Morgunblaðið - 13.09.1961, Side 14

Morgunblaðið - 13.09.1961, Side 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. sept. 1961 Hjartans þakkir til þeirra er glöddu mig á 70 ára af- mælisdegi mínum 3. september s.l. með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Sérstaklega þakka ég syni mínum, tengdadóttur og sonarsonum. Bið ég ykkur allrar guðs blessunar. Árbjörg Árnadóttir, Langholtsvegi 151 Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 30. ágúst s.L Sigríður Signrðardóttir, stofu 20, Elliheimilinu Grund. öllum þeim sem auðsýndu mér vináttu og hlýhug á 80 ára afmæli mínu, votta ég mínar innilegustu þakkir og árnaðaróskir. Þórnnn Sigurðardóttir, Sauðárkróki. Ég þakka af alhug öllum þeim, sem með skeytum, blóm um, gjöfum og heimsóknum gerðu mér 90 ára afmælis- daginn þann 2. sept. s.l. ógleymanlegan. Guð blessi ykkur. Sigríðnr Sigurðardóttir, Hlíðargerði 25. Sveitarstjóra og hreppsnefnd Eskifjarðar svo og bíl- stjórnum er buðu okkur og keyrðu í mjög ánægjulega skemmtiferð í Hallormsstað sunnudaginn 3. sept. s.l. send um við okkar alúðar þakkir fyrir skemmtunina og ógleymanlegan dag. Gestirnir. Systir mín SIGRlÐUR MADSLUND lézt í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 8. þ.m. Ölöf Signrðardóttir Útför móður okkar STEFANI HJALTESTED Suðurgötu 7, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. september kl. 1,30 e.h. I>eim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd okkar systkina. Erlingur Hjaltested. Þökkum hjartanlega fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR Soffía Sigurðardóttir, börn og tengdaböm. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför RÓSBJARGAR Þ. BLÖNDAL Hvammstanga. Bjöm P. Blöndal, dætur, tengdasynir, bamabörn, og barnabarnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð Við jarðarför KRISTlNAR JENSDÓTTUR Elliheimilinu Grund. Vinir hinnar látnu. Sigurbjörn Ásbjörns- son — Minningarorð ÞANN 4. sept. s. 1. lést í Lands- spítalanum Sigurbjörn Ásbjörns- son, Skúlagötu 68, Reykjavík, að afstöðnum mjög erfiðum veikind um. Hann var fæddur 8. ágúst 1903 á Akranesi, sonur hjónanna Sig- ríðar Helgadóttir og Ásbjöms Sigurðssonar. Ungur missti hann föður sinn og eins og fleiri dug- miklir drengir fór hann snemma að vinna fyrir daglegu brauði, en sjómennsku gerði hann að lífs- starfi sínu og byrjaði sem aðstoð- armatsveinn. Matreiðslustörf lærði hann síðar í Kaup- mannahöfn, og sigldi um ára- tugi á íslenzkum skipum og gat sér ágætt orð í því starfi. Árið 1950 hætti hann sjómennsku og stundaði síðan fiskverzlun hér í Reykjavík, af miklum dugnaði og fyrirhyggju. Kvæntur var Sigurbjöm Mar- gréti Guðjónsdóttur, Þorkels- ar bónda að Haugi í Ámessýslu, hinni mætustu konu, sem reynd- ist honum ómetanlegur lífsföru- nautur í blíðu og stríðu. Eign- uðust þau hjón 5 mjög efnileg Bifreiðaeigendur! Gerist meðlimir í Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda. ínntökubeiðnum veitt móttaka í síma 15659, alla virka daga kl. 1—4 nema laugardaga. FÉLAG ISLENZKRA BIFREIÐAEIGENDA Austurstræti 14, 3. hæð — Sími 15659. Bifvélavirkjui Óskum að ráða 2—-3 bifvélavirkja eða menn vana bifreiðaviðgerðum til vinnu við bremsuviðgerðir. Uppl. hjá verkstjóra á verkstæði voru. STILLING HF. Skipholti 35 Eiginmaður minn og faðir okkar