Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVISBLÁÐIÐ Timmtudagur 7. sept. 1961 ★ IPROTTIR ★ 15 ára piltur hljóp 200 m á 23,9 sek. Valbjörn ógnaöi Islandsmetinu i fimmtabraut ÍR GEKKST fyrir innanfélagrs- móti á Melavellinum í gærkvöld í frjálsum íþróttum. Náðist all- góður árangur í ýmsum greinum. Valbjörn Þorláksson náði athygl isverðum árangri í fimmtarþraut — og það svo að metið var í „hættu“ en hann hætti í 1500 m hlaupinu, síðustu grein þrautar innar. ★ Fimmtarþrautin Valbjörn hljóp 200 m á bezta tíma sem íslendingur hefur náð í ár, 22,6 sek. Hann kastaði kringl unni 41.02 m sem er hans lang bezta afrek í greininrii, kastaði spjóti 57.66 og stökk 6.58 m í lang stökki. Þurfti hann 4.42 mín 1 1500 m hl. til að ná metinu. Hann hljóp fyrsta hringinn á 62 sek en hætti síðan en virtist þó óþreytt ur með öllu. Er leitt hve litla rækt svo góður þrautarmaður leggur við þessa síðust grein. ★ Sveinamet Skafti Þorgrímsson 15 ára fr-ingur setti nýtt og glæsilegt sveinamet I 200 m hlaupi. — Hljóp á 23.9 sek. Gamla metið var 24.3. Afrek Skafta er mjög gott af 15 áira pilti. Er óskandi að þetta sé upphaf að meiri afrekum Skafta og kannski er þarna stjarna framtíðarinnar á ferð. Aðrar greinar. í 800 m hlaupi sigraði Svavar Markússon á 2.01.1 Sig Björnsson KR var annar á 2.01.2 sem er hans langbezti tími og Steinar Erlendsson FH þriðji á 2.02.0 sem einnig er hans bezta og mjög gott. Ýmislegt fleira skeði í gær. M. a. stökk Jón Ólafsson 6.53 m í langstökki sem er hans bezta af rek í þeirri grein. Á mánudag voru kringlukastar ar mikið á ferð. Þorsteinn Löwe, sem nú er í keppnisbanni kastaði þá 52% m í æfingakasti og Hall- grímur kastaði um 51 m. Nokkur vindur var þennan dag og hag- stætt til kringlukasts. Ddmaranám- skeið í körfu- bolta Hffl fyrra af tveim námskeiðum sem körfuknattleikssambandið efnir til þar sem hinn ágæti banda kennari Mr. Wyatt annast kennslu, hefst á laugardaginn. Það er dómaranámskeið. Er það mjög áríðandi að dómarar og leik menn sjálfir sæki þetta námskeið ekki sízt vegna þess að gerðar voru miklar breytingar á leikregl um í Róm í fyrra, reglur sem nú tru að taka gildi. Það er því ósk KKÍ að sem flest ir noti þetta einstæða tækifæri Og kvnnist hinum nýju reglum hjá Wyatt. 2:0 REAL MADRID og Vasas í Buda pest kepptu í Evrópukeppninni í dag. Real Madrid vann með 2 gegn 0. Þessi leikur var sá fyrri af leikum liðinna í keppninni. Hinn síðari verður á heimavelli Real Madrid. Skipt um hlutverk ? GUÐMUNDUR Gíslasön starfs- maður á íþróttavöllunum hringdi blaðið upp í fyrradag og sagðist vilja koma á framfæri þeirri hug- mynd að blaðamenn og landsliðs nefnd hefðu hlutverkaskipti í einum pressuleik. Kvaðst hann vilja — og tala fyrir fleiri — að blaðamenn veldu landslið í einum tilraunaleik og hinir tækju það hlutverk er íþróttafréttamenn hafa haft. Við skjótum málinu fram, þó þar með séum við engan veginn að samþykkja uppástunguna. Placenta Creme Notkunarreglur á íslenzku með hverri túbu. Því fyrr sem þér byrjið að leggja rækt við húðina því erfiðara verður að gizka á aldur yðar siðar meir! Munið Suzanne André Placenta Creme * hlaupum f GÆR var æfing hjá 16 manna hópnum sem valinn var til Englandsferðar vegna lands Jeiksins 16. sept. Var þar all fjörugt og mikið baslað við ýmsar æfingar. Þar fóru þeir íræknu garpar á handahlaup- um og allur hópurinn varð að bregða á sprett. Sýnir stærri myndin spretthlaupið og má þar m. a. grein Ellert Schram, Hörð og Helga á fullri ferð. Hin myndin er úr handa- hlaupunum. — Myndir B. Þorsteinsson. uera faKecj o<£ Lalcla fecjur& óinm, Næsta Húðsnyrtingu Framleiðandi Si ^y^ncL re uzanne Kosmetik GmbH Wiesbader Inniheldur nátturleg efni, sem hörundið drekkur í sig. Styrkið eðlilega starfsemi húðvefjanna, eykur blóð- sóknina til hörundsins, og gerír það þannig unglegra og mýkra. Hrukkur og drættir hverfa. Fæst í snyrtivöruverzlunum Bridge FRÉTTIR hafa nú borizt um þátt töku í Evrópumeistaramótinu, sem fram fer í Torquay í Suður- Englandi og hefst síðari hluta þessa mánaðar. í opna flokknum keppa 17 lönd og hefir þegar ver- ið dregið um röð og keppir ís- land við löndin í þessari röð: Frakkland, írland, Ítalía, Hol- land, Belgía, Egyptaland, Dan- mörk, England, Sviss, Spánn, Noregur, Þýzkaland, Portúgal, Svíþjóð, Líbanon og Finnland. í kvennaflokki keppa 11 þjóðir, og keppir íslenzka sveitin við hinar sveitirnar í þessari röð: England, Holland, írland, Frakkland, Belgía, Þýzkaland, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Egyptaland. Eins og áður hefir verið getið, hefst keppnin 24. september n.k. og lýkur 5. október. í kvenna- flokki verður spilaður einn leik- ur á dag Og hefst nann kl. 2 e.h. Í opna flökknum verða aftur á móti spilaðir tveir leikir á dag, þ. e. sá fyrri hefst kl. 2 e.h., en sá síðari kl. 21,30, en nokkra dag- ana verður þó einnig að spila fyrir hádegi, og verða þá spilaðir hálfir leikir, og þeim síðan lokið næsta dag. Sýningartjald verður á keppn- inni og hefir mjög verið vandað til þess, að munu þeir Terence Reese og Harold Franklin út- skýra spilin og lýsa leikjunum. Mikill viðbúnaður er í Torquay vegna mótsins og hefur m. a. ver ið gert ráð fyrir að ýmisir leik- flokkar og balletflokkar sýni i leikhúsum borgarinnar. Ætla má þó, að fáir keppendur sæki sýningar sem þessar, þvi eftir dagskránni þá virðist nóg að gera við spilaborðið!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.