Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 7. sept. 1961 MORGU'NBLAÐIÐ 13 75 ára i dag: Ingibjörg dlafsson INGIBJÖRG Ólafsson verður 75 ára í dag. Góðkunn var hún fyrir hálfri öld hér í Reykjavík, fyrir störf sín, — og 15 árum síðar var hún orðin kunnasta kona íslenzk — önnur en Ólafía Jóhannsdóttir — um öll Norður- lönd, fyrir félagsstörf í KFUK. Vafalaust verða þeir margir — og margar, — sem senda henni hlýjar hugsanir þessa daga, er hún dvelur nú heilsulaus í Rottingdean í Englandi. Eg kynntist henni fyrst stuttu eftir aldamótin á heimili frú Ragnhildar Briem, ekkju séra Eggerts V. Briem, fyrrum prests á Höskuldsstöðum. Frú Ragn- hildur Briem var óvenjulega þroskuð trúkona, virtist mér, og mér er nær að halda, að Ingi- björg hafi haft mikla trúarlega blessun af dvölinni hjá henni. 'Hitt veit ég ekki, hvort frú Briem hefir styrkt hana fjárhagslega til áframhaldandi náms utan- lands og innan ein 4 eða 5 ár. Mér fannst ótrúlegt hvernig hún igat brotist áfram, félaus úr föð- urgarði, og hafði eignazt traust og vináttu ýmsra trúmálaleið- toga í Danmörku, er hún kom aftur til Reykjavíkur árið 1909. Kom þá brátt í ljós að dugnað- ur hennar var miklu meiri en í meðallagi. Hún varð aldarvinur okkar hjónanna og kom því til vegar m. a. að konan mín gaf kost á sér við bæjarstjórnarkosn ingar árið 1912. Ingibjörg var framkvæmdafulltrúi Kristilegs félags ungra kvenna í Reykjavík 1910—12, og vildi þá m. a. stofna stórt kvennaheimili fyrir félag- ið. Þegar það iánaðist ekki, varð 'hún við áskorun danskra vina sinna og varð leiðtogi KFUK í Vejle í Danmörku. Upp frá því voru henni falin sívaxandi trún- aðarstörf hjá KFUK Dana og um öll Norðurlönd, en til íslands kom hún ekki nema tvisvar eft' ir það. Mér þótti sérstaklega eftirtektarvert að hún skyldi vera aðalleiðtogi hins fjölmenna KIUM í Kaupmannahöfn einmitt um það leyti (1920), sem öldur r>su hátt meðal Dana út af ,,skiln aðarmáli íslands". Dapir áttu sannarlega margar duglegar trú- konur til trúnaðarstarfa, en Ingi ’björg gat samt — öfundarlaust — valið úr trúnaðarstöðum KFUK, — „enda þótt hún væri íslendingur", og héldi fast í þeirra taum, er landar hennar áttu hlut að máli. Árið 1947 sagði einn af fremstu kennimönnum Finna við mig: „Eruð þér fslendingar svo ríkir að framúrskarandi starfskröft- um á túmálasviði að þér hafið efni á að láta aðrar eins starfs- konur og Ólafíu Jóhannesdóttur og Ingibjörgu Ólafsson starfa er- lendis ævilangt? „Segið mér“, bætti hann við og hvessti augun á mig. „Hvers vegna fór Ingi- 'björg frá íslandi?" Svar mitt er ekkert blaðamál. Eg bið blaðið fyrir að birta hér á eftir æviágrip hennar, sem hún ritaði sjálf í bókina „Hver er maðurinn". Ókunnugir geta af því séð að það er ekkert undar- legt þótt vinir hennar hrósi henni. Mætti þó bæta ýmsu við. T. d. er hún heiðurfulltrúi ís- Jenzka biblíufélagsins fyrir störf •ín þess vegna á Englandi. Guð blessi Ingibjörgu um ár og eilífð. Sigurbjörn Á. Gíslason. Æviágripið er á þessa leið: Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Ólafs- •on, f. 7. 9. 