Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 9. sept. 1961 Áskorun aðalfundar Skógrœkft rfélagsins; Vinnum einhuga rœkfarsfartinu Birkiö ómissandi til jarðvegsverndar Eftirfarandi ályktanir voru gerðar á aðalfundi Skógrsektar- félags íslands að Hallormsstað 18.—20. ágúst s.l.: „Að gefnu tilefni vill aðalfund ur Skógræktarfélags íslands haldinn á Hallormsstað árið 1961 taka fram, að enda þótt kapp hafi verið lagt á ræktun barrtrjáa að undanförnu, fer því fjarri að íslenzka birkið hafi verið vanmetið. Þáttur þess í íslenzkri skógrækt er svo mik- ill, að fram hjá honum verður ekki gengið. Til gróður- og jarð vegsvemdar er það ómissandi, og að auki bætir það jarðveg, skýlir, fegrar og miðlar vatni. Fundurinn harmar það, að víða um landið er skógur og kjarr nú í hættu sakir óhyggilegrar með- ferðar. Sums staðar hefur skóg- lendi verið spillt og verður að átelja slíkt harðlega. Jarðvegur og gróður landsins er dýrmætari en svo, að fórna megi honum fyrir stundarhagsmuni einstakl- inga,“ 60 ára skógræktarstarf á Hallormsstað. Aðalfundur Skógræktarfélags oð skóg- íslands að Hallormsstað 18.—20. ágúst 1961 vekur athygli lands- manna á árangri 60 ára skóg- ræktarstarfs á Hallormsstað. Sá árangur sýnir, að skógrækt til framleiðslu nytjaviðar er hag- kvæm þjóðhagslega. Reynsla á öðrum stöðum, þar sem skóg- rækt á sér skemmri aldur, bendir ótvírætt til sömu niðurstöðu. Ennfremur telur fundurinn, að með skógrækt sé fengin stoð fyr ir landbúnaðinn vegna þess skjóls, vatnsmiðlunar og jarð- lagsverndar, sem skógur veitir. Fundurin vill því hvetja alla, sem vilja vinna til heilla fyrir land og lýð, að standa einhuga að skógræktarstarfinu um leið og þeir gæti þess, að byggja störfin á fenginni reynslu og vís- indalegri þekkingu. Varúð með eld. Aðalfundur Skógræktarfélags fslands 1961, vill að gefnu til- efni, vekja athygli almennings á því, að allsstaðar, þar sem skógarreitir eru, þarf nauðsyn- lega að gæta varúðar með eld, einkum þegar sina er brennd, í grennd við skóglendi. Þið brutuð samninga vor/ð ykkur, brjófið ekki fleiri MOSKVU, 8. september. — Vesturveldin vöruðu Rússa ídag við að aðhafast nokkuð gegn frjálsum samgöngum til Berlín. f orðsendingu, sem afhent var Ráðstjórninni, sagði, að minnstu aðgerðir gegn vöru- og fólks- flutningum í „loftgöngunum" milli Vestur-Berlínar og Vestur- Þýzkalands væru ofbeldisaðgerð Ir, annað hvort Ráðstjórnarinn- ar sjálfrar, eða austur-þýzku kommúnistastjómarinnar. ★-----★ Það væri skylda allra, á jafn- : Reiðubúnir að verjasf — segir Stikker Washington, 8. sept. NATO hefur bæði styrk og vilja til að berjast fyrir Berlín, ef Rúss ar gera árás, sagði Stikker, framkvæmdastjóri NATO í dag eftir langan fund með Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Stikker sagðist vera vantrú aður á samheldni Warsjár- bandalagsins, Rússar gætu ekki treyst því fullkomlega. — Hann sagðist ekki þeirrar skoðunar, að til styrjaldar kæmi, en við getum gert reikningsskekkju hvað það snertir. Og við verðum alltaf að vera viðbúnir slíkri skekkju, tilbúnir til að verj- ast, hvenær sem er. Bíða Faxa- flóasíldar viðsjárverðum tímum, að forð- ast einhliða aðgerðir, sem gætu aukið enn meira á spennuna. Er þetta svar við orðseridingu Rússa frá 2. sept. Vesturveldin ítreka, að rétt- urinn til samgangna viðVestur- Berlín sé skjalfestur samningur — og þessum réttindum hafi ver ið framfylgt síðan 1945. Vest- urveldin hafi ekki brotið neina af Berlínarsamningunum, en minnt er á, að með því að stöðva samgöngur milli borgar- hltanna í Berlín og reisa múr á takmörkum austurs og vesturs, hafi kommúnistar freklega brot ið gerða samninga. 