Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 20
m F ÆREY J AR Sjá bls. 11. flttMðfcifr IÞROTTIR eru á bls. 18. 201. tbl. — Fimmtudagur 7. september 1961 Norrænir fundir um viðskiptamál Jffi'VjMlpftyv', • • ' •*' ,/V | I DAG hefst hér í Reykjavík fundur nefndar, sem skipuð er fulltrúum frá öllum Norð urlöndunum, og fjalla mun um viðskiptamál almennt, en höfuðviðfangsefni nefndar- innar að þessu sinni verður sjálfsagt hugsanleg aðild Norðurlandanna að Efnahags bandalaginu. Eru þrír sendi- herrar íslands erlendis komn ir hingað til lands í sam- bandi við fund hennar, þeir Pétur Thorsteinsson, Hans G. Andersen og Hendrik Sv. Björnsson. í gær var haldinn hér í Reykja vík fyrsti fundur norrænu fiski- málanefndarinnar, og barst blað- inu í gærkvöldi svohljóðandi frétt frá sjávarútvegsmálaráðu- neytinu um störf nefndarinnar: „Norræna fiskimálanefndin, sem ákveðið var að stofna á fundi efnahagsmálanefndar Norðurlandaráðs í Voksenásen 19.—20. ágúst sl. hélt fyrsta fund sinn í Reykjavík þann 6. september. Nefndin ræddi þau vandamál, sem steðja að sjáv- arútvegi á Norðurlöndum vegna markaðsbandalaganna í Evrópu. Nefndin mun taka þessi vandamál til frekari um- ræðu á öðrum fundi síðar í þessum mánuði“. Stúdenf dæmdur i * 8 ára fangelsi i Sovétrikjunum London, 4. september (NTB/Reuter) — MOSKVU-útvarpið tilkynnti » mánrudag, að bandarískur stúdent, Marvin William Mc Kinnon, hefði verið handtek- inn og ákærður fyrir njósnir í Sovétríkjunum. Sagði í frétt 1 inni, að handtakan hefði átt sér stað 27. júlí og hefði McKinnon þá verið að taka myndir af hernaðarmanm- virkjum. McKinnon kom til Sovét- ríkjanna frá Vestur-Berlín, þar sem hann hefur stundað háskólanám. Hann ferðaðist um Úkraníu í bifreið sem ferðamaður. Þegar hann var hanrdtekinn, voru í fórum hans filmur og minnisbók með upplýsingum, sem sovézk ir aðilar halda fram að bendi til njósna. 1 tilkynningu ut- anríkisráðuneytisins í Moskva er m. a. sagt, að Vestur-Berlín sé sannanlega miðstöð fyrir njósnir og undirróðursstarf- semi. =★= Á þriðjudag dæmdi herdóm- stóll hinn bandaríska stúdent í 8 ára fangelsi. Að sögn „Izvestija“ hófust réttarhöldin á mánudag. — Því er algjör- lega neitað vestanhafs, að Mc Kinnon hafi verið njósnari. Fund þennan sátu aðallega I embættismenn í sjávarútvegs- málaráðuneytum Norðurland- anna, en fulltrúar íslands voru ráðuneytisstjórarnir Gunnlaugur Briem og Jónas Haralz, Jóhannes Nordal bankastjóri, Einar Bene- diktsson skrifstofustjóri og Már Elísson hagfræðingur. Á síðasta fundi efnahagsmálanefndar Norð urlandaráðs var ákveðið að setja nefnd þessa á stofn samkvæmt tillögu íslendinga í því skyni að samræma afstöðu Norðurland- anna til fisksölumálanna fyrir þær umræður, sem framundan eru um markaðsmálin. Viðskiptamálafundinn, sem hefst í dag, sitja yfirmenn við- skiptadeilda utanríkisráðuneyt- anna á Norðurlöndum, en full- trúar íslands á fundinum verða Jónas Haralz ráðuneytisstjóri, dr. Oddur Guðjónsson forstj., Níels P. Sigurðsson deildarstjóri og Einar Benediktsson skrifstofu- stjóri. Margir áratugir eru síðan nefnd þessi var sett á stofn, en íslend- ingar hafa nýlega hafið þátttöku í störíum hennar. Megintilgang- ur hennar er sá, að Norðurlöndin veiti hverju öðru á fundum hennar ýmsar upplýsingar