Morgunblaðið - 10.09.1961, Side 12

Morgunblaðið - 10.09.1961, Side 12
12 MORGVTSBLÁÐIÐ Sunnu’dagur 10. sept. 1961 Ctgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur.1, Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. FORSÆTISRÁÐHERRA í FRÍI að sætir vissulega engri^ furðu þótt Ólafur Thors, forsætisráðherra, hafi ákveð- ið að taka sér nokkurra mán- aða hvíld frá störfum. Hann hefur í nær 40 ár jafnan staðið þar í fylkingu flokks síns, sem baráttan hefur ver- ið hörðust. Það hefur einnig komið í hans hlut, sem for- manns langsamlega stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar, að vera forsætisráð«herra í 5 ríkisstjórnum. Hann hefur ennfremur átt sæti í mörg- um öðrum ríkisstjórnum og oftast farið með hin vanda- sömustu og erfiðustu mál. — Formennska í Sjálfstæðis- flokknum er einnig um- fangsmikið starf. Þrátt fyrir þessi marg- þættu og erfiðu störf hefur Ólafur Thors örsjaldan unn- að sér hvíldar. í öllum lönd- ixm þykir þó sjálfsagt og eðlilegt að slíkir forystu- menn taki sér ríflega hvíld árlega. íslenzk stjórnmálabarátta mótast mjög af návígi fá- mennisins. Kaldir stormar Ieika oft um framámenn hennar og miklar kröfur eru til þeirra gerðar um vinnu- afköst. Margir þeirra hafa þessvegna slitnað fyrir aldur fram og fallið frá fyrr en efni stóðu til. Þannig fór um Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson, Pétur Magnús son, Tryggva Þórhallsson, Jón Baldvinsson og fjölda- marga fleiri. Ólafur Thors hefur staðizt eldraun íslenzkrar stjórn- málabaráttu undravel. Þrátt fyrir þrotlaust starf hefur starfsþrek hans og eldmóður enzt svo vel, að enginn bil- bugur hefur á honum fund- izt. Hann hefur aldrei kunn- að að hlífa sér og spara krafta sína. Ákvörðun hans um að taka sér stutta hvíld nú, að ráði læknis síns, ber þess gleðilegan vott að hann hafi loks nú gert sér það ljóst, að þótt starfsþrek hans sé óbilað sé þó ástæða til þess að spara það. Það er líka þjóð hans, flokki og honum sjálfum farsælast. Sjálfstæðismenn um land allt munu taka undir þær óskir, sem Ólafi Thors bár- ust frá 16. þingi Sambands ungra Sj álfstæðismanna í gær, að honum megi endast heilsa og hamingja um langa íramtíð. RAFORKU- ÞÖRFIN \ örfin fyrir aukna raforku vex undrahratt. I sam- tali sem Mbl. átti við Jakob Gíslason, raforkumálastjóra, fyrir skömmu, telur hann að árið 2000 þurfum við að hafa lokið við virkjun allrar Hvít- ár og hálfrar Þjórsár. Er nú unnið að víðtækum rannsókn um á virkjunarstöðum í þessum stórfljótum. Er nú sumpart rætt um meðalstór- ar virkjanir í þeim, 25000— 50000 kw. að stærð. Segir raf orkumálastjóri, að fyrstu virkjanir í Hvítá og Þjórsá séu hugsaðar 100—120 þús. kw. Þá sé verið að ljúka áætlun um gufuvirkjun í Hveragerði, en jarðhitaraf- stöð þar yrði væntanlega 15 þúsund. kw. að stærð. Að sjálfsögðu koma til greina nýjar vatnsaflsvirkj- anir víðar en á Suðurlandi. Rætt hefur verið um stór- virkjun fyrir Norðurland og ennfremur má gera ráð fyrir að nauðsynlegt verði að ráð- ast ínnan tiltölulega skamms tíma í nýjar vatnsaflsvirkj- anir á Vestfjörðum og Aust- urlandi. Unnið er af fullum krafti að framkvæmd rafvæðingar- áætlunarinnar frá 1954. — Fjöldi sveitabýla fær sam- kvæmt henni raforku á ári hverju. — Raforkulínurnar teygjast lengra og lengra út um byggðir landsins. Hvar- vetna fylgja aukin lífsþæg- indi og bætt aðstaða til at- vinnurekstrar í kjölfar raf- orkunnar. Ennþá hefur engin ákvörð- un verið tekin um það, í hvers konar stóriðnað verð- ur ráðizt, þegar aðstaða hef- ur skapazt til að virkja hið geysilega afl, sem nú renn- ur óbeizlað í fossum og fljót- um landsins. En unnið er að framkvæmdaáætlun um upp- byggingu íslenzks athafnalífs og þegar hún liggur fyrir verður þjóðinni betur ljóst, hvar hún er á vegi stödd í þessum efnum og hvert ber að stefna. Allir eru sammála um, að höfuðnauðsyn beri til þess að byggja hér upp iðnað í stærri stíl en áður hefur tíðkazt. En jafnframt verð- um við að hagnýta rafork- una til þess að efla sem mest við megum þann iðnað, sem. nú stendur að verulegu leyti undir útflutningsframleiðslu okkar, en það er fiskiðnað- urinn. Vinir og ættingjar við gröfina. Sorgardagur í Croydon Eins og faðirinn er börnunum liknsamur.... Undir þessum orðum