Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 10. sept. 1961 eöngkona með örlítið af sjálfs- virðingu og smekk. Misskiljið mig nú ekki. Mér er alls ekki illa við vinnukonur, vændiskonur reyndar ekki held- ur, hvort heldur pær eru svartar eða hvítar. Mamma hafði verið jþjónustustúlka meira að segja meðai þeirra beztu. Stjúpmóðir mín er sem stendur herbergis- jþerna Tallulah Bankhead’s og mér væri það hlutverk ekki fjarri skapi, ef kvikmynda ætti eevisögu hennar. Ég hef nú verið það sem ég hef verið, en ég álít ekki að ég sé rétta manngerðin í þernuhlutverk. Ég hef engan éhuga á því. Ég hafði engan éhuga á þessu bölvaða hlutverki. Hvernig var líka hægt að ætlast til þess, eftir allt það, sem ég hafði orðið að þola, þegar ég var 12 ára? Þess vegna fór ég að skamma Joe Glaser í landsímann og 6egja honum, að ég ætlaði ekki eð leika Topsy, hvað sem í boði væri, hversu mjög sem ég þarfn- eðist peninganna. En hann að- varaði mig um, að bryti ég samn inginn yrði það verst fyrir mig sjálfa. Ég myndi aldrei fá vinnu framar í Hollywood. Síðan byrjaði þrasið í kvik- myndaverinu. I>á fyrst var ég send til leiklistarkennara, sem ótti að kenna mér hlutverkið. Ég átti að heita þarna Miz Lindy. Það eina sem ég þurfti að segja var: „Já, ungfrú Mary- lee, Nei, ungfrú Marylee," á tuttugu og þrjá mismunandi vegu. Kennslan var því aðallega •fólgin í, að reyna að kenna mér þær tilfinningar, sem áttu að fylgja með. Mexikanskur strákur, sem Arturo de Cordova hét, lék fjár- hættuspilarann, Irene Rioh lék móður þessarar stelpu. Hún var eins viðkunnanleg og nokkur gat óskað sér í frítíma sínum, en lí myndinni varð hún að sýna af sér þessa venjulegu Suðurríkja- mennsku. Louis Armstrong lék Louis, og með sér hafði hann Zutty Single ton, Kid Ory, Barney Bigard, Billie Holiday lék í einni kvikmynd, New Orleans, sem sýnd var í Austurbæjarbíó fyrir nokkrum árum og svo aftur í síðustu viku. Á myndinni er Billie við píanóið í hlutverki þjónustustúlkunnar, Dorothy Patrick, í hlutverki ungfrú Marylee og móðir hennar. Bud Scott Red Calendar, og Charlie Beal. Meade Lux Lewes var líka í Chicago-kaflanum og jafnvel Woody Herman var með. Ég átti að vera þerna fjölskyld- unnar og þar að auki kærasta Louis. 1 fyrsta skipti, sem ég kom á sviðið, var ég í skósíðum svört- um kjól með litla, hvíta húfu. Kveikt var á ljóskösturum, myndatökumennirnir veltu vöng um, tónupptökumennirnir þutu fram og aftur, aðstoðarkvik- mydastjórar unnu eins og gal- eiðuþrælar, förðunarmennirnir púðruðu mig hátt og lágt, hár- greiðslumenn voru á kafi í hausnum á mér — og síðan kom hið stóra augnablik, þegar ég sagði: „Já, ungfrú Marylee." Ég dró djúpt andann og sagði þetta. Stjórnandinn öskraði þeg- ar í stað. „Hættið.“ Hann sagði, að ég segði nafnið „miss Mary- lee“ auðheyranlega rangt. „Enginn lifandi sála í New Orleans talar svona,“ sagði hann. „Allt í lagi,“ sagði ég, „ég get sagt þetta hvernig sem þér vilj- ið.“ Svo sagði ég „miss Marylee" við hann á fimmtíu mismunandi vegu, þangað til hann svimaði. Meðan ég æfði með kennaran- um og sagði „miss Marylee“ all- an daginn, hafði ég eitt sinn spurt hana: „Þú vildir ekki vera svo væn, að segja mér, hver þessi ungfrú Marylee eiginlega er?