Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 16
16 MORGZIVBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. sept. 1961 lækni. Það eina, sem Jimmy vildi, var að vera í friði. Ég reyndi að útskýra ástand hans tfyrir mömmu og góðvilja imömmu fyrir honum. Við Jimmy ilentum í hörkurifrildi, og síðast gaf hann mér utan undir. Mamma kom þá til og sagði honum að sló mig ekki. Síðan irifumst við öll þrjú. Jimmy sagðist vera farinn, og ég fór tmeð honum. Fyrst fórui- við á hótel, en seinna náðum við okkur í litla íbúð. Ég var nú þar, sem ég vildi vera: hjá Jimmy. Við átt- um okkur nú heimili til að vera ihamingjusöm á. En ég var ekki hamingjusöm. Svo fór Jimmy lað láta mig leggja mig með sér. Hjónaband mitt var að leysast upp. Það var um þetta leyti að ég vandist á morfín. En þetta stóð ekki nema í litlu sambandi hvað við annað. Jimmy átti ekki írekar sök á athöfnum mínum en mamma. Sama get ég sagt um lalla karlmenn, sem ég hef þekkt. Ég var jafn sterk þeim öllum, ef ekki sterkari. Og úr því svo er, hef ég við engan að sakast nema sjálfa mig. Þegar Jimmy lenti í vandræð- um, vann ég á Plantation Club í Los Angeles, og hann var með mér. Ég var allt í einu orðin ein. Ég hafði aldrei gert mér grein fyrir, hvernig það vaeri. Ég varð að útvega mér það sjálf, og ég hafði ekki hugmynd um, hvert ég ætti að snúa mér. Ég var jafn hjálparlaus og vikugamalt barn, sem skilið er eftir hungrað í vöggunni, og ekkert getur nema ■grátið. .Ég grét þangað til ég var orð- in veik, nákvæmlega eins og ég hafði séð Jimmy forðum í íbúð mömmu við 199. götu. x árveik og alein hélt ég aftur til New York. Svo fór eins og alltaf fer, ég kynntist manni. Hann var ungur maður, nýkominn að sunnan, frá Alabamn í Georgíu. Hann lék á trompet, nafn hans var Joseph Luke Guy. Hann var nýbyrjaður í tónlistarlífinu, og gat orðið mér mikil stoð. Ekki leið á löngu, unz ég var orðin einn af hæstlaunuðu þræl- unum. Ég hafði fimmtíu þúsund á viku, en ég var álíka frjáls og þræll á ökrum Virginíu fyrir hundrað árum. ★ Mömmu leiddist, að ég skyldi 'búa alein_ í lítilli íbúð í 104. götu. Það var ekki langt frá matsöl- unni á 99. götu, en henni fannst ég eiga að búa hjá sér eins og ég hafði alltaf gert áður. Ég var eiginmannslaus. Við höfðum nú eitt ennþá sameiginlegt. Báðar vorum við grasekkjur. Hún vissi þá ekkert um samband mitt við Joe Guy, og ég sagði henni ekki frá því. Að lokum gerðum við málamiðlun, og ég dvaldi þrjú kvöld á vi'ku hjá henni, og hin hjó Guy. En það var ekki allt. Hún var einmana án mín, og farin að verða alvarlega áhyggju full mín vegna. Ég reyndi að segja mömmu, að hún hefði hundinn, Bajah, til að líta eftir sér. Rajah var grind- horaður hvolpur þegar vinur minn, Dr. Carrington, læknir frá Vestur-Indíum, kom með hann og bað mig að hugsa um hann. Þá var hann ósköp aumiur hundur, en ég hafði ekki tíma til að annast hann og fór því með hann til mömmu. Þegar ég vann á Café Soriety, tók ég hann stundum með mér. Hann var svo lágfættur, að mér fannst hann þurfa tígulegt nafn. Þessvegna stal ég þessu ævin- týraléga nafni frá töframanni, sem sýndi um þessar mundir, Rajah Ravoy. Hann var undraverður hund- ur, óvenjulega gáfaður. Á morgn ana fór mamma frá Bronx með strætisvagni til 99. götu, þar sem matsalan var. Rajah beið, þang- að til hún var komin í bílinn, en þá tók hann sprettinn. Þegar hú kom til matsölunnar, lá hann við dyrnar og beið eftir bitan- um sínum. Stundum gelti hann og var al- veg snarvitlaus reyndi að hindra mömmu í að fara til vinnu á morgnana. Hún vissi, að þá var hann að reyna segja henni, að hún skyldi ekki opna þann dag. Hún hélt sig þá heima, og það brást ekki að heilbrigðis- nefndin, eða einhverjir aðrir kæmu snuðrandi og fyndu allt