1886 á Másstöðum í Vatnsdal. For. J. b. þar Ólafsson, •iðar á Mýrarlóni i Kræklinga- hlíð, og k. h. Guðrún Ólafsdótt- ir b í Eiríkstaðakoti í Svartárdal Pálssonar. Ólst upp "I Galtarnesi í Víðidal frá 4.—14. árs. Nám í Kvennaskólanum í Rvík oe í Gagnfr.skólanum á Ak., Askov- og Vallekilde-lýðháskólunum, Kennaraskólanum í Kh. og í Kingsmead College í Englandi. Frkvstj. KFUK 1910—30, í Rvík 1910—12, í Vejle á Jótl. 1912—16, ferðaftr. í Danm. 1916—19. Aðal- frkvstj. KFUK í Kh. 1919—22, á öllum Norðurlöndum 1922—30. f stjórn Dansk-Isl. Samfund 1918 —26, Dansk-Isl. Kirkesag 1919— 38. Kosin í stjóm The Viking Society for Northern Research 1934. Ftr. Danmerkur í The Internat. Bureau for the SuppressionandTraffic in Women and Children síðan 1934. Búsett í Rottingdean, Sussex, Englandi Send af Dönum til Þýzkalands 1919 til þess að rannsaka hung- ursneyðina, sem þá ríkti þar. Ameríkuför 1924 til þess að heim sækja þar danska söfnuði. Rit: Um siðferðisástandið á íslandi, 1912. At ældes smukt. 1929. Thorkil paa Bakki, smásögur, 1934. Tanker undervejs, ritgerð- ir, 1936. Do not worry, 1937. What is Conversion? 1937. Auk þessa fjöldi ritgerða í ýmsum (mest útl.) blöðum og tímarit- um. R. F. 1935. Óg. De Gaulle sagði í gœr; Vestrœn ríki mega ei hvika Sovétveldið vill dylja innri vandamál sín PARÍS, 5. sept. (NTB/Reuter)-uppi því lögregluríki, sem tilvist Kveðjusöngur Fóstbrœðra De Gaulle, forseti, lýsti því yfir í dag, að það sem mestu máli skipti, væri að vestræn ríki hvikuðu hvergi fyrir hinum ein- hliða aðgerðum Sovétveldisins. Þá aðvaraði hann sovétstjórnina með þeim ummælum, að Vestur- veldin væru nægilega öflug til að þurrka kommúnismann út — ef Sovétveldið neyddi þau út í heimsstyrjöld. Blaðamannafundur i París Þessar yfirlýsingar gaf de Gaulle á fyrsta blaðamannafundi sínum í 8 vikur, en hann var haldinn í Elysee-höllinni, embætt isbústað forsetans, þar sem komn ir voru saman yfir 700 franskir og erlendir blaðamenn. Sat de Gaulle forseti, þar á upphækkuðu sviði, en fyrir neðan hann var Michel Debre, forsætisráðherra, og aðrir meðlimir frönsku ríkis- stjórnarinnar. Hvika hvergi De Gaulle sagði, að Sovét- stjórnin vonaðist til, að Vest- urveldunum þrem Banda- rikjunum, Bretlandi og Frakk'- landi féllist hugur í Berlín- ar-málinu og mundu láta und- an ógnunum Sovétveldisins. „Þar skjátlast þeim“, sagði forsetinn. Vissulega væri hætta á styrjöld vegna Berlínardeilunnar, en ekk- ert ynnist við það að láta undan kröfum Sovétveldisins. Ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi, mundi notkun slíkra vopna hafa í för með sér, að ófært yrði að halda kommúnismans byggðist á. Samkomur Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8.30. — Mr. Hunt talar o. fl. Allir vel- komnir. Vindáshlið K.F.U.K. Hlíðarfundur fyrir telpur verð ur í kvöld kl. 8 í húsi K.F.U.M. og K. — Komdu ef þú getur, mundu skálasjóð. Stjórnin. Hjálpræðisherinn Fimmtudag kl. 8.30. Almenn samkoma. Allir velkomnir. Innri vandamál Sovétveldisins De Gaulle sagði, að atferli So- vétveldisins upp á síðkastið virt- ist bera vott um innri vandamál, sem stjórnedur þess ættu við að etja og yllu þeim áhyggjum. Vildu þeir með aðgerðum sínum reyna að draga yfir þau fjöður. „Fylgiríkin, sem