Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 6
6 MORGHTSBLAÐIÐ Laugardagur 9. sept. 1961 Barátta við ógnun einræðisins FTRI'R RÚMUM þusund árum var íslendingi nokkrum falið að litast um í landi sínu eftir heppi legum stað til þess að halda fundi sem taldir voru nauðsynlegir þróun þjóðfélags á íslandi. Þá var þar enn ríkjandi lögmálið „auga fyrir auga — tönn fyrir tönn“ í samskiptum einstaklinga og ætt bálka. Mönnum var ljóst að koma þurfti á skipulagi er hindraði ætt bálkadeilur og sæi mönnum fyrir réttlátri meðferð mála sinna. Þingvellir voru kjörnir sem samastaður slíkrar samkomu og Frú Chass S. Osborn skrifar; þar var gróðursettur vísir að nýrra og stærra samfélagi með sameiginlegu löggjafarkerfi. Með Þingvallafundinum 930 öðlaðist ísland þá sérstöðu að verða eitt elzta lýðveldi sem sögur fara af. Og ártalið 930 og nafnið Þingvell ir marka eitt hið stærsta stökk framfara í stjórnmálasögu manns ins, sökum þess m.a. að þessi við burður varð með allra samþykki hlutaðeigandi, — átakalaust. Hinn 26. október árið 1961 mun undirbúningsnefnd óbreyttra borgara aðildarríkja Atlantshafs bandalagsins koma til fundar í London til þess að ræða hentugan stað fyrir aðra samkomu sem einnig á eftir að marka tímamót. Hafa viðræður lun slíkan fund farið fram af og til s.l. tólf ár milli Bandaríkjamanna og aðildarríkja í Evrópu. Tilgangurinn með slíkri samkomu er að reyna að sam- ræma þróun þjóðfélags- og stjórn málahátta á hinu víðtæka lands svæði bandalagsins. Ljóst er, að hið forna lögmál „auga fyrir auga — tönn fyrir tönn“ hefur haft 1 för með sér tvær hörmulegar styrjaldir á þessari öld. Menn hafa nú loksins komizt að raun um að öngþveitið sem einstrengingsleg þjóðernis- Stefna skapar í efnahagslegum og fjárhagslegum tengsium og varn arbandalagi aðildarþjóða Atlants hafsbandalagsins er hættulegur þröskuldur í vegi baráttunnar fyr ir frelsi einstaklingsins og lýð ræðislegir stjórnarhættir að lifa áfram, verður að aðlaga og sam ræma stjórnmál og efnahagskerfi hinum tæknilegu yfirburðum þotu og kjarnorkualdar og heyja öfluga baráttu við ógnanir ein- ræðisins. Á undirbúningsfundinum í London verður væntanlega ákveð i»n bæði staður og stund fyrir ráðstefnu þá, sem fyrr er getið. Ráðstefnan verður að öllum lík- indum haldin fyrir áramót n.k. Þátttakendur verða hundrað tals ins og hefur henni því í umræð um verið gefið nafnið Hundrað manna ráðstefnan eða Atlants- hafsráðstefnan. Á 20 manna nefndarfundi í Washington 15. ágúst sl. var skipuð nefnd Bandaríkjamanna sem ’sitja skal undirbúningsfund in í London í okt. nk. Á þeim fundi var einnig rætt um efna- hagsleg og stjórnmálaleg við- horf Bandaríkjamanna til Efna- hagsbandalagsins, afstöðu þess til „kalda stríðsins“ og möguleg áhrif þess á viðskiptastöðu Bandaríkjanna. Rætt var um ýmis vandamál í sambandi við fullveldi þjóða og einnig um tillögur um að stofna alþjóð- legan banka sem ynni að efl- ingu efnahagslegrar þróunar. Fulltrúar íslands á undirbún- ingsfundinum í London verða Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, framkv.stj. H.f. Skeljungs og aðalræðismaður Kanada á ís- landi og Einar Magnússon. Hafa þeir verið útnefndir af báðum deildum Alþingis. Grikkland varð fyrst NATO- landa til að tilkynna nöfn nefnd dddaacJdddniP | Bæjarráð Reykjavíkur hefur nýlega samþykkt skipulag að framtíðar-íbúðarhverfi í Blesu gróf. Er m. a. ákveðið í skipu laginu, að hámarksstærð húsa í hverfinu verði 600 m3, og var skrifstofustjóra borgar- verkfræðings falið að gera tillögu að lóðarsamningum fyrir hverfið. Hefur stjórn Framfarafélags Breiðholts- hverfis Iýst sig samþykka skipulaginu. Innan marka þess svæðis, sem tekið var til skipulagn- ingar, er gert ráð fyrir 119 lóðum. Mnn 21 lóð þar af vera til ráðstöfunar, en af þeim eru 