Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 3
Laugar'dagur 9\ sepí. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ ☆ Það er bezt að stytta sér stundir — og tala við þern- urnar — meðan Akraborgin siglir til Reykjavíkur. — Ég ætla að fá eina kara- mellu, takk, og aðra handa lj ósmyndaranum. — Það kostar tvær krónur. — Hvað kostar tvær krón- ur? — Karamellurnar. — Er hárið á þér ekta? — Heldurðu að ég sé sköllótt? — Nei, ég á við litinn. — Já, hann er ekta. — Hvernig er hægt að vera ,Eina karamellu, takk‘ viss um það? — Gá vel ofan í hárið. — Er þessi dökkhærða með litað hár? — Gáðu að því. ■— Nei, ég fer ekki að láta leita lúsa í hárinu á mér. seg- ir sú dökkhærða. — Seljið þið ekki sjóveiki- pillur? — Nei. — En háralit? — Nei. — Þið ættuð að selja sjó- veikipillur. — Ertu sjóveikur? — Nei, mér batnaði þegar ég sá hárið á þér. — Hvernig stendur á því? — Konan mín er rauðhærð. — Er það ekta. — Já. — Ertu viss? — Ég skal heldur spyrja. — Jæja. — Er það satt að sjómenn eigi kærustu í hverri höfn? — Ég á ekki nema einn. — í hverri höfn? — Nei, í einni höfn. — En sú dökkhærða? — Spurðu hana sjálfa. — Ég svara ekki svona spurningum, segir sú dökk- hærða. — Þið eruð engir sjómenn. — Hvað erum við þá? seg- ir sú rauðhærða. — Kvenmenn. — Við erum þernur á skipi. — Það er sama. — Eru þá kokkar t. d. ekki sjómenn? — Það eru græn í þér aug- un. — Hvað með það? — Eins og sjórinn — Já, ég er sjómaður. — Ertu búin að vera lengi til sjós? — Tvö ár. — Á Akraborginni? — Já, alltaf á henni. — Er það ekki leiðinlegt til lengdar? — Hvers vegna? «— Þið siglið alltaf á sömu hafnirnar. — Við förum stundum upp í Gufunes líka. — Er það gaman? — Það er gaman um borð. — Áttu líka kærasta um borð? Nei. — Er tkki oft skipt um mannskap? — Nei, það er yfirleitt allt- af sama fólkið. — Síðan þú komst? — Nei, líka áður. — Hvernig stendur á því? — Það er gott að vinna á þessu skipi. — Góður andi? — Já. — Þá máttu ekki gifta þig. — Hvers vegna ekki? — Þá verðurðu að hætta til sjós. — Það er ekki víst. — Ef þú eignast börn. — Það er hægt án þess að gifta sig. — Hv«i#r hafið þið frí? — Ég á kvöldið fyrir mig. — En nóttina? — Líka nóttina. — Láttu mig hafa eina karamellu, takk, enga handa ljósmyndaranum. Akraborgin var komin til Reykjavíkur — og rauðhærða þernan stökk óðara í land... i.e.s. Mótmæla TOKYO, 8. september. — Hin vinstrisinnuðu stúdentasamtök sem m.a. stóðu fyrir fjöldafund um og óeirðum, sem komu í veg fyrir heimsókn Eisenhowers til Japans, fóru í dag í hópgöngu um stræti Tokyo til þess að mótmæla kjarnorkusprengingum Rússa. Að göngunni lokinni var rússneska sendiráðinu afhent mótmæla- skjal. BLANTYRE, Nyasalandi, 8. sept. — Dr. Hastings Banda mun senni lega fara í heimsókn til Banda- ríkjanna í þessum mánuði í boði Brown, fylkisstjóra Kaliforniu. Á flæðiskeri TJPP FRÁ botni Njarðvíkur liggja svokallaðar Fitjar. Eru það grasigrónir balar og smáhól- ar, en milli þeirra liggja rennur er fyllast sjó þegar flæði er. Sauðfjárbeit er góð á Fitjunum enda sækja kindur Njarðvík- inga óspart í hólmana. Kunnugir þar syðra, telja að á Fitjum megi sjá merki þess að sjór gangi nú hærra á land á Euðurnesjum en áður fyrr. Fréttamaður Mbl. átti leið framhjá Fitjunum fyrir skömmu, en þá bar þessa skemmtilegu sjón fyrir augu. Stórstreymt var og hólmarnir grænu voru komn- ir á bólakaf. Hópur hinna mynd- arlegustu hrúta voru flæddir á einum hólmanum og vatnaði yf- ir klaufir þeirra. Logn var og veðurblíða og hrútarnir því í engri hættu. Ungur Njarðvíking- ur var þó ekki á sama máli og vildi vaða út í hólmann og 'bjarga hrútunum. En kappinn var ósyndur og állinn óvæður, svo að hann varð að snúa til Versta heyskapar- sumar í S-Þingeyjar sýslu í 20 ár sama lands aftur. Hrútarnir biðu hinir rólegustu þess að það fjar- aði út aftur, síðan tóku þeir til við fyrri iðju, það er að kroppa græna þúfnakollana jafnskjótt og þeir risu úr faðmi Ægis. B. Þ." ÁRNESI, 8. sept. í dag og gær hefur verið