Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 15. sept. 1961 / MORGVNBLAÐ1Ð 13 Kynni mín af lögreglu- ríki kommúnista HÉR SEGIR frá því, sem er að ,gerast bak við járntjaldið, sem, sker sig í gegnum Þýzkaland. Höfundur greinarinnar er Ro- bert Kleiman, fréttaritari „U.S. News & World Report“ í París, sem ók frá Berlín til Leipzig í Eftir Robert lCleiman Austur-Þýzkalandi, 2. sept. s.l. Þarna bar margt fyrir augu, uppþot, handtaka — og þarna leit höfundur lögregluríkið í réttu Ijósi. BERLÍN Fjögurra daga ferðalag handan við Járntjaldið í Austur-Þýzka- landi kennir manninum hvað ótti er. Og ég var engin undantekning. Eina nóttina gisti ég, sem fangi í höfuðbækistöðvum öryggislög- reglunnar SSD í Leipzig meðan ikommúnistalögreglan velti því fyrir sér, hvort bæri að stimpla mig sem „njósnara". Menn njósnuðu um mig, óein- ikennisbúnir lögreglumenn — og fylgdust jafnvel með mér í sjón auka. Eg sá tvo þýzka vörubíl- Stjóra sem rætt höfðu við mig í græzkulausu gamni, hundelta af troðfullum bíl af grænklæddum lögreglumönnum. Eg sá óttann í augum jafnt txngra sem gamalla, kommúnista og andkommúnista verkamanna og kauphéðna, verzlunarmanna Og menntamanna. Og ég sá vopn- aða lögreglumenn hörfa undan ógnandi múg. Hið hræðilega orð „Ungverja- land“ heyrðist á hverju götu- Ihorni. Lögreglan óttast það. All ir muna örlög lögreglunnar í Budapest, en henni var að miklu ieyti útrýmt, þegar Rússar bældu niður ungversku byltinguna árið 1956. Þjóðin öll óttast orðið. Hún man eftir rússnesku skriðdrekun tun. Stríðsóttinn er áberandi. Aust- ur-þýzki herinn hefur verið auk- inn um 70 af hundraði á þremur vikum. í hernum eru 18 til 23 ára gamlir óviljugir „sjálfboðalið ar“, og sífellt bætist í hópinn. Her íefingar eru dagleg sjón. Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar í Leipzig, þar sem fyrir gkemmstu var opnuð mikil kaup- Stefna. Austur-þýzkar hersveitir með stálhjálma, vopnaðar litlum bríðskotabyssum marséruðu um igötur borgarinnar. Þeir fóru þrír saman, og fjöldi hermannanna var meiri en eðlilegt skyldi telj ast í borginni. HANDTAKA A GÖTUNNI 1 Það var lögreglan, „Vopos“, eem tók mig höndum í Leipzig, þegar ég kom að bifreið minni kl. tíu að kvöldi 3. sept. Um 15 til 20 Btrákar höfðu safnazt saman um- hverfis bifreiðina, sem bar núm- er frá Vestur-Berlín. Sumir þessara stráka voru að Ikljást við þrjá lögreglumenn. Einn þeirra var laminn í öngvit Og nokkrir teknir höndum. Maður í gulri sportskyrtu, sem ég hafði séð í veitingahúsinu, jþar sem ég hafði gefið mig á tal vð nokkur austur-þýzk ung- mienni, birtist allt í einu. Hann hvísláði einhverju að lögreglu- iwönnunum og benti á mig. Eg Var tekinn til fanga. Tíu mínútum síðar var ég kom- Inn í hina alræmdu Dimitroff- götu 3—5, þar sem Leipziglög- reglan hefur aðsetur sitt. Bif- reið mín var skilin eftir fyrir ut an. Næstu fjórar klukkustundirnar hafðist ég við í litlu herbergi, þar sem engir innanstokksmunir voru utan tveggja bekkja, auk þess sem einn lögreglumaður heiðraði mig með nærveru sinni. Eg bað þrásinnis um, að frétta- stjóra kaupstefnunnar yrði sagt frá handtöku minni, en ég fékk ekki önnur svör en önugt hnus. Eg var einskis spurður, og mér var ekkert sagt. Loks kom óeinkennisklæddur maður inn og sagði brosandi: — „Við erum að reyna að komast að einu: Hversvegna stjórnuðuð þér þessum uppreisnarseggjum við bifreið yðar?