Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 9. sept. 1961 annar handleggur. Fólk á erfitt með að gera sér í hugarlund, hvílíka baráttú það kostar að syngja uppáhalds- Böngva sína inn á plötu á réttan hátt. Ég hef staðið í stríði í allt að 10 ár til að fá að syngja inn lag sem mér þótti vænt um. Oft kemur fyrir, að komið er með lög til mín. Mér finnast þau góð og segi höfundunum það. Svo skeður ekki neitt. Ég hef ennþá í fórum mínum lög, sem ég berst við að fá inn á plötur. Stundum er verra að vinna fcardagann en að tapa, því ef þú vinnur, lagið kemst á markaðinn og selst ekki, dingla fyrirtækin 'því yfir höfði þér árum saman til að koma í veg fyrir að þú hafir þitt fram. Þannig fór fyrir „Some Other Spring“. Það var fallegt lag og bar vott um sorg Irene Wilsons vegna Teddy. Hún var sjálf frægur píanóleikari og John Hammond hafði uppgötvað hana löngu áður en þau kynntust Teddy. Hann var ekki annað en strákur, þegar hún kynntist hon- um, kenndi honum og giftist honum. Seinna féll Teddy fyrir beztu vinkonu hennar, sem bjó hinumegin við ganginn, og yfir- gaf Irene. Aumingja Renie dó næstum. Eitt kvöldið fór ég út með henni, Benny Webster og Kenny Klook Clark til að reyna að hressa hana við. í veitinga- húsinu var hávaðasöm vifta og einhver sagði, að hávaðinn minnti á lag. Við vissum ekki fyrr en lagið var komið alskap- að. Arthur Herzog og Danny Mendelsohn lögðu einnig hönd að verki, og loks fór ég með það til Benny Goodman. Benny leizt vel á það. Sagði það væri meira að segja of fallegt, það myndi ekki seljast. 'Um þetta leyti varð allt að vera fjörugt. Benny sagði, að enginn myndi kaupa það. En ég fór samt og söng það inn á plötu. Hann hafði rétt fyrir sér, það seldist ekki. „Travellin’ Light“ var ein af þeim plötum mínum, sem bezt seldust. Hun varð til á Vestur- ströndinni 1944. Það átti að fara að henda hinum fræga trombón- 'leikara Trummy Yuung og mér út úr hóteli í Los Angeles af þessari venjulegu ástæðu. Við vorum bæði farin að hugsa um tað renna okkur niður brunastig- ann, þegar Jimmy Mundy kom til mín og spurði, hvort ég vildi ■syngja þetta lag með hljóm- sveit Paul Whitmans. Ég sagði Jimmy, að ekki mundi standa á því. Trummy var höfundur lagsins. Ég hafði aðeins breytt því svo- lítið til þesg að það hæfði mér. Sama daginn og ég söng það inn með hljómsveit Whitmans voru Johnny Mercer og Martha Tilton að syngja sama lagið inn. Þetta varð til þess, að við héld- um að eitthvað mikið yrði úr þessu. Trummy fékk þrjú þús- .und fyrir lagið, og ég fékk það sama fyrir að syngja það. Við íirtum peningana, borg- uðum leiguna og fórum út til að skemmta ok'kur. Við borðuðum á kínversku veitingahúsi og á endanum áttum við ekki nema tvö hundruð kall meira en við 'byrjuðum með. Ég varð að senda mömmu skeyti og biðja um pen- inga til þess að við Trummy ’gætum tekið áætlunarbíl austur á bóginn. Hvorugt okkar Trummy fékk 'krónu rneira. Pfósentur höfðu þá ekki enn heyrzt nefndar. Ég vissi ekki einu sinni uð neitt slíkt væri til. 14 Ég hristi af mér hlekkina Það sem eftir var stríðsins hélt ég mig á 52. götu og þar í grennd. Ég gekk í hvítum kjól- um og hvítum skóm. Á hverju 'kvöldi var komið til mín með hvíta gardeníu og hvítt duft. Meðan ég tók það skipti eng- inn sér af mér, hvorki lögreglu- menn, skattnjósnarar eða aðrir. Vandræði mín byrjuðu, þegar ég reyndi að hætta. Það var um stríðslokin, að ég fór til Joe Glaser og sagði hon- um að