Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. sept. 1961 Heybruni á Höfðaströnd Ibúðarhusinu á ÞÖnglaskála naumlega bjargað 1 gærmorgun ÞAÐ vakti á sínum tíma all- mikla athygli þegar Kristján Albertsson skrifaði grein sína um búrið á Lækjartorgi í Morgunblaðið. Óstjórnlegt skrílæði hafði þá átt sér stað á gamlárskvöld árum saman, mörg skemmdarverk verið framin, rúður brotnar, kveikt í bílum og jafnvel fólki á göt- unum. Kristján stakk upp á því að „óargadýr“ götunnar skyldu framvegis eiga það yf- ir höfði sér, að verða til sýnis í búri á Lækjartorgi, af svip-, aðri gerð og villidýrabúr í dýragörðum útlandsins, og hélt því fram að slíkt mundi bezt duga til að skjóta skríl- mennskunni skelk í bringu. Eitt enskt blað hefur nú orð- að svipaða tillögu um sýning- arbúr fyrir uppivöðslusaman æskulýð, sem gerir ólíft í görð um og á almanna færi með afskræmislegri, gjallandi skrípatónlist, og birtir teikn- ingu af búrinu, eins og blaðið hugsar sér að það mundi blasa við vegfarendum. Morgun- blaðinu þykir líklegt að les- endum muni þykja ekki ófróð- legt að sjá þessa teikningu, ekki sízt vegna þess að hér er um að ræða útflutning á frumlegri íslenzkri hugmynd. Á búrinu stendur spjald með árituninni: „Gjörið svo vel að kasta ekki mat í táningana“! Lífill árangur Á SUNNUDAGINN var gefin út sameiginleg yfirlýsing þeirra Krúsjeffs og Nehru um viðræð- urnar á dögunum. Kemur þar ekkert nýtt fram Og er greinilegt að Nehru hefur haft harla lítinn árangur af förinni. BÆ, Höxðaströnd, 13. sept. — Um tíuleytið í morgun kom upp eldur í heyjum að bænum Þönglaskála við Hofsós. Urðu heyin, þrjú talsins, þegar alelda og tókst með naumindum að verja íbúðarhús, fjárhús, hlöðu og fjós, sem heyin stóðu við. Um 100 hestar af heyi eyðilögð- ust í brunanum og er tjónið hið tilfinnanlegasta. Heyin, sem um ræðir, voru þrjú talsins og stóðu um tvo metra frá íbúðarhúsinu. Áfast við íbúðarhúsið er fjárhús, fjós og hlaða. Fjölmennt björgunarlið Heyin þrjú, sem voru sam- stæð, voru öll alelda í einu og varð af mikið bál. Sjómenn höfðu ekki komizt á sjó vegna veðurs, og dreif brátt að 50—60 manna lið. Slökkvistarfið gekk mjög erfiðlega þar sem ekkert vatn var á staðnum og varð að flytja það allt frá Hofsósi. Vindur stóð á íbúðarhúsið og um tíma leit út fyrir að allt mundi brenna og jafnvel húsið. Var tekið til við að bera út úr þvi. Um 100 hestar af heyi eyði- lögðust í bruna þessum og er þetta hið tilfinnanlegasta tjón fyrir ábúendur. Ekki er vitað um eldsupptök, en þegar heyið var skoðað, kom í ljós að það var ekki dökkt utan það sem brann að ein- hverju leyti. Þar sem sjálfs- íkviknun í heyjum, sem standa úti, er fátíð, hallast menn helzt að þeirri skoðun, að neisti hafi fallið í heyið. Á Þönglaskála búa tveir feðgar, Þorleifur Jónsson og Jón Þorgrímsson. — Björn. i Risarauðspretta Akranesi, 11. september TRILLUBÁTURINN Björg fisk- aði risarauðsprettu, 11 punda þunga, í dragnót úti í rennum á föstudagsnóttina. Rauðsprettan var 70 cm. löng frá trjónu yzt aftur á lengstu þön í spórði. Þykktin var mæld með því að renna vindlingi í gegn, og námu endar hans þá við roð beggja vegna, þ. e. a. s. rauð- sprettan var 7 cm. þykk, eins og bolfiskur. — Oddur. Fótbrotnaði Um kl 21 í gærkvöldi varð drukkinn maður fyrir bifreið á Laugarnesvegi við Miðtún. Fót- brotnaði hann og hlaut skrámur á andliti. Var hann fluttur á slysavarðstofuna og síðar á Landa spítalann. Fangaskipti Túnis, 9. sept. FRAKKAR og Túnismenn byrj- uðu í dag að skipta á föngum og allt bendir til þess að samninga- viðræður um framtíð Bizerte hefj ist von bráðar. Seðlaveski með stórri-fjárupp- hæð hverfur í FYRRADAG hvarf rautt seðla- veski úr kjallaraíbúð við Rauð- arárstíg. Þessi atburður skeði á millj kl. 1 og 3 síðdegis. Á þess- um tíma komu tveir strákar um og yfir 10 ára í húsið og voru að selja gulrætur, sem þeir höfðu í pappakassa. Rannsóknarlög- reglan óskar eftir að hafa tal af drengjum þessum eða öðrum sem geta gefið upplýsingar um ihvarf veskisins, en í því var all- stór peningaupphæð. Njörður P. Njarðvík hefur beðið Velvakanda fyrir eftir- farandi: • Bréf til Loftleiða Hinn áttunda þessa mánað- ar klukkan laust fyrir sjö síð- degis lagði ég af stað frá Ósló áleiðis til Fornebuflugvallar. Þaðan ætlaði ég síðan