“ „Eg er hræddur um að ég skilji ekki við hvað þér eigið, og ég er hræddur um, að ég verði ekki hentugt vitni fyrir yður“, svaraði ég. „Slagsmálunum var svo til lokið, þegar ég kom á stað- inn. Eg sá ekki annað en nokkra stráka, sem líklega hafa drukk ið of mikið og voru að kljást við lögregluna". „Það er mun alvarlegra en þetta“, sagði hann. „Þetta er stjórnmálalegs eðlis“. Þá þurfti hann að víkja frá mér „í nokkrar mínútur". Hann kom ekki-fyrr en eftir rúma tvo tíma. Eg bað um mat og frakkann, sem var í bifreið minni, þar sem mér var orðið kalt. Mér var neitað um hvorttveggja. Þá var mér sagt, að SSD væri að fjalla um mál mitt — leynilögreglan. „UPPGERÐARRÉTTARHÖLD“ í UNDIRBÚNINGI? Eg fann skyndilega, að ég var í miklum vanda staddur. Ætlaði SSD að nota mig við „sýndar- réttarhöld"? Ef svo var, var næst Hermenn með stálhjálma að- stoða hina hötuðu lögreglu. um öll von úti. Eða héldu þeir í rauninni, að ég væri njósnari? Ef svo var, væri ef til vill hægt að koma fyrir þá vitinu. Eg krafðist nú yfirheyrslu, í stað þess að bíða með þögn og þolinmæði. Þegar ég sá manninn, sem áður hafð talað við mig, ganga framhjá klefa mínum, gekk ég í veg fyrir hann og sagðh „Þýzkaland er enn hersetið land. Eg er bandarískur ríkisborg ari, og Bandaríkin eru hér eitt af fjórum ríkjum, sem ráða lönd um. Austur-þýzka stjórnin getur ekki handtekið mig með neinum rétti. Eg verð að biðja yður um að kalla á sovézkan lögreglu- mann, sem svo getur tjáð ríkis- stjórn minni handtöku mína. „Sem evrópskur fréttaritari í 13 ár hef ég haft viðtöl við for ráðamenn margra ríkja, ég hef farið til Moskvu, og er þar ekki ókunnur. Eg hef verið gestur Krúsjeffs í veizlu í Kreml. Eng inn í heiminum myndi trúa því, að ég aðhefðist eitthvað annað hér en fréttamennsku". „Við skulum sjá, hvað ég get gert“, sagði maðurinn. Kl. 3:30 að morgni var farið með mig inn á skrifstofu lögreglu foringja í hvítri- sportskyrtu. — „Bifreið yðar“, sagði hann, „var miðpunktur uppþotsins. Við lif- um á alvarlegum tímum. Við urð um að komast til botns í þessu máli“. Lögregluforinginn bauð mér brauðsneið úr matarkassa sínum. Eg þáði hana og át með góðri lyst eftir langa föstu. Hann sagði mér frá lífi sínu, ást sinni á New York, sem hann mundi eftir, frá því hann var í siglingum. Við ræddum geimkapphlaupið milli Bandaríkjanna og Rússlands kjarnorkutilraunir og bárum sam an líf leynilögreglumanna og fréttamanna. Loks spurði lög- regluforinginn mig nokkurra spurninga um atburði kvöldsins. Þá sagði hann, að ég yrði að bíða enn í nokkrar mínútur. Eftir stundarfjórðung var far ið með mig til yfirmanns SSD I Leipzig. „Við ætlum að senda yður burt“, sagði yfirmaðurinn. Mér brá í brún og bjóst við fangels- un. En hann bætti við: „Eg á við, við ætlum að láta yður lausan". Og