haldið er niðri af Moskvu-valdinu finna í þjóðarsál sinn æ meir til/ þeirra hörmunga og niður-1 læginga, sem þær hafa orðið að þola“, sagði hann. ENN ÉR karlakórinn Fóstbræður að hleypa heimdraganum, og er förinni að þessu sinni heitið til Finnlands og Sovétríkjanna. Ger- ist nú skamjnt stórra högga á milli hjá þessum ágæta kór, því að á síðasta ári fór hann einstak lega vel heppnaða söngför til Norðurlanda og uppskar þar ó- venju samróma lof fyrir frábæra frammistöðu á söngpallinum. Er þess að vænta, að svo verði einn ig í þessari för. Kórinn hefir haldið kveðjusam söngva fyrir styrktarfélaga sína og aðra vini í Austurbæjarbíói í gærkvöldi og fyrrakvöld. Sá, sem þessar línur ritar, hlýddi á sam sönginn í gærkvöldi, og var hús ið þá fullskipað, og m.un svo einn ig hafa verið fyrra kvöldið. Kór inn söng, undir stjórn Ragnars Björnssonar, meginhluta þeirrar söngskrár, sem ráðgert er að syngja á samsöngvunum í Finn- 'landi. Einsöngvararnir Erlingur Vigfússon og Kristinn Hallsson, sungu dúetta, en í utanförinni munu þeir syngja íslenzk ein söngslög milli atriða á söngskrá kórsins. Sönskráin virtist í lengsta lagi, og um lagaval og niðurröðun má lengi deila. En söngurinn var mjög vel samæfð ur og samstilltur, áferðargóður og blæfagur, og í flestum lögun um stílhreinn og sannur. Ein- söngvararnir luku sínum hlut- verkum með mikilli prýði, og er sérstök ástæða til að fagna þeim framförum, sem Erlingur Vigfús son virðist taka með hverju nýju verkefni, sem honum er fengið. Carl Billich annaðist undirleik og var kórnum hin bezta stoð, sem og jafnan áður. Þeir einir, sem reýnt hafa, munu gera sér fulla grein fyrir því, hvílíkt átak undirbúningur og framkvæmd langrar söngfárar til útlanda er fyrir alla þá, sem hlut eiga að máli, og það eins fyrir því, þótt þeir njóti fyrir- greiðslu stjórnarvaldanna. Þá fyrirgreiðslu ber að sjálfsögðu að þakka, en sú mikla og ólaunaða sjálfboðaliðsvinna, sem stjórnend ur og þátttakendur leysa af hendi er ekki síður þakkar verð. Slíkar ferðir, ef vel takast, eru hin á- kjósanlegasta landkynning, og það mun óhætt að undirstrika orð forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, í kveðju hans til Fóstbræðra: „Móttökur kórsins allstaðar sanna, að hann hefir alltaf verið landi sínu og þjóð til sóma“. Sem gamall ferðafélagi Fóst- 'bræðra óska ég þeim allra farar heilla, þegar þeir nú leggja á slóð ir, sem enginn íslenzkur kór hef ir áður troðið. Eg vona, að þeim máttarvöldum, sem stýrðu ferð- um Gagaríns, megi takast að forða þeim frá útbrotum og maga veiki, meðan þeir dveljast þar eystra, en öðrum — Og æðri — máttarvöldum treysti ég til að leiða þá heila heim að lokinni frækilegri för. JÞ Valdbeiting — ef nauðsyn krefur, Ef Sovétveldið reynir með. valdi að rýra réttindi Vesturveld anna í Berlín eða gerir tilraunir til að hindra flugsamgöngur þeirra við borgina, verða vest- ræn ríki að koma í veg fyrir slíkt með valdbeitingu, ef nauð- syn krefur. Það getur leitt af sér styrjöld. En fari svo, þá er það af því, að Sovétstjórnin æskir slíks. öll undanlátssemi af vest- rænni hálfu mundi aðeins gera illt verra og gæti engu afstýrt. Það