Morgunblaðið - 09.09.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.09.1961, Qupperneq 8
8 M O R C V !V R r 4 Ð I Ð Laugar'dasrur 9. sept. 1961 Þessi mynd er tekin á Reykja víkurflugvelli kl. 8 á fimmtu dagsmorgun, áður en Fóst brseður stigu um borð í Hrím faxa, millilandaflugvél Flug félags fslands; sem flutti þá til Helsingfors. Oskar Norðmann kvaddi Fóstbræður með ræðu og frú Áslaug Ágústsdóttir, kona dr. Bjarna Jónssonar vígslubiskups, færði þeim blómvönd. Síðan sungu Fóst bræður eitt lag, stigu upp í vélina og flugu brott. Ljósm.: Sveinn Sæmundsson. Sleipnir var ekki ofhlaðinn I EINU Reykjavíkurblaðanna var sagt föstudaginn 25. ágúst sl., að Skipaskoðun ríkisins hefði leyft mjög varhugaverða hleðslu á m.s. Sleipni, KE 26, er það sigldi frá Hafnarfirði til Bretlands með fisk. Út af þess- um ummælum vill skipaskoðun- arstjórinn, Hjálmar R. Bárðar- son, taka fram, að vegna munn- legrar kæru frá Verkamanna- félaginu Hlíf í Hafnarfirði hafi tveir fulltrúar Skipaskoðunar ríkisins athugað skipið og hleðslu þess 23. ágúst, áður en það lét úr höfn. I Ijós kom, að skipið var um 25 mm minna hlaðið en leyfi- legt er samkvæmt hleðslu- merkjaskírteini skipsins, sem er samkvæmt lögum nr. 38, 30. júní 1942, og samkv. því var minnsta hleðsluborð leyfilegt 358 mm. Hafði þá verið tekin olía, vatn og vistir um borð og gat Skipaskoðunin því ekki stöðvað brottför skipsins vegna of- hleðslu. Skipaskoðunar ríkisins. Síðasta aðalskoðun á bol skipsins .hafi farið fram í maí-júní 1960 í dráttarbraut Keflavíkur og þá endurnýjaður hluti kjölsins að framan, kjalsúð báðu megin og fleiri byrðingsplankar, ýmsir hlutar skipsins seymdir upp og hampþéttað eins og með þurfti. Skoðunarmaðurinn hafi ekki séð ástæðu til að gera frekari kröf- ur um umbætur á bolnum eftir þá viðgerð. Þá hafi búnaðarskoðun og vélaskoðun verið framkvæmd á árinu og sérstök aukaskoðun á vél vegna utanlandssiglingar og var þá endurbætt og lagfært það, sem skoðunarmenn Skipa- skoðunar ríkisins kröfðust. Sér- stök aukaskoðun á vél hafi far- ið fram 19. ágúst sl. og 23. ágúst hafi vélaskoðunarmaður skipaskoðunarinnar farið um borð og fullvissað sig um, að allt í vél hefði verið lagfært, og var það svo. Frumvarp til nýrra skipu- lagslaga fyrir nœsta þing Á FUNDI bæjarstjórnar í fyrradag skýrði Gunnl. Pét- ursson borgarritari frá því, að frumvarp til nýrra skipu- Iagslaga yrði lagt fyrir næsta Alþingi. Kom þetta fram í umræðum um tillögu full- trúa Alþýðubandalagsins um, að bæjarstjórn beitti sér fyr- ir setningu laga um stofnun skipulagssjóðs í kaupstöðum og kauptúnum, er hefði það hlutverk að greiða kaupverð fasteigna, sem bæjarstjórn kaupir til þess að skipulags- breytingu verði komið í fram kvæmd. Var tillögu þessari vísað til bæjarráðs með 9 atkv. gegn 5, en ekki sam- þykkt í bæjarstjórn, eins og flutningsmenn lögðu til. — Gerði tillagan ráð fyrir, að sjóðnum yrði aflað tekna með því að leggja verðhækkunar- skatta á allar þær fasteignir, sem hækka í verði vegna skipulagsbreytinga. í ræðu sinni um þetta mál greindi borgarritari m. a. frá því, að í álitsgerð, sem þeir próf. Ólafur Lárusson og Gunnlaugur E. Briem ráðuneytisstjóri sömdu árið 1939 að tilhlutan skipulags- nefndar og bæjarrráðs Reykja- víkur um nýja lagásetningu, er gæti komið í veg fyrir að afnám vegna skipulagsfram- kvæmda hafi jafnan eins mikinn kostnað í för með sér og raun var orðin á, hefðu þeir bent á þann möguleika að leggja verðhækkun arskatt á fasteignir þær, sem hækka í verði, bæði beint og Obeint, af völdum