um viðskiptamálefni sín og samræmi aístöðu sína, einkum á alþjóða- vettvangi. Fundi nefndarinnar lýkur á morgun. Smábarnagæzla á Njálsgötuvelli Á MORGUN verður tekin upp smábarnagæzla á leikvellinum við Njálsgötu. Hafa þess vegna verið gerðar ýmsar breytingar á vellinum, t.d. sett girðing þvert yfir völlinn, svo að vellinum er nú skipt í tvennt. Verður smábarnagæzlan á austurhluta vallarins, en vestur hlutinn verður opinn leikvöllur. Þá hefur leiktækjum verið fjölg að, og eru þó nokkur leiktæki ó- komin. Eru nú smábamagæzluvellirnir 13 talsins, auk tveggja valla, sem eru starfræktir aðeins á sumrin. (Fréttatilkynning frá leikvallar- nefnd Reykjavíkur). AKRANESI, 6. sept. — Upp úr hádegi í gær reru tvær dragnóta trillur og þilfarsbáturinn Jódís, 12 tonna og lönduðu bátarnir í morgun. Aflahæstur var Flosi með 4,1 tonn (400 kg koli), Jódís 3,5 tonn og Björg 3 tonn. Þrjár trillur reru héðan í morgun með línu. Aflinn var 2—300 kg á bát. — ÞAÐ er svo sem ekki frá miklu að segja. Ég er bund- inn af því að sjórétturinn á fyrsta rétt á fréttum, sagði Bjöm Haukur Magnússon, skipstjóri á Sleipni, sem sökk á leið frá Grimsby í fyrra- dag, er Morgunblaðið átti tal Björn H. Magnússon — allt fyrsta flokks. yfir okkur þangað til amer- íska herskipið kom. — Hvernig var í sjóinn? — Það var norðvestan !§§! stinningskaldi, 6—8 vindstig og kröpp alda. III: — Gaf á hjá ykkur? — Það var allt í fyrsta !*!§! flokks standi hjá okkur, bát- !i|! urinn yfirbyggður og allir ÍÍÍ með björgunarbelti. Allt eftir reglunum. —• Hvað um sjóhæfni Sleipnis? — Á útleiðinni reyndist sjóhæfni skipsins ágæt. — Þið hafið misst allar eig ur um borð? Ekki frá miklu að segja Sjórétturinn á fyrsta rétt á fréttum, segir skipstjóri Sleipnis við hann um borð í Heklu á leið til Reykjavíkur í gær- kvöldi. — Þetta gekk allt ágæt- lega og öll tæki voru í fyrsta flokks lagi, sagði Bjöm Hauk ur. — Hvemig stóð á því að skipið sökk? — Ja, það hreinlega sökk .... gaf sig. — Var ykkur kált í gúmmí bátnum? — Ekki get ég sagt það. Við vorum allir í góðu skapi og höfðum það gott. — Hvora flugvélina sáuð þið á undan? — Við sáum Ameríkanann fyrst. Svo hvarf hann, en við skutum neyðarblysi. Svo kom hann aftur, Rán skömmu seinna ,og loks þriðja flug- vélin. Hún mun hafa verið björgunarflugvél, gul á lit- inn. Flugvélamar sveimuðu — Það bjargaðist aðelns það sem við vorum í. Við tókum með okkur matvæli í gúmmíbátinn og höfðum allt kiárt, en það blotnaði mikið af því og eyðilagðist. — Ég vil svo þakka alla fyrirgreiðsluna, sem við höf- um hvarvetna fengið, á banda ríska herskipinu og sérstak- lega hér á Heklu hjá skip- stjóra og loftskeytamanni. Hér á Heklu er fyrsta flokks áhöfn, fyrsta flokks farþegar og við biðjum að heilsa, sagði Björn Haukur skipstjóri að lokum. Ekkert stríð — segir Adenauer BONN og Berlín, 6. sept. (NTB, (Reuter). — Konrad Adenauer kanzlari Vestur Þýzkalands sagði í útvarpsávarpi í dag að þrátt fyrir uggvænlega atburði síðustu daga teldi hann að efeki kæmi til styrjaldar. Þetta væri óbreytt álit allra stjórnmálaleiðtoga hins frjálsa heims, sagði Adenauer. Kanzlarinn sagði að draga bæri úr spennunni í heiminum með samningaviðræðum, en ekki væri heppilegt að birta opinber- lega tillögu Vesturveldanna áður en þær viðræður