Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐ1Ð TTöstudagur 15. sept. 1961 Hversu mikil áhrif hefur Dean Rusk? PEGAR Krúsjeff lét til skararj skríða 13. ágúst sl. og innsiglaði Austur Berlín, kom það ráða-! mönnuna í Bandaríkjunum nokk- uð á óvart. Þeir voru ekki við því búnir að grípa til mótaðgerða, | svo að nokkrir dagar liðu áður en nokkuð væri aðhafzt. Bandarískir embættismenn voru jafn furðu losnir sem aðrir, þegar Janio Quadros, forseti Brazilíu, sagði af sér forsetaem- bættinu 25. ágú= sl. í Laos var ekki laust við að ósamræmis gætti fyrr á þessu ári milli yfirlýsinga og aðgera Banda ríkjamannaa og glundroða gætti i Kúbumálinu. | Loks kom Krúsjeff Bandaríkja| mönnum að óvörum með yfirlýs-j ingunni 30. ágúst sl. um, að hafn- ar yrðu á ný tilraunir með vetn- issprenjfjur í SovétríkjunumJ Hinir reyndustu menn á sviði 'heimsmálanna þykjast sjá merki þess, að Rússar hafi hugsað sér að reyna mjög þolrifin í barada- ríkum stjórnarvöldum á komandi vikum og mánuðum. Framantaldir atburðir hafa mjög haft í för með sér vangaveltur tim þá menn, sem ráða stefnu Bandaríkjanna. Fólk spyr, hver sé orsök þess að svo margir at- burðir komi á óvart og fólk spyr einnig, hver sé ábyrgur fyrir stefnu Bandaríkjanna, hvort það sé utanríkisráðuneytið — og þar af leiða vangaveltur um hvernig maður utanríkisráðherrann, Dean Rusk, sé. Rusk er almennt þekktur sem sá embættismaður í Washington sem mestum önnum sé hlaðinn og Robert Kennedy dómsmálaráð- herra, sé Rusk mikilvægasti næst forsetanum og bráður hans, embættismaðurinn. Hinsvegar er jafn ljóst, að utanríkisráðherrann Rusk er enginn Dean Acheson eða John Foster Dulles. Kennedy forseti er sinn eiginn utanríkis- ráðherra, ef svo má að orði kom- ast — í miklu meiri mæli en þeir voru Eisenhower og Truman. Það var Kennedy, forseti sem tók ákvörðun um að veita ekki uppreisnarmönnum á Kúbu að- stoð úr lofti og forsetinn hefur tekið þær ákvarðanir í Laosmál- inu, sem leiddu til undanhalds þar. Kennedy fór ti1 fundar við Krúsjeff í Vínarborg í blóra við ráð Dean Rusks — og þó komu aðgerðir Rússa í Ausur-Berlín að nokkru á óvart. Fyrsu mánuði núverandi stjórn ar var oft svo að sjá, sem Rusk stæði í skugga ýmissa annarra embættismanna, sem fjölluðu uim utanrikismál við forsetann. Adlai Stevenson var að nokkru leyti sjálfstæður utanríkisráð- herra hjá Sameinuðu Þjóðunum; innan veggja Hvíta hússins áttu hinir ýmsu ráðgjafar stóran þátt í mótun stefnunnar í málefnum Mið- og Suður Ameríku, afvopn- unarmálinu, Berlínarmálinu og öðrum deilumálum kalda stríðs- ins. Chester Bowles, aðstoðarut- anríkisráðherra hafði mjög ákveðnar skoðanir á ýmsum mál- um svo sem fjallað hefur verið um í blöðum, — og leitað var álits Dean Achesons. # Hvernig maður er Ðean Rusk? Af þessu hafa risið spurning ar sem slíkar: — Hversu mikil áhrif hefur Dean Rusk. utanríkis ráðherra í raun og veru? Hvert er samband hans við forsetann? | Hvernig maður er Dean Rusk og hvernig kemur hann stjórnmála- mönnum og leiðtogum annarra þjóða fyrir sjónir? J Til þess að finna svör við þess- um spurningum hafa starfsmenn bandaríska tímaritsins U.S. News & World Report leitað ítarlegra upplýsinga og umsagna um Rusk: — Dean Rusk er 52 ára að aldri. Hann-er hár maður vexti, traustbyggður, breiðleitur, á góðri leið með að verða al- veg sköllóttur, hefur alúð- legt bros og frjálslega fram- komu. Hann er fæddur í Georgia-fylki hefur keim af Suðurríkjaframburði en er laus við kynþáttahleypidóma sem svo mjög vill loða við Suðurríkja- menn. Þegar hann keypti íbúð í Washington neitaði hann að skrifa undir endanlegan kaup- S'amning þar til felld voru niður ákvæði um, að eignina mætti hvorki selja negrum né mönnum af Gyðingaættum. Rusk stundaði nám við David- son College í N-Caroline, fékk námsstyrk, sem kenndur er við Sir Cecil John Rhodes, til náms í Oxf ord. Síðar stundaði hann! in í hendur, þannig, að ekki verði annað séð en hann sé ger- samlega áhugalaus um það, sem þar stendur. Að lestri loknum, augnabliki síðar, nefnir hann þó eitt og