Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. sept. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 5 í síðustu viku var á ferð í bænum Ingibjörg Jóhannsdótt ir, skólastjóri á Löngumýri í Skagafirði. Hún hefur sem kunnugt er rekið húsmæðra- skólann á Löngumýri um ára- bil af miklum dugnaði. Blaða maður Morgunblaðsins innti hana frétta úr skólanum, og sagði Ingibjörg að vegna for- falla gæti hún bætt við þrem ur nemendum í skólann í vet- ur, en hann yrði settur 1. okt. n.k. Þá sagði Ingibjörg Jóhanns- dóttir, að jafnhliða skólanum yrðu starfrækt námskeið í ýmsum verklegum fræðum og einnig kennd fræði sem lytu að þroskun mannsandans. — Væri það upplagt fyrir þær stúlkur sem lítil fjárráð hefðu. — Sundlaug verður byggð við skólann eins fljótt og á- stæður leyfa sagði Ingibjörg en í vetur fá námsmeyjar að- garrg að sundlauginni í Varma hlíð, þegar tíðarfar leyfir. Einnig vil ég koma því á fram færi, að ef einhverjar náms- meyjar hefðu áhuga á hesta- mennsku þá hef ég nokkra hesta fyrir þær, en æskilegt væri ef þær kæmu með hnakk og beizli. Þá er og ráðgert, að nemend ur Löngumýrar og Hólaskóla æfi sömu sönglögin í vetur og komi annað slagið saman til söngæfinga og skemmtana. — Hvaða augum lítið þér á veruna, frk. Ingibjörg? — Mér finnst tilveran vera alveg dásamleg og tilmæli mín til annarra eru á þessa leið: Ef þið viljið verða hamingjusöm, þá veitið meiri athygli rauðu rósinni en svarta orminum í moldinni. Boðskapur minn til hirma ungu er því sá: Búizt jafnan við því, að í náinni framtíð muni hin kærleiksríku máttar völd himinsins færa ykkur dýrmætar og mikilsverðar gjaf ir, sem veita ykkur hamingju og lífsgleði. Verið þvi glöð og þakklát fyrir það, sem bíður ykkar og reynið að ala ykkur þannig upp, að þið séuð verðug þess að taka á móti konunglegum gjöfum. Ég trúi því sagði Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri að lokum, að erfiðleikar og mót- læti séu oft beztu viirir okkar, sendir okkur til þroskunar og blessunar. Menn verða að uppgötva mikilvæg- &sta lífsvísdóminn með eigin augum, — F. Nansen. Ekki er unnt að halda neinum niðri, nema vera sjálfur í kafi með honum. — Booker T. Washington. Lygin er jafnvel svo voldug, að hún getur látið það eftir sér að klappa sannleikanum á öxlina og leyfa honum að leika lausum hala. — Kaj Munk. Syndin á mörg tæki ,en lygin er t indfang þeirra allra. — O. W. Holmes. Rótum ættar runninn frá. Ruddans vald þær gjarnan tjá. Við að sjá hann sumum brá. í sögum um það lesa má. Dufgus. Ráðning á næst öftustu síðu. + Gengið + Kaup Sala 1 Ster]ingspun<i 120,76 121,06 1 Bandaríkjadollar - 42,95 43,06 1 Kanadadollar .....h. 41,66 41,77 100 Danskar krónur .... 622.68 624.28 100 Norskar krónur .... 603,00 604,54 100 Sænskar krónur .... 829,15 831,30 100 Finnsk mörk .. 13,39 13,42 100 Franskir frankar .. 873,96 876,20 100 Belgískir frankar 86,28 86,50 100 Gyllini 1.188,92 1.191,98 100 Svissneskir frank. 994,15 996,70 100 Tékkneskar kr 596.40 598.00 100 Austurr. sch 166,46 166,88 100 Vestur-þýzk mörk 1.077,54 1.080,30 100 Pesetar 71,60 71,80 1000 Lírur .. 69,20 69,38 Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Oslóar, Khafnar og Hamborgar kl. 08:30 í dag. Vsntanl. aftur til Rvíkur kl. 23:55 í kvöld. Fer til Glasg. og Kaupmh. kl. 08:00 í fyrramólið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils staða, Hellu, Hornaf jarðar, Húsavík ur, isafjarðar og Vestm.eyja (2 ferðir) Á morgun til Akureyrar (3 ferðir), Eg ilsstaða, isafjarðar, Kópaskers, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og IÞórshafnar. Loftleiðir h.f.: 13. sept. er Snorri Sturluson væntanl. frá NY kl. 06:30. Fer til Stafangurs og Osló kl. 08:00. