Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. sept. 1961
M ort nvis BL AÐIÐ
3
Eldur hjá „Haraldi'
DM hálf tvöleytið i gær var
slökkviliðið kvatt að verzlun-
arhúsi Haraldar Árnasonar
við Austurstræti, þar sem
Teppi h.f. er til húsa. Hafði
kviknað í þakskcggi á kvisti,
sem veit út að Austurstræti,
og sviðnaði þakskeggið. Neon-
ljós eru á framhlið hússins
og kviknaði í út frá þeim. —
Slökkviliðsmenn rj,fu eina
plötu af þakinu og sprautuðu
þar inn, en eldurinn náði ekki
að komast í þakið. Flaggstöng,
sem trónaði efst á kvistinum,
brann nokkuð að neðan, og
fjarlægðu slökkviliðsmenn
hana til þess að hún félli ekki
á gangstéttina. Var myndin
tekin, er flaggstöngin var fjar
lægð. — Loftur Erlendsson,
slökkviliðsmaður, hefur náð
taki á stönginni.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.).
9%
Sólveig hefur
fengið nokkra sjón
Nýtur nú talkennslu i Boston
SAMKVÆMT einkaskeyti,
sem Morgunblaðinu barst í
gær frá AP, hefur Sólveig
litla Jónsdóttir fengið nokkra
sjón, og vonir standa til að
hægt verði að kenna henni
að tala, þótt heyrnarleysi
hennar muni sennilega ekki
hægt að lækna.
Eins og menn minnast, var
Sólveig, sem er sex ára, send
vestur um haf í síðustu viku
á vegum Moore aðmíráls á
Keflavíkurflugvelli og konu
hans, en Sólveig hefur verið
daufdumb og blind frá fæðingu.
Fór hún fyrst í sjúkrahús
bandaríska flotans í Bethesda í
Maryland, þar sem hún var
rannsökuð af þekktum sérfræð-
ingum. í ljós kom, að hún mun
vera algerlega heyrnarlaus, og
sjónskyn hennar er takmarkað
vegna meðfæddra skýja á aug-
um. Dr. Thomas D. Cone,' sem
er augnasérfræðingur sjúkra-
hússins, tókst að gera handa
henni plastgler, sem veita henni
nokkra sjón.
Þar sem læknunum bar sam-
an um, að Sólveig hefði góða
möguleika til þess að læra að
tala, var hún send á miðviku-
dag í flotaflugvél frá Bethesda
til Boston, í hinn heimsfræga
Perkins-skóla. Þar verður sjón
hennar þjálfuð og þess freistað
að kenna henni að tala. Kenn-
arar við skólann segja, að Sól-
veig sé „óvenjulega vel gefin og
hafi mjög tilfinninganæmar
hendur“. Ætti því talkennslan<$^-
að geta gengið vel, því að
hvort tveggja er nauðsynlegt
við talkennsluna. Bryndís Víg-
lundsdóttir, kennari við Málleys
ingjaskólann í Reykjavík, fylgdi
Sólveigu til Boston.
Landsfundur
barnaverndar-
félaga i
LANDSFUNDUR barnaverndar-
félaganna verður settur, að Frí-
kirkjuvegi 11 á föstudaginn kl.
10 f. h. Á fundinum verða rædd
ýmis barnaverndar- og æsku-
lýðsmál. Athygli skal vakin á
eftirfárandi erindum, og er á-
hugafólki um uppeldismál heim
ill aðgangur, meðan húsrúm
leyfir:
Sigurjón Björnsson sálfræðing
ur flytur erindi um Geðvernd
barna, kl. 11 á föstudag. Sama
dag kl. 2 e. h. flytur Ingibjörg
Stephensen erindi um talkennslu
á íslandi. Á laugardaginn kl. 10
árdegis flytur María Finnsdótt-
ir erindi um vandamál imgra
stúlkna. Öll verða þessi erindi
flutt í fundarsal templara, Frí-
kirkjuvegi 11.
Sérstök athygli skal vakin á
fyrirlestri Jóhanns Hannessonar
skólameistara: Skólakerfi og
þjóðfélag, sem fluttur verður í
hátíðasal Háskóla íslands á föstu
dagskvöldið kl. 8,30.
Þessi mynd var tekln í flugvélinni, sem flutti Sólveigu litlu
vestur um haf. -------- Bryndís Víglundsdóttir, kennari í
Málleysingjaskólanum, situr með Sólveigu, en til vinstri er
W. Rr. Jones, læknir, yfirmaður sjúkrahúss varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli.
Sannleikurinn
um ,Strompleik‘
VEGNA margvíslegra og
stundum harla iausmálla um-
ræðna í blöðum og manna á
meðal um efnið í „Strompleik“
Halldórs Laxness, sem Þjóð-
leikhúsið er nú að æfa, vill
Morgunblaðið skýra stuttlega
frá efni hans Og persónum, ef
þeim yrði hughægara sem átt
háfa svefnlausar nætur út af
þessu mikla leyndarmáli.
„Strompleikur" er farsi með
alvarlegum undirtóni. Hann
fjallar um hégómann og blekk
ingarnar sem tröllríða þjóð-
félagi nútímans og koma eink-
um fram í alls kyns tildri og
eftirsókn eftir frægð, sem er
í senn innantóm og óverðskuld
uð.
