Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBL4Ð1Ð Sunnudagur 10. sepí. 1961 SUMARIÐ 1899 heimsótti fsland ungur danskur menntamaður, sem átti eftir að verða frægur rit- höfundur í landi sínu, Konrad Simonsen. Hann skrifaði Politik- en nokkur bréf frá íslandi, þar á meðal eitt frá „eyjunni Vigur í Xsafirði", sem hann heimsækir með sýslumanninum, Hannesi Hafstein. Simonsen hefur lesið kvæði eftir Hannes í þýðingum, langað til að kynnast honum, en skáldinu þótt gaman að fá ungan danskan menntamann í heim- sókn. Hann tekur gest sinn með í þingaferðir. Séra Sigurður Stef- ánsson og Hannes eru gamlir skólabræður og góð vinátta með þeim, þótt á öndverðum meið séu í stjórnmálum. Hannes kom oft í Vigur, og til er þar enn bátur, sem sú saga gerðist urti, að sýslu- Vigur á ísafjarðardjúpi. Teikninguna gerði Halldór Pétursson listmálari. Hannes Hafstein á Isafirði Bréf frá Vigur 1899 maður sté einu sinni út í hann með þeim þunga, að eitt borðið brast og sjór fossaði inn — svo að fara varð á öðrum bát. Hér fer á eftir í þýðingu bréf Konrad Simonsens frá Vigur, sem birtist í Politiken í ágúst 1899. mannahöfn, kynntist þar Georg Brandes, sem fékk mætur á hin- um stórgáfaða unga íslendingi, sem hafði meiri ást á bókmennt- unum en á lögfræðinni. Brandes hafði mikil áhrif á þroska unga skáldsins, og þeir halda áfram að skrifast á. Af skáldum varð Haf- stein fyrir mestum áhrifum af Heine og Drachmann. Fyrstu ljóðaflokkar hans birtust 1882, en síðan urmull af kvæðum, s-vo nafn hans varð frægt líka í útlönd um. 1893 gaf hann út kvæðasafn sitt. Hann hefur líka getið sér mikið orð sem þýðari á kvæðum Goethe, Schillers, Heine og Drach manns. f>að er gaman að taka eftir þvi, hve íslenzka þjóðin hef- ur mikið yndi af ljóðum Heine, — alls hafa verið þýdd eftir hann 50 kvæði. Síðan Hafstein varð sýslumað- ur 1896, hefur hann hvorki haft tíma né þörf til að skrifa bækur — en blöðin birta stundum kvæði eftir hann. Það hefur farið fyrir hönum eins og Kielland, sem borg arstjórastaðan gerði ófrjósaman. En bæði skáldin hafa haft góð Hannes Hafstein Eyjan Vigur í ísafirði. Einhver þunglyndisblær er yfir ísafirði, næststærsta bæ íslands. Hin ljósgráu, tilbreytingarlausu hús liggja á mjórri eyrarræmu djúpt undir fjöllunuin, en langt í fjarska er Snæfjallaströndin með ískápu um herðarnar, og frá faenni stafar hressandi birtu úr norðri. íslenzku bæirnir, þar sem einlyft og tvílyft hús dreifast um mölina út frá einni götu, og favergi torg, líkjast engum öðr- um bæjum í Evrópu, og vekja furðu. Við höfnina úir Og grúir af fiskimönnum í sjóklæðum, það er mjög fjörlegur bragur á bæjar lffi og tugir af þorsknausahrúgum gefa til kynna á hverju hinir 1100 íbúar lifa, og hvað þeir verzla með. Framhjá þing- húsinu, sem er aðeins einn salur, leikhúsinu, spítalanum, hinum miklu verzlunarhúsum Á. Ásgeirs sonar og Tangs. og íramhjá Hótel Norðurpól, liggur leið vor að faeimili skáldsins, sýslumannsins Og bæjarfógetans Hannesar Haf- Steins. Það er að utan eins og hin húsin, en þegar inn fyrir kemur gæti maður verið hvar scm er á evrópsku nútíðarheimili. Þó er útsýnið úr gluggunum ís- ienzkt Og dapurlegt, út dimman fjörðinn, milli hárra fjalla með fönnum. Matthías Jochumsson er tví- mælalaust mesta skáld íslands, enda nýtur hann nú á efri árum skájdlauna frá alþingi. En fremst- ir hinna yngri eru Hannes Haf- stein og Þorsteinn