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá NY kl. 19:00. Fer til Glasg. og Amster- dam kl. 20:30. Eiríkur rauði er væntan legur frá Hamborg, Khöfn og Osló kl. 22:00 Heldur áfram til NY kl. 23:30. Jöklar h.f.: Langjökull er 1 Riga. Vatnajökull er á leið til islands. Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss er á leið til Rvíkur. Dettifoss er í NY. Fjallfoss er á leið til Rotterdam. Goða foss er á leið til Akraness og Keflavík ur. Gullfoss er á leið til Rvíkur. Lagar foss er á leið til Hafnarfj og isafj. Reykjafoss fer frá Rvík 1 kvöld til Siglufjarðar. Selfoss er á leið til Rott erdam. Tröllafoss er á leið til Seyðis tfjarðar og Norðtfijarðar. Tungufoas er á leið til Khafnar. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla kom í gær til Ghent. Askja er í Rvík. Hafskip h.f.: Laxé er á leið til Stettin Skipadeild SÍS: Hvassafell er vænt anlegt til Stettin 15. sept. Arnarfell er í Archangelsk. Jökulfell er í NY Dís arfell er í Riga. Litlafell er í Rvík. Helgafell er í Hangö. Hamrafell er á leið til Islands. Þegar þess var farið á leit við mig, að ég veldi hér kvæði dagsins, kom mér fyrst í hug að bera niður, þar sem er vísa Egils Skalla-Grímssonar: Þél höggr stórt fyr stáli, þvi fátt í íslenzkri ljóðagerð tekur henni fram. Hún er gædd þvi, sem mér nú finnst eftirkeppn- isverðast í skáldskap1 mynd- rænni skynjun og umsköpun nálægra hluta, hnitmiðuðu formi, hljómríku máli og er að innri gerð nýtízkulegri en flest annað bundið mál ís- lenzkra bókmennta frá liðnum öldum. Eg hvarf þó að því að velja kvæði, sem ég get sagt um, að sé mér kært, mér þyki vænt um, fremur en kvæði, sem ég fyrst af öllu dáist að. Mörg komu til greina. Að lok- um ákvað ég að velja kvæði Jóhannesar úr Kötlum: Álft- í irnar kvaka. Það má vel vera, að stöku velur að þessu sinni ) Hannes Pétuísson. Vali * sínu lætur hann fylgja þessa greinargerð: Ijóðlína í því kvæði hefði mátt betur fara, en það skiptir mig tiltölulega litlu máli. Eg las þetta kvæði fyrst, þegar ég var á fermingaraldri, og söng j það sig þá í hug minn og hef- ur átt þar heima síðan. Það er meðal fyrstu kvæða, sem gerðu mér Ijóst, hvað lýrikk væri. Ef til vill hefði það ekki náð jafn sterkum tökum á mér, hefði ég kynnzt því mörg um árum seinna. Um það verð ur ekki dæmt. En hvað sem því líður, er þetta kvæði bor- ið uppi af óþvingaðri ljóð- rænni tilfinningu, sem nú er á nokkru undanhaldi í nýrri ljóðagerð okkar, hefur, að því er virðist, látið undan síga fyr- ir ýmsum, þar á meðal vafa- sömum, stílbrögðum. Álftirnar kvaka er fyrsta kvæðið í samnefndri bók, sem kom út 1929. Jóhannes hefur því ort það tæplega þrítugur að aldri. Það er á þessa leið: Bráðum er brotinn bærinn minn á heiði. Hlýtt var þar stundum, hann er nú í eyði. Man ég þá daga. Margt var þá á seyði. Varphólmans væna vitja þær í skyndi. Senn kemur æskan, — sumardagsins yndi Ljómandi fjaðrir leika fyrir vindi. Ungur ég undi úti í varpa grænum. Horfði á reykinn hverfa fyrir blænum. — Þar heyrði ég forðum þytinn yfir bænum. Kyrr eru kvöldin, — kviðlð er þá fáu. Sofa í hreiðrum svanabörnin smáu. Víðbláminn skyggir vötnin djúpu og bláu. Fuglar þar flugu, frjálsir vængir glóðu. Lokkandi súgur lyfti blárri