annað sem þurfi lagfær- ingar við og segir jafnótt hvernig því skuli breytt. En ekki eru allir jafn hrifnir: — Hafi Rusk brugðizt bogalistin í einhverju, segir einn starfsmað ur hans, þá er það helzt í skipu- iagningu hins fjölmenna utanrík isráðuneytis. Ástæðan kann að vera sú, að Rusk eigi erfitt með að vingast við starfsmenn utan- ríkisráðuneytisins, sé jafnvel dá- lítið tortrygginn í samskiptum við suma undirmenn síná. Þessi ummæli gefa vísbendingu um að Rusk sé ekki gæddur nægilegum skipulagshæfileikum. Annar segir: — Ég hef ekki alveg gert mér grein fyrir, hvern ig Dean Rusk er. Hann sýnir íðulega mikinn styrk, sem lofar góðu um framtíðina. Hann er geysilega fær maður og vinnur Dean Rusk ræðir við Kennedy, forseta og Robert McNamara, landvarn rrá.ðherra. Dean Rusk ásamt Dag Hammar- skjöld fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Adlai Steven- son, aðalfull- trúa Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. framihaldsnám í Berlín. Að námi loknu kenndi hann stjórnfræði við Mills College í Kaliforniu. f heimsstyrjöldinni síðari var hann liðsforingi, en síðan henni lauk hefur hann að mestu fjallað um ýmis innanrikismál. i — Rusk hefur haft mikil áhrif á samstarfsmenn sína og virðast þau honum í hag. Skulu hér nefnd ummæli nokkurra manna, ^ er ýmist hafa starfað undir hans { stjórn eða með honum. Einn seg- | ir: — Rusk er gæddur sterkum, persónuleika og hann lætur ekki svo gjarnt af sinni skoðun. Þann, eiginleika kann Kennedy forseti vel að meta, því að hann hefur lítið áli-t á ,,já“ mönnum. Rusk er, óvenju greindur maður og forset- anum hollur. Má segja, að hann' sé mikilhæfur maður, gæddur mörgum eiginleikum stórmenna. Annar segir: — Dean Rusk er hæglátur maður og leynir á sér. Það er ekki auðhlaupið að kynn- ast honum vel, — hann er sein- tekinn, en trölltryggur vinum sín um. Margir eru hrifnir af skarp- skyggni hans og ■ skýrri hugsun. Einn samstarfsmanna hans getur þess, að hann líti yfir ýmis blöð eða plögg, sem honum eru feng- að undir hógværðinni sé síður | en svo nokkur linkind, heldur harka og staðfesta. •— Eitt af fyrstu vandamálum Rusks, er hann tók við embætti utanríkisráðherra var hvernig honum tækist samvinnan við Kennedy, forseta. Þeir þekktust sama og ekkert áður. Rusks hef- ur lagt mikla áherzlu á, að Kennedy fengi sem skipulegastar og gleggstar upplýsingar frá ut- anríkisráðuneytinu og hefur sam- starf þeirra verið með slí'kum ágætum og svo eðlilegum hætti, að nú má oft hitta bá fyrir jakka lausa með uppbrettar skyrtuerm- ar, er þeir vinna að áríðandi verk efnum. Báðir eru mennirnir ná-, kvæmir, greindir og skarp-j skyggnir. Þeir vinna ötullega þeg ar þeir eru saman en gefa sér, lítið tóm til léttara hjals. Þeirj talast við í síma oft á dag, hittastj daglega, stundum oftar en einu sinni, utan hinna reglulegu stjórn arfunda. Éftir því, sem á líður hefur Kennedy tekið meira tillit til þess, sem Rusk leggur til mál- anna. f upphafi voru, eins og fyrr, er sagt, hinir ýmsu ráðgjafar forsetans virkir mjög og var talið að mörgum þeirra þætti sem þeir sjálfir væru betur komnir j embætti utanríkisráðherra en Dean Rusk. Um tíma virtist Kennedy hafa til'hneigingu til að taka embætti utanríkisráðherra; að mestu í sínar hendur, þannig að Rusk yrði aðeins einn af áheyr endum forsetans. Smátt og smátt hefur þetta breytzt í þá átt að Rusik tekur orðið margar meiri háttar ákvarðanir. Kennedy er þó sá, sem forsetavaldið hefur og Dean Rusk virðist harla ánægð-j ur með þessa skipan mála. — Alit stjórnmálaforingja utan Bandáríkjanna á Dean Rusk er dálítið mismunandi. Opinberir aðilar í Bretlandi vilja lítt um hann segja, hann sé gæddur mörgum kostum, en Bret ar bíða eftir því hver reynsla þeirra verður af honum. Frakkar eru nokkuð tortryggn ir í garð Dean Rusks. Þeir eru andvígir því, að vesturveldin bjóði til samninga um Berlínar- málið. Ekki sé von til þess að „status quo“ fái haldizt í Berlín, ef til samninga komi. Frakkar eru því dálítið hræddir við, að rödd Rusks verði þeim í óhag í þessu