he- breska sálmaskáldsins voru 33 drengir og einn kennari úr Lanfranc-skóla bornir til graf ar fimmtudaginn 17. ágúst. Langt fjarri, í Stafangri, þar sem þeir fórust, hringdu norsku kirkjuklukkurnar lík- hringingu. Croydon baðaðist í sól. og þar voru hvítu furukisturnar látnar síga niður í eina og sömu gröfina, sem var 50 fet á lengd og 16 fet á breidd, fóðruð innan með gervigrasi og blómum; en skammt frá var mílufjórðungur af gras- inu í kirkjugarðinum þakinn blómsveigum. Þetta var lengsti dagurinn í sögu Croydon-borgar. Hann hófst klukkan níu um morguninn, þegar fyrstu for- eldrarnir fóru til Lanfranc- skóla til þess að taka þar þátt í minningar-guðsþjónustu í hátiðasalnum, þar sem lík- kistur sona þeirra stóðu. Rétt eftir hádegi var farið með kisturnar í langri staf- rófsröð til kirkjugarðsins 1 Mitcham-road, en þangað er vegalengdin hálf míla. í Croy- don voru búðir og skrifstofur lokaðar. til þess að fólkið gæti raðað sér með fram veginum. Eftir því sem bílarnir komu út að kirkjugarðinum, gengu syrgjendurnir í skipulegri röð inn í sóknarkirkjuna, sem er fögur kirkja með hárri hvelf- ingu, og gegnum gluggana stafaði sólin geislum sínum. Fimm hundruð manns tróð- ust inn í kirkjuna, en úti fyr- ir voru þrjú þúsund, sem hlýddu á í gjallarhornum og tóku þátt í sálmasöngnum og bænum. Biskupinn í Croydon, Dr. John Taylor Hughes, talaði „látlausum og beinum orðum til yðar allra, sem nú berið byrði sorgarinnar'*. Faðir eins drengsins varð seinn fyrir og varðstjóri úr lögregluliðinu fylgdi honum* inn í kirkjuna. Kirkjustræti bergmálaði sönginn og bænirnar. Blöðin sem sáimarnir voru prentaðir á, böggluðust í höndunum á fólkinu. Tvær stúlkur urðu að NORSKU KOSNINGARNAR í morgun fara fram kosn- ingar til norska Stór- þingsins. Var kosningabarátt an fremur dauf framan af, en síðustu dagana hefur færzt töluvert fjör í hana. Ekki er gert ráð fyrir mikl um breytingum í þessum kosningum. En breytingarn- ar þurfa heldur ekki að verða miklar til þess að Verkamannaflokkurinn missi meirihluta sinn. Hann hefur nú 78 þingmenn af 150. Þarf hann því aðeins að missa 3—4 þingsæti til þess að verða í minnihluta. Enda þótt margir telji að meiri líkur séu nú til þess en oftast áður að jafnaðar- menn glati meirihluta sínum, verður þó að telja líklegra að þeir haldi velli. Hinir lýð- ræðissinnuðu andstæðingar þeirra ganga til kosning- anna í fjórum flokkum, sem mjög greinir á innbyrðis. — hætta að syngja, og jafnvel- gleraugun dugðu ekki* ,til þess að hylja tár þeirra. Stærstur þeirra er Hægri flokkurinn, sem hefur nú 29 menn á þingi, þá kemur Mið- flokkurinn með 15 þingsæti, Vinstri menn með 15 og Kristilegi flokkurinn með 12 þingsæti. Kommúnistar hafa hinsvegar aðeins eitt þing- sæti í norska Stórþinginu. Norsku borgaraflokkarnir hafa að þessu sinni lagt sig fram um að styrkja vígstöðu sína og skapa sér möguleika á að vinna meirihlutann af Verkamannaflokknum. —■ En hæpið er þó talið að þeir vinni verulega á. Aðstaða Verkamannaflokksins er mjög sterk í landinu. Hann nýtur forystu mjög dugandi manna, sem reynzt hafa far- sælir stjórnendur. Ræðir þá fyrst og fremst um þá Einar Gerhardsen og Halvard Lange. En borgaraflokkarnir eiga einnig ýmsa góða menn, sem njóta trausts og álits. Þeir hafa hinsvegar ekki haft aðstöðu til þess í nær þrjá áratugi að sýna stefnu sína í framkvæmd. Svo var haldið út í kirkju- garðinn. Fólkið sem þangað fór, fylti -seytján strætisvagna, og þar >að auki var endalaus lest bíla. í gröfinni voru kisturnar lagðar á beð af fersku lárvið- arlaufi. Aðstandendur drengjanna, 400 manns í svörtum klæðum. stóðu andspænis biskupinum og þrjátíu prestum í svörtum hempum og purpura. Fimmtíu drengir úr Lang- franc-skóla og kennarar þeirra stóðu í fylkingu á bak við. Þar næst var fylking manna úr fallhlífahernum og norska hernum. Fyrir aftan þá var þakið blómsveigum. Dagurinn var hlýr og loftið angaði af nellinkum, chry- santhemum, rósum, gladiólum og liljum. Blóm komu frá „kaupmönn um í Soho-street“, „drengjum í byggingarvinnu í Redhill" og „viðskiftamönnum f Black Dog“. Einn sveigur myndaði opna bók og á honum voru orðin: „Lexíulestri lokið.“ Á spjöld var skrifað: ■„Félaga mínum John, frá Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.