Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 24
12 islendingar kynna sér starfsemi NATO I DAG halda 12 fulltrúar frá lýðræðisflokkunum áleiðis til Parísar í boði upplýsingadeildar Atlantshafsbandalagsins. Munu þeir dveljast 1 París í þrjá daga og kynna sér starfsemi bandalagsins og tilhögun alla á aðalstöðvum þess. Þeir fara ut- an á vegum „Samtaka um vest- ræna samvinnu", en stjóm sam- takanna valdi þá með þeim hætti, að hver lýðræðisflokk- anna á fjóra fulltrúa í förinni. Frá Alþýðuflokknum fara: Ás- geir Einarsson skrifstofustjóri, Keflavík, Björgvin Vilmundar- son fulltrúi, Reykjavík, Pétur Pétursson forstjóri, Reykjavík, og Þórir Sæmundsson, skrif- stofustjóri, Hafnarfirði. Frá Framsóknarflokknum fara: Guttormur Sigurbjamar- son kennari og skattstjóri, Kópavogi, Þórarinn Sigurðsson skrifstofumaður, Reykjavík, Þrá inn Valdimarsson fulltrúi, Rvk., og Örlygur Hálfdanarson full- trúi, Reykjavík. Frá Sjálfstæðisflokknum fara: Bjarni Beinteinsson cand. jur., Reykjavík, Hermann Þórarins- son sparisjóðsstjóri, Blönduósi, séra Jónas Gíslason, Vík í Mýr- dal og Valdimar Indriðason for- stjóri, Akranesi. Eins og kunnugt er, eru „Sam tök um vestræna samvinnu“ að- ili að „Atlantic Treaty Associ- ation“ (ATA), sem ar alþjóða- samband þeirra félaga í NATO- ríkjunum er helga sig kynningu á hinum ýmsu stofnunum og samtökum sem vinna að vest- rænu samstarfi. Heimsóknin til Parisar er þáttur í þeirri við- leitni „Samtaka um vestræna samvinnu“ að kynna almennum borgurum á Islandi starfsemi Atlantshafsbandalagsins og efla skilning á því. ■BBI 111111 En af jarnmyndum Danans Roberts Jakobsens á Norrænu myndlistarsýningunni. Nefnist hún Bogi. Jakobsen er í hópi þeirra myndlistarmanna, sem hvað mesta athygli vekja í listaheiminum nú. Hann starfar í París. (Ljósm. Mbl.: K.M.) Málverk eftir danska' listmálarann Richard Mortensen. — Nefnist það Propriano og er eigandinn Carlsbergsjóðurinn nýi. Mortensen starfar í París og er, eins og Robert Jakob- sen í hópi fremstu listamanna þar í borg. Sjá bls. 3. Góð byrjun hjd Fóstbræðrum Helsinki, 9. sept. SUNGUM hér í gærkvöldi, við húsfylli og stórkostlega góðar við tökur áheyrenda. Margir blóm- vendir bárust, og varð kórinn að syngja fimm aukalög. Blaðaum. mæli í morgun eru mjög lofsam. leg. Dagblaðið Helsingin Sanomat ber lof á kór og einsöngvara, en segir annars t. d. að íslenzk músik sé á eftir tímanum. Blað. ið hrósar mikið Erlingi Vigfús. syni, sem það segir, að væri vel til þess fallinn að syngja aðal. hlutverk í óperum Tsjaikovskís, Kristinn Hallsson er hinn reyndi atvinnusöngvari, segir blaðið. — Uusi Suomi hrósar mjög kór og söngstjóra, svo og einsöngv. urunum, sér í lagi Kristni. f dag syngjum við í útvarpið, Og ennfremur hefir félagið ísland —Finnland móttöku fyrir kór. menn. — öllum líður vel, og biðja kórfélagar fyrir kveðjur heim. — Ágúst. Rússar heifa MOSKVU, 9. sept. — Ráðstjórn- in hafnaði formlega í dag til. boði Macmillans og Kenndya um stöðvun kjarnorkutilrauna. Var orðsending þar að lútandl afhent sendiherrum Breta og Bandaríkjamanna í Moskvu i dag. —, Rússar voru að ✓ „semja44 um bann me5an þeir undirbjuggu