Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. sept. 1961 JmfereyjtiiA Þeír hlusta á ísl. útvarpið „STUTT og rein innsigling av öllum miðum á Eysturlandi. —■ Keypstaðurinn nógv störsti á Eysturlandi Og á staðnum er nógv góð maskinverkstöð og sleipistöð, sum tekur skip upp til 200 tons, öll skipa- Og maskinviðgerð verður gjörð, eisini kavari er, góður repara- törur til telefonir, ekkolodd og radar. — Nýtt hospital við góðum læknum og öllum nýggjastu læknatólum. — Skjót avgreiðsla av oljú, vatni og aðrari skipaútgerð“. Þannig auglýsir Neskaup- staður í færeyska almanakinu. Þetta skilja allir íslendingar Og þess vegna segja menn e. t. v., að það sé enginn vandi að skilja færeysku. • Framburðurinn annarlegur En íslenzki ferðamaðurinn kemst fljótlega að raun um að það er ekki jafnauðvelt og maður gæti ætlað. Það er ekki jafngott að skilja talmálið og ritmálið. Framburðurinn er miklu fjarlægari íslenzkunni* en stafsetningin. Þó er þetta misjafnt, því það er töluverður munur á hreimnum hjá þeim á vestur-eyjunum og hjá hin- um, á eyjunum í austri. Og Færeyingurinn á jafn- erfitt með að skilja íslenzk- una. Þegar þú gengur inn í verzlun og spyrð hvort þetta eða hitt sé til, þá kemstu fljót- lega að raun um, að það er tímasparnaður að hlífa af- greiðslumanninum við íslenzk- unni — Og tala heldur dönsku., En eftir nokkra daga, þegar eyrað er farið að venjast fær- eyska hreimnum, þá ferðu aft- ur að tala íslenzku og ætlast til að fá svar á færeysku, því það er í rauninni skammar- legt, að við nágrannarnir, Fær eyingur ög íslendingur, sem eigum jafnlíkt ritmál og raun ber vitni, skiljum ekki hvorn annan. • Epli eða súrepli Og þú ferð inn í næstu búð og biður um eitt kíló af epl- um. Þegar heim kemur og pok inn er opnaður, þá bölvarðu hraustlega, því þetta eru kar- töflur. Aftur er arkað af stað og verzlunarmaðurinn er spurður að því, hvort það sé ekki hægt að fá epli. — Jú, eru þetta ekki epli? spyr hann og lítur niður í pokann. — Nei, ég ætlaði að fá epli, en ekki kartöflur. — Þetta eru víst epli, segir hann. Svo rennur upp fyrir hon- um ljós. Aha, þú vildir fá „súr epli“! Eftir það talarðu dönsku í verzlunum. ★ Með þessa reynslu 1 huga veifum við í leigubíl og beit- um okkar beztu dönskukunn- áttu. — Hvaðan ert þú? spyr leigubílstjórinn, þegar við er- um komnir af stað. — Frá íslandi. — Búinn að vera lengi hér? spyr hann — og nú á góðri ís- lenzku. Hann hafði verið þrjár ver- tíðir í Vestmannaeyjum. Leigubíllinn heitir „hýruvognur" og karöflurnar „epli“ Á veitingahúsinu drögum við upp íslenzkt blað og för- um að lesa á meðan beðið er eftir þjónustustúlkunni. — Hvað var það fyrir yð- ur? spyr hún svo á íslenzku — og horfir á blaðið á borðinu. Jú, hún hafði verið hálft þriðja ár í vist á íslandi. Kom heim til Færeyja fyrir tveim- ur mánuðum. • Hlusta á íslenzka útvarpið Þannig rekumst við á hverju götuhorni á fólk, sem verið hefur á íslandi og talar ís- lenzkuna ágætlega. Mörg hundruð, ef ekki þúsundir Færeyinga, hafa verið á ís- landi um lengri eða skemmri tíma síðustu 10 árin. Og jafn- vel þeir Færeyingar, sem aldrei hafa starfað á fslandi, en stundað veiðar við, landið — skilja íslenzku og tala hana sæmilega. Þeir koma oft í ís- lenzka höfn og þjálfast þá tölu vert. En mestu íslenzkukennsluna fá þeir samt í íslenzka útvarp- inu. Færeyingar á íslandsmið- um Og við A-Grænland hlusta alltaf á íslenzka útvarpið, fyrst og fremst til að heyra veðurfregnifnar — og síðan aðrar fréttir og danslög. f Færeyjum er hins vegar minna hlustað á íslenzkt út- varp, enda þótt það heyrist yfirleitt sæmilega.. „Land- krabbarnir" eiga því erfitt með að skilja íslenzkuna, nema talað sé mjög hægt. Fær- eyingar eru aldir upp við tvö tungumál, færeysku og dönsku og þeim finnst því ekkert sjálf sagðara en tala við íslending- inn á dönsku, hafi þeir ekki lært íslenzkuna. Niðri á höfninni hittum við trillukarl, sem er að koma að. Við spyrjum hann á íslenzku, hvernig aflinn hafi verið. Hann brosir og svarar á bjagaðri íslenzku: „Andskot- ann