Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 10
10 MOR GJU N BL AÐIÐ Sunnudagur 10. sept. 196 1 torg og garðar í stórborg, sDr. vef Tahiu Aly. Tahia virðist af vefnum vera heill og óskipt ur persónuleiki, félagslynd en nokkuð einráð, hefur gaman af að segja æfintýr, trygg og þrifin og samvizkusöm, sem þó ekki skerðir gleði hennar. Hún er fallegust og fremst til hægri á myndinni og spennir greipar, heldur fast um sitt. Tahia er byrjað að nota inn- flataskraut, en í hófi, úlfarnir ógna einlitir. Hið einfalda ívafsskraut í geithöfrum Mo- hamed Mossa tengir dýrin mjög vel fletinum og eðlilegt veftækninni, því ofið er þar líka frá hlið. Myndbyggingin er léttari og liggur lárétt, lausari tengsl, annars gæti hann þarna verið mættur myndvefurinn sá gamli norski, sá vefur sem fegurstur hefur verið ofinn af alþýðu. Þessi tilraun Rames Wissa Wassefs, að ná aftur heim ómengaðri alþýðulist er sann arlega þess virði að hún sé reynd. Alþýðuistin hefur leg- ið í láginni ,lengi höfum við þegar beðið að hún skríði undan vélveltunni. í lok frásagnar þeirrar er próf. Wassef lætur fylgja sýningarskrá segir hann: „Þessir vefir eru að mínum SÉRKENNILEG mynda- sýning á ferð um borgir Evrópu vekur furðu og hrifni. Nokkrar nafngiftir tepp- anna: Fiskigengdin í síkinu, Sáðakurinn, Úlfarnir, Ávaxtalyngið, Kaktusarn- ir, Tré og riddarar, Hesta- dansinn, Grátkonurnar, Elsvoðinn, Tröllkonan, Riddarastyrjöld, Vinna á akrinum, Hamingjan, Brúð kaup, Slagsmál, Illgresi, Fjölskylduhátíð 7 dögum eftir barnsburðinn, gefa nokkra hugmynd um yrk- isefnavalið, þó ekki séu fleiri ljósmyndir komnar hingað af þessum 65 TÖFRATEPPUM. Margra ára tilraunastarf liggur að baki þessarar dýrð- legu barnalistar. í vefnum hjá þeim blandast í mesta bróðerni frumstæði barnsins, einfaldleiki beztu alþýðulist- ar og nútímaformgjöf. Þau vinna beint í vefinn. Hafa enga* uppdrátt annan en sjónminni sitt, kunna ekk- ert að teikna, eru tæplega læs og skrifandi. Þau yngstu Fayek Nikolas við vefstólinn. Hann dó árið 1955. ;s um\MEF‘ »! <ARO S^jn^c fa&rActwy ocj IszefZtr*|6=s>.u« v&jék G\cjin i Mohammed Mossa, 13 ára: „Geithafrar“. En lítið á „Páfuglana". Þar er innflataskrautið orðið að þéttum símynztrum og hvert rými notað milli flata, svo rétt vantar á milli, sveigjan- leiki og mýkt eins og lygn streymi Don. Þetta er líka Myriam og er búin að vera frá byrjun og flokkast ekki leng- ur með krökkunum. Hennar eiu núna 9 ára, flest frá 11— 16 ára, nema Miriam, hún er búin að vera með frá byrjun. Þau eru þausætin á vinnu- stofunum, þar koma þau þeg- ar þau vilja, engin klukka, enginn kennari. Fólkið í þorpinu þeirra rétt hjá Kairo er mjög fátækt, stundar akuryrkju og ávaxta rækt og er fullkomlega áhuga laust um þennan vefnað ungl- inganna, enda eimir ekki 1 bæjunum eftir af neinni egyfzkri listhneigð. Litfilmur af þessum tepp- um gefa langtum gleggri sýn yfir listgildi þeirra. Litavalið er takmarkað og sérkennilega fagurt og byggir á gamalli egyfzkri hefð, indigoblátt, Myriam Hermina: „Páfuglarnir“, ofið 1960. vinnustað Wissa Wassefs. resedagult, og krapp- og koschanill í rauðu litina, þar með mildir jurtalitir. Þau jurtalita ullina sjálf, og vita hvaða litir samblandast fyr- ir augun þegar þeir eru lagð- ir hlið við hlið í vefinn. Tilraunamaðurinn byrjaði með þrem börnum árið 1943 en nú eru þau 20 talsins, sum hafa helzt úr lest, önnur kom- ið í staðinn, nema Fayek Nicolas. Hann dó 1955. Hann var niikill listamaður og fyrsti drengurinn í vefnum, Wissa Wassef lét hann búa hjá sér. Hann óf Innreið Jesú í Jeru- salem. Sá vefur er helgur dómur Wassefs. Þróun þessa myndvefs barn anna'má skipta í áfanga, fyrst upptalning fólks, dýra, húsa án tengsla innbyrðis, frum- stætt, kyrrt formið leiðir hug að hellaristum steinaldar. í næsta áfanga er allt komið af stað, hreyfingin bylgjast um flötinn eins og stormur skaki, eða jarðskjálfti hristi jörðina undir fótum og rótum ,sbr. vefur Chehata Hamsa, og þeim stíl halda sum börnin áfram yfir þriðja áfanga í fjölbreytilegum feluleik og mýkt svifsins og streymi í flatarheildinni. Önnur vefa strangbyggðari, afmarkaðri náttúruform, þar sem sam- röðunin er heil og sterk og stöku tóm svæði jafn nauð- synleg helidinni og opin auð vefur er kanske fullkomnari, en það frumstæða er farið. dómi sönnun þess að fólk flest er gætt meiri listrænum hæfi- leikum heldur en við höld- um.“ Frú Ólöf Pálsdóttir mynd- höggvari er líklega eini ís- lendingurinn sem heimsótt hefur próf. Wassef. Segir hún komuna á verkstæðin hafa verið eitt æfintýri, þarna glóa litirnir í vefjunum á moldar- gólfum þessara hvolfreftu. leirlímdu múrsteinshúsa, börnin sitja á þessum mold- argólfum með meistaraverk sköpunarinnar hálfunnin í kjöltunni og seiða það fram með fingrum sínum alveg blátt áfram, eins og þau væru að leika sér. Sjálfur býr próf. Wissa Wassef í gamalli höll föður síns, mikils metins lögfræð- ings, sem gata þessi. Wissa Wassefstræti er kennd við þarna í Kairo. Þau hjónin leystu gest sinn frú Ólöfu út með 2—3000 ára gömlum egyfzkum listaverkum, Valgerður H. Briem. Chehata Hamsa, ■M*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.