Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.1961, Blaðsíða 20
I ,Rís upp frá dauðum4 Sjá bls. U. 203. tbl. — Laugardagur 9. september 1961 IÞROTTIR eru á bls. 18. Hafnsögumaður féll frá borði rússnesks oiíuskips LúaSeg viðbregð áhafnarinnar 1 GÆRMORGUN slasaðist Magnús Runólfsson, hafnsögumað ur, er hann var að ganga frá borði á rússnesku olíuskipi, sem hann hafði lagt við Örfirisey. Vír, sem Magnús hélt í, er hann var að ná fótfestu í skipsstiga, slitn- aði í sundur og féll hann 3—4 m niður á milli rússneska olíu- skipsins og dráttarskipsins Magna, en stöðvaðist á borði, sem er fyrir neðan borðstokkinn. Þetta var um sjöleytið um morguninn. Magnús var, eins og Gátu ekki innbyrt selinn BÆ, Höfðaströnd, 8. sept. — Fyrir skömmu fóru tveir ung ir piltar frá Siglufirði út í Málmey með mönnum úr Sléttuhlíðinni. Erindið var að skjóta þar sel, sem er talsvert af, því bú er ekkert í Málmey, sem kunnugt er, og sjaldan far ið út í eyna. Piltarnir skutu fyrst tvo seli, og skömmu síðar þann þriðja, en urðu að eyða á hann 4 skotum. Við nánari athugun kom líka í ljós, að þetta var enginn venjulegur selur. Hann var gríðarstór, vó 500 pund og var svO sver, að maður gat rétt tyllt niður blátánum, ef setzt var klofvega á hann. Húð in, sem er svört, er eins og stærsta stórgripahúð. Þegar piltarnir höfðu skotið selinn, sökk hann til botns, en rak daginn eftir upp í fjöru í Málmey. Náðu piltarnir hon um þá en gátu ekki innbyrt hann Og urðu að draga hann aftan í bátnum og upp í Lón kotsmöl, þar sem hann var fleginn. Enginn, sem séð hefur skepn una eða skinnið af henni þekk ir hana nánar, en það er helzt hald manna, að þetta sé ein- hver tegund af grænlenzkum sel. — Björn. áður segir, búinn að leggja rúss neska olíuskipinu við baujur við örfirisey. Hann var að fara frá borði og ætlaði niður í dráttar- bátinn Magna. Stigi frá Magna lá upp að borðstokknum á rúss- neska skipinu. ♦ Vírinn slitnaði Þegar Magnús ætlaði niður stigann hélt hann í gerta á lítilli davíðu, sem var á síðunni á olíu skipinu. En vírinn var svo léleg ur, að hann slitnaði 1 sundur, áð- ur en honum tækist að ná fótfestu í stiganum. Þegar vírinn slitnaði, missti hann jafnvægið og féll nið ur á milli öldustokksins og Magna, en stöðvaðist á breiðum lista eða borði fyrir neðan borð- stokkinn á Magna, en hefði ella fallið í sjóinn á milli skipanna. ♦ Slæm líðan Magni flutti Magnús þegar í land og var hann fluttur á Slysa varðstofuna en síðan heim að eig in ósk. Bráðabirgðarannsókn á Slysavarðstofunni leiddi í ljós, að hann hefur brákazt á fæti við fall ið og marizt mikið, einkum á brjósti og fæti, einnig skaddazt Góð kolkrabba- veiði í JJjupmu ÍSAFIRÐI, 8. sept. Allgóð kol- krabbaveiði hefur verið í ísa- fjarðardjúpi undanfarna daga. — Hafa bátar frá ísafirði stundað veiðar af miklu kappi. Er afli góður eða frá 200 kg og upp í 400 kg á færi yfir sólarhringinn. —- Frystihúsin kaupa kolkrabbann fyrir 4 kr. kg og fá sjómenn 3 kr. fyrir kg i sinn