Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 10. sepf. 1961 ★ Um þessar mundir er stór frönsk sýning í Moskvu og síðan kemur rússnesk sýning til París- ar. Eiga þser að gegna því hlut- verki að kynna hvora þjóðina fyrir annarri. Og hér sést ein rússnesk stúlka, sem kom á sýn- ingu Frakkanna í Moskvu og lét franskan hárgreiðslumann breyta hárgreiðslu sinni skv. franskri tízku. ★ SIR WINSTON Churchill er orð- inn ósköp hrumur. Svona fer jafnvei fyrir mestu kempum. Um daginn fréttist að hann hefði Sunnudagslcrossgátan -K dottið, er hann var að fara um borð í flugvél á leið heim úr fríi í Monte Carlo og þótti Englend- ingum leitt að frétta það. En einkaritari hans neitaði því al- gerlega. — Sir Winston hrasaði að vísu. En hann datt alls ekki“, sagði hann. Hér sést Sir Winston þegar verið var að hjálpa honum niður úr flugvélinni á Lundúna- flugvelli, er hann kom sunnan frá Miðjarðarhafsströndinni í um rætt skipti. — Ef kjörforeldrar geta átt von á að börn þeirra verði tekin af þeim hvenær sem réttir foreldr- ar sjá sig um hönd, þá verður ekki meira um ættleiðingu í Frakklandi og mörg munaðar- laus böm verða af því að eign- ast góða foreldra og heimili. ★ ENN eitt deilumálið um það hvaða móður barn tilheyrir er nú á ferðinni í Frakklandi. Frú Novak tók tvö kjörbörn, annað er drengurinn Didier. Móðir hans hafði gefið hann til ættleiðslu um leið og hann fæddist og verið formlega frá öllu gengið. En nokkrum árum seinna sættist hin raunverulega móðir drengsins við föður hans, sem tókst að hafa upp á h'onum, og þá kröfðust þau drengsins. Málaferli spunnust af þessu, fyrst fékkst sá úrkurður að frú Novak ætti að hafa dreng- inn, en næsti dómstóll dæmi for- eldraréttinn æðri. >á flúði frú Novak með Didier og hefur ekki tekizt að hafa upp á þeim. Nú er þetta orðið mikið hjtamál meðal almennings. Sumir segja: PRÓFESSOR C. Nortoote Parkin- son, sem aflaði sér frægðar með bók sinni Parkinsonslögmálið, **** hefur nýlega komið fram með ný lögmál. Eitt þeirra vekur sjálfsagt ekki hrifningu æðstu valdamanna í heiminum. Park- inson segir nefni lega: — Þegar maður er kom- inn til æðstu valda, er hann orð- inn alltof útslitinn til að geta gert nokkurt gagn. í fréttunum ★ Markgreifi einn á Spáni hefur tekið upp þráðinn, þar sem hon- um sleppti í lok borgarastyrjald. arinnar með sigri fylgismanna Francos. Hann hefur stofnað skæruliðasveitir, gegn Franco. Fyrir þeim er Valentin Gonzales, sem kallaður var EI Campesino eða „bóndinn“, og var hershöfð- ingi í borgarastyrjöldinni. Eftir að hafa skrifað Kennedy, Mac- millan og de Gaulle bréf um að aðgerðir til að frelsa Spán séu hafnar hefur hann sagt lögreglu- sveitum Spánar stríð á hendur. Skæruliðarnir halda sig í Iraty- skógi í Pyrenneafjöllunum, ein- hverju stærsta skóglendi í Ev- rópu. Þeir eru á aldrinum 22— 60 ára, hafa hesta og bera i húfu sinni stjörnu og í vasanum skil- ríki því til sönnunnar að þeir séu „hermenn þriðja lýðveldis- ins“ á Spáni. Þeir telja að í þess- um óaðgengilegu fjöllum og skóg. um, eigi þeir í fullu tré við vel vopnaðar hersveitir Francos. ^ y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.