SIGURJÓN SKÚLASON andaðist að Landakotsspítala aðfaranótt 12. september. Jarðarförin ákveðin síðar. MáJfríður Ásmundsdóttir og synir Dóttir mín PETRlNA ÞÓRARINSDÓTTIR Hólabraut 11, Hafnarfirði andaðist á Landspítalanum 11. þ.m. — Jarðarförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, laugardaginn 16. þ.m. kl. 11 f.h. Herdís Guðmundsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar för föður okkar, tengdaföður og afa STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR trésmíðameistara, Laugavegi 147 A Dætur, tengdasynir og bamabörn. Sigurbjörn Ásbjörnssor börn og eru 4 þeirra á llfi, en ungan son misstu þau. Þau fjögur sem eftir lifa hafa öll hlotið góða menntun, en þau eru: Guðjón sem bráðlega lýkur læknanámi, kvæntur Eygló Guð- mundsdóttur, Hafdís gift Jóni Ó1 afssyni, flugumsjónarmanni, Sig- ríður bankaritari, sem dvelur f föðurhúsum og Sjöfn, sem nú er búsett í Bandarikjunum gift Sverri Vilhjálmssyni, sem stund- ar þar nám f matvælaefnafræði, en þau hjónin komu heim til fs- lands nú í sumar og dvöldu hér um tíma, en eru aftur horfin vest- ur um haf, veit ég að þau senda nú góðum föður og tengdaföður sínar hinztu kveðjur, með þakk- læti fyrir allt. Sigurbjörn var sérstaklega góður heimilisfaðir, og sá vel fyr ir konu og börnum, með mikilli umhyggju og af sínum alkunna dugnaði bæði á sjó og landi. Hann var alhliða góður starfs- maður, og íþróttaunnandi var hann mikill, hann eggjaði börn sín til sundíþróttar, sérstaklega, enda gladdist hann mjög yfir góð um árangri þeirra í þeirri grein sem öðrum. Áhugamaður var hann einnig um knattspyrnu og sat sig lítt úr færi að fylgjast með þeirri íþrótt. Sigurbjörn hafði fallega söngrödd og var hann meðlimur í Karlakór Alþýðu um árabil. Það er oss öllum hinn mesti styrkur í lífsbaráttunni að eiga góðar endurminningar uim vini vora, sem smám saman eru að hverfa oss sjónum og vera þess jafnframt fullviss að þeir lifa áfram ekki aðeins í þakklátum hugum vorum, heldur einnig í öðrum og betri heimi. Þeir, sem þekktu bezt Sigur- björn Ásbjörnsson eru allir á einu máli um það, hversu hjálp- samur og góðgjarn hann var, og má með réttu ileinka þeim hjónum báðum þennan fagra vitn isburð, því það er vitað að þá leið þeim bezt þegar þau glöddu aðra. Um leið og vér nú að leiðar- lokum kveðjum þennan dugmikla mann og dáurnst að kjarki hans og þreki samfara gleði, sem aldrei var uppgerð, Vil eg senda eigin- konu, bömum og öðrum ástvin- um hans innilegar samúðarkveðj- ur. Guð bleissi þig. Þ. 3. Þetta ev BERIMIIMA saumavélin sem að dómi „CONSUMERS REPORT" árbók Neytendasam takanna, er álitin bezta saumavélin á heimsmarkaðnum. BERNINA — saumavélin er mjög auðveld í meðferð, á hana er hægt að sauma: • Allan venjulegan léreftasaum. • Allar tegundir af zig-zag saum. • Gera hnappagöt, festa á tölur og merkja. • Stoppa í sokka og sauma á skábönd. Einnig er hægt að sauma 12 mismunanði skraut- mynstur, algjörlega sjálfvirkt, og einnig hægt að auka fjölbreyttnina, aðeins með að skipta um spor- lengd og breidd. BERNINA — saumavélin kostar kr. 9.920 og er seld með afborgunarskilmálum. Fullkomin kennsla fylgir kaupverðinu. Allar upplýsingar gefnar í Sápuhúsinu, Lækjargötu 2 og Heildverzlun Ásbjarnar Ólafsson, Grettisgötu 2A.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.