máli. Þjóðverjum þykir valdsvið utahríkisráðherrans of takmarkað til þess að hann fái sýnt hverjir hæfileikar hans eru, og í Austurríki kemur fram sú skoðun, að Rusk sé fremur eins konar blanda af háskólaprófessor og diplómat fremur en hann sé stjórnmálamaður, — Rusk geri ekki nægilega mikið úr embætti sínu með framkomu sinni. ítalir eru mjög hrifnir af Rusk og sömuleiðis Japanir, sem þó segja að Kennedy varpi á hann of miklum skugga. I heimi diplomata er Dean Rusk virtur og í Washington er haft eftir erlendum sendiráðs starfsmönnum, að mál þeirra fái mun skjótari afgreiðslu en áður hafi verið, og sambandið milli stjórnarinnar í Washington og sendiráða Bandaríkjamanna er- lendis er einnig sagt sterkara en oft áður, en þar í eigi Rusk stór- an þátt. í Washington vinnur hann að endurskipulagningu á ráðuneytinu og hefur komið á deild, sem í sambandi við sendi ráðin erlendis á að hafa sérstak- lega vakandi augu með öllum stjórnmálahræringum. Segja þeir sem gerzt til þekkja, að eitt aðal- verkefni og vandamál Rusks sé nú að styrkja ráðuneytið svo að atburðir eins og þeir, sem fram- an eru taldir komi bandarísku stjórnarvöldunum ekki að óvör- um. ótrúlega mikið. Greind hans er alhliða og verður í engu komið að tómum kofa hjá honum. Hann veit fyllilega hvað er að gerast i heiminum og hver aðstaða Bandaríkjamanna er í Heimsmálj unum. En — stundum virðist mér hann einum of mikill mennta maður, ef svo má segja, — sem sér allar hliðar hvers- máls, allt( sem vegur með og allt sem vegur j á móti og hann virðist ekki allt- af hitta á sterkustu eða áhrifa- mestu lausnina. Mér virðist hann stundum bregðast meira við með hliðsjón af hindrunum, sem á veginum kunna að verða og því ekki alltaf nota hin réttu tæki- færi þegar þau gefast. I fyrstu reyndi Rusk að hafa umsjón með öllu sem laut að starfi hans, en er frá leið varð bann að reyna að takmarka sig við meginverkefnin — en komzt þá stundum að raun um, að smáu málin urðu að stórmálum, meðan hann hafði ekki auga með! þeim. Sumir telja, að veikleiki Rusks liggi í hógværni hans, og hafa bent honum að láta meira að sér kveða svo að framkoma hans j verði litríkari, en Rusk hafnar kurteislega slíkum ráðum. Og þeir, sem þekkja hann bezt segja. Farið vel með sauðfé Aðvörun frá Dýraverndunarfélagi íslands GÖNGUR og réttir eru að hefj- ast, því eru framundan stórfelld- ir rekstrar á búfé eða flutningar á því með vögnum og skipum. Samband Dýraverndunarfélaga íslands leyfir sér því að vekja athygli á eftirfarandi atriðum reglugerðar um meðferð búfjár við rekstur og flutninga. I Við rekstur og flutninga skal ávallt sýna búfé fyllstu nær- gætni, svo að því líði eins vel og kostur er. Þegar sauðfé er flutt á bifreið- um, skal ávallt hafa gæzlumann hjá því, jafnvel þó um skamman veg sé að ræða. Jeppakerrur eða tengivagnar eru eigi leyfileg far- artæki til flutnings búfjár. Bifreiðar þær, sem ætlaðar eru til sauðfjárflutninga, skal útbúa með pallgrindum, sem skulu vera svo þéttár, að eigi sé hætta á, að dýrin festi fætur í þeim, og gerð ar úr traustum, sléttum viði, án skarpra brúna eða horna. Eigi skulu slíkar pallgrindur vera lægri en 90 cm. Hólfa skal pall sundur í stíur, er rúmi eigi yfir 12 kindur. Ef flutningsleið er lengri en 50 km, á að hólfa pall- inn sundur í miðju að endilöngu, svo að engin stía nái yfir þveran flutningspall. Á pallinn skal strá hæfilega miklum sandi eða heyi. til þess að draga úr hálku. Leit- azt skal við að flytja fé meðan dagsbirtu nýtur. Verði því eigi við komið, skal hafa Ijós á bif. reiðarpalli, svo að vel sjáist um allan pallinn meðan á flutningi stendur. Til þess að forðast hnjask eða meiðsli skal búa svo um, að unnt sé að láta búfé ganga á flutnings- pall og af. Ef flutningur tekur lengri tíma en 12 klst. skal sjá dýrunum fyr- ir nægilegu fóðri og vatni. Vakin skal athygli gangna- manna á því að tekin sé fjárbyssa með í göngur, svo deyða megi lemstrað fé með skoti. Varast skyldu gangnamenn að reiða lemstraða kind.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.