Morgunblaðið - 10.09.1961, Page 4

Morgunblaðið - 10.09.1961, Page 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. sept. 1961 Rauðamöl Seljum mjög góða rauða- möl. Ennfremur vikurgjall, gróft og fínt. Sími 50447. og 50519. MMlivegg j aplötur ö, 7 cm og 10 cm. Brunasteypan hf. Sími 35785. Eldavél Til sölu er notuð AGA eldavél. Tilvalin fyrir heimili, sem er án raf- magns. Tækifærisverð. — Uppl. í síma 36782. Volvo 5 manna sem nýr eingöngu keyrður erlendis til sölu í Kaup- mannsihöfn. Uppl. síma 12752. Forstofuherbergi til leigu, Rauðalæk 20 —• 3. hæð. Píanóstillingar gítarviðgerðir. fvar Þórarinsson Holtsgötu 19. Sími 14721. Til leigu nýtt raðhús. Gólfflötur ca. 140—150 ferm. Tilb. merkt: „Raðhús 33 — 5335“ send- ist afgr. Mtol. Sjónvarp til sölu. — Sími 50936. Til leigu í Kópavogi, góð 3ja herto. íbúð 1. okt. Allt sér. Tilboð er greini atv. og fjölskyldu stærð, sendist Mbl. fyrir 15. þ. m., merkt: „Fámennt 5830“. Barnlaus, reglusöm miðaldra hjón óska eftir 2ja herb. íbúð með eldhúsi 1. okt. Barna- ■gæzla, ef óskað er. Tilboð, merkt: „Góð umgengni — 5828“. Volkswagen ’61 til sölu og sýnis í Goð- faeimum 26 kl. 1—3 í dag. Keflavík Stúlku vantar til starfa í eldhús. — Uppl. gefur ráðskonan. Sjúkrahúsið í Keflavík. Skeljasandur Til sölu skeljasandur — (grófur) heimekið 2 tonn minnst. Uppl. Sendibíla- stöðin Þröstur, Borgartúni 11. — Sími 22175. Kópavogur Hjón með 2 börn vantar 2—3 herbergja íbúð nú þegar eða 1. október. — Uppl. í síma 10681. Akranes fbúð til sölu. Hentug fyrir fámenna fjölskyldu. Uppl. í síma 48, milli kl. 12—1 og 7—8. í dag er sunnudagurinn 10. sept. 253. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 6:37. Síðdegisflæði kl. 18:53. IOOF 3 = 1439118 = Kvm. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað fra kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður vikuna 9.—16. sept. er í Ingólfsapóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Síml 23100. Næturlæknir í Hafnarfirði 9.—16. sept. er Garðar Olafsson, sími 50126. - MESSUR - Fríkirkjan. Messa í dag kl. 2. Sr. Þorsteinn Björnsson. Langholtsprestakall: Messa í Laug- arneskirkju kl. 11 f. h. Séra Árelíus Níelsson. FRETIIR Tafldeild Breiðfirðingafélags- ins byrjar æfingar mánudaginn 11. sept. n.k. í Breiðfirðingabúð (uppi) kl. 8. Stjórnin Ljósmæður: Aðalfundurinn verður haldinn í Tjarnarcafé, fimmtudaginn 14. september kl. 2 e.h. Ljósmæðrafélag íslands. Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendur ögn enn, til að hvílast, jþá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður. Eins og gullhringur og skartgripur af skíru gulli, svo er vitur áminnandi heyranda eyra. — Orðskviðirnir. Fyrir helgina kom telpa í ritstjómarskrifstofu blaðsins og hafði með sér stóra kartöflu í plastpoka. Hún tók hana upp og sýndi okkur að kartaflan var merkilega lík sitjandi hundi. — Hvar fékkst þú þessa kartöflu, spurðum við. — 1 garðinum minum. — Átt ]»ú kartöflugarð? — Já, ég og bróðir minn, sem er 11 ára. — En hvað ert þú gömul? — Eg er 12 ára. — Hvað heitir þú? — Þuríður Sigurðardóttir. — Hvar er kartöflugarður- inn ykkar systkinanna? — Á Laugarnesbúinu, við eigum heima þar. — Eruð þið farin að taka upp? — Nei, við ætlum að gera það eftir hálfan mánuð. Við vorum bara að gá hvernig sprettan væri og tókum upp eitt gras. Þar undir var „hund kartaflan“ og tvær litlar. — Hvaða tegund er þetta? — Eg held það sé íslands Rauður. — Er garðurinn stór? — Það eru sex beð. — Settuð þið niður I hann sjálf? — Já, alveg ein og stungum líka upp, þetta er fyrsta sumar ið, sem við höfum kartöflu- garð. — Hvað ætlið þið að gera við uppskeruna? — Borða hana. Vinkona Þuriðar kom með henni, hún er 11 ára og sagðist heita Bryndís Magnúsdóttir. — Fæst þú ekkert við kart- öflurækt, spurðum við Bryn- disi. — Jú, svolítið. Eg setti niður í lítinn blett við hliðina á garð inum hennar Þuriðar, en hann er minni en borðið þarna, sagði hún og benti á nokkuð stórt skrifborð. — Hvað heldurðu að margar kartöflur hafi farið í hann? — Svona 10. — Ert þú ekkert farin að at- huga sprettuna? — Jú, ég tók upp eitt gras, en undir því vom bara pínu- litlar kartöflur, enginn „hund- ur“. JÚMBÓ í EGYPTALANDI ' + + + Teiknari J. Mora 1) En þegar yfirdómaranum varð seint og um síðir Ijóst, að þeir fé- lagarnir hefðu starfað með Fornvís prófessor við uppgröft í Hljóðapýra- mídanum, var sem rynni upp ljós fyrir honum: 2) — Þið hafið þá ætlað að stela fjársjóðum pýramídans! sagði hann. En Júmbó var fljótur að svara fyrir sig og sína: — Nei-nei, alls ekki! Allt, sem fundizt hefur, er varðveitt í pýramídanum — allt, nema þau skjöl og sá fjársjóður, sem hann Hassan þarna hljópst á brott með! 3) — Hvað þá! hrópaði yfirdómar- inn reiðilega. — Hassan, afhentu mér strax þessa peningapynju! Ja-sko, gull.... og svo ætlar þú að bæta gráu ofan á svart með því að fá mig til þess að dæma alsaklaust fólk í fangelsi! X- >f * GEISLI GEIMFARI X- X- X- — Þú hefur rétt fyrir þér, Geisli! Ég var búinn að gleyma því að Maddi morðingi væri í útlegð á yzta tugli Satúrnusar! —• Hérna! Á tuglinu Föbe, 13 milljón kílómetrum frá Satúrnusi! Á þeirri frosnu auðn, þar sem eini hit- inn kemur frá kjarnorkuofnum, sem stjórnað er með fjarskiptatækjum frá stjörnunni Japetus. Þar er Maddi morðingi! — Og Ardala!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.