Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. sept. 1961 MORGUNBL’jIÐIÐ 11 foá&reyjtm f MINNSTA höfuðstað norður- álfu, Tórshavn í Færeyjum, búa liðlega 7 þúsund manns. Þetta er fallegur bær og vina- legur, fullur af andstæðum, spegilmynd þeirra stórfelldu breytinga, sem á undanförn- um árum hafa orðið á atvinnu lifi og öllu þjóðlífi Færeyinga. Þetta er gamall bær og nýr, bjartur, en kyrrlátur. • Fyrsta myndin í hafnarmynninu mætast tvö skip, nýr og glæsilegur þús- und tonna togari og gamall kútter frá skútuöld, einn af þeim síðustu, sem gerðir eru út frá Færeyjum. — Á sunnu- dagsgöngu á hafnarbakkanum sjáum við nokkra gamla Fær- eyinga í þjóðbúningum. Þeir eru rólegir í fasi og ræða um aflabrögð við Grænland. Tind- ilfættar ungar stúlkur ganga framhjá. Þær eru í rúskinns- jökkum, nælonsokkum Og tá- mjóum skóm — og söngla nýj- ustu dægurlögin á meginland- inu. — Ofar í höfninni eru gamlir menn að hyggja að trillubátunum sínum, en ung- lingur brunar framhjá í urhús með hvítum gluggaum- gjörðum. Þetta umhverfi er frá síðustu ö'ld. Á næsta 'horni komum við aftur inn í 20. öldina. Þar eru börn að kaupa rjómaís og skammt frá stendur pylsu- vagn. — Þetta er fyrsta mynd- in, sem ferðamaðurinn fær af Tórshavn. • Allir bílar nýir Bærinn stendur við vog í margbreytilegu landslagi. — Höfnin og hverfið ofan við hana er hjarta bæjarins. En þegar út fyrir það kemur standa húsin annað hvort uppi á hól eða niðri í dæld, minn- ir helzt á Hafnarfjörð. Allt umhverfis miðbæinn er krökt af þessum gömlu, lágu timb- urhúsum. Þau eru flest tjörg- uð og minna óþyrmilega á danskt ok. En í útjaðri bæj- arins hefur mikill fjöldi nýrra, steinsteyptra íbúðarhúsa ris- ið, mest tvíbýlis- og raðhús. Þau eru máluð björtum og skærum litum, eins og tíðkast á íslandi. En Færeyingar byggja samt enn ekki jafn- Frá höfninni í Tórshavn I minnsta stað Norður- áifu erutveir strætisvagnar amerlskum Ford af nýjustu gerð. — Og við göngum upp aðalgötuna, malbikaða og þrifalega, framhjá Vaglinum, þar sem Hjálpræðisherinn hefdur samkomur sínar, að Havnar bío, þar sem þeir sýna nýjustu myndina hennar Brigitte Bardot í kvöld. •— Á „Káta horninu“ þar rétt fyrir ofan, standa sjómenn í hnapp. Þeir eru í gömlu mynztruðu lopapeysunum, eru með hend- ur í vösum, hljóður hópur, sem horfir á vegfarendur. Á horninu beint á móti, í stór- um verzlunarglugga, er glæsi- leg útstilling á nýtízku kven- fatnaði, Baby Doll Og hvað það nú heitir allt saman. — Og við höldum áfram upp malbikuðu götuna, framhjá glæsilegri nýbyggingu, Fær- eyjabanka, en erum allt í einu komnir í þrönga götu þar sem standa lítil, svart-tjörguð timb stórar íbúðir og við gerum hér, nú orðið. í Færeyjum eru um 400 bíl- ar og bróðurparturinn er í Þórshöfn. Og það, sem einkum vekur athygli, er, að gamlir bílar eru sjaldséðir á götun- um, enda eru Færeyingar til- tölulega nýbyrjaðir að flytja inn bíla í stórum stíl. Þar ber mest á Austin, en nýir amer- ískir bílar eru líka margir. Leigubíllinn nefnist „hyru- vognur“ Og af þeim eru 40 í Þórshöfn, margir með talstöð, enda þótt bærinn sé lítill Og vegakerfið á frumstigi. Frá Tórshöfn var til skamms tíma hægt að aka lengst til Kirkju- bæjar. Þangað eru 15 km. veg- urinn mjór Og bugðóttur, ekki verulega heppilegur fyrir nýju amerísku bílana þeirra. Nú ei hægt að aka 20 km. frá höfuðstaðnum eftir nýjum og brtiðum vegi, sem gerður var vegna byggingar radarstöðv- arinnar á Straumey. • Umferðarslys fátíð Það eru aðeins nokkur ár siðan farið var að malbika í Þórshöfn. Allar helztu göturn- ar eru nú bikaðar og nú er byrjað að malbika þröngu hliðargöturnar svo að tæknin mun þrengja sér inn í hvert húsasund. Færeyskir bílstjórar eru varkárir og flauta yfirleitt hraustlega við hvert húshorn. Umferðarslys hafa líka orðið sárafá, helzt, þegar bílar fjúka í roki að vetrinum. Annars gæta 7 lögregluþjónar laga og réttar í höfuðstaðnum og 6 manna varalið hleypur í skarð ið í veikindaforföllum og sum arfríum. í Þórshöfn eru tveir litlir strætisvagnar, sem annast sam göngur milli bæjarhluta og við sveitina umhverfis. Sjálfvirkur sími er í þrem- ur bæjum á Færeyjum og að sjálfsögðu er kerfið stærst í Þórshöfn. Símanúmerin eru liðlega 1500 þar og afnota- gjald allmiklu hærra en hér, eða sem svarar kr. 3.600 á ári. Fyrstu þúsund símtölin á ár- inu eru innifalin í afnotagjald inu, en síðan kemur aukagjald á umframsímtöl. f Þórshöfn segja menn, að þúsund