Morgunblaðið - 14.09.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 14.09.1961, Síða 1
20 siðui 48. árgangur 207. tbl. — Fimmtudagur 14. september 1961 Prentsmiðja Morgnnblaðsina Rdssar sprengja í 8. og 9. sinn SOVÉTSTJÓRNIN lætur nú skammt stórra högga milli í kjarnavopnatilraunum sín- um. Seint í gærkvöldi til- kynnti kjarnorkumálanefnd Bandaríkjanna, að Rússar hefðu fyrr um daginn sprengt enn tvær kjarna- sprengjur, aðra meðalstóra, hina minni. — ★ — Báðar voru sprengjurnar sprengdar hátt í lofti — önnur yfir Semiplatinsk- svæðinu í Síberíu (þar sem fyrstu sprengingarnar voru framkvæmdar, í byrjun mán aðarins), hin yfir Novaja Zemlya í Norður-íshafi, en á svipuðum slóðum sprengdu Rússar sjöundu kjarna- sprengju sína — og eina þá stærstu — sl. þriðjudag. — Hafa þeir þá framkvæmt Kador gerir sjólion sig að íorsætisróðherra Vínarborg, 13. september. (NTB/Reuter) ÚTVARPIÐ í Búdapest birti í kvöld opinbera tilkynningu þess efnis, að Janos Kadar, aðalritari ungverska komm- únistaflokksins, hefði tekið við embætti forsætisráðherra — af Ferenc Munnich, sem verið hefur forsætisráðherra kommúnistastjórnarinnar sl. þrjú ár. Tilkynnt var, að allmiklar breytingar aðrar hefðu verið gerðar á stjórninni, en ekki var upplýst, hverjar þær væru. „Breytingarnar eru gerðar til styrktar stjórn- inni“, sagði í hinni ojflnberu tilkynningu. Tækifæri til viðræðna Washington, 13. sept. KENNEDY Bandaríkjaforseti lét m. a. svo um mælt í yfir- lýsingu, sem hann gaf út að loknum viðræðum við sendi- menn hlutlausu ríkjanna, — Keita Mali-forseta og Sukarno 7 forseta Indónesíu, að ef þeirl Gromyko, sovézki utanríkis- ráðherrann, og Rusk, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hitt ust í næstu viku í aðaistöðv- um SÞ í New York, gæfist tækifæri til alvarlegra við- ræðna um Þýzkaland og önn ur vandamál — ef Rússar vildu í raun og veru slíkar við ræður. þrjár atómsprengingar á tveim dögum. í tilkynningu bandarísku kjarnorkumálanefndarinnar er sagt, að ekki sé unnt að' geta sér nákvæmlega til um kraft þessara síðustu tveggja sprengja Rússa, en hvor um sig hafi jafngilt þúsundum tonna af TNT- sprengiefni. Sjálfstæöi Katanga lokiö Lið SÞ rekur fylkisstjórnina frd og handteknr rdðherra. — Tsjombe og Munongo komast undan d flótta EFTIR hörð átök, sem urðu í gær í Katanga-fylki í Kongó, milli liðssveita Sameinuðu þjóðanna og hers og lögreglu fylkisstjórnarinnar, virðist svo sem baráttu Moise Tsjom- bes og hans manna fyrir því, að Katanga skyldi vera sjálf- stætt ríki og óháð sambandsríkinu Kongó, sé nú lokið með algerum ósigri. ♦ SÞ hófu aðgerðir sfnar í nafni samþykktar Örygg- isráðsins frá því í febrúar sl., en þá var herstjórn samtak- anna í Kongó heimilað að beita valdi til þess að koma í veg fyrir borgarastyrjöld í landinu. I gærkvöldi hermdu fréttir, að lið SÞ hefði ekki aðeins tögl og hagldir í Elisa- bethville, heldur væru allar mikilvægar stöðvar í landinu á þeirra valdi. Tveir af ráðherrum fylkisstjórnarinnar voru handteknir í gær, en þeim Tsjombe og Munongo, innan- ríkisráðherra, tókst að komast undan á flótta. Er helzt tal- ið, að þeir hafi báðir flúið til Norður-Ródesíu, a. m. k. Munongo. — ildin væri gefin út af miðstjórn- inni í Leopoldville. Katanga-ráð- herrarnir tveir, sem handteknir voru í gær, Jean Baptiste Kibwe, fjármálaráðherra, og Evariste Kimba, utanríkisráðherra, munu verða framseldir Leopoldville- stjórninni. O’Brien sagði á blaðamanna- Framhald á bls. 19. ÞESSI mynd gefur nokkra I hugmynd um hamfarir felli- í bylsins Carla, en hún er tekin í borginni Freeport í Texas. Óveðrið hefir nú lægt mjög, og í gær hermdu fréttir, að margir þeirra, sem flúðu heim ili sín í hinum ýmsu borgum á suðurstörndinni, væru nú að snúa aftur heim. I Vitað er, að a. m. k. 