að hefja fiug með Loftleiðum klukkan útta og lenda í Reykjavík um það bil fjórum stundum síðar. Þetta fór lítið eitt á annan veg. Er farþegarnir voru að koma sér fyrir í bílnum. sem átti að flytja þá til flugvallar- ins, var þeim tilkynnt að því miður hefði flugvélin tafizt eilítið og mundi henni því seinka um rúman klukkutíma. Þegar út á flugvöllinn kom var síðan tilkynnt að þessi klukkustund væri orðin að tveimur. Flestir farþeganna brynjuðu sig þolinmæði, tóku sér sæti og bjuggu sig undir tveggja stunda bið. Ég var hins vegar svo -heppinn að eiga kunningja sem bjuggu í næsta nágrenni við flugvöllinn svo ég fór þangað til að sníkja mér kaffisopa og rabba ofur- lítið við þá áður en ég hyrfi úr landi. Ekki sá ég æðru eða óþolinmæðissvip á nokkrum farþega, er þeir hófu bið sína, • 7 klukkustunda seta Öðru máli gegndi er ég kom aftur nær sjö klukkustundum síðar. Allt var þá með svip- uðum merkjum og áður, farþegarnir sátu í sömu stól- unum og þarna höfðu þeir set. ið í nær sjö stundir. Það er langt og erfitt flug frá Ósló til New York og því betra að vera óþreyttur áður en haldið er af stað. Það er líka langt og erfitt að sitja í sama stóln- um eðá því sem næst í sjö klukkustundir, ekki sízt fyrir roskið fólk. Þetta þykir mér óviðeigandi meðferð á farþegum. Vita- skuld geta á langri flugleið orðið ófyrirsjáanlegar tafir og ég hygg að Loftleiðir hafi yfir leitt mætt miklum skilningi bíðandi farþega á undanförn- um árum. En það verður að teljast harla léleg þjónusta við farþega að láta þá sitja í sjö stundir í sömu stólunum enda þótt félagið hafi séð þeim fyr- ir mat. Ég held að það verði að teljast eðlilegt að félagið sjái farþegum fyrir hótelher- bergjum til hvíldar, þegar það lætur þá bíða svona lengi þvi slík bið verður að sjálfsögðu að skrifast á ábyrgð félagsins. Heyrði ég og á farþegum að þeir voru mjög óánægðir með þetta og það hlýtur að vera kappsmál Loftleiða að farþeg arnir séu ánægðir og beri fé- laginu vel söguna. Klukkan tvö eftir miðnætti settist ég síðan loks upp í flug- vélina í þeirri sælu trú að nú mundi ég lenda í Reykjavík eftir um það bil fjögurra stunda flug. Sú von varð þó brátt að engu því fltfgfreyjan tilkynnti að næsti áfangi á leiðinni til New York yrði Keflavíkurflugvöllur. Er ég lét í ljós undrun mína svaraði flugfreyjan því til að það væri „venja“ að vélarnar lentu í Keflavík á vesturleið en ekki Reykjavík. Þetta þyk- ir mér ekki heldur góð þjón- usta. Að vísu mun félagið hafa gildar ástæður til að lenda í Keflavík þar eð Reykjavíkur- flugvöllur er of lítill til að vélarnar geti hafið sig þar til flugs með fullum eldsneytis- forða. En þá á að tilkynna far. þegum þetta skýrt og skorin- ort. Það skiptir töluverðu máli fyrir farþegana hvort lent er í Reykjavík eða Keflavík því Keflavíkuðendingin lengir ferðina allmikið og það er ekki hægt að ætlast til þess ☆ FERDINAND ^ ^--^0 Lr-v \ 'i < að farþegar finni á sér ein- hverjar „venjur“ félagsins. Ég fyrir mitt leyti hafði aldrei heyrt minnzt á þetta fyrr. • 14 klst. í stað f jögurra —g«!■ »■ ■ IIIHI I II !■■■• Þegar við komum svo loks- ins til Keflavíkurflugvallar þurftu farþegar til Reykjavík- ur að bíða í einn og hálfan klukkutíma eftir því að fá bíl- ferð þangað. Við sátum þarna innan um áhafnir af tveim flugvélum og biðum eftir bíln- um og einginn virtist hafa hug mynd um hvenær hann kæmi, Það skal tekið fram að áhafn. ir flugvélanna létu eingu síð- ur í ljós óánægju sína með þennan slóðaskap og augsýni- legt var að þær sárskömmuð- ust sín fyrir frammistöðu vinnuveitanda síns. Enda verð ur ekki annað sagt en að slíkt og þvílíkt sé fyrir neðan allar hellur og nálgist nánast að sýna farþegum sínum hreina fyrirlitningu. Og þannig endaði þessi ferð mín sem taka átti fjórar stund ir eftir um það bil 'fjórtán klukkutíma. Ég vil taka það fram að þessi pistill er ekki skrifaður af neinum illvilja heldur þvert á mót. Ég hef ævinlega borið góðan hug til Loftleiða. Hins vegar kynnt- ist ég í þessari ferð ákveðnum hlutum sem ég tel Loftleiðum til lítils sóma. Og ég greini hér frá þeim til þess að stjórn Loftleiða fái vitneskju um atriði í rekstri félagsins sem miður fara og þim hefur ei til vill sézt yfir. Njörður P. Njarðvík-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.