Erlingsson, báðir einkum ljóðskáld. Hafstein er fæddur 4. des. 1861 * nálægt Akureyri á Norðurlandi, þar sem faðir hans var amtmað- ur. H-’nn tók lögfræðipróf í Kaup Sr. Sigurður Stefánsson not af mannþekkingu sinni í starfi sínu — en oft er ekki hægt að segja slíkt um danska lög- fræðinga. Hafstein er mjög fallegur, þung lyndislegur maður, með djúpa viðkvæma rödd. Allir, sem kynn- ast honum, elska hann. Hann áfell ir harðlega laganám og lögfræð- ingahegðun í Danmörku, og er með lífi og sál í embættisstarfi sínu, sem hann segir að öllum störfum fremur byggist á skiln- ingi á mannlegu eðli — Og þetta tvennt skýrir hinar miklu vin- sældir hans sem sýslumanns. Ég sat með Hafstein og konu hans við vín og vindla langt fram á nótt, í dagbjörtu sólskini lang- degisins, og við ræddum um list- ir og bókmenntir: um Ibsen, sem er orðinn gamall, um Brandes, sem er síungur, og um hinar ungu hænsnabókmenntir í Danmörku. Loks varð ég að fara í háttinn, því næsta morgun átti ég að leggja af stað í þingferðir með sýslumanninum. Við ríðum frá Arnardal, hinum fagra stað þar sem unnusta Þor- móðar Kolbrúnarskálds bjó, og stundum saman förum við gíf- urlega háskalegan veg eftir næst um þverhníptri fjallshlíð með- fram ísafjarðardjúpi. Útsýnið var yndislegt, en ég varð að hafa all- an hugann við að gæta þess að hesturinn hrasaði ekki og steyptist með mig langar leiðir ofan í djúpið fyrir neðan, svo ég átti engan kost á að njóta feg- urðarinnar. Við þinguðum í Súðavík, sát- um síðan veizlu hjá hvalveiða- manni, þar sem skál íslands var drukkin, en síðan var róið með okkur í lygnu kvöldveðri út I Vigur, fagurgræna æðarfugla- eyju. „Presturinn á eynni“, sagði Hafsteinn, „er gáfaður, frjáls- lyndur guðfræðingur og alþing- ismaður, sem þér munuð hafa á- nægju af að kynnast. Hann hefur líka æðarvarp, og aðaltekjur hans eru sala á hundruðum punda af æðardún. Nú getið þér heyrt háv- aðann í fuglinum, allt þetta snjó- hvíta sem þér sjáið yfir eynni eru blikar sem láta sólina skína á sig í grasinu." Við stígum í land á eyju, þar sem spakur æðarfugl lá á eggj- um í hreiðrum sínum, næstum við hvert fótmál, alla leið upp að prestsetrinu. Við fengum líka æðar-, anda- og kríuegg, ekki vantaði matinn, og drukkum whisky, brennivín, öl Og vín langt fram á nótt. Presturinn var glaður í bragði, og við ræddum bókmenntir. Loks fór hann með mér um eyjuna, sem hvíldi í skini miðnætur- sólarinnar, ilmaði af litríkum blómum, en yfir sveif æðardúnn- inn, og fuglinn flaug kvakandi í þéttum hópum. Það glitraði á silfurkjól Snæfjallastrandarinn- ar, fossar dunuðu, skriðjöklar teygðu fram í hafið, lundar sátu á sjónum eða lyftu sér til flugs, selir lágu á ströndinni og grétu. Ógleymanlegar stundir, mildar eins og dönsk sumarnótt, en miklu fallegri! Kristján Albertsson þýddi. Magnús Th. S. Blöndahl úfgerðarmaöur - aldarminning í DAG eru liðin hundrað ár frá fæðingu Magnúsar Th. S. Blön- dahls, sem var m. a. einn af frömuðum stórútgerðar hér á landi, en hann andaðist árið 1932. Mbl. þykir hlýða að minnast þessa merka ágætismanns á hundrað ára afmæli hans. Magnús Þorlákur Sigfússon Blöndahl fæddist 10. september árið 1861 að Tjörn á Vatnsnesi. Foreldrar hans voru séra Sigfús Jónsson, sem var prestur að Tjörn, og kona hans Sigríður Oddný Björnsdóttir, sýslumanns Blöndahl. Albróðir Magnúsar var Björn fv. alþingismaður á Korns- á. Magnús