8 í Kópavogskaup- stað. Að vesturmörkum svæð- isins liggur hinn fyrirhugaði Reykjanesvegur, en hinum megin Vatnsveituvegur. armanna á fundinum, en fyrir þeim verða Constantin Rodo- poulus, forseti gríska þingsins og Panayiotis Pipinelis, fyrrum utanríkisráðherra og sendiherra. Fyrir fulltrúum Ítalíu verða dr. Ivan Matteo Lombardo og Pi- etro Micara og formenn frönsku nefndarinnar verða Bethouart hershöfðingi og J. P. Palewski — en þess er vænzt að aðrar þjóðir tilkynni nöfn nefndar- manna sinna innan skamms, þar sem nú hefur verið endanlega ákveðið hvenær undirbúnings- fundurinn verður haldinn. ísledingar sem enn búa yfir anda Þingvalla munu fljótt skilja hvers virði fundurinn I London er og ráðstefnan sem Framhald á bls. 19. Blikadals heitir Lokufjall og gengur háfjallið þar langt til norðvesturs. Frá Reykjavík séð virðist Esjan vera hæst á Kerhólakambi, en hann er ekki nema 852 m. og því all- miklu lægri en Hátindur, sem er 909 m. Er Hátindur miklu ♦ Örnefni í Esjunni Fyrir skömmu birtist hér í blaðinu mynd af Esjunni og merkt á hana nöfn á fjórum stöðum, sem blasa við úr Reykjavík, Kerhólakambi, Gunnlaugsskarði, Kistufelli og Móskarðshnjúkum. Eg hefi orðið var við að ýmsir Reyk- víkingar, sem eru aðdáendur Esjunnar, hafa ekki fyrr þekkt þessi kennileyti, og þá ekki önnur á þessu fagra fjalli, og vakti myndin athygli þeirra á því hve ófróðir þeir eru í þessum efnum. Ekki kann ég skil á örnefn- um í Esjunni og ef satt skal segja hefi ég engan hitt, sem hefur treyst sér til að veita mér fullnægjandi upplýsingar um þau. ♦ Gengur út eftir Kjalarnesi Um staðsetningu Esjunnar segir próf. Ólafur Lárusson í árbók Ferðafélagsins: „Þar norður af (Mosfellsdalnum) rís svo Esjan og fjallaklasinn austur af henni, Skálafell, íra fell, Hlíðar Og Kjölur. Ber þar mest á Esjunni, sem lykur fyrir nOrðrið úr byggðarlögun- um sunnan hennar, eins og voldugur múr, eitt hið tígu- legasta Og fegursta fjall hér á landi,fjall sem býr yfir ó- þrjótandi lit- Og svipbrigðum, svo að menn sjá það aldrei eins í tvö skipti. Esjan geng- ur út eftir Kjalarnesinu. Sunn an undir henni er mjótt bil milli fjalls Og fjöru — lág- lendisræma, sem Kjalarnes- byggðin stendur á. En að norð an ganga dalir inn í Esjuna og fjöllin austur af henni og er Kjósarbyggðin aðallega í þeim dölum.“ ♦ Hrafl af örnefnum úr suðurhlíð Vestan í Esjuna gengur Blikadalur. Inn er hann tal inn auðveldasta leiðin til upp göngu á Esjuna. Má koma þar hestum alla leið upp í Kerhólakamb. Fjallið norðan Kerhólakamb. Fjallið norðan FERDINAND ☆ austar á fjallinu. Niður undan Kerhólakambi er bærinn Esjuberg. Ganga þar mikil gljúfragil upp í Esj- una og heitir aðalgilið Gljúf- urdalur og takmarkar hann að norðan fellið, sem hér geng ur fram úr Esjunni og er nú kallað Búi, en lægðin upp af Mógilsá að austan. Er það miklu lægra en aðalfjallið. Þar sem hamrarnir í felli þessu em hæstir fyrir innan Esjuberg, mun vera Laugargnýpa sú, sem getið er um í Kjalnesinga sögu. Þar er hellir í hömrun- um er Búahellir heitir. Kistufell er núpurinn sem gengur lengst til suðurs úr Esjunni norðaustur af Kolla- firði. Og rétt utan við Kolla- f jörð er bærinn Mógilsá í fjalls rótunum og dregur sá bær nafnið af smá á eða gili, er kemur ofan úr Esjunni rétt hjá bænum. Fyrir utan Mógils á gengur fjallið alveg niður að sjó, þar sem vegurinn liggur upp á við utan í hlíðinni. Heit- ir þar Kleifar. Þegar upp á Kleifarnar er komið, liggur vegurinn nærri fjallinu og ern þar klettabelti fýrir ofan, dimm og skuggaleg, en þar heitir Festi sem klettarnir ganga lengst niður. Þetta er aðeins hrafl af nöfn um úr þeirri hlið Esjunnar, sem við okkur blasir. Að lok- um má geta þess að austan við Móskarðshnjúkana er Svína- skarð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.