sprengjustaðnum. sprengju, sem auðvelt er fyrir Hitinn frá sprengingunni yrði bæði Bandaríkin og Sovétrík- öllum að bana innan 80 km in að fullgera áður en langt frá sprengingunni. Og vind- um líður. Bandarískir vísinda- arnir flyttu geislavirkt ryk og menn höfðu það eitt sinn til dauða yfir enn stærra svæði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.