mér var kurteislega fylgt út úr byggingunni. ELTINGALEIKUR Á ÞJÓÐVEGINUM Áður hafði ég komizt í tæri við lögregluna á þjóðveginum frá Berlín til Leipzig. Eg nam staðar, til þess að líta á bíldekk og rabb aði smástund við tvo vörubíl- stjóra, sem einnig höfðu numið staðar. Þeir voru í lítilli Skoda- bifreið. Þegar við stigum aftur upp í bifreiðarnar, sá ég einkennilega sjón. Skammt frá okkur var hóp ur lögreglumanna, sem störðu á okkur gegnum kíkja. í sama bili kom herbifreið upp að okkur, full af lögreglumönn- um. Skodabifreiðin hélt leiðar sinnar eftir þjóðveginum, og ég ók á eftir. Lögreglubifreiðin kom svo á eftir mér. Þetta var furðu leg fylking, og mér leið allt ann að en vel. Stuttu síðar beygði Skodabif- reiðin út af þjóðveginum. Lög- reglubifreiðin jók ferðina, ók framhjá mér, og átján augu störðu rannsakandi á mig um leið, síðan ók bifreiðin hratt á eftir Skodabifreiðinni. Mér var bannað að beygja út af þjóðvegnum á leið minni til Leipzig. Eg hægði á mér og sá bifreiðarnar hverfa. Eg gat ekk ert gert, en mér varð hugsað til þess hvað biði þessarra kurteisu ungu manna, sem gefið höfðu sig á tal við ókunnan mann úr ó- kunnu landi. í LEIPZIG: ANDSTÆÐUR Á kaupstefnunni í Leipzig blasti við íburður og fegurð, og margt var þar girnilegt frá Aust- ur-Þýzkalandi, sem ætlað var til útflutnings. En utan sýningar-1 svæðisins var ömurlegt um að lít ast. Hundruð fána, auglýsinga- spjalda og skrauts gátu ekki sett sannan lit á grámyglu borgarinn ar. Tómar rústir frá stríðsárunum standa enn í miðbænum. Auð svæði, hrein en engu að síður ömurleg, eru til merkis um eyð- ingar styrjaldarinnar þar sem ekkert hefur verið byggt upp síðan. Föt þau sem fólkið klæðist á götunni og á kaffihúsunum eru tötraleg á að líta. í búðarglugg- um eru snotur föt og húsbúnað ur en þetta virðist einungis vera fyrir aðkomandi. Kaffi kostar sem svarar $ 7 pundið; benzín $ 1.33 gallonið. Bifreiðar sjónvörp og þvottavélar kosta þrisvar sinnum meira en í Vestur-Þýzkalandi og ekki er hlaupið að því að komast yfir slíkan munað. Matarskömmtun var aflétt ár- ið 1958 en s.l. ár var farið að skammta kartöflur og smjör. — Þarna er nóg að borða en fjöl- breytileikinn enginn. Dreifingar- kerfið er lélegt. Biðraðir eru dag- legt brauð þar sem smjör og ferskir ávextir fást. Innkaup eru mikið vandamál fyrir húsmæður. Verkamenn geta naumast gert sér von um að fá aðra vinnu eða flytjast búferlum nema með opinberu leyfi. Aliir þeir sem ríkisstjórnin „lítur óhýru auga“ eru nánast þrælar, fá úthlutaða vinnu, og fá auk þess yfir sig ferðabann, eða þá þeir eru sendir til annars landshluta eða í „vinnu menntunarstofnun“. „EILÍF BARÁTTA" „Það eru ótal hlutir, sem ekki finnast, þegar maður þarfnast þeirra mest sem gera manni lífið brogað", sagði kona nokkur, sem átti litla gjafaverzlun. „f dag eru það nálar sem ekki fást, í gær hrísgrjón eða rúmföt, á morgun þarf maður kannski að fara í tuttugu verzlanir til þess að finna rétta stærð af skóm. Lífið er ei- líf barátta". Maður með snjáða skjalatösku kom inn, þegar við vorum að rabba saman. Hann bað