900 börn BEHLÍN, 8. september — Yfir 900 börn hafa orðið viðskila við foreldra sína í Berlín og ekkert bendir til þess að foreldrar og böm nái saman bráðlega. Ástæð an er sú, að börnin höfðu verið stödd í öðrum borgarhluta en foreldrarnir. þegar járntjaldið féll í síðasta mánuði. <S> Frú Auður Auðuns afhjúpar minnisvarðann um pólsku sjómcnnina. IVIinnisvarði um skipverfa á Wigry afhjúpaður í Fossvogskirkjugarði f GÆR kl. 2 e.h. var afhjúpaður í Fossvogskirkjugarði minnis- varði um pólsku sjómennina sem fórust með pólska flutningaskip- inu Wigry undan Skógarnesi á Snæfellsnesi 16. janúar 1942. Við staddir athöfnina voru starfs- menn pólska sendiráðsins, full- trúar erlendra ríkja, fulltrúar sjómannasamtakanna, Slysa- varnafélagsins og fréttamenn ásamt nokkrum aðstandendum fs Iendinganna sem fórust með skipinu. Athöfnin hófst með því að pólski sendifulltrúinn, frú Ko- walska, hélt stutta ræðu þar sem hún minntist hinna vösku sjó- manna er létu lífið við skyldu störf í stríðinu við nazismann. Skipið var í þjónustu banda- manna. og á því voru auk Pól- verjanna bæði Bretar og íslend- ingar. Frúin minntist sérstaklega hins einstæða atburðar þegar Bragi Kristjánsson, þá aðeins 17 ára gamall, komst lífs af ásamt einum Pólverja, en hinir 25 á- hafnarmeðlimirnir létu lífið. Hún kvað aðstandendur hinna látnu Pólverja enn syrgja þá heima fyrir, og sagði að steinninn sem reistur hefði verið í Fossvogs- kirkjugarði væri ekki einungis minnsvarð um hina látnu, heldur og áminning um hörmungar styrj alda. Frúin hélt ræðu sína á ensku, en mælti að lokum nokk- ur orð á íslenzku. Því næst afhjúpaði frú Auður Auðuns minnisvarðann og sagði nokkur orð, en Bragi Kristjáns- son þakkaði viðstöddum fyrir virðinguna sem þeir hefðu vottað látnum félögum sínum. Að lokum lék hornaflokkur undir stjórn Páls Pampichlers þjóðsöngva Póllands og íslands og sorgarmars eftir Chopin. ► Slysið Flutningaskipið Wigry var á Krúsjeff hafnar tilraunastöðvun — og lætur enn sem Rússar séu ekki byrjadir að sprengja EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, sá gæzluflugvélin Rán nokkrar sildarvöður, 8—10 NNV af Garðskaga í vikunni. f viðtali við blaðið í gær sagði Baldur Guðmundsson útgerðarmaður, að útgerðarmenn hefðu óskað eftir því fyrir nokkru, að leitarskip yrði sent út til að kanna, hvort síld sé komin í Faxaflóa. Margir bátar bíða eftir áreiðanlegum fregnum af síld í Flóanum, þ.e. a.s. að hennar verði vart með leitartækjum á dýpi. Sagði Bald- ur, að lítilsháttar hefði verið reynt með reknetabátum í Faxa- flóa, en þeir hefðu ekkert veitt ennþá. Herpinótabátar hafa enn ekki reynt veiðar, en bíða, eins og áður segir, nánari freena aflveldin til þess að binda enda á síld í Flóanum. ' kjarnorkutilraunir. Ummæli MOSKVU, 8. september. — Mann kynið stendur á barmi styrjaldar, sagði Krúsjeff í ræðu i dag. Ráð- stjórninni er fullljóst hve mikil- vægt það er að komast hjá stríði. En hann spottaði tillögu Kenne- dys og Macmillans um að stöðva aftur kjarnorkutilraunir, sagði hana áróður einn. Og einlægni Kennedys kaami bezt fram í því, að nú hefði hann boð- að kjarnorkutilraunir innan skamms. Ekki minntist Krú- sjeff á, að Rússar hefðu þeg- ar hafið kjarnorkutilraunir. — Og hfeur því enn ekki verið greint frá því í Ráðstjórnarríkj- unum. En hann ræddi Þýzkalandsmál- ið mikið Og sagði, að æskilegt væri, að V- Og A-Þýzkaland fengju bæði inngöngu í Samein- uðu þjóðirnar. Krúsjeff talaði á svonefndum sovézk-indverskum vináttufundi — og flutti Nehru þar einnig ræðu og hvatti stór- Nehrus eru þau fyrstu innan Rúss lands, sem gefa rússneskum al- menningi til kynna, að Rússar hafi þegar byrjað kjarnorkutil- raunir. * * * * Stórveldin hafa lykilinn að friði Og stríði, sagði