skipulagsað- gérða. Þeir hefðu tekið fram í þessari álitsgerð, að mörg vanda- mál gætu risið í sambandi við slíkt ákvæði, t. d. hvort taka ætti allar verðhækkunina eða hiuta hannar, hvort greiða ætti gjaldið í einu lagi eða á lengri tíma, hvernig ætti að meta verðhækkunina, því að verð hækkun á fasteign getur átt sér stað af mörgum öðrum ástæðum heldur en skipulagsbreytingu einni saman. „Hvorki sanngjarnt né framkvæmanlegt" f framhaldi af þessu gerði borg ariitari grein fyrir frumvörpum,] sem flutt hafa verið á Alþingi um þetta efni. Síðast var frum- varp til skipulagslaga borið fram 1958, en í greinargerð þess sagði m. a. um verðhækkunarskattinn: „í frumvarpinu frá 1948 var gert ráð fyrir, að allt að 100% af þeirri verðhækkun, sem stafar af skipulagsbreytingu, hvort sem sú skipulagsbreyt- ing er þegar komin til fram- kvæmda eða aðeins ráðgerð á staðfestum skipulagsupp- drætti, skuli greiðast í skipu- lagssjóð. Þetta telur nefndin hvorki sanngjarnt né fram- kvæmanlegt, þar eð ógerlegt er að meta slíka verðhækkun, fyrr en þá í fyrsta lagi nokkr um árum eftir að skipulags- breytingin kom til fram- kvæmda. Það verður að telj- ast ósanngjarnt að gera mönn um að greiða verðhækkunar- skatt áður en skipulagsbreyt- ingin kemur til framkvæmda, sérstaklega af því að í nú- gildandi lögum og einnig í frumvarpinu frá 1948 er það meginregla, að skaðabætur vegna skipulagsbreytinga komi ekki fyrr til greiðslu en skipulagsbreyting sú er kom- in til framkvæmda, sem skaða bætur eru goldnar fyrir. Nefndin leggur hins vegar til, að greiða skuli helming verð- hækkunar allra lóða í skipu- lagssjóð. Er það gert út frá því sjónarmiði, að verðhækk- un lóða í bænum stafi að veru legu leyti af skipulagsbreyt- ingum og hinum ýmsu tækni- legu framkvæmdum bæjarfé- lagsins, og sé því ekki óeðli- legt, að verulegur hluti þess- arar verðhækkunar renni í sér stakan sjóð, til þess að standa straum af nauðsynlegum skipulagsbreytingum, svo sem kaupum fasteigna vegna breikkunar gatna, fjölgun bílastæða o. s. frv.“ Vísað til umsagnar Samb. ísl. sveitarfélaga Frumvarpinu frá 1958 vísaði félagsmálanefnd Alþingis aftur til ríkisstjórnarinnar, m. a. með það fyrir augum, að öllum lög um varðandi skipulags- og bygg- ingamál yrði steypt saman í eina heildarlöggjöf Síðan fól félags málaráðuneytið skipulagsnefnd ríkisins að endurskoða þetta frurn varp, en sú nefnd hefur nú skil- að áliti, sem sent hefur verið til umsagnar Sambands íslenzkra sveitarfélaga og mun verða lagt fyrir næsta Alþingi. í lok ræðu sinnar minnti borg- arritari svo á, að bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti í febrú- ar 1960 ítarlegar ályktanir pm skipulagsmál og var þar m. a. skorað á Alþingi og ríkisstjórn að ‘hlutast til um, að sett yrðu ný skipulagslög, sem greiddu fyrir endurskipulagningu eldri bæjar- hverfa, og sagði hann, að væntan- lega mætti gera ráð fyrir, að í hinu nýja frumvarpi séu tillögur um þetta efni. AKRANESI,8. sept. — Sex drag- nótatrillubátar voru á sjó héðan í nótt. Aflahæstir voru; Hagsæll með 3,5 t (820 kg. koli), Björg 2,5, Sæbjörg 1,5 (950 kg. koli), Happasæll 1,6 (750 kg koli) og Sigursæll 1,5 tonn helmingur ýsa.’ — Fjórir trillubátar reru héðan í morgun með línu. — Oddur. I**mt*a0 í fyrrgreíndri blaðagrein var einnig sagt, segir skipaskoðunar stjóri, að fiskur hafi verið lát- inn í lúkar og undir hvalbak. Þegar skoðun var framkvæmd eftir að skipið hafði verið hlað- ið, voru ekki sjáanleg nein um- merki þess, að fiskur-væri í lúk arsrými skipsins, en fiskur var undir hvalbak svo ekki varð komizt í lúkar. Lúkarinn er ekki notaður sem vistarverur lengur, þar eð öll áhöfn skips*- ins býr aftur í. Skipaskoðunar- menn ráðlögðu skipstjóra að taka fisk þann, sem settur hafði verið undir hvalbak og færa hann aftur í ganga skipsins, og samþykkti hann það. Má sjá af ljósmynd, sem tekin var af skipinu hlöðnu áður en það lét úr höfn í Hafnarfirði ,að lega skipsins var ekki á neinn hátt óeðlileg, auk þess sem skip- ið var ekki fyllilega á hleðslu- merkjum. Stóðst skoðun Hjálmar R. Bárðarson segir og, að margháttaðar stórvið- gerðir og breytingar, auk við- halds, hafi farið fram á m.s. Sleipni, og þá undir eftirliti •MVM Tryggingarmálin óviðkomand) skipaskoðuninni Hjálmar R. Bárðarson segir að lokum, að þótt skipið hafi verið orðið 35 ára gamalt (það var smíðað í Noregi árið 1926 og var 72 brúttórúmlestir að stærð) þá sé það atriði út af fyrir sig ekki nægjanlegt til að Skipa- skoðun ríkisins geti bannað því siglingar, sé viðhald þess og búnaður í lagi. Hvað trygging- armálin snerti, þá séu þau ó- viðkomandi Skipáskoðun ríkis- ins, en benda mætti á, að mik- ill fjöldi skráðra fiskiskipa séu í viðlögum notuð til fiskflutn- inga eða vöruflutninga. Nokkur skráð fiskiskip séu jafnvel ein- göngu notuð til vöruflutninga, og sum til farþegaflutninga líka, en þá sé krafizt sérstakrar skoð unar á losunarbúnaði, farþega- rými og fleiru. Þar sem aðrar reglur gildi um mannahald. skoðun og búnað flutningaskipa og fiskiskipa, þá myndi það stöðva mikinn hluta smáflutn- inga við landið og jafnvel fiski flutninga á erlendan- markað, nema þegar um eigin afla er að ræða, ef banna ætti skráðum fiskiskipum að stunda annað en fiskveiðar. sem vmuUm Skinn jakkar Þ E C A R rúskinnsjakkarnir komust í tízku fyrir nokkrum árum, þótti aílrafínast að , jakkarnir væru dálítið velkt- ir og aðeins blettóttir. Nú er , öldin önnur sem betur íer. ’ Skinnjakkar hafa verið mikið í tízku seinasta ár, bæði rú- skinnsjakkar og jakkar úr 1 sútuðu skinni, og enginn kær , ir sig lengur um að ganga í blettóttum jaka. Því jkul- 1 um við aðeins hugleiða, hvern , ig bezt er að hreinsa þessa skinnjakka svo vel fari. Að sjálfsögðu er langörugg- ast að senda jakkana í hreins un en gæta verður þess að > þeir þola ekki kemiska hreinsun. En smábletti getur i hver og einn náð úr jökkun- um, ef gætni er viðhöfð og ekki má undir neinum kring- 1 umstæðum nota hreinsilög. Rúskinnsjakkar: Venjulegir óhreinindablettir eru íjar- lægðir með strokleðri, gúmmí svampi eða bursta. Fitublett- irnir eru verri viðureignar. í sumum tilfellum nást þeir af með kartöflumjöli eða talk- úmi, sem látið er liggja á blettinum nokkra hríð og síð- an núið burtu með rúskinns- snepli, sem samlitur er jakk- anum. Rúskinn heldur sér vel lengi, ef maður burstar það reglulega. Auðveldara er að hreinsa gott, sútað skinn en rúskinn og skinnsalarnir ráðleggja fólki að eiga sem minnst við það. Ágætt er þó að strjúka óhreinindi og bletti af með klút, sem undinn er upp úr volgu sápuvatni. Séu jakk- arnir í ljósum litum, sem mjög er í tízku um þessai mundir, en nauðsynlegt að strjúka reglulega meðfram 'hálsmálinu og fremst á erm- inni með rökum klút. Pressa má barmana með volgu strau járni en pressustykkið verð- ur að vera þurrt. Umfram allt skal varað við að gera tilraunir til hreins- unar — rúskinnsjakkar og skinnjakkar eru alltof dýr vara til ’þess. Betra er að ráðgast við þá, sem vit hafa á þessum málum — það verð- ur án efa ódýrast þegar til lengdar lætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.