Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 1
20 síður wpn 48. árgangur 203. tbl. — Laugardagur 9. september 1961 Prentsmiðja Morgtlnblaðsina Ölafur Thors forsætisráðherra tekur sér hvíld til áramóta Hjarni Benediktsson dómsmála- ráðherra gegnir stórfum for- sætisráðherra á meðan Jóhann Hafstein fer með störf dómsmálaráðherra Á RÍKISRÁÐSFUNDI, sem haldinn var klukhan 12,30 í gærdag, skýrði Ólafur Thors, forsætisráðherra, frá því, að hann hefði í hyggju að taka sér frí frá störfum frá 14. þ.m. til loka þessa árs, að læknisráði. Var Bjarna Benediktssyni, dómsmálaráðherra, falið að gegna störfum forsætisráðherra í fjarveru hans. Ennfremur var Jóhann Hafstein, alþingis- maður, skipaður dómsmálaráðherra og fer hann með önn- ur mál, er heyrðu undir Bjarna Benediktsson. Morgunblaðinu barst í gær svohljóðandi fréttatilkynn- Ing um þetta frá ríkisráðsritara: TILKYNNING RÍKISRÁÐSRITARA „Á fundi rikisráðs í dag Skýrði forsætisráðherra Ólafur Thors frá því, að hann hefði í hyggju að taka sér hvíld frá störfum frá 14. þ.m. til ársloka 1961, að læknisráði. Var ráð- herra Bjarna Benediktssyni fal- ið að gegna störfum forsætis- ráðherra í fjarveru Ólafs Thors. Jafnframt var Jóhann Hafstein, alþingismaður, skipaður ráð- herra í ráðuneyti fslands og fer hann með dóms- og kirkjumál og önnur ráðherrastörf, er Bjarni Benediktsson hafði með höndum, Á sama fundi skipaði forseti íslands Hólmfríði Jónsdóttur, cand. mag., kennara við Mennta skólann á Akureyri, og Skúla Þórðarson, magister, og Örnólf Thorlacius, fil. kand., kennara við Menntaskólann í Reykjavík frá 1. þ.m. að telja. Ríkisráðsritari, 8. sept. 1961. Birgir Thorlacius. SAMTAL VIÐ ÓLAF THORS Morgunblaðið sneri sér af þessu tilefni til Ólafs Thors, for- sætisráðherra, og innti hann nánari upplýsinga um fyrr- greinda ákvörðun hans. Komst hann þá að orði á þessa leið: — Eins og stendur í fréttatil- kynningunni er það að læknis- ráði, sem ég hef ákveðið að taka þessa hvíld. Sannleikurinn er sá, að í allmörg ár hef ég alls ekki tekið mér neitt teljandi frí frá störfum, að því undanskildu, að ég brá mér einu sinni burtu í tvær vikur til útlanda. Mér er auðvitað vel ljóst, eins Heillaóskir til Ólafs Thors Ólafur Thors, formaður Sjálf stæðisflokksins, Reykjavík: Sextánda þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna send ir þér kveðju og þakklæti fyrir ótrauða forystu í málum lands og flokks. Okkur þykir leitt, að þú skul ir ekki vera í okkar hópr að þessu sinni og óskum þér góðr ar heilsu og allra heilla. .Fulltrúar á 16. þingi SUS á Akureyri. og öðrum, að þetta eru ekki hyggileg vinnubrögð, og ég skal ekki neita þvi að mér hefur stundum fundizt ég kenna þreytu, þó ég sannast sagna treysti mér ekki til að segja með vissu, hvort ég sé fremur hvíldarþurfi nú en oft áður á lífs leiðinni. En úr því nú að læknir minn hefur ráðið mér til þess að bæta mér upp langan vinnudag með hvíld til áramóta, og þar sem bæði samstarfsmenn mínir í ríkisstjóm og stuðningsmenn stjórnarinnar á Alþingi hafa fallizt á þá tillögu, þá hef ég loks ákveðið að fylgjg þessum vinsamlegu ráðum. LEIÐIST IÐJULEYSIB Auðvitað er ég hálfhræddur um að mér leiðist iðjuleysið, hélt Ólafur Thors áfram, ekki sízt þar sem ég veit, að við ýmsan vanda verður að etja. En ætti ég að bíða eftir fríi þar til ekkert yrði um að vera, yrði biðin löng. VARAFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Bjarni Benediktsson, sem gegna mun störfum forsætisráð- herra á meðan hann er fjarver- andi, er eins og kunnugt er, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1942 og hefur átt þar sæti síðan. Jóhann Hafstein, alþingismað- ur, var fyrst kjörinn á þing árið 1946 og hefur setið á þingi síð- an. —. Ólafur Thors, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, dómsmála- Jóhann Hafstein, alþingismaður, — fær hvíld til