Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 19
Laugardagur 9. sepí. 1961 MORGUNBLAÐtÐ 19 III ýxý.ýý; x:: :' • :x::x ^SSX'S:^::-:--: Vs. CXy ‘ J * ■ f >, vC#,' - * i ■ ' ' ý í . v 'X. . # : Tvær þreskisláttuvélar að verki á Rairgársöndum. — Ljósm. vig. Gott útlit meö kornupp- skeruna á Rangárvöllum Kornskurður hófst í fyrradag 1 FYRRADAG hófst korn- sláttur á Rangárvöllum, en þar eiga þrír aðilar mikla kornakra. í Gunnarsholti eru 100 hektarar undir korni, hjá fyrirtækinu Hafrafelli, sem Árni Gestsson o. fl. standa að eru aðrir 100 ha og hjá heymjölsverksmiðju SÍS eru 80 ha. Allir þessir þrír aðilar byrjuðu sláttinn í fyrradag. * Fréttamaður blaðsins brá sér austur að Gunnarsholti í gær og hitti þar m.a. þrjá umsjónarmenn með kornræktinni, þá Pálma Ein arsson landnámsstjóra, dr. Björn Sigurbjörnsson og Jónas Jónsson búfræðikennara. Það var mikið um að vera. Tvær þreskisláttuvélar (com- bine) voru að verki og í nýrri hlöðu tifaði þurrkvélin, sem hrað þurrkar kornið. Fóðurkögglar í framtíðinni. Þessi kornrækt í Gunnarsholti er stofnsett að tilhlutan landbún aðarráðherra og henni er stjórnað af fimm sérfræðingum landbún- aðarins undir framkvæmd land- námsstj. Auk hans hafa unnið að undirbúningi og framkvæmd þeir dr. Björn Sigurbjörnsson, Har- aldur Árnason, vélfræðingur, Páll Sveinsson sandgræðslustjóri og Pétur Gunnarsson fóðurfræð ingur. Er ætlunin að byrja með kornræktinni og ef hún gengur sæmilega mun verða komið upp verksmiðju fyrir fóðurköggla, en í þá er notað gras, korn og fiski- mjöl. Er með þessum kögglum komið fóður í samiþjöppuðu formi handhægt til flutnings þar sem mikið fóðurgildi er í litlu rúm- takL Víðtæk tilraunastarfseml. Auk ræktunarinnar í Gunnars holti fer þar jafnframt fram víð tæk tilraunastarfsemi með vakn arhæfni ýmássa byggtegunda og óburðarmagn á þær. Tilraun er gerð með vöxt 50 byggtegunda og fjölbreytt áburðartilraun er gerð á þeim tegundum sem ræktaðar eru á ökrunum í sumar, en þær eru 6 talsins. Pálmi Einarsson landnáms- stjóri segir svo um ræktunina í turaar: Sex byggtegundir „Kornræktin er á 98.86 hektur um. 1 sandjarðvegi er stærð akra um 45 ha og í moldarjarðvegi 54 ha. Tegundir eru: Hertabygg um 28 ha. Eddabygg um 28 ha Jötunnbygg um 28 ha Yorkbygg um 5.5 ha Brantbygg um 5.5 ha Flöjabygg um 4.86 ha Áburðarmagn, sem notað var: Á moldarjarðvegi Kjarni 120 —180 kg., þrífosfat 300 kg, Kali 100 kg. Á sandjarðvegi: Kjarni 340— 350 kg, þrífosfat 170—200 kg, Kali 100 kg. Jarðvinnsla: A sandi raðsáð án jarðvinnslu. Graslendi: Plægt og tætt með tætara, raðsáð. Sáðmagn 180 kg. en Flöja 140—150 kg. Sáðtími var frá 2.—12. maí. Áburðarmagn hefur ekki áhrif á spírun í moldarjarðvegi, en á sandjarðvegi kemur fram í til- raun, að áburðarmagnið hefur áhrif á hraða spírunar. Kornið kom upp á tímabilinu Svíar neita Finnum um „Draken" STOKKHÓLMI, 8. september. — Sænsk stjórnarvöld hafa neitað að selja Finnum nýjustu og full- komnustu orrustuþotu Svía, „Draken", og Saag-flugvélaverk- smiðjurnar misstu þar með af 100 milljón sænskra króna við- skiptum. Það er af öryggisástæð- um, að Svíar vilja ekki selja „Draken" úr landi, en þeir hafa boðið Finnum eldri gerð orrustu þota í staðinn, sömu gerð og Svissiendingar keyptu af Svíum. Finnsk nefnd hefur dvalizt í Sviþjóð til þess að ræða kaupin, en ólíklegt er, að Finnar vilji gömlu þoturnar og sennilegt er talið, að þeir snúi sér næst til Frakka. — „Draken“ er mjög fullkomin orrustuþota og býr yfir mörgum helztu leyndarmálum sænskra varna. CANNES, 8. september. — Tveir Bretar létu lífið í dag, er bifreið þeirra fór út af þrú, sem lá yfir járnbrautarteina. í sömu mund kom járnbrautarlestin brunandi og fór yfir bílinn. 12.