Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. sepí. 1961 MORCVNBLAÐ1Ð 11 Við vonum að blaðið komi aftur út á segja blaðamenn Dagens Nyheder, sem berjast fyrir áframhaldandi útgáfa blabsins Blaðamenn danska dagblaðs- ins Dagens Nyheder, sem á gunnudaginn urðu að tilkynna, að blaðið þeirra væri búið að vera, hafa nú hafið baráttu fyr- ir endurlífgun þess — eða eins og blaðamaðurinn NINKA, öðru nafni og réttu Anne Vold- Kæthinge, sagði í viðtali við Ekstrabladet — við erum nú að reyna að koma hjartanu til að slá aftur og síðan verður gefið blóð og saltvatn eftir þörfum. Og við vonum að Dagens Ny- heder komi aftur út — á sunnu- daginn. — • Fráleit bjartsýni? Ekki er gott að segja hvort bjartsýni NINKU er fráleit. Upp. NINKA: — verða þeir langlífir, sem lesa sína eigin grafskrift? haf þessa máls er það, að fjöru- tíu blaðamenn af 43, sem unnu við blaðið, ákváðu í gær að óska viðræðna við stjórnir Vinnuveit- endasambandsins og Iðnaðarráðs ins og leggja þar fram áætlun um að hefja að nýju útgáfu blaðsins. Meginatriði áætlunar- innar er, að blaðamennirnir taki yfir hlutabréf útgáfufélagsins A/S Nationaltidende og haldi siðan áfram að gefa Dagens Ny- heder út á eigin ábyrgð og í sama anda og áður. Margir eru efins í að þetta sé kleift, áætlun blaða jnanna muni stranda á óyfirstíg- ar.iegum örðugleikum. En nokkr ir fjársterkir menn hafa heitið blaðinu fjárhagslegum stuðningi takizt þetta og í gær gáfu rúm- lega fimmtíu danskir mektar- menn út yfirlýsingu þar sem mælt er með því að blaðið verði fctyrkt til áframhaldandi útkomu. Aðalorsök þessa framtaks blaðamanna segja þeir vera hin- ar stöðugu upphringingar og mörgu bréf sem þeim hafa bor- izt ’ frá fólki er lætur í ljósi hryggð sína yfir því, að blaðið Ikomi ekki lengur út og von um ■að þeirri ákvörðun verði breytt hið íyrsta. Þegar er kvisaðist um áætlun blaðamanna bárust þeim tilkynningar um nýja kaupend- ur — en loks er þess að gæta eð 250 manns, sem margir hafa starfað við blaðið tugi ára, misstu atvinnu sína er blaðið hætti. • Fjárhagsörðugleikar óyfirstíganlegir? Sem fyrr segir þykir líklegt, að fjárhagsörðugleikar verði sem fjöll á vegi útgáfu blaðsins Árlegur rekstrarhalli blaðsins var kominn upp í þrjár milljón- ir danskra króna og hafa blaða- mennirnir engin tök á að standa undir slíkum halla. Vera kann að auðvelda megi reksturinn á einhvern hátt og jafnvel hefur komið til greina samvinna milli Dagens Nyheder og Informa- tion, sem væntanlega verður í húsnæðishraki áður en ár er lið- ið. Annar þröskuldur er hlutaféð — sem nemur um 800 þús. d. kr. Meginhluti þess er eign Vinnu- veitendasambandsins, næst stærstan hlut á Iðnráðið, en auk þess eiga ýmsir aðilar smáupp- hæðir, þeirra á meðal íhaldsflokk urinn. Ennfremur á útgáfufélag- ið hús og margar dýrmætar vél- ar og annan útbúnað, sem er mil- jónavirði. Virðist það von blaða mannanna, að þær eignir verði látnar blaðinu í té endurgjalds- laust, hvað mörgum þykir harla óiiklegt. Loks er þess að geta, að inn an Vinnuveitendasambandsins hefur verið rætt um að efna til ræða tillögu blaðamanna, en lög fræðilegur talsmaður þeirra er Ib Thyregod hæstaréttarlögmað- ur. Aðalritstjóri blaðsins Egil Steinmetz er áætlun þeirra mjög hlynntur og telur mögu- leika á því, að hún heppnist, sé skynsamlegur grundvöllur fund- inn þegar frá upphafi. Blaða- mennirnir eru allir sammála um að taka sem minnst laun fyrst um sinn meðan útséð er um, hvort sá möguleiki er fyrir hendi að blaðið geti staðið á eigin fót- um. í gegnum Hitzau fréttastofuna var á þriðjudag send út yfirlýs- ing til blaða og útvarps þar sem meira en fimmtíu danskir áhrifa- menn lýsa stuðningi sínum við áætlun blaðamanna og hvetja menn til að styðja þá á allan hátt. Meðal þeirra er undirrita yfirlýsinguna eru rithöfundarn- ir Karen Blixen, Poul Henning- sen, Kelvin Lindemann, Hans Lyngby Jepsen. formaður danska rithöfundasambandsins og Jacob Paludan, tónskáldin Niels Viggo Bentzon og Knudaage Riisager; Poul Ingholt, bankastjóri, Hans Sölvhöj, yfirmaður danska út- varpsins, Ove Weikop, borgar- stjóri; Clara Pontoppidan, leik- kona, Per Buckhöj, formaður sambands