áramóta. ráðherra, — gegnir störfum for- — fer með störf dómsmálaráð- sætisráðherra. herra 2,691,270 hafa fluiö Flóttamenn reyna nýjar leiðir tii undankomu BERLÍN, 8. sept. — Á síðustu 12 árum hafa meira en 2,5 milljón ir A-Þjóðverja flúið til V-Þýzka lands. V-Þýzka stjórnin greindi frá þessu í dag og sagði talsmað urinn, að fáeinir ofstækismenn ríktu nú yfir 16 millj. A-Þjóð- verja með ofbeldi og ógnunum. Nánar tiltekið hafa 2,691,270 A- Þjóðverjar flúið kommúnismann á tímabilinu september 1949 — 15. ágúst 1961. í dag bættist a.m. k. einn flóttamaður í hópinn. Það var maður, sem ók bifreið á ofsa hraða á múrinn, sem kommúnist ar hafa reist á mörkum borgar- hlutanna. Braut bíllinn skarð í múrinn og þeyttist yfir mörkin og dró á eftir sér gaddavírsflækju úr girðingunni, sem a-þýzka lög- reglan hefur sett upp hinum meg in múrsins. Maðurinn slapp ómeiddur, en bíllinn var mjög skemmdur. A- þýzku lögreglumennirnir gátu ekkert að gert. Maðurinn hafði komizt vestur yfir. öðru vísi fór fyrir sex A-Þjóð verjum, sem reyndu sama bragð í nótt. Þeir voru svo óheppnir, að vestan megin múrsins stóð bifreið — og lentu þeir á henni, þannig að bíll flóttamannanna sat fastur á múrnum. A-þýzka lögreglan brá skjótt við og gat handsamað mennina um leið og þeir klöngruðust út úr bílflakinu. í v-þýzka bílnum voru hjón. Áreksturinn, sem var mjög harð ur, varð manninum að bana, en konan er hættulega slösuð. Undanfarnar nætur hefur vél- byssugelt a-þýzku lögreglunnar oft rofið næturkyrrðina í borg- inni. Hefur lögreglan þá verið að sprengjum áfram skjóta á fólk, sem reynt hefur að komast undan — og margir synda yfir síkin, sem eru á mörkum borgarhlutanna. í dag drógu A-Þjóðverjar skrið dreka og brynvarða bíla frá múrn um á borgarmörkunum. Lögregl an er nú ein eftir og gætir þess, að enginn komizt út, en herliðið bíður til taks skammt undan. — segir Krusjeff NEW YORK, 8. september. — NEW YORK TIMES birtir í dag viðtal við Krúsjeff þar sem hann segir ,að Rússar muni halda áfram með kjarnorkutil- raunir sínar hvað svo sem Vest- urveldin segi — og vísar þar með á bug tillögu Macmillans og Kennedys um stöðvun tilrauna. Krúsjeff segist fús til að hitta Kennedy, hann vill bjóða Kenn- edy til Moskvú, með því skil- yrði að heimsoknin verði árang- ursrík. Bretar, Frakkar og Italir berajst aldrei með Bandaríkja- mönnum um Berlín, segir Krús- jeff, og Vesturveldin munu að lokum fallast á okkar tillögu um lausn Þýzkalandsmálsins. Tvö þýzk rÍKÍ, tvennir friðarsamn- ingar, ..jais -_.^iiín, en Austur- Þjóðverjar eiga að hafa ráð yfir samgönguleiðum til borgarinn- ar. — Krúsjeff sagði enpfremur, að Rússar ættu nú margarkjarn orkusprengjur, sem hefðu 100 millj. tonna TNT styrkleika, það væri þýðingarlaust að fara í stríð við Rússa. Hins vegar væru kjarnorkusprengjur og langdræg flugskeyti ekki í Kína og Austur-Evrópulöndum, nema þá „kannski“ Austur-Þýzkalandi. Kennedy fer ekki Washington, London, París, Bonn, 8. sept. — ÞAÐ er nú ljóst, að Krúsjeff ætlar ekki að stöðva tilraun- ir með kjarnorkuvopn þrátt fyrir eindregin tilmæli Vest- urveldanna og Belgradráð- stefnunnar. Hefur þetta vald- ið almenum vonbrigðum ut- J an járntjalds og í Washington 1 er talið með öllu óliklegt, að _ Kennedy þekkist heimboð Krúsjeffs meðan Vesturveld- unum er ógnað með kjarn- orkuflugskeytum. — I Lond- on er nú fullvíst talið, að Ráðstjórnin ætli að hætta á að missa vináttu ýmissa Af- ríku- og Asíuþjóða, en reyna að þvinga Vesturveldin til eftirgjafar með hótunum og ógnunum. — 1 Bonn telja menn lítið mark takandi á ummælum Krúsjeffs um að hann vilji ræða vandamálin af einlægni við Vesturveldin og í París eru stjórnmála- menn yfirleitt þeirrar skoð- unar, að Krúsjeff ætli nú að spenna bogann eins mikið og unnt sé án þess að strengur- inn bresti. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.