—20. maí. Hinn 24. maí kom frost og sáust vottar kalskemmda á Sandökrunum, en þess varð ekki vart á heimaökrunum í moldar- jarðvegi. Engar kalskemmdir sá- ust á Eddabygginu á sandjörð- inni. Hinn 13/7 er kornið allt byrjað að skríða, virtist þá röðin vera Flöja, Edda, Jötunn, en hinar teg- undirnar skriðu nokkru seinna. Hinn 30. júlí var vaxtarhæð byggsins komin vel á veg og öxin að byrja að fá gulleitan blæ, en þá virtist Herta einna skemmst komin, en hefur sótt sig síðar. Þá standa Jötunn og Edda bezt á sandinum. Hinn 12. ágúst er kjarnamynd- un vel á veg komin og nokkuð jöfn, en Flöja, Edda og Jötunn á sandjarðveginum". Veður var mjög hagstætt fyrir kornið í gær. Það er sæmilega þroskað en ekki talið ráðlegt að bíða lengur með kornskurðinn þar sem allra veðra er von úr þessu og getur kornið fallið eða fokið ef lengur er beðið. Uppsker- an er talin góð þótt sumarið í sumar hafi verið í löku meðallagi sem kornræktarsumar. Ofti í Was- hington ?, WASHINGTON, 8. september. —. Orðrómur gengur um það í Was hington, að hernaðarsérfræðing- ar óttist, að e.t.v. kcmist Rússar fram úr Bahdaríkjunum á sviði kjarnorkuvopna —• með þeim til- raunum, sem nú eru gerðar i Rússlandi. Hemaðarsérfræðing- ur blaðsins Baltimore Sun skrif- ar frá Washington, að banda- rískir vísindamenn hafi fundið út, að ein hinna fjögurra kjam- orkusprenginga Rússa hafi ver- ið gerð í 70,000 m hæð, en rak- ettur, sem nái svo langt, geti grandað háloftsflugskeytum. — Það land, sem á þessu sviði geti komið upp nokkurn veginn ör- uggum vörnum, hafi náð tölu- verðu forskoti. — Talið er, að fjögur ár líði þar til Bandaríkja menn eigi nóg af Nike-Zeus flugskeytum, en þau eru einmitt til varna í háloftunum. — íþróttir Framh. af bts. 18. Þórðarson 10,6 sek.; 2. Loft'ítf Magnússon 11,9 sek. Langstökk: 1. Guðm. Þórðar- son 5,38 m; 2. Loftur Magnússon 5,05 m. Hástökk: 1. Guðm. Þórðarson l, 47 m; 2. Alfreð Bóasson 1,41 m. 1500 m. hlaup: 1. Victor Ing- ólfsson 5:34,1 mín.; 2. Helgi Axelsson 5:37,0 mín. Spjótkast: 1. Guðm. Þórðarson 39.80 m.; 2. Victor Ingólfsson 37.80 m. Kúluvarp: 1. Loftur Magnús- son 10,64 m.; 2. Guðm. Þórðar- son 10,02 m. Kringla: 1. Guðm. Þórðarson 28,85 m.; 2. Helgi Axelsson 24,51 m. - NATO Framh. af bls. 6 fylgir í kjölfar hans. Innan At- lantshafsbandalagsríkjanna hef ur verið mikið rætt og ritað um efnahagsleg og stjómmála- leg samskipti jafnt sem varnar- tengsl aðildarríkjanna. Ráðstefn an, sem nú er boðuð til er fyrsta skrefið í áttina til þess að raun- verulega verði hafizt handa um að finna sameiginlegar leiðir Bourguiba reiöubúinn að semja um Bizerta TÚNIS, 8. september. — Bour- guiba, Túnisforseti, sagði í dag, að hann væri reiðubúinn til þess að hefja samningaviðræður við Frakka um flotastöðina í Bizerta á þeim grundvelli, sem de Gaulle liefði sjálfur lagt á blaðamanna- fundi á dögunum. Og við setjum engin skilyrði, sagði Bourguiba. Við getum byrjað strax. * * * Forsetinn talaði við fréttamenn Og hélt áfram: — Ég vænti þess, að á mánudaginn höfum við fund ið lausn, sem bæði er viðurkenn- ing fyrir fullveldi Túnis og skerð- ir ekki virðingu Frakklands. Bourguiba sagði hafa ákveðið þetta eftir að hafa athugað gaum gæfilega það, sem de Gaulle hefði sagt á síðasta blaðamanna- fundi. Það væri greinilegt, að de Gaulle vildi bráðabirgðalausn sem jafnaði allar deilur, síðan samningaviðræður um notkun herstöðvarinnar á þessum hættu- tímum — Og loks samningavið- ræður um brottflutning herliðsins frá Bizerta. * * ♦ Hann hélt áfram og sagði, að hann hefði sett sig í samband við franska ræðismanninn í Tún- is og skipti á föngum gætu hafizt á morgun. Forsetinn sagði ennfremur, að de Gaulle hefði talað um, að Frakkar mundu verða í Bizerta meðan „þetta“ ástand í heimsmál unum væri. Hér hefði franski for setinn greinilega átt við Berlín og hið ótrygga ástand sem nú ríkti í heiminum vegna deilunnar um þá þorg. En eftir að Berlínar- málið væri úr sögunni, þá mundu Frakkar vilja semja um brott- flutning frá Bizerta. De Gaulle hefði gefið það til kynna. til þess að tryggja öryggi o; réttlæti aðildarþjóða Atlantshaf: bandalagsins. Málverkasýning Jóns Gunnarssonar í Iðnskólanum i Hafnar- firði hefir nú staðið í tvær vikur og er þetta síðasti dagur- inn, sem hún er opin. 20 myndir hafa selzt og aðsókn verið mjög góð. — Er sýning þessi hin athyglisverðasta og lofar góðu um framhaldandi listsköpun Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.