Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORCTJNBLAÐ1Ð Sunnuðagur 10. sept. 1961 Mannkynið allt í hættu WASHINGTON, 9. september. — Sérhver kjarnoikusprengin'g í fflifuhvolfinu veldur geislavirku ryki, sem felur í sér ógnarlegar hættur fyrir okkar kynslóð — Og komandi kynslóðir, sagði Arthur Dean, aðalfulltrúi Banda ríkjanna á Genfarráðst f..unni «m bann við kjarnorku*1’-'un- um, er hann ræddi vi? imenn í gærkvöldi. 1. hann, að Bandaríkin hefðu iuxiö J>ess á Ieit, að kjarorkutilraun- irnar yrðu teknar tii umræðu á AUsherjarþinginu, sem kemur saman innan 10 daga. ★ Dean lagði áherzlu á, að rúss- nesku tilraunirnar vörðuðu allar þjóðir, sérhvern mann — og við roegum engan tíma missa. Vernd nu mannkynsins gegn geislavirk- um áhrifum er það vandamál, sem nú ríður mest á að leysa. ★ Fréttamaður spurði, hvort ekki gæti verið, að JRússar gerðu nokkrar tilraunir og krefðust svo að öllum tilraunum yrði hætt — þ.e.a.s., þegar þeir hefðu sjálfir gert nógu margar tilraun- ir. Jú, sagði Dean. Þetta gerðu Rússar einmitt 1958. Þá höfðu Rússar sprengt 20 sprengjur og sagt síðan: „Nú skulum við allir gefa loforð um stöðvun". í októ- ‘ber sama ár gerðu þeir aftur nokkrar tilraunir, en að þeim loknum sögðu Rússar aftur: „Jæja, nú skulum við hætta, allir". ÞAÐ BLÆS ekki byrlega fyrir Elizabeth Taylor; hún er orðin sjúk á ný og upptöku kvik- myndarinnar „Cleopatra“ hef- ur verið frestað ennn einu sinni. Liz veiktist alvarlega af lungnabólgu fyrr á árinu og var skorin upp. Þá var hún stödd í Englandi, þar sem upp taka kvikmyndarinnar „Cleo- patra“ fór fram. Þegar stjarn an hafði náð sér, flutti hún til ftalíu — í heilnæmara lofts lag — og upptaka kvikmyndar innar hélt þar áfram. Hún á ný varð fárveik, einmitt þegar , hún átti fri frá upptökunum. ‘ Það frí notaði hún til að fara í skemmtiferð á lystisnekkju úm Miðjarðarhafið. Veikindi Liz Taylor hafa . valdið 20th Century Fox kvik myndafélaginu stórtjóni, kostn ' aður við kvikmyndina er þeg ar kominn Iangt yfir áætlun. . Meðfylgjandi mynd er tek- in, þegar leikkonan er leidd ' veik frá borði, studd af eigin manni sínum Eddie Fisher ' (t.v.) og einkaritara. Kvenfélag Garðakirkju efnir til happdrœttis jCVENFÉLAG Garðahrepps efnir til happdrættis til eflingar org- elsjóði Garðakirkju. Vinningur- inn er gömul mynd frá Þingvöll- um, eftir Kjarval og verður hún til sýnis i glugga Álafoss yfir helgina. Mynd þessi er gjöf til kven- félagsins frá Sigfúsi Blöndahl, gefin til minningar um föður hans, Magnús Th. S. Blöndahl, útgerðarmann, einnig móður Sig fúsar Guðrúnu Blöndahl og bróður hans Sighvat 1. Blöndahl sem lézt á þessu ári, Dregið verður í happdrættinu 20. desember. Það má geta þess, að Magnús Th. S. Blöndahl var á sínum yngri árum organleikari hinnar gömlu Garðakirkju. Unnið hefur verið að endur- byggingu Garðakirkju í sum- ar og er vonazt til að kirkja og turn verði fokhelt fyrir áramót. Verðum að leggja okkar skerf til varnanna sagði Bjarni Benediktsson á þingi SUS í RÆÐU, sem Bjarni Bene- diktsson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, flutti á þingi SUS á Akureyri í gær vék hann að því hvort ekki væri rétt að taka upp hér á landi kviðdóma í meiriháttar af- brotamálum og eyða þannig tortryggni almennings gagn- vart handhöfum ríkisvalds- ins. — Nefndir sambandsins störfuðu fyrir hádegi í gær og kl. 2 hófst svo almennur fundur þingsins þar sem umræður hófust um álit nefndanna en Miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins hélt þingfulltrú- um hádegisverðarboð þar sem varaformaður flokksins Bjarni Benediktsson