móðu. Það voru svanir, — söngfuglarnir góðu. Hringaðir hálsai hljóðar taka dýfur. Árvakur skari öldufaldinn klýfur. — Andi guðs friðar yfir vötnum svífi’r. Hátt uppi á heiðum hvítir fuglar kvaka. Vængjunum stóru veifa þeir og blaka. Það eru álftir, — álftirnar, sem kvaka. Handan af hafi, heim í auðnir f jalla, vordægrin snemma villta hópinn kalla. Þá er nú sungið — sungið fyrir alla. Sólfögur sumur syngja þær og vaka. Haustnætur síðla halda þær til baka, ungar og gamlar, — álftirnar, sem kvaka. Margs er að minnast. Margt er enn á seyði. Bleikur er varpinn, — bærinn minn í eyði. Syngja þó ennþá svanir fram á heiði. Stórt herbergi eldlhús og bað til leigu á Seltjarnarnesi. Húshjálp áskilin. Uppl. í síma 10194. Óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð. Fyrir- framgreiðsla. Uppl. í síma 33990. íbúð Reglusamt kærustupar vantar 1 eða 2 herb íbúð strax eða 1. okt. Uppl. í síma 34793. Fámenna fjölskyldu vantar 3ja herb. íbúð. Al- gjör reglusemi. Símf 32142 eftir kl. 6 á kvöldin. Eldri maður í hreinlegri vinnu óskar eftir herb. góð umgengni. Tilb. sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt — „Smiðui — 5938“ Ung hjón óska eftir að koma 2ja ára barni í fóstur um smátíma. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt „Reglusemi — 100“ F amapr jónavél á lausu borði til sölu. — Einnig Silver-cross barna- vagn, kerrupoki og hátt rimlarúm. Uppl. í síma 13944. Vil kaupa lítið hús eða þriggja herb. íbúð með 40—50 þús. kr. útborgun. Tilb. sendist Mbl. strax — merkt. „5564“. Stúlka um tvítugt sem ætlar að vinna 1 ár i Ameríku, óskar eftir fé- laga. Tilb. merkt: „Kali- fornía — 5576“ sendist blað inu fyrir 16/9. Til sölu NSU—LAMBRETTA — (Vesputegund) vel með farin. Til sýnis í Þingholts stræti 3 kl. 1—6 e.h. Sími 13760. 2ja—3ja herh. íbúð óskast sem fyrst í Vest urbænum, þrennt í heimili. Uppl. í síma 12401 9—5 næstu daga. Barngóð stúlka óskast til heimilisstarfa 1 vetur. Ragnhildur Helga- dóttir, Sími 35330. Keflavík 2ja herb. íbúð óskast. Bam laus hjón. — Uppl. í sima 2060. Hafnarfjörður Stúlka eða eldri kona ósk- ast til heimilisstarfa hluta úr deginum. Uppl. í síma 14254. Hárgreiðsludama óskar eftir vinnu nú þegar Uppl. í síma 10924 milli 1 —6 e.h. í dag. íbúð 3ja—4ra herb. til leigu ná lægt Miklatorgi. Tiib. með uppl. merkt „Rólegt — 5937“ sendist afgr. Mbl. fyrir 15 þ.m. Vantar pláss fyrir skóvinnustofu á góð- um stað í bænum. Tilb. sendist Mbl. fyrir 16. þ.m merkt „5833“ íbúð Góð 4ra herb. íbúð í mið- bænum til leigu frá 1. okt. Einhver fyrirframgreið&la Tilboð merkt „Á góðum stað — 5563“ sendist Mbl. Óska eftir 2ja til 3ja herb. íbúð í bæn um. Tvennt í heimili til við tals kl. 6—8. Uppl. í síma 12048. Hafnarfjörður Róleg og reglusöm eldri kona óskar eftir herb. Til boðum sé skilað á Pósthús- Hafnarfjarðar merkt — „Poste restante 5565“ Til leigu stofa með innbyggðum skápum. Eldhúsaðgangur kemur til greina. Tilb. send ist Mbl. merkt „Einhleyp 5341“ fyrir fimmtudags- kvöld. Ung barnlaus hjón óska eftir lítilli íbúð Uppl. í síma 22659. Kjallaraíbuð í Laugarneshverfi til sölu. íbúðin er 3 herbergi, vönduð og vel með farin. Fasteignasalan Hallveigarstíg 10 KRISTJÁN GUÐLAUGSSON, hrl. símar 13400 og 10082. Hús við Miðstrœti á góðri eginarlóð, hentugt fyrir heildsölu eða annan svipaðan atvinnurekstur, til sölu. Fasteignasalan Hallveigarstíg 10 KRISTJÁN QjtJÐLAUGSSON, hrl. símar 13400 og 10082.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.