Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 15
Sunnudagur 10. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 j' Páll Pálsson bóndí í Þúfum Sjötugur i dag í DAG á Páll Pálsson sjötugsaf- mæli. Hann er fæddur að Prests- foakka í Hrútafirði í Strandasýslu sonur merkishjóanna Páls Ólafs- sonar, síðast í Vatnsfirði, Páls- sonar dómkirkjuprests í Reykja- vík og konu hans Guðrúnar Ólafs dóttur sekretera í Viðey Stephen- sens Og Arndísar Pétursdóttur, Friðrikssonar Eggerz í Akureyj- um og Jakobínu Pálsdóttur amt- manns Melsteð. Standa að Páli merkar ættir í föður og móður- ætt langt aftur í tímann, sem ekki verða frekar raktar hér. Fáll í Þúfum, eins og hann tíð- ast er kallaður hér í héraðinu, ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt fjölmennum systkynahóp, á mannmörgu myndar- og raúsn- arheimili. Árið 1901 fluttist Páll með for- eldrum sínum í Vatnsfjörð en það ár var föður hans séra Páli Ólafs- syni veitt Vatnsfjarðarprestakall. f Vatnsfirði hafði áður verið löngum vel búið. Leið ekki á löngu þar til bú- skapur séra Páls gerðist æði stór- brotinn Og umfangsmikill. Mun bústofn á jörðinni hafa náð því að verða fjögur til fimm hundruð fjár og 30 stórgripir. í Borgarey sem liggur undir Vatnsfjörð var þá árlega heyjað um fimm hundruð hestar og hey- ið flutt á land lengi vel á ára- skipum þar til vélbátar komu til sögunnar. Varpið í Borgarey þurfti að hirða, sem gaf af sér árlega fast að 100 pund af æðar- dún. Hlunnindi voru og nokkur af selveiði í Vatnsfirði. Tók Páll ásamt bræðrum sin- um og öðru starfsliði jafnan mik- inn þátt í þeim starfsháttum er fylgdu búskapnum í Vatnsfirði í tíð foreldra hans, og telur hann sér það hafa verið hollur skóli undir lífsstarf hans. Engrar menntunar utan heim ilis síns naut Páll annarar en tveggja vetra náms á Hvanneyr- örskóla. Þaðan kom hann aftur að loknu námi heim í Vatnsfjörð vörið 1916. Hefur Páll sagt mér að þá hafi faðir sinn sagt við sig: „Nú skalt þú Páll minn taka hér við allri bústjórn á heimil- inu“, sem hann og gerði. Var hann síðan ráðsmaður á búi föður síns þar til hann tók búskapinn í eigin hendur 1924 og bjó þar á eigin hönd til vorsins 1929, en þá flutti hann að Þúfum, sem er annar næsti bær við Vatns- fjörð. Faðir Páls andaðist 11. nóv. ár- ið 1928 en móðir hans fluttist að Þúfum með Páli og dvaldi þar til æviloka, dó 4. sept. 1937. Mikil viðbrigði voru það fyrir Pál að fara frá Vatnsfirði að Þúf- , sem mátti þá teljast kotjörð, illa húsuð og lítt ræktuð. Af tún- inu í Þúfum fengust þá innan við 100 hestburðir, enda það lítið, stórþýft, grýtt og blautt. En Páll fór ekki tómhentur úr föðurgarði. Mun hafa flutt með sér þaðan um 50 til 60 ær auk annars bústofns er hann átti á fóðrum í Vatnsfirði veturinn áður en hann flutti að Þúfum. Liðu fá ár frá því Páll byrjaði búskap í Þúfum, þar til bú hans þar var orðið gott og afurðaríkt. Studdist hann fyrstu búskaparárin við all mikinn heyskap á útengjum sem þvarr eftir því sem ræktun túns- ins jókst. Hefur Páll sagt mér að mest hafi hann fengið af túninu 550 hestburði og að þegar hann hætti búskap í Þúfum hafi bústofn hans verið 300 fjár, 6 kýr og 7 hestar. Þegar á fyrsta búskaparári sínu í Þúfum hóf Páll umbætur á jörðinni. Byggði þá steinsteypt íbúðarhús. Fylgdu þessum umbót um mikil umsvif og erfiði. Allt byggingarefni varð að flytja á klökkum um langar óruddar götu traðir. Kom þá að góðu, sem oft- ar, mikill dugnaður og vinnu- þrek Páls Og ósérhlífni við hvert það verk, sem hann tekur sér fyrir hendur. Telur hann þetta fyrsta búskaparár sitt hið erfið- asta í búskapnum. Öll peningshús á jörðinni hefur Páll og byggt upp og aukið túnið mjög. Má telja að Þúfur séu nú hin sætilegasta jörð. Beitiland er