Nehru. Þess vegna höfum við Nkruma farið þess á leit við Krúsjeff, í um- boði Belgrad-ráðstefnunnar, að þeir Kennedy hittist á næstunni til þess að ræða vandamálin og reyna að afstýra mannkyninu frá voða í dag stöndum við andspæn- is þeirri óttalegu staðreynd, að eitt vixlspor gæti þurrkað út framtíð mannkynsins. * * * Stríðsæsingamenn vilja hrinda heiminum út í nýja styrjöld og nota Þýzkalandsmálið sem átyllu, sagði Krúsjeff. Það er staðreynd, að til eru tvö þýzk ríki og það væri skref í áttina til friðar að ailar þjóðir sendu fulltrúa sína til beggja landanna. Við viljum ræða við vestur- veldin, en ekki nema við séum vissir um árangur, vissir um að ná friðarsamningum við Þýzka- iand. Þá yrði Berlín afvopnuð borg og fólkið þar fengi þá tæki- tæri til þess að lifa við það skipu lag, sem það óskaði sjálft og sam göngur við borgina yrðu sam- kvæmt samkomulagi við a-þýzk stjóinarvöld. Hann sagði, að Belgradfundur- inn hefði bezt sýnt hve þjóðirnar væru staðráðnar í að vinna fyrir friðinn. Þetta væru sovétþjóðirn ar alltaf að gera. En vegna ógn- ana vesturveldanna hefði orðið að auka her Rússa og hefja kjarn orkutilraunir að nýju. Tillögur vesturveldanna um bann við kjarnarkutilraunum væru ein- hliða. Rússar vildu afvopun og fyrir henni mundu Rússar berj- ast. Hann vék aftur að Þýzklands- málinu, og sagði, að þar hefðu vesturveldin svarað friðaraðgerð um Rússa með ógnunum. Heims- valdasinnarnir, sem búa sig undir að drepa fólk, hafa áhyggjur af heilsu sinni. En okkur er annt um líf fólksins, velferð einstakling- anna, sagði Krúsjeff. leið til Bandaríkjanna með fisk þegar það fórst í aftakaveðri við Skógarnes. Skipið hafði lagt upp frá Hafnarfirði og allt gengið að óskum þar til annar ketillinn 1 vélarrúminu sprakk. Við það dró svo úr ganghraða skipsins að það hafði ekki við storminum, heldur rak fyrir veðri og hafróti þang« að til það tók niðri. Skipverjar settu út björgunarbát og fór öll áhöfnin í hann, að undanskildum skipstjóra og matsveini, sem neit uðu að yfirgefa skipið. Drukkn- uðu þeir báðir þegar skipið sökk. Niðamyrkur var og sjógangur svo óskaplegur að ógerlegt var að lenda bátnum. Ætluðu skip- brotsmenr. að bíða birtingar og freista lendingar þá, en bátnum hvolfdi í briminu. Sumir skin- verja drukknuðu þá þegar, enda nokkrir slasaðir eftir ketilspreng inguna, en aðrir komust á kjöl við illan leik. þeirra á meðal Bragi og Pólverjinn Smolski. Skipverjar týndust af kilinum einn af öðrum. en Bragi og félagi hans gerðu það sem þeir gátu til að bjarga þeim. Loks voru aðeins þrír eftir. Undir morgun slepptu þeir loks kilinum og freistuðu að synda til lands. Bragi og Smolski komust á land, en sá þriðji drukknaði í flæðarmálinu. Smolski missti strax rænu, en. Bragi gekk þegar upp frá fjör- unni, berfættur og aðframkom- inn. Frost var og skari á jörð, sem brotnaði undan fótum hans. þegar hann gekk. Hann komst við illan leik að Skógarnesi með sundurskornar og kalbláar iljar og tókst að segja frá hvar félag- ar hans tveir voru niður komnir. Síðan leið hann í ómegin. Bragi og Pólverjinn Smolski voru lengi í sárum, og hefur Bragi aldrei náð sér að fullu i fótunum. íslendingarnir sem fór- ust þessa nótt voru Garðar Norð- fjörð Magnússon (Jónssonar frá Selalæk) úr Reykjavík og Ragn- ar Pálsson frá Hveragerði. • Fjórar sjóraunir Þetta var ekki síðasta viður- eign Braga Kristjánssonar við Ægi. Nokkrum árum seinna var hann á vélskipinu Rafni frá Siglu firði, sem sökk í Hornafjarðarósi, og á þriðjudaginn var hann á Sleipni þegar hann sökk fjrrir norðan Færeyjar. Auk þess var hann einu sinni mjög hætt kom- inn á lítilli trillu á Faxaflóa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.