lokað. Rajah fór aleinn og hálsbands laus til að baða sig í tjörninni í Central Park. Lögreglan reyndi þá oft að handsama hann, en hann lék á þá í hvert skipti og 'kom heim trylltur af kátínu, hentist upp stigana og gat næst- um hringt bjöllunni. Hann rataði meira að segja alla leið frá Bronx til mín í 104. götu. Við mamma hefðum getað hent símtækjunum. Rajah gerði þau alveg óþörf. Mömmu þótti vænt um þann 'hund. Daginn, sem hann dó, sagði hún, að hún myndi ekki eiga lagt eftir, hann hefði verið það eina, sem hún áti eftir að lifa fyrir. Þetta reyndist rétt. Eftir að við Joe Guy vorum 'búin að vera saman um tíma, ákváðum við að halda einnig saman í atvinnunni. Við gerðum ráð fyrir, að ég skyldi stofna mína eigin liljómsveit, og að 'hann yrði hljómsveitarstjórinn. Þá tókum við stærri bita en við gátum kyngt. En það leit vel út í upphafi. Ég gleymi aldrei þeim degi, þegar við héldum á flakk 'í fyrsta skipti. Við höfðum keypt stóran og fallegan, hvítan bíl. Á hlið hans var málað „Billie Holiday og hljómsveit hennar“. Við vorum tilbúin að fara og óttum að taka alla strákana við Braddock hótelið, rétt við sviðs- 'innganginn á Apollo. Það er eins og allir tónlistarmenn hafi búið þar. Allt var tilbúið, þegar við fegum upphringingu frá mömmu. Hún vildi sjó bílinn. „Þið get- ið ekki farið ón þess að sýna mér fallega nýja bílinn ykkar.“ Þessvegna lögðum við lykkju á 'leið okkar til 99. götu. Þegar þangað kom, bauð mamma öll- um að koma inn og fá brauð með kjúkling. Síðan bauð hún öllúm sjúss. Þegar allir voru 'komnir út, þurfti hún að fara inn og líta á hann. Svo fór hún að setja upp örlítil tjöld í aftur- 'gluggann til að gera hann fínan. Svo fór hún til að sjá, hvort þau væru bein. Þetta var í fyrsta skipti, sem við Joe vorum stjórnendur hljóm sveitar, og við hefðum ekki einu sinni getað haldið saman skáta- flokk, hvað þá heldur fullorðn- um mönnum. Strákarnir fóru að ■tínast inn í næstu sælgætisbúð eða bar. Ég safnaði öllum sam- an taldi og komst að raun um, að einn vantaði. Meðan ég var að leita að honum, laumuðust tveir í viðbót í burtu. Við urðum að minnsta kosti þrem tímum á eft- ir áætlun af stað frá mömmu. Ég mun alltaf minnast henn- ar, þar sem hún stóð á 'horninu og veifaði til okkar. Hún Ijóm- aði öll í fram .n, hún stóð þarna eins og brúða með fallegasta konuandlit, sem ég hef nokkru sinni séð. Nokkrum dögum síðar, er ég var stödd í gistihúsi í Washing- ton, vissi ég, að nú var ég loks alein í heiminum. Ég trúi hvorki á anda né drauga, en ég efast ekki um það, sem skeði þetta kvöld. Við vorum búin með síð- ustu sýninguna í Howard leik- húsinu, og við Joe vorum komin aftur á gistihúsið. Við vorum ný- •sezt niður, þegar ég fann allt í einu, að mamma kom aftan að mér og lagði höndina á öxl mér. Og þá vissi ég, að hún var dáin. Ég sneri mér að Joe. „Mamma var að deyja í þessu,“ sagði ég honum. „Þú ert ekki með réttu ráð,“ svaraði hann. „Þér er óhætt að trúa því, sem k Ú á MARK. I'M GOING TO HELP VOU STAND GUARD TONIGWT... WE CAN'T AFFOBD TO LOSE ANV MORE ANIMALS / n NO, DOC...VOU'RE NCT UP TO IT. I'LL PUT ANDV ON ONE SIDE OP TWE REFUGE, AND I'LL PATROL TWE OTWER... BV TWE W£Y VOU'D BETTER KEEP OLD HONKER PENNED UP TO KEEP WIM FROM FOLLOWING ANDV/ ^ OKAV, ÐOY VOU STAV HERE.--------------- and if anybodv COMES NEAR, LET ME KNOW . IT'.YOU UNDERSTAND ? — Markús, ég ætla að standa vörð með þér í nótt . . . Við höf um ekki ráð á að missa fleiri dýr! — Nei, Davíð , . . Þú ert ekki nógu frískur. Eg læt Andy vera við annan enda girðinganna og verð sjálfur við hinn . . . Meðal annarra orða, þú ættir að loka Afa stegg inni svo hann elti ekki Andy! — Svona Andy, vert þú hér . . . Og ef einhver nálgast, þá láttu mig vita! . . . Þú skilur það? Á miðnætti: ég segi“ svaraði ég, „og þér væri nær að vera mér góður, því að nú á ég engan að. nema þig.