ég vildi hætta og þarfn- aðist hjálpar. Ég fór til atvinnu- veitanda míns í Famous Door, Tony Golucci, og sagði honum það sama. Tony hafði reynzt mér 'haukur í horni áður, en í þetta skipti var hann mér svo góður, að ég vona að guð blessi hann alla hans ævi. Ég néfndi þetta ekki við neina aðra. Tony gaf mér kost á vinnunni aftur. Hann bauðst til að hjálpa mér um þá i>eninga, sem ég þyrfti. Og ég gleymi aldrei, 'hvernig hann gerði það: með vináttu og virðingu eins og manneskja, sem réttir nauð- stöddum höndina. Við leituðum uppi bezta einka sjúkrahúsið sem völ var á. Kostnaðurinn skipti engu máli. 'Þegar við að lokum fundum það, - _ Kannastu ekki við peysuna? Alveg eins og sú sem J farilyn Monroe var í síðast þegar við fórum í bíó! reyndist það vera á sjálfri Man- hattan. Þeir lofuðu að taka mig og verðið var áttatíuþúsund fyr- ir þriggja vikna dvöl. Þetta var- 'hreinast: rán, en samt var það ódýrt ef ég mætti treysta því, að dvöl mín þar væri algert einkamál. Joe og Tony sögðu öllum, að ég væri með taugaáfall. Þau voru svo algeng, að allir trúðu þessu. Dagurinn var ákveðinn og ég lögð inn. ★ Þetta tók næstum þrjár vikur. Joe Glaser send. mér blóm og allt mögulegt. En fegin var ég þegar því var lokið. Ég var viss um að þetta myndi heppnast, og var reiðubúin að byrja að vinna aftur. Staðan beið mín. Þetta ’var í fyrsta sinn, sem ég reyndi að halda mér á réttum kili af sjálfsdáðum, og ég var viss um að það myndi ganga vel. Ég gekk niður þrep spítalans, bíll beið eftir mér og í honum var ungfrú Ohurch, einkaritari Joe Glasers. En ég fylltist ör- væntingu áður en ég komst inn f bílinn. Ég sá þarna mann, vissi að hann var spæjari og að hann elti mig. Ég gat varla trúað þessu. Eng- ir aðrir en Joe og Tony vissu að ég var þarna, o„ ég vissi að þeir höfðu ekki sagt neinum frá þvL Spítalinn hlaut að hafa 'kjaftað. Mig langaði mest til þess að snúa við og gera allt vitlaust þar inni. Þetta hafði kostað mig áttatíuþúsund og mér 'hafði verið lofað algjörri þögn. Hefði þetta frétzt, hefði ég verið búin að vera sem skemmtikraft- ur. Ég hafði treyst læknunum og hjúkrunarkonunum. Ég neyddist til þess, en einhver hafði svikið mig. En hver, og hversvegna? Ég var svo sikelfd þá, að ég gat ekkert um það hugsað. En ég hef oft hugsað um það síðan, og ég hef haft nægan tíma til þess. Á þriðja tug aldarinnar varð ógurlegt hneyksli í New York yfir löggunni og eiturlyfjaeftir- 'litinu. Nokkrir mer.n voru rekn- ir, þegar upp komst hvað þeir 'höfðu haft fyrir stafni. Þeir 'höfðu þrengt að auðugum eitur- 'lyfj aney tendum. Þeir hótuðu þeim handtöku, en slepptu þeim ’svo aftur, ef þetta fólk sam- þykkti að fara á einkaspítala, sem glæpafélagið benti þeim á, til að láta „lækna“ sig. Þetta ríka fólk lenti í gildrunni. Það fór á staði eins og þann, sem ég ihafði verið a, greiddu offjár og lögreglumennirnir fengu stóran ágóðahlut. Það var gerð hreinsun hjá lög- reglunni og eiturlyfjaeftirlitinu og glæpastarfsemin átti að hafa verið stöðvuð. En svona starf- semi er aldrei hægt að koma í veg fyrir. Þessir spítalar verða að treysta á lögregluna til að geta starfað. Þeir geta átt á hættu að verða lokað hvenær sem er, ef eitur- 'lyfjaeftirlitið vill svo vera láta. Læknar eiga að varðveita trún- Meðan Markús heldur vörð fyr ir norðan dýragirðingarnar í Týnda skógi, verður Aandy var við mannaferðir að sunnanverðu. aðarmál sjúklinga sinna, og ég treysti þessum læknum og hjúkr