Morgunblaðið - 13.09.1961, Page 1

Morgunblaðið - 13.09.1961, Page 1
24 siðtnt 48. árgangur 206. tbl. — Miðvikudagur 13. september 1961 Frentsmiðja MorgunblaSslU Jafnaðarmenn misstu meirihlutann í Noregi iíommúnist- ar fencpu engan þingmann Hægrimenn juku fyigi sitt Osló, 12 sept. VERKAMANNAFLOKKURINN missti meirihluta sinn í Stórþing- inu við kosningar í gær. Hlaut hann liðlega 840 þúsund atkvæði, tapaði um 20 þús. og 4 þingsætum fékk 74 af 150. Hins vegar vann Hægri flokkurinn á, bætti við sig 50 þúsund atkvæðum, en vann t>ó engan þingmann til viðbótar. Kommúnistar þurrkuðust nú al- veg út af þingbekkjunum, en sósialiski þjóðarflokkurinn, sem stofnaður var af óánægðum verka mannaflokksmönnum og bauð nú fram í fyrsta sinn, hlaut tvo menn kjörna og þykir það einna at hyglisverðast við úrslitin. Þessi flokkur hefur nú fengið oddaað- stöðu í Stórþinginu. Forysta verkamannaflokksins sagði það fyrir kosningar, að stjórnin mundi segja af sér, ef flokkurinn fengi ekki áfram hreinan meirihluta. Gerhardsen, forsætisráðherra, sagði hins veg- Framhald á bls. 23. ..............•....... •. • ~.%. -c Á Sunnudaginn fórst DC-6 flugvél frá bandarísku flug- félagi í flugtaki á Shannon á írlandi. Þar fórust 83 manns. Þoka var,'þegar flugvélin fór á loft, og virtist ekkert að, þeg ar hún hvarf sjónum flugvall- arstarfsmanna. En andartaki síðar steyptist hún niður í hóp í 3 km fjarlægð frá flugvell- inum — og myndin var tekin, þegar björgunarmenn leituðu í flakinu nokkru síðar, þegar fallið hafði út úr hópinu. — Mönnum er ekki ljóst, hvað komið hefur fyrir. Bertrand Russel I 7 daga fangelsi Heimkoman verður ömurleg LONDON, 12. sept. — Heim- spekingurinn heimsfrægi, Bert- rand Russel, var í dag dæmdur til 7 daga fangelsissetu vegna þess, að hann er talinn hafa staðið fyrir óspektum á almanna færi. fá kjarnorku- leyndarmál WASHINGTON, 12. sept. — Búist er við, að Bandaríkja- þing muni mjög bráðlega sam þykkja áætlun Kennedys for- seta um að veita Frökkum upp lýsingar um bandarísk kjarn- orkuvopn. Verða franskar sveitir í Þýzkalandi þjálfaðar í notkun þeirra. — Kjarnorku máladeild öldungadeildarinn- ar mun fjalla um málið á fimmtudaginn. — Almennt er álitið, að þetta verði mjög á- kveðin aðvörun til Rússa, því hingað til hafa Bandaríkja- menn haldið fast við þá reglu að hafa sjálfir umsjón með kjarnorkuvopnum sínum og láta aðra ekki koma þar nærri. Russel var fyrst dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, en hann er nú orðinn 89 ára og heilsuveill — og var sú ástæð- an til þess að dómurinn var mildaður. Kona hans hlaut einnig dóm svo og nokkrir aðrir forystumenn samtaka þeirra, er berjast gegn kjamorkutilraun- um og eyðingu kjarnorkuvopna. í mótmælagöngum að undan- förnu hafa samtökin haft.mjög truflandi áhrif á umferðina í Lundúnaborg og ekki látið af mótmælaaðgerðunum þrátt fyrir margendurteknar aðvaranir lög- reglunnar. Russel var gefinn kostur á að sleppa við fangelsisvistina ef hann gæfi loforð um að standa ekki fyrir slíkum óspektum framar. Russel vildi engu lofa. Hann mim dveljast í sjúkrahúsi fangelsisins þessa sjö daga. Á fund Kennedys WAS.HINGTON, 12. september. í dag komu sendiboðar Belgrad- ráðstefnunnar, Sukarno og Keita, forsætisráðherra Mali- ríkjasambandsins, til Washing- ton til þess að ræða við Kennedy og fly-tja honum orðsendingu hliðstæða þeirra, er Nehru flútti Krúsjefff á dögunum. NEW YORK, 12. september. — Áætlað er, að fellibylurinn, sem gekik yfir Texas, hafi valdið yfir 70 milljón dollara tjóni. Enn er ekki ljóst hve margir hafa týnt lífinu, því erfitt hefur verið að hafa samband við fólk, sem ein- angrað er á ýmsum stöðum vegna vatnavaxtanna. Fellibylurinn er nú í rénun. en hvirfilbylurinn kemur nú í kjöl- far hans og síðan má búast við ofsalegri rigningu, miklu meiri en þegar er orðin. Ástandið er vægast sa.gt hörmulegt. Þúsundir manna hafa misst heimili gin í þessum náttúruhamförum og all- mörg þorp eru svo að segja í kafi í vatni. Fjölmennar björgunarsveitir hafa unnið að því nótt og dag að bjarga fólki — og flotinn hef- ur nú sent fimm herskip á vett- vang upp að strönd Mexikóflóa til þess að koma nauðstöddum I til hjálpar. Nær milljón manna mun hafa flúið heimili sín og hefur fólkinu ekki verið leyft að halda heim enda þótt fellibylurinn sé nú genginn yfir. Ástæðan er sú, að á þeim svæðum, sem verst urðu Flugslys LONDON, 12. sept. — F r ö n s k Caravelle-þota fórst rétt fyrir miðnætti í Marokkó. — 70 manns voru innanborðs og mun enginn hafa komizt af. — Þotan kom frá Frakk- landi og átti að lenda í Rabat, en fórst skammt utan við borgina. Þoka var yfir. úti, skortir nú allt, matvæli, drykkjarvatn — og þar er raf- magnslaust. Heimkoma fólksins verður sannarlega ömurleg. sprenging Rússa Washington, 7. sept. tÚSSAR hafa nú sprengt pjöundu kjarnorkusprengj ina og samsvaraði sprengi kraftur þeirrar síðustu milljónum tonna af TNT- sprengiefni. Það var bandariska kjarn- orkumálanefndin, sem til- kynnti þetta í kvöld, en mælitæki hennar höfðu sýnt,í áð þetta var geysiöflug, sprengja. Hún var sprengd tiátt í lofti yfir N-íshafi, á svipuðum slóðum og tvær þær síðustu þar á undan, yf- ir Novaja Zemlya. Sagði í tilkynningu kjarnorkumála- nefndarinnar, að búast mætti við að geislavirkt ryk frá þessari sprengingu legðist á allt norðurhvel jarðar, sér- staklega þó yfir íshafssvæð- ið og aðlæg lönd. (Þess má geta, að Novaja Zemlya er í um 2,750 km fiarlægð frá ís- landi). Þannig var stefnið á færeyska skipinu' Tialdur, þegar það kom til Kaupmannahafnar eftir áreksturinn við Colorado. — Drottnmgin KAUPMANNAHÖFN, 12. sept. — Skipafélagið Föroyar, eigandi farþegaskipsins Tjaldur, sem lenti í árekstri um helgina, hef- ur nú tekið Dronning Alexandr- ine á leigu. Mun viðgerð á Tjald taka a.m.k. mánuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.