“ Þegar við komum til leikhúss- ins næsta morgun, virtust allir forðast mig. Ferðastjórinn okk- ar hafði fengið June Richmond, sem nú á eigin skemmtistað í París, Baby White, til að vera nálægt, ef sv' færi, að liði yfir mig. Ég sá, að allir voru undar- ■legir í framkomu, og þessvegna gekk ég beint tií ferðastjórans og sagði honum, að mamma væri dáin, og sömuleiðis, hvenær hún hefði dáið kvöldið áður. Hann varð óður af reiði og hundskammaði hvern einasta mann, sem viðstaddur var. Hann sór þesL dýran eið, að einhver hefði hlotið að segja mér frá þessu. Enginn hafði þó sagt mér neitt, og það vissu allir. Ég fór eins fljótt og ég gat til New York. Joe Glaser hafði þeg- ar séð um allan undirbúning und ir jarðarförina. Það var farið með mig til líkhússins, og hann kom með mér. Öllum fannst hræðilegt, að ég skyldi ekki vilja sjá hana í líkkistunni. Joe heimn aði, að ég liti á hana. Tilfinning- ar mínar þá stund áttu sér upp- •tök í barnæsku minni í Balti- more, þegar amma hafði dáið í fangi mér, og þegar ég hafði verið neydd til að líta á Idu frænku. En Joe Glaser hafði þá þegar verið búinn að greiða fyr- ir kistulagninguna og jarðarför- ina, og hann vildi, að ég gerði mér Ijóst, hve miklu hann hefði eytt i hvorttveggja, og hversu vel hefði verið búið um hana. Loks var ég neydd til að líta á hana, og þá varð ég verulega reið. Hún hafði átt falleg föt, en þeir höfðu lagt hana til í ein- hverju glassúrbleiku blúndu- verki í staðinn fyrir einhverjum af sparikjólum hennar. SHUtvarpiö Fimmtudagur 7. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. —• 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „A frívaktinni", sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp — (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfr.). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr.). 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: „Myndir á sýningu'* eftir Mussorgskij (Sinfóníuhljóm sveitin í Chicago leikur; Rafael Kubelik stjórnar). 20:30 Norður Noreg; síðari hluti ferða- þáttar (Vigfúsar Guðmundssonar gestgjafa.) 20:55 Tónleikar: Atriði úr óperunni „Brottnámið úr kvennabúrinu'* eftir Mozart (Erna Berger, Lisa Otto, Rudolf Schock, Gerhard tJnger og Gottlob Frick syngja með kór og hljómsveit. Stjórn- andi: Wilhelm Schúchter). 21:40 Samleikur á fiðlu og píanó: Són- ata nr. 1 í F-dúr op. 8 eftir Grieg (Yehudi Menuhin og Rob ert Levin leiká). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn” eftir Arthur Omre; V. Ingólfur Kristj- ánsson rithöfundur). 22:30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 7 í E-dúr eftir Anton Bruckner (Sinfóníuhljómsveit Berlínarútvarpsins leikur; Rolf Kleinert stjórnar). 23:40 Dagskrárlok. Föstudagur 8. september 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:15 Lesin dagskrá nas>stu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Fjórar sjávarmyndir úr óperunni „Peter Grimes“ eftir Benjamin Britten (Consertgebo- uw hljómsveitin í Amsterdam leikur; Eduard van Beinum stj.) 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20:45 „Meyjaskemman", lagasyrpa eft- ir Schubert-Berté (Austurrískir* listamenn syngja og leika). 21:00 Upplestur: Kvæði eftir Fornólf (Baldur Pálmason). 21:10 Píanótónleikar: „Skógarmyndir** nr. 1—9 op. 82 eftir Schumann (Svajatoslav Rikhter leikur á píanó). 21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds* son; IX. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn** eft- ir Arthur Omre; VI. (Ingólfujp Kristj ánsson rithöfundur). 22:30 I léttum tón: Mitch Miller og blásarar hans leika. I 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.