Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 1
24 síður 48. árgangur 208. tbl. — Föstudagur 15. september 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina Bardagar og mann fall í Katanga Öngþvei' i í Elisabethville, — borgin raímagnslaus, símasomband riofið og matvælaskortur yfirvofandi Salisbury, Bancroft, Leopold- ville og Elisabethville, 14. sept. (NTB/Reuter) SAMKVÆMT nokkuð áreið- anlegum fregnum fer ástand- ið hraðversnandi í Katanga- fylki. Barizt hefur verið í alla nótt og allan dag í Elisa- bethviile og borgin er nokk- urn veginn skipt til helminga milli hermanna Katanga- síiórnar og herliðs Samein- uðu þjóðanna. Hætta er talin á ættflokkabardögum, því að hermenn af Balua-ættflokkn- um, sem hlynntir eru Tshom be eru farnir að hefna harma sinna og leiðtogans á öðrum fámennari ættflokkum. Síðustu fregnir frá Elisabeth- ville herma, að algert öngþveiti sé þar í borg; allsstaðar er raf- magnslaust, símasamband rofið og matvæli orðin mjög af skorn- um skammti, en samgöngur í ólestri. • Tshombe leynist Nú er talið, að Tshombe leynist í áusturhluta borgarinn- ar, sem er á valdi Katangaher- manna. Sir Roy Welensky, forsætisráð herra í Rhodesíu, las í dag yfir- lýsingu *frá Tshombe, þar sem hann kveðst hafa tekið forystu í styrjöld gegn herliði SÞ. Seg- ir Tshombe aðgerðirnar í Elisa- bethville verri en aðgerðir Rússa í Búdapest á sínum tíma og skírskotar til allra þjóða að veita stjóm sinni siðferðilega og efnalega aðstoð. Kveðst Tshom- be staðráðinn að berjast til hins ýtrasta fyrir sjálfstæði Katanga. Síðustu fregnir herma, að Tshombe hafi komið upp út- varpsstöð í skóginum utan við borgina og séu þaðan send hvatningarorð hans til lands- manna um að rísa gegn herliði Sameinuðu þjóðanna. • Evrópskir liðsforingjar í liði Katanga Ekki þykir með öllu ljóst hver hefur verið gangur mála í Katanga. Fréttamenn hafa orðið að fara til landamæra Rhodesíu til þess að koma frá sér fregn- Framhald á bls. 23. SVO sem fyrr hefur ver- ið greint frá tók Bjarni Benediktsson, dómsmála- ráðherra, við embætti for sætisráðherra í gær, þar eð Ólafur Thors tekur sér hvíld frá störfum fram til áramóta. Áður hafði verið ákveðið, að Bjarni Benediktsson færi utan og afhenti Norð- mönnum afsteypu af styttu Ingólfs Arnarson- ar og fór hann með Heklu síðdegis í gær. — Skömmu fyrir brottför kom Ólafur Thors um borð til þess að kveðja forsætisráðherra og tók ljósmyndari Mbl., ÓI. K. M., þessa mynd af þeim á bátaþilfarinu við það tækifæri. (Fleiri myndir og frásögn á bls. 10). Friáls innflutningur bíla í DAG gefur viðskiptamála- ráðherra út reglugerð um frjálsan innflutning bíla, þó með þeirri undantekningu, að ekki verður gefinn frjáls kjarnorku- sprenging Rússa Washington, 14. sept. (NTB/Reuter) EKKERT lát virðist ætla að verða á kjarnorku- sprengingum Rússa, fyrst þeir eru á annað borð ® byrjaðir. í dag sprakk 10. sprengjan síðan 1. sept., að þeir hófu aftur til- raunir með kjarnorku- sprengjur. Tilraunin var gerð við Novaja Semlja. 10. kjarnorkusprengjan var nokkurra megatonna að afli — samsvarar milljónum lesta af TNT- sprengiefni. Hvorki blöð né útvarp í Sovétríkjunum hafa enn sem komið er skýrt frá kjamorkuvopnatilraunum Rússa. Þegar hefur mælzt veruleg aukning á geisla- virkni í andrúmslofti, þ. á. m. í Noregi, Þýzka- landi, Ítalíu og Japan. innflutningur á notuðum bíl- um. — Hverfur þannig úr sögunni braskið með leyfin, því allir bílar verða nú gjaldeyrisbíl- ar. Gjöld af gjaldeyrisbílum verða óbreytt. Fram að þessu hafa gjald- eyrislausir bílar verið með 135% gjaldi, en þar sem endir verður bundinn á gjaldeyris- Undirbúa jarðveginn TUNIS, 14. sept. (NTB-Reuter). — Fulltrúar ríkisstjórna Frakk- lands og Túnis hafa ræðzt við til þess að undirbúa jarðveg frek ari samningaviðræðna um flota- stöðina í Bizerta. Samkvæmt á- reiðanlegum heimildum hafa við ræðurnar farið vel fram og báð- ir aðilar sýnt jafn mikinn áhuga á, að hin hörmulega deila verði til lykta leidd. Fulltrúarnir ræð- ast aftur við næstu da,ga. brask í sambandi við bíla- kaup og þessir bílar verða nú með 100% gjaldi, mun yfirleitt óhætt að segja, að lækkunin nemi um 10% frá því sem nú er. Gjaldeyrisbílar hafa verið og verða áfram með 135% gjaldi, ef þeir eru yfir 1150 kg., en 100% gjaldi, ef þeir eru 1150 kg. eða minna. Er þetta í fyrsta skipti í 30 ár, sem innflutningur bif- reiða er gefinn frjáls hér á landi, og er hér stórum áfanga náð í þá átt að gefa allan innflutning til landsins frjálsan. Gromyko fús til við- ræðna við Dean Rusk Moskvu, Washington, 14. sept. — (Reuter/NTB) — UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í Moskvu tilkynnti í dag, að Andrei Gromyko, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, væri fús til þess að ræða við ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna, Dean Rusk, um Þýzka- landsmálið og önnur alþjóð- leg deilumál. Tilkynningu sovétstjórnarinnar hefur verið vel tekið í Bandaríkj unum, og hún talin svar við um- mælum Kennedys frá í gærkvöldi að Bandaríkjamenn væru reiðu- búnir til alvarlegra viðræðna við Rússa ura heimsmálin. Framhald á bls. 23. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.