danskra leikara; auk fjölmargra prófessora, ritstjóra, kaupmanna, forstjóra og fram- Grete Gunnar-Nielsen, blaðamaður, og Bent Jensen, ritstjóri, ræða um hin mörgu bréf sem berast til blaðsins með óskum um að útgáfa verði aftur hafin. kvæmdastjóra stórfyrirtækja, o. fl. o. fl. Og við skulum aftur vísa í við- talið við NINKU, sem segir, að blaðamenn Dagens Nyheder hafi þegar lesið grafskrift sína í öðr- um blöðum — svo vinsamlega grafskrift, að þeir hafi mikla löngun til þess að lifa áfram og uppfylla öll þau vinsamlegu orð — ðg helzt meira en það. Er ekki reyndar sagt, að þeir lesi sína eig in grafskrift er verði langlífir? Blaðið kemur ekki út, en fjarritararnir ganga áfram og blaðamennirnir koma í ritstjórnarskrif- stofuna á hverjum degi. Hér eru nokkrir þeirra að lesa tilkynninguna frá Ritzau um áætlun þeirra sjálfra til endurlífgunar blaðinu. <S>-------------------------------------------------------------------------- útgáfu sérstaks viðskiptadag- blaðs, sem að einhverju leyti væri kryddað almennri frétta- ritun. Hinsvegar er kunnugt um að ýmsir aðilar innan sambands- ins urðu beinlínis hvumsa er þeir heyrðu að sambandið hefði hætt stuðningi við blaðið. Er það þegar orðin opinber skoðun fiestra dönsku dagblaðanna, að mikils sé í misst, þar sem er Dag ens Nyheder — og mun mönn- um verða sá missir tilfinnanlegri eftir því sem á líður. IMorræn bókmennta- verðlaun • Yfirlýsing um stuðning. En hvað sem erfiðleikunum líður hafa stjórnir Vinnuveit- endasambandsins og Iðnráðsins heitið því að koma saman til fundar í dag eða á morgun og Norðurlandaráð samþykkti á síðasta þingi sína áskorun til ríkisstjórna Norðurlanda um að stofna sameiginlega til bók- menntaverðlauna, að upphæð 50 þús. kr. d., sem veitt yrðu árlega fyrir skáldverk, ritað á einliverju Norðurlandamálanna. Norræna menningarmálanefnd in hefur að ósk ráðherra á Norð- urlöndum gert tillögur um regl- ur verðlaunasjóðs í þessu sam- bandi, og hefur verið fallizt á þær í höfuðdráttum en endan- legri afgreiðslu slegið á frest. Visffólk á Crund í skemmtiferB FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig- enda bauð vistfólkinu á Grund sl. laugardag í skemmtiferð til Þingvalla. í Valhöll var setzt að kaffidrykkju og bauð formaður F. í. B. Arinbjörn Kolbeinsson læknir gestina velko.mna í á- gætri ræðu. Einnig tók til máls af hálfu F. í. B. Magnús Valdi- marsson kauprraður, en hann hafði nú eins og svo oft áður undirbúið ferðina af dugnaði og alúð. — Frú Snæbjörg Snæ- bjarnar söngkona söng nokkur lög, en undirleik anaðist Hafliði Jónsson kaupmaður. Jóhannes Magnússon skemmti einnig með harmonikuleik. Á leiðinni til Reykjavíkur var staðnæmzt fyr- ir ofan Álafoss, og fengu þar allir gosdrykki eða öl sem og sælgætispoka, en þátttakendur voru nálægt 150. Ferðin tókst í alla staði ágæt- lega. Hefir forstjórinn á Grund 'beðið blaðið að færa öllum hlut- aðeigandi innilegar þakkir fyrir ágæta ferð, skemmtun og rausn-. arlegar veitingar. Hins vegar hefur verið ákveðið að hefjast handa um útvegun fjár og skipun fulltrúa í væntan- lega dómnefnd. Danmörk, Noreg ur, Svíþjóð og Finnland bera hvert um sig 16/69 kostnaðar en íslendingar 5/69 í samræmi við höfðahlutfallstölu þeirra í Norð- urlandaráði. Dómnefnd mun skip uð tíu fulltrúum, tveimur frá hverju landanna. Þá skipa menntamálaráðherrar. Valið verð ur úr verkum, sem nefndarhlut- ar einstakra landa nefna til, þó ekki fleirum en tveimur frá hverju landi. — Stefnt er að því, að fyrsta verðlaunaúthlutunin fari fram í febr. nk. Árekstur í Hvalfirði AKRANESI, 8. sept. — Um leytið í gær, er einn af kísilbí um Sementsverksmiðjunnar, I 357, var á leið út eftir, nokkr fyrir utan Olíustöðina í Hvalfirð kom amerískur 10 hjóla trukki á móti honum niður brekku talsverðri ferð. Trukkurinn ó utan í kísilbilinn í framhjáhlau inu og valt síðan ofan í vegai skurð og skemmdist mikið, brotr aði t.d. drifskaftið. Tveir menn voru í trukknui og skarst annar á augabrún. C verulegar skemmdir urðu á kísi bílnum. Hjá bílstjóra hans sát tveir synir hans, 11 og 5 ára, o sakaði engan þeirra. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.