unarkonum. En eitthvert þeirra 'hafði svikið mig. Það getur vel verið, að lögreglan hafi bara ruðzt inn og hafið yfirheyrslur og að einhver hafi ekki gætt tungu sinnar. Kannski hefur lög- reglan aðeins stöðugt varðmann við spítalann til að elta uppi þá «em líklegir þykja. Ég veit það ekki. Hitt veit ég, að meðan ég not- aði duftið skipti enginn sér að mér, hvorki löggan né sambands stjórnin, og enginn fylgdi mér eftir. Eg fékk ekki að kenna á því fyrr en ég gerði heiðarlega tilraun ti'l að hætta. Hver sem ’hefur gert mér þetta, breytti öll- um æviferli mínum. Það get ég ekki fyrirgefið. Það er nógu erfitt að hætta, þegar einhver sem elskar mann og treystir manni, bíður fyrir utan. Ég átti engan að. Enga fjölskyldu, engan mann sem elskaði mig, engan, sem trúði á mig, nema Tony Golucci og Joe Glaser. Og gegn þeim stóð hið opin- bera, sem hafði veðjað tíma sín- um, skósólum og peningum um að þeir myndu ná mér á endan- um. Enginn getur lifað við slíkt. 15 Sama gamla sagan Sért þú einn af íbúum Banda- ríkjanna, er líklegt að þú sjáir mig eittbvert kvöldið í nætur- 'dagskránni í kvikmynd, sem ég ’lék í íHolly_wood 1946. >ar var fyrsta Hollywood-myndin mín og einnig hin síðasta. Ég vann í klúbb í Hollywood, þegar Joe Glaser gerði samning- inn. Þetta var sjálfstæð mynd, stjórnað af Jules Levy. Hún bét „New Orleans“ og átti víst að vera um þá borg. Ég hélt, að ég ætti að leika sjálfa mig í henni. Ég bjóst við, að ég ætti að vera Biliie Holi- day og syngja örfá lög innan urn næturklúbbsleiktjöld eða í næt- urklúbbsatriði, og síðan ekki söguna meir. Ég ætti að hafa vitað betur. Þegar ég sá kvikmyndahandrit- ið, komst ég að raunveruleikan- um. Getið þið bent mér á nokkra ■negrastúlku, sem komið hefur fram í kvikmyndum án þess að leika vinnukonu eða vændis- konu. Ég veit ekki um neina. Ég komst að, að ég átti að syngja svolítið, en eigi að síður leika vinnukonuh’lutverk. Ég var Joe Glaser gröm fyrir að hafa lofað mér í hlutverkið. Alla ævi mína var ég búinn að berjast við að þurfa ekki vera vinnukonuræfill hjá tinbverjum. Það var hart að eiga að fara til Hollywood og vera þar gervi- vinnukona, eftir að vera búin að vinna sér inn fimmtíu milljónir og fá orð á mig fyrir að vera SBUtvarpiö Langardaginn 9. september. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.0Í Tónleikar, —■ 10.10 Veðurfregn- ir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónl. — 1225 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig* urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (Fréttir JU. 15.00 og 16.00). 16:30 Veðurfergnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. —- 19:20 Veður* fregnir. 19:30 Fréttir. 20:30 Tónleikar: Tvö fiðlu- og hljóm- sveitarverk eftir Saint-Saena (Aaron Rosand og hljómsveit útvarpsins í Baden-Baden leika, Rolf Reinhardt stj.) a) Havanaise op. 83. b) Introduktion og Rondo Capriccioso op. 28. 20:20 Upplestur: „Blautu engjarnar i Brokey“, smásaga eftir Jón Dan (Brynjólfur Jóhannesson leik« ari). 20:35 Laugardalstónleikar: a) Konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir Tibor Serlo (David Shuman og hljóm* sveit leika undir stjórn höf* undar). b) Memphis-kvartettinn syngur negrasálma. 21:10 Leikrit: „Harmonikan", gaman* leikur með söngvum eftir Osk- ar Kjartansson. — Xæikstjóris Helgi Skúlason. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlofc.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.