Höfuðpersónur leiksins eru
mæðgur, kona og dóttir látins
kaupmanns. Móðirin er útblás-
in af stórkostlegum hugmynd-
um um dóttur sína og hefur
ákveðið að gera hana heims-
fræga söngstjörnu, Dóttirin
býr raunar yfir miklu meira
en stórkostlegri rödd, að áliti -
móður sinnar, því hún hefur
ekki aðeins útlit heldur líka
sálardýpt til að vera kvik-
myndastjarna, segir mamman.
Þriðja persónan er söng-
kennari, sem hefur það verk-
efni að gera dótturina heims-
fræga. Þá koma við sögu tveir
kaupmenn, skemmtilegur gam
all sveitamaður, dularfull
karlpersóna, sem lumar á
ýmsu, og loks unnusti dóttur-
innar sem er bæði sjómaður
og barnakennari.
Leikurinn er í 3 þáttum og
4 myndum. Fyrsti og þriðji
þáttur fara fram á heimili
»
mæðgnanna, en tvö atriði ann
ars þáttar á flugstöð og í vöru-
skemmu.
Leikurinn er víst mjög
skemmtilegur, en jafnframt
hörð þjóðfélagsádeila, eins og
vænta mátti.
Og ættu menn nú að geta
sofið rólegir fram að frum-
sýningu.
8TAKSTEII\EAH
Vaxtahækkunin
tryggði jafnvægi
Allir íslendingar kannast sjálf*
sagt við þann áróður stjórnar-
andstöðunnar, að með nokkurri
lækkun útlánsvaxta hefði verið
hægt „að leysa allan vanda“, sem
leiddi af kauphækkununum á sl.
vori. Að þessu atriði er nokkuð
vikið í hinni nýju greinargerð
ríkisstjórnarinnar um efnahags-
málin, og þar segir m.a.:
„Sú hækkun vaxta. sem fram-
kvæmd var í ársbyrjun 1960, hef-
ur átt mikinn þátt í því jafnvægi,
sem náðst hefur í peningamálum
og þar með í efnahagslífinu öllu.
Þetta var tilgangur hækkunar-
innar og var því mögulegt að
lækkanir munu síðan geta átt sér
stað eftir því sem öruggara jafn-
vægi næst, en sérhver truflun á
jafnvæginu tefur fyrir lækkun-
um. Af þessu sést á hve algerum
misskilningi þar er byggt, að
Iækkun vaxta geti dregið úr áhrif
um kauphækkana á efnahagslífið.
Vaxtalækkim hefur sömu áhrif
og kauphækkun, þ. e. a. s. aukna
eftirspurn eftir vörum og þjón-
ustu. Með því að lækka vexti í
kjölfar kauphækkunar myndi því
vera aukið við áhrif kauphækk-
unar á efnahagslífið í stað þess
að draga úr þeim.“
Samtök almennings
misnotuð
I ræðu, sem Bjarni Benedikts-
son forsætisráðherra hélt um síð-
ustu helgi á héraðsmóti sjálfstæð
ismanna á Blönduósi, ræddi hann
nokkuð um hina nánu samstöðu
framsóknarmanna og kommún-
ista og vakti athygli á þeirri stað-
reynd, að kommúnistar róa að
því öllum árum
að koma Iýð-
ræðisskipulag-
inu fyrir kattar-
nef. Síðan sagði
hann:
„Engu að síður
sameinast Fram
sókn og kommún
istar nú um að
misrrota samtök
verkalýðsfélög og
samvinnufélög, £ stjórnmálabar-
áttunni. Þessi félög eru þó ætluð
fyrir menn af öllum stjórnmáia-
flokkum. Þvílík misbeiting þeirra
er jafnhættuleg fyrir félögin sjálf
og þjóðfélagið allt. Nú er hótað
með því að afli þessara samtaka
skuli verða beitt til þess að gera
lögiegar ákvarðanir ríkisstjórnar
°g Alþingis að engu. Þar með er
baráttan orðin um það, hvort lög,
réjtur og iýðræði eigi að ríkja í
landinu.“
Endurbætur veg;na
almennings
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra ritar grein í Vísi í fyrra-
dag, þar sem hann ræðir nokkuð
hinar fyrirhuguðu breytingar á
skattalöggjöfinrri.
„En hvers vegna eru endurbæt
ur í skattamálum atvinnulífsins
nauðsynlegar?“ spyr ráðherrann.
„Því er fljótsvarað. Það er
ekki vegna einhverra „auðkýf-
inga“, heldur vegna almennings
í landinru. Þeir skattar, sem. at-
vinnureksturinn hefur orðið við
að búa, eru að dómi allra hlut-
Iausra og sérfróðra manna með
þeim hætti, að þeir lama atvinnu
fyrirtækin, draga úr eðlilegri
endurnýjun og aukningu véia,
tækja og húsa, minnka afköstin
og draga þar með úr þjóðartekj-
unum. Þess vegna kemur minna
til skiptanna milli landsins barna,
þess vegna kemur minna í hlut.
Velmegun almennings veltur á
blómlegu atvinnulífi. Umbætur í
skattamálum atvinnulífsins eru
hagsmunamál og kjarabót fvrir
allan almenning".
almennings,