ekkert. Það er engin hel— vítis padda í sjónum hérna. Svo bætir hann við: Nú eru mörg ár síðan ég var á fs- landsmiðum, en ég man eftir Ingibjörgu Þorbergs. — h.j.h. Getur geislavirkt re^n borizt hingað Nú þegar aftur er farið að sprengja kjarnorkusprengjur, ásækir spurningin um aukn- ingu geislavirkra efna í and- rúmsloftinu, þá sem hugsa um málin í alvöru, og tólk ræðir um þetta. Þar sem almenn- ingur veit yfirleitt lítið um þessi efni, hefi ég beðið Magn ús Magnússon, eðlisfræðing og prófessor við Háskólann um að segja okkur í stuttu máli hvernig geislavirkt ryk berst og hvort geislavirkni frá þessum fjórum sprenging- um sem nýlega, hafa verið gerðar í Sovétríkjunum geti borizt hingað. Magnús segir: w • JSftirJmJivar^ sprengt er Við kjarnorkusprengingar myndast mikið af geislavirk- um efnum og því meira sem sprengingin er öflugri. Geisla virkni þessara efna minkar með tímanum, en mjög mis- hratt. Sum eru skammlíf, geislavirknin hverfur á nokkr um mínútum eða klukku- stundum. Önnur eru hins vegar langlíf, t. d. strontium 90. Geislavirkni þess minnkar um helming á 28 árum. Hvað um þessi efni verður, fer nokkuð eftir því hvort sprengjan er sprengd neðan- jarðar, við yfirborð jarðar eða hátt í lofti. Ef sprengt er djúpt neðan- jarðar og vel er frá gengið, kemst hverfandi lítið af geislavirkum efnum út í gufu hvolfið við sprenginguna. Geislavirknin er þá takmörk- uð við þann stað neðanjarð- ar, þar s-em sprengingin varð. Jarðvegurinn má þó vera traustur til að ekki leki neitt út. Þegar sprengingin er við yfirborð jarðar dreifist geisla virkt ryk út frá sprengingar- staðnum. Mikið af því fellur til jaiðar í naesta nágrenni staðarins innan nokkurra klukkutíma. Það sem eftir er fer upp í gufuhvolfið, fyrst og fremst í -veðrahvolfið (trópósferuna) og jafnvel allt upp í háloftin (stratósferuna), ef sprengingin er mjög öflug. Það geislavirka ryk, sem lend ir í veðrahvolfinu, berst með vindum umhverfis jörðina, en þó einkum á svipuðum breiddargráðum og þar sem sprengingin varð. Þetta ryk fellur til jarðar á nokkrum vikum eða mánuðum og get- ur rykskýið farið nokkrum Sinnum kringum jörðina áður en það hverfur. Það ryk sem fer upp fyrir veðrahvolfið, upp í stratósferuna, getur •haldist þar árum saman og dreifzt um alla jarðkúluna. Smám saman fer það þó nið- ur í veðrahvolfið og fellur þá til jarðar með úrkomu. Við sprengingu hátt í lofti .☆j FERDINAIMD fellur lítið ryk á jörðina und- ir sprengingarstaðnum. Geisla virka rykið dreifist um gufu- hvolfið og því meir í stratós- feruna sem sprengingin er hærra í lofti. • Gætir eitthvað á næstunni Hér á landi hefur geisla- virkni í lofti verið mæld síð- an í október 1958 á Eð :fræði stofnun háskólans. Einmitt um það leyti er mælingar hóf ust, sprengdu Bússar margar öflugar vetnissprengjur og varð áhrifa þeirra vart hér. Hins vegar varð ekki vart hér við áhrif af sprengingum Frakka í Sahara eyðimörk- inni. Þær voru ekki öflugar og geislavirk- rykið, sem fór i austur frá Sahara kringum jörðina, hefur ekki náð hing- að norður svo að þess yrði vart. Þær sprengjur, sem Rúss- ar hafa sprengt undanfarna daga, voru rprengdar hátt í lofti. Mikill hluti af geisla- virka rykinu hefur sjálfsagt farið upp í stratósferuna, svo að það kemur ekki niður strax. Eitthvað hefur þó farið í veðrahvolfið og það dreifist nú kringum jörðina á norð- lægum breiddargráðum. Þess 'hefur orðið vart í Japan og Alaska, en hingað hefur það ekki borizt enn. Vafalítið má þó telja að þess gæti eitthvað •hér á landi á næstunni. Rétt er að hafa það í huga, þegar rætt er um geislavirkni frá kjarnorkusprengingum að mannkynið hefur frá aldaöðli búið við geislavirkni úr nátt- úrunni, sem er m. a. hundrað sinnum meiri en meðalgeisla- virkni frá kjarnorkuspreng- ingum fram að þessu. Hins vegar er öll geislan .kaðleg og því sjálfsagt að koma í veg fyrir aukningu á geislavirkni, einkum vegna þess að sum langlíf geislavirk efni geta safnazt 1 líkömum manna og dýra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.