hlut. — AKS í andliti. Var líðan hans slæm með kvöldinu, en hann hefur sennilega verið dofinn, er hann kom á Slysavarðstofuna. Magnús er, sem kunnugt er af fréttum undanfarna daga, faðir skipstjór ans á Sleipni, sem sökk nýlega. ♦ Lúaleg viðbrögð Þess skal að lokum getið, að fyrsta verk Rússanna á olíuskip- inu, eftir að Magni fór með Magnús, var að kasta vírnum, sem slitnaði í sjóinn. Voru nokkr ir íslendingar vitni að þessum lúalegu viðbrögðum þeirra. Olafur Magnússon kominn upp fyrir Víði Fékk 1000 tn. kast í gær Norræna listsýn- ingin opnuð í dag NORRÆNA listsýningin verður opnuð í dag. Hefst athöfnin kl. 2 í Listasafni ríkisins. Menntamála- ráðherra mun lýsa sýninguna opnaða með ræðu. Fagnar Bretum BRUSSEL, 8. september. - Nefnd Efnahagsbandalags Evrópu til- kynnti ráðherranefndinni í dag, að hún fangaði beiðni Bretlands um upptöku og væntanlega yrði hægt að hef ja viðræður við Breta hið skjótasta. í VIKUNNI skýrði Mbl. frá því, að síldarbáturinn Ólafur Mganússon AK væri búinn að fá 20.800 tunnur og mál á síldarvertíðinni í sumar, og væri þá aðeins 700 tunnum fyrir neðan Víði II, sem væri hæsta skip. En Viðir II er ekki lengur hæsta skip, því í gærdag bárust Mbl. þær fregnir frá fréttaritara s'num á Seyðisfirði, að skipverjar á Ólafi Magnússyni væru að háfa 1000 mála kast langt út í hafi, a.m.k. 10—12 klukkutíma sigl- ingu frá Seyðisfirði. ★ MIKIL SÍLD Ólafur Magnússon er eini báturinn þarna, því ailir aðr- ir bátar hættu síldveiðum í vikunni. Skipstjórinn á Ólafi Magnússyni, Hörður Björns- son, telur að sögn mikla síld á þessum slóðum, sennilega um 100 sjómílur austur af Dalatanga, en nánari fregnir bíða komu Ólafs Magnússonar til Seyðisfjarðar. Fréttaritari blaðsins á Ak- ■ ureyri, Stefán E. Sigurðsson, ] tók þessa mynd af Ólafi Mag- I nússyni AK, er hann kom með | | fyrstu síldina, sem lögð var , í land á Norðurlandi á síldar! vertíðinni. Þá kom hann með' 400 mál til síldarverksmiðj f1 unnar í Krossanesi. Lokið ráðstefmi um viðskiptamál RÁÐSTEFNU fulltrúa Norður* landa um viðskiptamál, sem hófst í Reykjavík 7. þ.m. lauk í gær. Nánar verður sagt frá niður stöðum á fundum nefndarinnar síðar í blaðinu. Bíllinn hafnaði í skurði Tveir forbegar meiddust ÞINGEYRI, 8. sept. KI. 9 í gær- kvöldi lenti bíll úr Barðastranda sýslu — E 133 — út af veginum á milli Hvamms og Bræðratungu. Bíllinn, sem er 5 manna fólks- bifreið, var á leið til ísafjarðar með 4 farþega auk bílstjóra. ■<Þ- Fjórðungsþ!ng Sjálfstæð- ismanna á Vestfjörðum Haldið á Isafirði um nœsfu helgi FJÓRÐUNGSÞING Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum verður haldið á ísafirði dagana 16. og 17. sept. n.k. Hefst það laugar- daginn 16. þ.m. kl. 4 síðdegis. Á þinginu munu mæta þing- menn og frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi og flytja þar ávörp. Þá verða rædd skipulagsmál flokksins, héraðsmál Vestfirðinga og stjórnmálaviðhorfið. Rétt til setu á þinginu eiga stjórnir Sjálfstæðisfélaganna. fulltrúaráðsmenn