15 manns hafa látið lítið í felli- bylnum og hvirfilsveipum þeim, er fylgdu í kjölfar hans. Óttazt er þó, að manntjón I kunni að reynast meira, er öll l kurl koma tii grafar. (Mynd frá Associated Press).J ir Cyrill Adoula, forsætisráð- herra sambandsstjórnarinnar í Leopoldville, sendi þegar fulltrúa sína til Elisabethville til þess að taka við stjórnartaumunum — og hefir hann lýst yfir undantekning arástandi í öllu fylkinu. ic Hammarskjöld, framkvæmda stjóri SÞ, sem kom til Leopold- ville í gær, að beiðni stjórnar Adoula, vildi ekkert við frétta- menn segja um þessa síðustu at- burði i Kongó. • Borgarastyrjöld var yfirvofandi Samkvæmt fréttum þeim, sem bárust í gærkvöldi af atburðum í Elisabethville, hófust hin vopn- uðu átök í morgunsárið við aðal- póststöð borgarinnar. — O’Brien, hinn írski aðalfulltrúi SÞ í Kat- anga, sagði á blaðamannafundi, að Katanga-hermenn þar hefðu neitað að afhenda vopn sín, er sveitir SÞ hugðust taka húsið. Varð þarna nokkurt þóf, unz Tsjombe-menn skutu fyrsta skot- inu, að sögn O’Briens. Hann lagði áherzlu á, að tilgangurinn með aðgerðum SÞ hefði verið að hindra borgarastyrjöld í Kongó, milli Katangahers og liðs mið- stjórnarinnar í Leopoldville, sem hefði verið yfirvofandi. Því mið- ur hefðu hermenn Tsjombes hafið skothríð — og eftir mannfall á báða bóga hefðu átökin gripið um sig víðar í borginni. O’Brien kvaðst hafa haft samband við Tsjombe nokkru eftir að bardag- arnir brutust út, og hefðu þeir orðið ásáttir um vopnahlé — en erfitt hefði reynzt að koma fyrir- skipunum um það á framfæri við alla aðila, og hefðu því bar- dagar haldið áfram fram eftir degi. • Aðskilnaði lokið O’Brien tók fram, að hann hefði heimild til að handtaka Munongo ef hann næðist. Handtökuheim- Bandarískt geimfar með gervimanni Mikilvæg og vel heppnuð tilraun í gær Kanaveralhöfða, Flórída, 13. september. BANDARtKJAMENN skutu í dag á loft einnar lestar þungu geimhylki af Mercury gerð, með gervimanni innan- borðs. Geimfarið komst á braut um jörðu, eins og fyr- irhugað var, og fór einn hring áður en það féll niður í Atlantshafið, austan Ber- múda-eyja, um kl. 5 síðdegis (ísl. tíma). Hafði það þá ver- ið á lofti 1 klst. og 46 mín. — fjórum mín. skemur en á- ætlað var. Mesti hraði þess Landsfundur Sjálfstæðisflokksins EINS og áður hefur verið tilkynnt hefst landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 19. október næst- komandi. Dagskrá fundarins verður tilkynnt síðar. Er þess vænzt, að þau félagssamtök flokksins, sem ekki hafa enn kosið fulltrúa sína á landsfundinn geri það sem fyrst og tilkynni aðalskrifstofu flokks- ins í Reykjavík nöfn fulltrúa. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. var rúmlega 28 þús. km á klst., og lengst var það um 232 km frá jörðu. Geimfar- inu (sem er af sömu gerð og þeir Shepard og Grissom notuðu í geimferðum sínum) var skotið á loft með eld- flaug af gerðinni Atlas-D — en þetta er í fyrsta skipti sem Mercury-geimfari er skotið á umferðarbraut um jörðu. ★ Brátt maður í hringferð Tilraunaskot þetta, sem talið er vel heppnað, er að sjálfsögðu liður í undirbúningi að slíkri geimför Bandaríkjamanns. Það verður þó sennilega ekki næsta skrefið, 'heldur verður væntan- lega bráðlega sendur api í hring- ferð um jörðu, en að því búnu kemur röðin að manninum — sennilega nálægt lokum þessa árs, eða snemma á árinu 1962. ★ Gervimaðurinn súrefnisfrekui Brúðan í geimfarinu var mannleg á ýmsan hátt — t. d. var hún þannig útbúin, að hún „andaði“ og „svitnaði" með sama hætti og maðurinn. Banda- ríska geimferðastjórnin lét hafa það eftir sér í dag að það hefði helzt komið á óvart í sambandi við tilraunina, að gervimaðurinn hafi notað meira súrefni en reikn að var með.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.