mundi að- eins örva sovézka heimsvelda- stefnu. Sérhver veikleiki vest rænna ríkja mundi einnig auka yfirgang Sovétveldisins. Bizerta-herstöðin mikilvæg Um Bizerta-málið sagði de Gaulle, m. a., að Frakkland gæti ekki og vildi ekki lúta því, að flotastöðin þar kæmist í hendur óvinaafla. Á hinn bóginn stæðu Frakkar enn við það tilboð sitt til Túnisstjórnar, að ganga til Fólkaungarnii lí heimleið HÚSAVÍK, 5. sept. Um fyrri helgi, þegar bóndinn á Fjöll- um í Kelduhverfi, Héðinn Ól- afsson, leit út snemma morg- uns, sá hann tvo fálkaunga sitj andi þar á fjárhúsþaki. Hon- um þótti undarleg hegðun þeirra. Fór Héðinn út og kall- aði til þeirra. Annar þeirra kom rétt til hans og telur Héðinn, að hefði hann haft æti í höndum, hefði hann get- að náð þeim. Næsta dag komu þeir að næsta bæ, Lóni. Líklegt er, að hér sé um hina rændu Brettingsstaðafálka að ræða, og að þeir séu á leið til heirn- kynnanna í Hljóðaklettum. Virðast þeir fara stytztu leið, því að Lón er næsti bær við Fjöll í beinni línu að Hljóða- klettum. — Fréttaritari. samninga um fyrirkomulag á af- notum af herstöðinni, sem mark- ast mundu af ástandinu í heim- inum. De Gaulle vísaði á bug þeirri hugmynd, að Atlantshafs- bandalagið tæki við rekstri her- stöðvarinnar. En hann lagði áherzlu á mikilvægi hennar — ef til styrjaldar kæmi. Einbýlishús til sölu Einbýlishús á bezta stað í bænum til sölu. Skipti á góðri 5 herb. hæð kemur til greina. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6. Símar: 1-2002, 1-3202, 1-3602 — Kvikmyndir Framhald af bls. 11 fékk á sínum tíma allmisjafna dóma. Leikararnir hlutu þó flestir mikla viðurkenningu fyr- ir leik sinn, einkum þó Sir Laurence Olivier, sem lék leik- arann Archie Rice, en það er aðalhlutverk leiksins. En flest- um þótti ekki nóg vel á efninu haldið, og leikritið því ekki ná verulegum tökum á áhorfend- um. — Hið sama má einnig segja um kvikmyndina. Leikur Sir Oli- viers, er fer einnig með hlut- verk Archies í myndinni, er vissulega frábær og aðrir leik- endur, svo sem Brenda De Banzie, sem leikur eiginkonu Archies, Roger Livesey, sem leikur föður hans, og Joan Plowright (núverandi eiginkona Sir Oliviers), er leikur dóttur hans, fara öll ágætlega með hlutverk sín. Engu að síður er myndin þannig úr garði gerð, að áhorfandinn hrífst ekki með. fwut PILTAR ef þið pIqIS unnijsturv pá a éq hrinqana / VINNA Ágætt tækifæri fyrir stúlku vana heimilis- störfum á nýtízku heimili, með miðstöðvarhitun, í London. — Óbrotin matreiðsla og létt heim- ilisverk. Einnig sumarbústaður í fallegri sveit klukkutíma ferð frá London. Viðkomandi verður að hafa ánægju af börnum og hafa létt lundarfar. Skrifið S. Crawford, 13 Adamson Road, London, S. W. 3. England. F élagslíf Aðalfundur íþróttakennarafélags (slands verður haldinn í kvikmyndasal Austurbæjarbarnaskólans föstu- daginn 8. september kl. 4.30 að loknu íþróttakennaranámskeið- inu. Stjómin. Róðrarmót tslands 1961 verður haldið í Reykjavíl laugardag og sunnudag 16. og 17 sept. nk. Keppt verður á 4-ær ingum með stýrimanni. Þátttak: tilkynnist skrifstofu ÍBR fyrii 13. sept. nk XBR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.