símtöl nægi mönnum vel meðan þeir hafa ekki fest ráð sitt — því umframsímtölin fylgja kven- þjóðinni þar eins og annars staðar. - • Ekkert næturlíf — Stórar pantanir Þórshöfn er kyrrlátur bær og þar þekkist ekkert nætur- líf. Kvikmyndahúsin eru tvö Og myndirnar, sem Færeying- ar sjá, eru þær sömu og við fáum hingað til Reykjavíkur. En Sjónleikarhúsið og Havn- ar bíó fá sínar myndir frá Danmörku og eru þær því allar með dönskum skýringar- texta. Þá eru dansleikir um helg- ar og unga fólkið ,,rokkar“ þar eins og annars staðar á vesturlöndum. Goggan, heitir hljómsveitin, sem þar leikur fyrir unga fólk ið, sjö manna hljómsveit, mjög vinsæl eins og að líkum læt- ur. Að vetrinum fer eldra fólk ið á gömlu dansana — en þjóð dansarnir eru aðeins iðkaðir i brúðkaupum og sérstökum þjóðdansaklúbbum. í Þórshöfn er og leikfélag áhugamanna, sem yfirleitt setur á svið eitt leikrit á vetri. — Þar með er upptalið það, sem fólkið í Þórshöfn hefur sér til skemmt- unar á kvöldin — og þar sem menn geta fengið allt að því sex þúsund króna (ísl.) sekt fyrir að neyta „berusandi" drykkja á veitingastofum, halda þeir sig mest heima á kvöldin. Opinberar vínveit- ingar eru hvergi í Færeyjum og menn verða að panta alla áfenga drykki frá Kaupmanna höfn. Þess vegna eru yfirleitt gerðar stórar pantanir og menn una sér vel heima. h.j.h. Það er fallegt í hjarta bæjarins. ***** •***> r* KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR Kópavogsbió: GEGN HER I UANDI NAFNIÐ á þessari amerísku gamnmynd kemur kunnuglega fyrir og á vel við, því að í Kópavogi munu vera skeleggustu andstæðingar allrar hersetu, hvar sem er, nema hún sé rússnesk. — Mynd þessi er þó af öðrum toga spunnin og mun ckemmtilegri en Keflavíkurgöng ur og önnur afrek „gegn-her-í landi“-manna hérlendis. íbúarnir í smábæ einum í Bandaríkj unum, Putnams Land- ing, fá tilkynningu um það að ákveðið hafi verið að herinn komi þar á fót „leynilegri at- hafnastöð". íbúarnir taka þessu afarilla og er haldinn borgara- fundur í mótmælaskyni. — Grace Bannermann, atkvæða- mikil ung kona, kemur því þannig fyrir að Harry maður hennar er sendur til Washing- ton til þess að bera þar fram við herstjórnina mótmæli borg- arbúa. — Fékk hann litlu áork- að í ferðinni en lenti hins veg- ar í miklum vanda í gistihús- inu þar sem hann bjó. Hafði það nærri orðið til að eyði- leggja hjónaband hans. Sú sem olli ósköpunum var ung og fríð og léttúðug kona, Angela að nafni, „sem er haldin þeirri ástríðu að vera hrifin af öll- um karlmönnum nema eigin- manni sínum“ eins og segir í efnisskránni. Fer nú svo að Harry er, gegn vilja sínum, gerð ur að liðsforingja í hernum. Fær Harry þá snjöllu hugmynd að efna til mikillar hátíðar til minn ingar um landgöngu pílagrím- anna, er þeir komu þarna á skipinu „Mayflower" fyrir mörg- um öldum, Átti hátíðin að verða til þess að afla hermönnum vin- sælda meðal bæjarbúa. Bæjar- búarnir tóku þessu líka fegins hendi en þó af öðrum ástæðum en búizt var við. — Lýkur mynd inni með því að eldflaug hefur sig á loft þarna öllum að óvör- um og með henni fer af mis- skilningi einn af yfirmönnum hersins, í stað apans, sem átti að þreyta flugið. Mynd þessi er mjög skemmti- leg og vel gerð, þar til í lokin, — því þá missir gáskinn marks, eins og stundum vill verða í amerískum myndum. Leikurinn er ágætur ,enda fara afbragðs leikendur með aðalhlutverkin, þau Paul Newman (Harry), Jo- anne Woodward er leikur konu hans og síðast en ekki sízt hin fríða og freistandi Joan Collins, er fer með hlutverk Angelu. Tjarnarbíó: Skemmtikrafturinn MYND þessi er brezk, gerð eft- ir leikritinu The Entertainer eft ir enska rithöfundinn John Os- borne, en leikritið var frumsýnt í London fyrir nokkrum árum. Leikritið og myndin er sár harmleikur, er fjallar um leik- ara, sem berst örvæntingarfullri baráttu til þess að brjóta sér braut á leiksviðinu og vinna hylli áhorfenda, en árangurs- laust. Örvæntingin og vonbrigð- in lama hann svo að allt sem hann tekur sér fyrir hendur mistekst hrapallega. Og þeir, sem standa honum næst, eiga einnig sín vonbrigði. Aldraður faðir leikarans harmar hina góðu, gömlu daga, þegar söng- leikirnir voru hvað beztir, eig- inkonan er vonsvikin í hjóna- bandinu og dóttir leikarans tekur nærri sér heimilisástæðurn ar og vonbrigðin í ástamálum. — Þannig er efni myndarinnar ærið drungalegt. — Leikritið Frh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.