og trúnaðar- menn flokksins í kjördæminu. Þess er fastlega vænzt að Sjálfstæðisfólk á Vestfjörðum ssfki þingið og tilkynni þátttöku sina til formanns sambandsins, Matthíasar Bjarnasonar ísafirði fyrir 14. þ.m. Fundarstaður verð- ur tilkynntur síðar. Á laugardagskvöldið 16. septem ber verður héraðsmót Sjálfstæðis manna á Isafirði. Sjópróf vegna Sleipnisslysins í GÆRMORGUN um kl. 10 hóf ust í Bæjarþingstofunni á Skóla vörðustíg sjópróf vegna Sleipnis slyssins. í gær komu fyrir dóm inn þeir Björn Haukur Magnús- son, skipstjóri á Sleipni, og stýri maðurinn, Magnús B. Þorleifsson Frekari yfirheyrslum var frestað um kl. 6 í gærkvöldi — en þeim, skyldi halda áfram kl. 10 árdegis í dag. Dómforsetinn, fsleifur Árnason, beindi þeim ákveðnu tilmælum til blaðamanna, sem komu í Bæjarþingstofuna, að þeir skýrðu ekki frá gangi mála fyrir dómn um, fyrr en rannsókn væri lokið, en stefnt mun að því að ljúka henni í dag. Dóminn skipa, auk dómsforset ans, þeir Jónas Jónasson, skipstj. og Þorsteinn Loftsson, vélfræði ráðunautur. Ólafur Þorgrímsson hrl. er lögmaður útgerðar Sleipn is, en Sveinbjörn Jónsson hrl. er málssvari vátryggjenda. Þá eru tveir fulltrúar frá Skipaeftirliti ríkisins, þeir Páll Ragnarsson, skrifstofustjóri, og Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri. Af einhverjum, ástæðum missti bifreiðastjórinn vald á bílnum á krappri beygju milli Hvamms og Bræðratungu, eins og áður segir, Og lenti út af veginum, hafnaði þar í skurði, eftir að hafa brotið niður gaddavírsgirðingu. Unglingsstúlka, sem var í bíin um, kastaðist á framrúðuna, þeg ar bíllinn hafnaði í skurðinum, brotnaði rúðan við höggið og skarst stúlkan í andliti, þó ekki alvarlega. Þrír karlmenn voru i bílnum og snerist einn þeirra úr axlarlið, en aðra farþega sakaði ekki. Héraðslæknirinn, Þorgeir Jóns son, kom þegar á staðinn og tók farþegana með sér til Þingeyrar þar sem hann gerði að sárum þeirra. Bíllinn var lítið_ skemmd ur og hélt áfram til ísafjarðar seinna um kvöldið með farþeg- ana. — MA. Þing SUS á Akureyri I GÆRKVÖLDI hófst á Akur- eyri 16. þing SUS. Það er hald- ið í samkomuhúsinu Bjargi á Oddeyri. Þingið sækja um 100 fulltrúar frá samtökum ungra Sjálfstæðismanna um allt land, en þau eru nú 29 talsins. Form. sambandsins, Þór Vil- hjálmsson, lögfræðingur, setti þingið og bauð fulltrúa vel- komna, en gaf síðan skýrslu um starfsemina á liðnu ári. Þá ræddi hann um félagsstarfsemi ungs fólks í landinu og stöðu ungra Sjálfstæðismanna í starfi Sjálfstæðisflokksins. Loks drap hann á væntanlega starfsemi þingsins og lýsti þeim frum- drögum af ályktunum, er stjórn sambandsins legði fram. — Að ræðu Þórs Vilhjálmssonar lok- inni voru kosnar nefndir. Fyrir hádegi í dag munu nefndir starfa. Hádegisverður verður snæddur að Hótel KEA, og þar mun Bjami Benedikts- son, ráðherra, ávarpa þingfull- trúa. Síðdegis verða þingfundir, og í kvöld verður haldin kvöld- vaka. Þinginu lýkur á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.