hefjast. Adenau- er sagði að stefna Krúsjeffs í Berlínarmálinu og ákvörðun hans um að hefja að nýju tilraun- ir með kjarnorkusprengjur sýndu það að hann vildi að allur heim- urinn beygði sig fyrir kröfum hans í ótta við kjarnorkustyrjöld. í Ottawa, Kanada, sagði Lester Pearson, sem hlaut Friðarverð- laun Nobels árið 1957 og er nú Mörgmálræddástétt- arsambandsþingi í gær AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda var haldið fram að Bifröst í Borgarfirði í gær. Nefndir hófu störf þegar í gærmorgun, en al- mennur fundur hófst ekki fyrr en klukkan rúmlega 15 i gærdag. Þá skiluðu nefndir álitsgerðum og tillögum, en aðalfundurinn fékk mjög mörg erindi til umsagnar frá hinum ýmsu kjörmannafund- um i sýslum landsins. Talsverðar umræður urðu um nokkrar þessara tillagna, en ekki er kostur að skýra frá þeim né stjórnarkjöri, sem jafnan fer fram í lok fundarins. Tillögur og nánari frásagnir af fundinum munu birtast í blaðinu síðar. Er blaðið hafði samband við Bifröst klukkan rúmlega 9 í gær kvöldi, stóð fundur enn, og var gert >áð fyrir að hann gæti stað- t ið fram á nótt. leiðtogi stjórnarandstöðunnar í þinginu, að hann teldi að fyrr eða síðar yrðu SÞ beðnar að taka Berlín að sér. Það, sem ég óttast mest, sagði Pearson, er að eitt- hvað óvænt komi fyrir í Berlín. Fyrir skömmu var sprautað þar vatni og varpað táragassprengj- um yfir landamærin. Þegar þann ig átök eru hafin, veit maður aldrei hvar þeim lýkur. Torfi Hjartarson heiðraður HINN 31. f.m. hefur Friðrik IX Danakonungur sæmt Torfa Hjart arson, tollstjóra, kommandör- krossi Dannebrögsorðunnar. (Frá danska sendiráðinu). Meðolhdseto- hlutuiinn 43,500 hr. MEÐALHLUTUR háseta á þeim 220 skipum, sem stund- uðu síldveiðar fyrir Norður- landi í sumar, nam 43,500 krón um með orlofi. Meðalúthald skipanna var um tveir mán- uðir. — Meðalhásetahluturinn í fyrra var 15,300 krónur, og stunduðu þá 258 skip síldveið- ar nyrðra. Frá S. U. S. HÓPFERÐIR verða farnar frá Reykjavík til Akureyrar í sam* bandi við 16. þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem hefst í húsi félagsins Sjálfsbjarg ar á Oddeyri annað kvöld kl. 8.30. Bifreið fer frá Valhöll við Suðurgötu kl. 8 á föstudagsmorg un. Leiguflugvél fer norður kL 4 síðdegis. Farþegar þurfa að koma á afgreiðslu Flugfélags ís» lands á Reykjavíkurflugvelli kl. 3.30 og greiða þar farseðla sína. Gert er ráð fyrir ferðum frá Akureyri á sunnudagskvöld. —« Upplýsingar varðandi þingið eru veittar í skrifstofu S.U.S. í Val* höll (sími 17103) og á skrif« stofu flokksins, Hafnarstræti 101. Akureyri (sími 1578). Ljósavélar Skógaskóla eyðileggjast í eldi I FYRRINÓTT kom upp eldur i vélaskúr við Skógaskóla, og brann hann til grunna. 1 skúr þessum voru ljósavélar Skóga- skóla, og er tjónið því hið til- finnanlegasta. Vélaskúr þessi stendur 30—40 metra fyrir norðan skólahúsið. Þegar síðast var gengið um véla- skúrinn um klukkan hálf eitt um nóttina var allt með felldu, en um tvöleytið vaknaði fólk við að skúrinn sóð í ljósum logum. Varð ekkert við eldinn ráðið enda mikil olía í skúrnum, og brann þar allt sem brunnið gat. Ljósa- vélarnar gjöreyðilögðust, og er tjón þetta mjög bagalegt fyrir Skógaskóla, sem ekki hefur raf« magn frá SogL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.