hélt ræðu. Ákvörðun um efnahagsmál. Ráðherran ræddi um hina miklu þýðingu styrkleika Sjálf- stæðisflokksins og stuðnings æskulýðsins við hann, þegar Geislavirkt ryk WASHINGTON, 9. sept. — Búizt er við, að geislavirkt ryk frá fyrstu kjarnorku- sprengingu Rússa berist til vesturhluta Bandaríkjanna og Kanada um helgina. Segir bandaríska veðurstofan, að upp úr helginni muni þess fara að gæta á Atlantshafsströnd Evrópu. Ekki er vitað fyrir vissu hvenær geislavirka ryks ins frá síðari þremur spreng- ingunum berst yfir N-Ame- ríku, en sennilega verður það síðari hluta næstu viku. Árangurslítil för hjá Nehru MOSKVA, 9. sept. — Nehru hélt heimleiðis frá Moskvu í dag. Hann sagði á flugvellinum, að viðræðurnar vði Krúsjeff hefðu „á margan hátt verið nyt samar“. Hins vegar er almennt talið, að Nehru hafi lítið orðið ágengt þegar tekið er tillit til erindis hans, því í ræðu Krú- sjeffs í gær var ljóst, að afstaða hans hafði í engu breytzt. — Þeir Nehru og Krúsjeff höfðu þrjá fundi og munu hafa rætt heimsvandamálin á þeim öllum. mörg vandamál steðja að og ör- lagaríkar ákvarðanir þarf að taka. Ræddi hann sérstaklega um efnahagsmálin og þann árangur sem náðst hefði á því sviði. Inn- an skamms yrðum við að taka afstöðu til þess hvort við gerð- umst aðilar að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Ekki þýddi að ganga þess dulinn að þátttaka í því hefði margháttaða erfiðleika í för með sér, en hinsvegar væri það líka ljóst að miklum vand- kvæðum væri bundið að standa utan bandalagsins. Ýms atriði þyrfti að meta nákvæmlega og taka síðan afstöðu í samræmi við það mat. Yfirgangur kommúnista. Atburðir síðustu daga sagði hann að hefðu sannfært menn enn betur um yfirgangsstefnu alþjóðakommúnismans. Hlytu þeir að verða til þess að tengja Okkur enn fastari böndum við aðrar lýðræðisþjóðir. Við vær- um nú í þjóðbraut og ekkert væri hægara en setja hér á land óvígan her ef landið væri óvarið. Við verðum að leggja okkar skerf fram til varnanna sagði Bjarni Benediktsson. Enginn má verða bjargþrota Þá vék ráðherrann að trygg- ingamálum og kvað trygginga- löggjöfina eina af mestu þjóðfé- lagsumbótum. Almannatrygg- ar hefðu verið meðal fyrstu stefnumála tmgra Sjálfstæðis- manna. Stefnan hlytl að vera stl að sjá til þess að enginn yrði bjargþrota, en þó yrði að hafa hugfast að tryggja yrði hag frjálsa framtaksins. Það væri mat á þessu tvennu, sem yrði að ráða ákvörðunum hverju sinni. Sjálf-» stæðismenn hefðu ætíð viljað þann jöfnuð, sem hægt væri að ná án þess að hefta framtak ein- staklinganna. Gera Sjálfstæðisflokkinn sterkarl Bjarni Bemediktsson lauk ræðu sinni á þessa leið: „Ég veit að þið ungir Sjálf- stæðismenn hafið vilja og einnig getu til þess að gera Sjálfstæðis- flokkinn sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég treysti því að þið beitið öllum ykkar góðu eigin- leikum til þess að svo megi verða.“ 40 þús. manna liðsauki Washington, 9. sept. MAFT er eftir áreiðanlegum heimildum, að Bandaríkja- menn hyggist á næstunni senda 40.000 manna herlið til Evrópu til viðbótar því, sem þar er fyrir, vegna hins ó- trygga ástands, sem Berlínar- málið hefur skapað. NA /S hnú/or / S/50hnútor X Snjókoma t Úif '***' 7 Skúrír K Þrumur Kutéaakil Hitaski! HaHm9 ( L^ Lœq9 | DJÚPA lægðin SA af Græn- og norður. í gærmorgun var landi hringsólar á sömu slóð- bjart og gott veður inorðan vun og eru skúrabelti stöðugt lands, en allhvasst við SV- að myndast sunnan við hana, ströndina. A SA-landi var en síðan berast þau austur talsverð rigning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.