um eitt- hvað, sem ekki fékkst og hélt síðan leiðar sinnar. „Eg þekki þennan," sagði eig- andi verzlunarinnar. „Hann er einn þeirra — njósnari eða leyni lögreglumaður. Hann kom inn, til þess að komast að því hversvegna þér væruð svona lengi hérna. Þév verðið víst að fara“. Robert Kleiman Menn tala í hálfum hljóðum, líta snöggt um öxl, sitja þöglir á kaffihúsunum og drekka en þora ekki að tala við náungann — þetta er lögregluríkið. En þegar austur-þýzkir þegnar eru einir með bandarískum gesti, kjaftar á þeim hver tuska. Ef tal- að er við þá, sem heimsótt hafa A- Þýzkaland eru þeir almennt á einu máli. Ógnarstjórnin heldur þjóðinni í járngreipum. Um gjörvallt land ið er verið að ala upp unga menn, sem ganga um í bláum skyrtum, merki Frelsishreyfingarinnar. — Þeir fylgjast með öllu, fóllkinu á götunni, kaffihúsum, stjórnmála fundum, danshúsum og í skemmti görðum. TAKMARKIÐ: HUGSANA- SKEFJAR Tilgángurinn er að ná tökum á hugsun þjóðarinnar. Nú hefur landamærunum verið lokað, og enginn getur flúið til Vestur-Ber- línar, en um leið er hafi herferð gegn „hugsjónalegum flóttamönn um“ — þeim, sem hlusta á sjón- varp Vesturlanda og útvarpssend ingar. Höfuðtakmark ógnarstjórnar- innar er tvennskonar: 1. Að koma í veg fyrir ólgu og uppþot, eins og kom fyrir 17. júní 1953. Austur-Þjóðverjar eru nú fangar, eftir að járntjaldinu hefur verið læst að fullu. Að- komumenn finna hvarvetna ör- væntinguna, sem kann að vera forboði ofbeldisaðgerða. 2. Að krumla kommúnismans læsi sig enn fastar um þjóðina, sem sífellt streitist á móti. Sem sagt, að efla kommúnismann í landi, sem hræðist kommúnisma. MÝLDIR KOMMAR Jafnvel kommúnistaleiðtogar í Leipzig hampa þessu nýja slag- orði: „Engar umræður við óvin ina“. Prófessor nokkur sagðB „Við vitum, að mestur hluti þjóð arinnar aðhyllist ekki kommún- isma. Hvernig eigum við að sann færa þjóðina, ef henni er ekki heimilt að láta í ljós skoðanir sín ar og deila við yfirvöldin?" Kommúnistar, sem lagt hafa leið sína til Póllands ,láta í ljósi öfund, vegna tjáningarfrelsisins, sem þeir finna þar. Einn kommún isti, sem einnig hafði farið til Moskvu, sagði: „Frá því 13 .ágúst lifum við undir prússneskum kommúnisma. Hann er jafnvel strangari fyrir þjóðina en rúss- neskur kommúnismi.“ Gegn Castro Havana, 11. sept. SAUTJÁN ára drengur beið bana í mótmælagöngu og hópfundi, er haldinn var gegn Castro í Hav- ana. Blað byltingarstjórnarinnar sagði frá þessu í dag. Fólk, sem þátt tók í mótmælafundinum, var hrakið inn í kárkju og þar var skotið á það. BERLÍN, 11. sept. — Pervuk- hin, sendiherra Rússa £ Austur- Þýzkalandi, sagði í bréfi til sendiherra Breta, Bandaríkja- manna og Frakka £ Vestur- Þýzkalandi í dag, að austur- þýzka stjóinin bæri ábyrgð á lögum og reglu £ Austur-Berlín. Vísaði hann þar með á bug orð- sendingu sendiherranna í fyrra mánuði þar sem ráðstjórnin var sökuð um brot á fjórveldasam- komulaginu um Berlín A-þýzkir verkamenn hafa nánast enga von um breytta vinnu og verða að fá opinbert leyfi til að flytjast miili staða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.