“. Hún ætlaði af göflunum að ganga. Marylee var nafn kven- hetjunnar í myndinni. Mér hefur aldrei komið vel saman við annað kvenfólk. Þessi stelpa hlýtur að hafa verið ein- 'hvers staðar sunnan að. Sumt fólk hefur enga sérstaka ást á negrum og langar ekkert til að faðma þá né kyssa, en er þó ekki illa við þá heldur. Þessi stelpa var ekki þannig, hún vildi ekkert með mig hafa. Ef þið sjáið þessa mynd núna í sjónvarpinu, er ekki vandi að ■sjá þetta í þeim atriðum, sem við lékum saman. Klukkan sex á hverju kvöldi, eftir að við hættum vinnu, hljóp Blondie beint inn í sýningarherbergið til ■að sjá prufustrimlana og komast að hvernig sér gengi. Ég hafði engan tima aflögu til þess. Ég varð að flýta mér í klúbbinn, þar vann ég alla nóttina og hent- dst svo þaðan aftu. til að vera mætt í kvikmyndaverinu klukk- an sex naesta morgun. Þegar „stjarnan“ var búin að horfa á prufurnar í nokkra daga, sannfærðist hún um, að ég stæli 'senunum frá henni. Þetta var hlægilegt. Ég var engin leikkona og hafði aldrei dottið í hug að halda fram að ég væri það. Ég hafði ekki fengizt við neinn leik síðan ég lék „Sannar sögur“ í útvarpinu með Shelton Brooks tíu árum áður. En þegar þessi stelpa sagði eitthvað, voru allir uppi til handa og fóta. Þeir urðu að sannfæra hana um, að þeir væru að hjálpa henni til að koma í veg fyrir að ég léti of mikið á mér bera. En gagnstætt henni kom mér ágætlega saman við Ijósmyndar- ana. Ég skildi það strax, að þeir voru mikilvægustu strákaxnir þarna. Það er eins og þegar sungið er inn á plötu, strákarnir við stjórntækin hafa allt í hendi sér. Heimsins bezti söngur fer fil einskis, ef þessir strákar eru ekki vinir manns, 1 egar þeir eru ’að snúa tökkum og sveifum, þá er eins gott að fara heim og leggja sig. Sama máli gegnir um tljósmyndarana. Leikurinn getur verið Óskarsverðlauna virði en ef strákarnir með myndavélarn- ar eru ekki vinir manns, er allt fil einskis. En hélt áfram að hringja í Joe Glaser á hverjum degi og vann •allar nætur. Loks ko’m að því, að ég gat ekki þolað lengur fram- komu stjörnunnar. Ég var orðin þreytt á að láta hana hundelta mig. En þeir höfðu undirtökin, ég gat ekki gengið út eins og mig langaði til. Og ég fór að ■gráta. í þetta skipti gaf Louis Arm- strong aðvörunarmerki. „Passið ykkur nú,“ sagði hann við stjórnendur og leikara. „Ég þekki Lady, og þegar hún fer ■að gráta má búast við að hún fari að berja frá sér þá og þeg- ■ar. Einhvern veginn var nú samt lokið við myndina, og fegin varð ég að komast frá þessu aftur. Ég ■sá hana seinna, mörgum árum seinna, og komst að því að Blondie hlýtur að hafa fengið vitja sínum framgengt. Þeir voru búnir að taka tónlisr og ■New Orleans myndir á margar mílur af filn um en ekkert af því var eftir í myndinni. Og enn minna af mér. Ég man, að ég söng lag í myndinni, klædd 1 hvítan kjól, það var ég hvergi vör við. Ég hef aldrei leikið í annari mynd og ég er ekkert að flýta mér að því. . ★ Um það leyti sem byrjað var að sýna myndina á Broadway, var ég víðs fjarri. Ég er fyrst nú að lesa það, sem gagnrýnendurn- ir sögðu um hana. Flestir þeirra ‘hlífðu ekki myndinni, dæmdu ■hana næstum því eins og hún átti skilið. Nokkrir þeirra töluðui vel um mig, sennilega betur eh þeir hefðu átt að gera. ffllltvarpiö Sunnudagur 10. september 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar: — (10:10 Veð urfregnir). a) Sinfónía nr. 5 í f-moll fyrir orgel op. 42 nr. 1 eftir Charl es Widor (Feike Asma leikur) b) Ivan Kozlovsky syngur lög eftir Tjaikovsky. c) Frá Sibeliusar-vikunni í Hela inki í júní s.l.: Sinfónía nr. 4 í a-moll op. 63 eftir Sibeliua (Sinfóníuhljómsveit finnska útvarpsins leikur; Tauno Hannikainen stjórnar). 