þar frábærilega gott á svokölluð- um Þúfnadal skammt frá bænum. Árið 1919 kvæntist Páll Björgu Jóhönnu Andrésdóttur, myndar Og dugnaðarkonu, sem verið hef- ur bónda sínum mjög samhent við búskapinn. Áttu þau fimm börn, en af þeim eru eftirlifandi tvö, Páll bóndi og hreppstjóri að Borg í Miklaholtshreppi 1 Snæfellssýslu kvæntur Ingu Ásgrímsdóttur og Ásthildur gift Ásgeiri Svanbergs syni bónda í Þúfum er tók við jörðinni af tengdaföður sínum fyrir tveimur árum. Auk barna þeirra Páls og Bjargar ólust upp hjá þeim til fullorðins- áia fjögur fósturbörn, myndar- og dugnaðarfólk. Ásamt búskapnum hefur Páll orðið að gegna margvíslegum opinberum störfum fyrir sveit sína og hérað. Oddviti Reykjar- fjarðarhr. og sýslunefndarmaður hefur hann verið í 40 ár og hrepp stjóri sama hrepps í 21 ár. Á Búnaðarþingi mun hann hafa set- ið í 30 ár eða meira. Ótal mörg önnur störf hafa Páli verið falin innan héraðsins sem ekki verða hér talin. Má af framansögðu sjá að Páll hefur unnið sér traust sveitunga sinna enda verið þess maklegur, svo mjög sem hann hef ur borið hag Og heill sveitarfé- lagsins fyrir brjósti í hvívetna. Mega sveitungar hans vera hon- um þakklátir fyrir vel unnin störf um langt árabil. Störf sem lengst af hafa verið lágt launuð en útheimt árvekni og fyrirhöfn meir en margur hyggur. Af eigin reynslu og kunnugleik af Páli um langt skeið hefi ég kynnzt samningalipurð hans og lagni þegar á hefur reynt í störf um fyrir sveitarfélag hans. Má vera að sumum samverkamönn- um hans hafi fundist hann full „ýtinn“ (eins og við Vestfirðingar orðum það) þegar hann hefir vilj að köma málum sínum fram í nefndum eða á fundum. Verður Páli það ekki lagt til lýta af meir, nema síður sé. Að Páll valdi sér bóndastöðuna að lífsstarfi undrast þeir ekki sem þekkja hann vel. Hefur hann haft yndi af að umgangast bú« pening sinn. Ala hann vel og hirða, sem er einasti vegurinn til þess að hann skili góðum arði og bein afleiðing þeirra hygg- inda, sem í hag koma fyrir bónd- ann. Páll er maður ósérhlífinn, kapp samur og duglegur við hvert það verk er hann tekur fyrir, svo að orð af fer. Geðspektar og hóf- semdarmaður er hann í hvívetna. Alltaf fús til að gera öðrum greiða sem til hans leita. Munu sveitungar hans bezt um þetta geta borið. Þó Páll sé nú hættui búskap Og hafi enga jarðarábúð á hann samt 50 til 60 ær á fóðrum hjá tengdasyni sínum í Þúfum, sem hann sjálfur hefur gaman af að hirða og hugsa um. Megi hann sem lengst á efri árum sínum njóta þeirrar starfs- gieði, sem hann í ríkum mæli hefur notið í búskapnum í sam- skiptum við gróandi jörð og bú- pening sinn. Vinir og vandamenn Páls og konu hans frú Bjargar, óska í dag þeim til hamingju og heilla í nú- tíð Og framtíð. Bjarni Sigurðsson Vigur. Ilafnarfjarðarbíó hefur sýnt að undanförnu frönsku myndina Næturklúbburinn. Myndin lýsir lifinu að tjaldabaki nætur- lífsins á Champs-EIysées í París. — Aðalhlutverk leika hinir þekktu leikarar Jean Gabin og Nadja Tiller. VINNINGAR: 1. Þrlggja hcrhergja fokheld íbúð að Safamýri 41 kr. 140.000.00 2. Mánaöarferð með skipi um Miðjaröarhaf til Rússlands — 10.000,00 3. Flugfar fram og til baka, Reykjavík—Akureyri — 1.638,00 4. Flugfar fram og til baka Reykjavík—Vestmannaeyjar — 828,00 5. Páskaferð til Mallorka ásamt vikudvöl 6. Hringferð með m.s. Esju umhverfis landið 7. Flugfar fram og til baka Reykjavík—ísafjörður 8. 16 daga orlofsferð til Madeira og Kanaríeyja 9. Flugfar fram og til baka Reykjavík—Egilsstaðir 10. öræfaferð með Guðmundi Jónassyni Öll ferðalögin gilda fyrir tvo — 24.000,00 — 3,822,00 — 1.638,00 — 32.000,00 — 2.322,00 — 5.000,00 ÁáHti huðim íMjúúm cf kcífáA úmttk, k)i. 25. ckeýif Jkmwt dMÍM'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.