hér sólskinsþurrk ur, en hann kemur að litlu liði án sunnanáttarinnar, þeg ar þessi tími er kominn og hauganáttfall á hverri nóttu. í gærmorgun var héluð jörð og grátt í hæstu fjöllum eftir norðan illviðrið, sem gekk hér yfir eftir síðustu helgi, en þá rigndi óskaplega mikið. ♦ Rýr seinni sláttur í síðustu viku hirtu bændur mikið af heyjum sínum, þótt þurrkarnir væru ótryggir sem fyrr. Mun mikið af heyjum hafa verið illa verkað og marghrakið í þokkabót. Enn eiga menn úti hálfónýt hey. Flestir eru þó búnir að hirða fyrri slátt. Seinni slátt ur mun vera rýr að þessu sinni og heyskapurinn í heild bæði lít ill og lélegur, enda er sumarið það versta þeyskaparsumar, sem ég hef lifað í 20 ára búskap. Líta menn með nokkrum kvíð boga til haustsins, sökum þess að margir bændur verða að skerða bústofn sinn vegna fóðurskorts, ef ekkert verður aðgert. — Fréttaritari. Vorboðakonur HAFNARFIRÐI — Fyrsti fundur Sjálfstæðiskvennafélagsins Vor- boðans eftir sumarhléið verður á mánudagskvöld kl. 8:30. Þar fer fram kosning fulltrúa á lands- þing Sjálfstæðisflokksins. Vorboðakonur eru hvattar til að fjölmenna. STAKSTEINAR Endurskoðm vinnulöggjafarinnar Alþýðublaðið prentaði nýlega grein úr Alþýðumanninum á Akureyri, þar sem rætt er um endurskoðun vinnulöggjafarinn- ar. Er þar m.a. komizt að orði á þessa leið: .,Stéttarfélaga vegna og þjóð- félagsins vegna er það orðin knýjandi nauðsyn að endur- skoða vinnulöggjöf landsins hið allra fyrsta. Löggjöf þessi er orðin nær aldarfjórðungs gömul og margt hefur gerbreytzt síð- an hún var sett“. Síðan segir í greininni, að „sú ringulreið, er nú ríki í starf- semi stéttafélaga, ógni þeim sjálfum og þjóðfélaginu og hindri þau- í að verða virkt og traust vald, sem hver ríkis- stjórn geti og eigi að taka til- lit til af því það sé heildinni fyrir beztu“. Hverniff á að boða til verkfalls? Síðar í greininni er komizt að orði á þessa leið: „Enn þarf að setja lög un, hvernig stjórn skuli kjörin í stéttarfélagi og hverjir eigi kjörgengi til hennar. Og síðast en ekki sízt þarf að endurskoða ákvæðin um, hvemig boða megi til verkfalls. Er nánast forkast- anlegt að fámennir félagsfundir geti tekið svo afdrifaríka ákvörðun, hvað þá að enn fá- mennara trúnaðarráði skuli fal- inn ákvörðunarréttur um slíkt. Virðist einsætt, að allsherjar- atkvæðagreiðsla sé höfð um vinnustöðvun og að ákveðinn meirihluti félagsmanna taki þátt i atkvæðagreiðslunni. Ann- að er ekki lýðræði. Margt fleira má hér tína til varðandi endurskoðun vinnulög- gjafarinnar en verður ekki gert að sinni. Endurskoðunin er brýn og má ekki dragast“. Þetta er vissulega vel mælt og réttilega. Lækkun tolla Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, ritar sl. miðviku- dag grein í Vísi, þar sem hann gerir endurskoðun tollamálanna að umræðuefni. Kemst hann m. a. þannig að orði, að tollar hér á landi séu svo háir „að af toll- hæstu v ö r u m komast þeir upp yfir 300%“. Fjármálaráð- herra ræðir síð- in n á n a r um istandið í tolla- málunum og kemst undir Iok greinar sinnar að orði á þessa Ieið: „Til þess að ráða bót á þessu ófremdarástandi í tollamálum Is lendinga, var þegar eftir síð- ustu stjórnarmyndun hafizt handa um endurskoðun toll- skrárinnar. Stefnt er að því að sameina og samræma tollana, gera allt tollakerfið og fram- kvæmd þess ódýrara og einfald- ara í sniðum og að lækka toll- ana eftir því sem unnt er. Þetta er geysimikið verk og er það unnið undir umsjá fjögurra hinna færustu embættismanna ríkisins í þessum málum. Hugsanlegt er að hin nýja tollskrá komi fyrir Alþingi nú upp úr áramótum, en ef hún verður þá ekki tilbúin verður hún lögð fyrir haustþingið 1962. En nú í haust verður flutt frum varp um lækkun tolla á ýms- um vörum og miðar það að því að draga úr smygli og lækka vöruverð“. Um það mun naumast ríkja ágreiningur að endurskoðun tollalaganna sér tímabær og því mun almennt fagnað, ef mögu- legt reynist að lækka tolla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.