11:00 Messa í Laugarneskirkju (Prestur Séra Arelíus Níelsson. Organleik ari: Kristinn Ingvarsson), 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar: a) Píanósónata nr. 7 í D-dúr op. 10 nr. 3 eftir Beethovea (Claudio Arrau leikur). b) Atriði úr óperunni „Hollend- ingurinn fljúgandi** eftir Wagner (Josef Greindl, Ann- elies Kupper, Wolfgang Wind gassen, Sieglinde Wagner. Ernst Háfliger, Josef Mettern- ich, HIAS-kórinn og hljóm- sveitin í Berlín flytja; Ferenc Fricasay stj.). c) Frá tónlistarhátíð í Schwetz- ingen 1 maí s.l.: Píanókonsert nr. 19 í F-dúr (K459) eftir Mozart (Carl Seemann og Sin fóníuhljómsveit suður-þýzka útvarpsins leika. Stjómandi: Carl Schuricht). 15:45 Frá íþróttaleikvanginum í Laug ardal: Sig. Sigurðsson lýsir síð- ari hálfleik í úrslitaleik fyrstu deildar á knattspyrnumáti ís- lands; Knattspyrnufélag Reykja víkur og íþróttabandalag Akra- ness keppa. — (16:30 Veðurfr.). 16:40 Sunnudagslögin. 17:30 Barnatími (Anna Snorradóttir). a) Úrslit í verðlaunagetraun litlu barnanna. b) Marta Sigurðardóttir (13 ára) leikur á píanó. c) Ævintýraskáldið frá Öðinsvé- um; önnur kynning: Ingibjörg Stephensen les úr ævintýrum Andersens. 18:30 Miðaftanstónleikar: Hljómsveit- in Philharmonia í Lundúnum leikur stutt tónverk eftir Muss- orgskij; Walter Siisskind stj. 19:00 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. \' 19:30 Fréttir. 20:00 Ur einu í annað: Guðmundur Jónsson bregður hljómplötum á fóninn. 20:40 Brazilía, samfelld dagskrá gerð af Benedikt Gröndal alþingis- manni. Flytjendur með honum: Guðni Guðmundsson og Andrés Björnsson. 21:30 Tónleikar: Sinfónía nr. 1 í D-dúr eftir Haydn (Sinfóníuhljómsveit Vínarborgar; Hans Swárowsky stj.). 21:40 Fuglar himins: Arni Waag mjólk urfræðingur talar um skógar- þresti. ;. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. (i 22:05 Danslög. — 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 11 .september 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 TónleikaT. — Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar. 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 VeðuTfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Friðfinnur Öiafsson forstjóri). 20:20 Einsöngur: Þorsteinn Hannesson L a r L / u ó THAT'S ANCV'S BARK/...HE MUST BE AFTER SOMEONE/ WlTH A ROAR, ANPy CHARGES THE INTRUDER Andy ræðst urrandi á hinn ó- boðna gest. — Þetta var geltið í Andy! . . . Hann Hýtur að hafa séð ein- hvern! syngur. 20:40 Glímuþáttur: Fyrirspumir og fl. um glímur (Helgi Hjörvar rith.), 21:00 Tónleikar: Serenade í Es-dúr op, 6 eftir Josef Suk (Tékkneska fíl- harmoníusveitin leikur. Stjóm- andi: Václav Talich). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds son; X. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. C 22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson). 22:25 Nútímatónlist: a) Strengjakvartett nr. 6 eftiT Quincy Porter (Pascalkvart- ettinn leikur). b) Kúbönsk svíta nr. 1 fyrir átta blásturshlj óðfæri og píanó eft ir Alejandro Carcia Caturla og „Ritmica** nr. 1 fyrir blásara kvintett og píanó etftir Ama- deo Roldan (HljóðfæraleikaraP franska útvarpsins flytja; — Georges Tzipine stjórnar) 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.