nam trésmíði heima og í Danmörku. Eftir að hann kom heim frá Danmörku lagði hann stund á margt, því hann var ó- venjulega starfsamur maður Og kom mörgu í framkvæmd. í fyrstu lagði hann m. a. stund á trésmíði og sjómennsku, en stund aði síðan jöfnum höndum smíð- ar, þilskipaútgerð og verzlun í Hafnarfirði 1884—1900. Var hrn. cddviti lAn hríð o. fl. En gáfur hans lágu ekki ein- göngu á sviðum athafnalífsins. Hann var einnig mikill áhuga- maður um söng og hljómlist og Magnús Th. S. Blöndahl var lengi organisti í Garðakirkju. Þá stofnaði hapn söngflokk í Hafnarfirði Og stjórnaði honum um skeið og kenndi jafnframt söng og hljóðfæraslátt. Aldamótaárið fluttist hann frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og lagði þar stund á stórútgerð og húsasmíði. Hann var hvatamað- ur um stofnun timburverksmiðj- unnar Völundur og forstjóri frá stofnun hennar 1903 til 1911, og hann ræktaði mikinn hluta Eng- eyjar og mikið land við fiskistöð sína í Haga. Frá 1911 fékkst han einkum við togaraútgerð, en rak þó jafn- framt stórverzlun Og verksmiðju- iðnað ýmiss konar, t. d. brjóst- sykursgerð frá 1912. Síðari árin var hann aðaleigandi og stjórn- andi útgerðarfélagsins Sleipnir, en það félag var talið meðal fremstu togarafélaga hér á þeim tímum. Átti það m. a. stóra fisk- verkunarstöð í Haga með öllum nýtízkuútbúnaði þá og tögarana Gylli og Gulltopp, sem Kveldúlf- ur keypti síðar. Eins þáttar er enn ógetið á langri starfsævi Magnúsar Blön- dahls. Hann var fulltrúi á Þing- vallafundinum árið 1895 og al- þingismaður fyrir Reykjavík 1908 —1911. Bæjarfulltrúi var hann í samfleytt sex ár, 1906—1912. Magnús var kvæntur Guðrúnu Gísladóttur, bónda í Laugardæl- um Þormóðssonar. Er hún látin fyrir allmörgum árum. Börn þeirra hjóna voru: Sigfús, fyrrv. aðalkonsúll, Sigfús, cand. jur., sem er nýlátinn, Kristjana, ekkja Kjartans Ólafssonar, augnlæknis og Sigríður, ekkja Andrésar Fjeldsteds, læknis. Qr%Qr%%QrQtQr%Qf%Qi Fischer — Reshewsky: BOTNINN hefur nú verið sleg- inn í einvígi þeirra. Þegar Fisch- her mætti ekki til leiks í 13. skákinni (Honum hafði verið dæmt tap í þeirri 12), þá kvað forseti bandaríska skáksam- bandsins W. J. Fried upp þann úrskurð, að Fischer hefði tapað einvíginu með 5%—TVz. Þessi málalok voru óneitanlega hálf snubbótt fyrir Fisdher, því, að samanlögð upphæð $8.000 átti að skiptast í hlutföllum 65% fyrir sigurvegarann, en 35% fyrir þann sigraða! Ekki vill þáttur- inn leggja neinn dóm á þessi málalok, en óneitanlega virðist illa á málum haldið varðandi 12. skákina, og þá náttúrlega niður- stöðu skáksambandsins. Graz: Daganna 13.—25. ágúst fór fram 12 manna alþjóðlegt skák- mót í þessari Austurrísku borg. Sigurvegari varð L. Pachmann 9; 2. K. Darga 8; 3. V. Pirc 7; 4. Dúckstein 6%; 5. Robatsch 6. Rostow: Taimanov sigraði á alþjóólegu skákmóti í Rostow 8; 2. Njemetd- inow og Tarasow 7 Yz. Fréttir af skákmótinu í Bled hafa ekki borizt til landsins, þegar þetta er ritað, og virðist sem einhver seinkun hafi orðið á mótinu. ★ Hér kemur svo 7. s'kákin úr einvígi þeirra Fischers og Resh- ewsky. Hvítt: S. Reshewsky Svart: B. Fischer Nimzo-indversk vörn 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Bb4 5. e3 0-0 6. Bd3 Rc6 7. a3 BxC3f Fischer fetar ekki í fótspor Tals með 7. — dxc4. 8. Bxc4, Bd6 sem reyndist Tal illa, þó ekki Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.