kjarnorkutilraunirnar af fuilu kappi WASHINGTON, 9. sept. — „Það er athyglisvert, að ráð- stjórnin hefur enn ekki sagt þjóðum sínum frá því að hún hefur þegar hafið kjarnorkutil- raunir — og er búin að sprengja fjórar sprengjur", sagði Salinger, blaðafulltrúi Kennedys á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það er greinilegt, að ráðstjórnin er hikandi við að segja þegnum sínum frá spreng- ingunum“, bætti hann við. Heimtuðu neitunarvald „Ástæðan getur verið sú, að Krúsjeff hefur hvað eftir annað ítrekað, að hann gæti ekki trú- að því að nokkur þjóð mundi hefja kjarnorkutilraunir að nýju“. Viðræður um bann við kjarn- orkutilraunum stóðu í þrjú ár I Genf, en strönduðu m.a. á því, að vesturveldin vildu ekki fall- ast á kröfu Rússa um að þeir fengju neitunarvald í stjórn eftirlitskerfisins. Trufla fréttasendingar Salinger, endurtók, að það væri mjög athyglisvert og lær- dómsríkt, að ráðstjórnin hefði enn ekki sagt fólkinu frá kjarn- orkutilraununum, fólkið vissi enn ekkert. Bandarfska útvarps. stöðin Voice of America hefði að vísu sagt frá þessu marg. sinnis í sendingum á rússnesku, en ógerningur væri að vita hvort það hefði heyrzt \ Rúss. landi, því ráðstjórnin léti trufla allar sendingar á rúss. nesku frá útlöndum. Samningaundirbúningur Salinger var spurður að þvl hvort ekkert væri undarlegt við þá staðreynd, að fyrsta spreng. ing Rússa fylgdi alveg í kjölfar tilkynningar ráðstjómarinnar Framhald á bls. 23. | Veit ekki hvað við gerum, þegar við förum út í kvöld segir Hörður BjÖrnson slldarkóngurinn á sumarsildveiðunum í G Æ R átti Mbl. símtal við Hörð Björnsson frá Dalvík, skipstjóra á Ólafi Magnússyni, þar sem ver- ið var að salta upp úr skip inu hjá söltunarstöð'inni Ströndinni og söltunar- stöð Valtýs Þorsteinssonar á Seyðisfirði. En Ólafur Magnússon er nú orðinn aflahæsta skipið á sumar- síldveiðunum. — Þetta gengur ágætlega hjá ykkur. Ætlið þið að halda áfram? spyrjum við. — Maður fer nú að verða latur við þetta. Það er ill- mögulegt fyrir einn bát að stunda þetta. Svo eru vand- fengin veður þarna austur frá. — Er allmikil síld þarna ennþá? — Við hittum á ágætan blett í gær þar sem var mikið um sild. — Og þið eruð orðnir einir þarna? — Já, af íslenzkum skipum að vera. Fanney var þarna hjá okkur þangað til fyrir tveim- ur dögum. Og nú er síldarleit- in á Seyðisfirði búin að loka stöðinni. Eg talaði seinast við hana fyrir hádegið í gær og þá var verið að loka. Við feng um svo síldina milli 5 og 6 í gærdag. — Er eitthvað af útlendum skipum þarna enn? — Já, þau eru þarna vítt og breitt um hafið, bæði Norð- menn, Rússar og eitthvað af Svíum. Þeir veiða allir í rek- net. — Veiztu um afla þeirra? — Nei, ekki nákvæmlega, en okkur hfeir sýnzt heldur lít- ið hjá þeim, þegar við höfum séð til. Það er líka nokkuð af smásíld þarna og áreiðanlega er eitthvað af þessum torfum, sem við lóðum á, smásíld. Við höfum verið svo heppnir að fá lítið af henni. — Hvað eruð þið þá komnir með mikið núna? — Eg veit það ekki nákvæm lega enn. En það er líklega nærri 21.800 tunnur. Það er nú ekki búið að salta þetta enn. Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.