Morgunblaðið - 15.09.1961, Page 20

Morgunblaðið - 15.09.1961, Page 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. sept. 19fil Þessa mánuði, sem ég var þarna, var mér sagt að ég fengi' heilan poka af pósti á hverjum degi. Hér þótti óskaplega vænt um, að fólk skyldi muna eftir mér, einkanlega þó um jólin, en þá fékk ég meira en 3000 jóla- kort frá hverju ríki í Bandaríkj- unum og frá stöðum eins og Shanghai, Bombay, Cape Town og Alexandríu, og sömuleiðis alls staðar að úr Evrópu. Ég fékk þó ekki að sjá neitt af þessum pósti, af því að reglu- gerðin leyfir engum að fá bréf nema frá nánustu aettingjum. Allir mínir nánustu ættingjar voru dáir. Það er áreiðanlegt, að hefði ég átt nokkra ættingja eft- ir, hefðu þeir fundizt. Yfirvöldin kasta ekki höndunum til hlut- anna. Ég átti hvíta hálfsystur og bróð ur einhversstaðar, ég hafði hitt þau við jarðarför pabba. En þau höfðu horfið inn í hvíta heim- inn, án þess að skilja nokkur spor eftir sig. Allir aðrir voru dauðir, nema stjúpmóðir mín, Fanny Holiday, Henry og Elsie. Ekkert þeirra var talið nánustu ættingjar. Og allt það, sem fólk sendi mér, og ég gat ekki snert. Ávextir, vín, whisky, kampavín. Hér þótti vænt um það en allt saman var það sent aftur. Elskuleg hjón í Zurich í Sviss sendu mér fimmtíu þúsund og skeyti. í því stóð, að mér mundi aldrei takast að vinna mig upp aftur í Ameríku, þegar ég slyppi út, þess vegna ætti ég að fara til Evrópu. Þau hringdu mig tvisv- ar upp, og yfirfangavörðurinn var svo góðviljaður að lofa mér að tala við þau. Ég sagði þeim, að ég gæti ekki hlaupizt brott. Vel gæti verið, að þau hefðu rétt fyrir sér, að ég væri búin að vera í Ameríku, en ég varð að komast að því sjálf. Ég lét yfir- fangavörðinn, frú Helen Hironim us, senda peningana aftur og sagði þeim, að ég skyldi láta þau heyra frá mér og biðja þau að senda peningana, ef mér mis- heppnaðist allt, þegar ég slyppi út. Þá skyldi ég koma. Yfirfangavörðurinn þurfti ekki að leyfa mér að tala við þessa vini mína í Evrópu. Henni bar heldur ekki skylda til að leyfa mér að fá póst frá vinum mín- um. En að lokum ákvað hún, að ég mætti fá þrjú bréf á viku frá öðrum en fjölskyldu minni. Fyr ir valinu urðu Bobby Tucker, hinn tryggi undirleikari minn, og Ed Fishman, náungi sem langaði til að verða ráðningastjóri minn þegar ég slyppi út. Og af því að hún vildi gera allt sem hún gæti til að hjálpa mér til að komast á svið aftur þegar ég slyppi út, leyfði hún mér að tala við Fish- man og Joe Gltser. Þessi fangavörður var ágætis kona. Hún var rík og þurfti ekki að stunda svona vinnu. Hún gerði þetta af því að hún trúði á það sem hún var að gera.Eftir messu á sunnudögum fór hún alltaf á sjúkrahúsið til að heim- sækja steipur, sem voru að losna undan eiturlyfjum. Ég sá hana í fyrsta skipti í einni af þessum heimsóknum. Þegar ég lá þarna og kvaldist, langaði mig sízt af öllu til að sjá fallega konu, og fangavörðurinn Helen Hironim- us var falleg kona. Hún vissi það, en lét það ekkert á sig fá. Hún kom með blóm og gaf þau þessum stelpum, sem áttu erfitt. Eftir nokkra daga fór ég að álíta að hún væri harðlynd. Áður en ég vissi af var mér farið að geðj- ast vel að henni. Ég opnaði ekki munninn til að syngja allan tímann, sem ég var í Alderson. Hig langaði ekki til að syngja, og gerði það ekki. Hargar stelpurnar þarna voru beztu grey. Þær sárbáðu mig að koma fram og leiddist, að ég skyldi neita. Það skipti engu máli. Ég hefði ekki getað sung- ið, þó mig hefði langað til. Hefðu þær skilið söng minn, hefðu þær vitað að ég gat ekki sungið á svona stað. Tilfinningarnar eru undirstaða söngs míns. Án þeirra get ég ekki sungið. Allan tímann sem ég var þarna, var ég alger- lega tilfinningalaus. Stelpurnar héldu stundum hryllilegar leiksýningar. Jafnvel yfirfangavörðurinn spurði, hvort ég vildi ekki taka þátt í þeim. Hún fékk sama svarið. Ég sagði henni, að ég hefði verið send þangað í refsingarskyni, og hefði ekkert til þess að syngja um. Ég fór á fyrstu sýninguna, sem þær héldu. Sumar af stelpunum voru í karlmannsfötum, skemmtu sér á sviðinu við það sem þær máttu ekki gera annars staðar. Sýningin var svo óskaplega öm urleg og leiðinleg, að ég kom aldrei aftur á þessar sýningar þeirra. Allar reiddust þær þessu. Samt sem áður léku þær plöturn ar mínar. Hér hefur sennilega verið sendar meira en 500 af plöt um mínum meðan ég var þarna og ég skildi þær eftir.. Ég hlusta afar sjaldan á plöturnar mínar utan fangelsisveggjanna, og þess vegna gerði ég það ekki heldur meðan ég sat inni. Þegar kom að jólum 1947, á- kvað ég að komast yfir whisky á einhvern hátt. Ég stjórnaði í eldhúsinu og áleit að ef einhver gæti þetta væri það ég. Ég minnt ist herra Lee, kínverska þvotta- hússeigandans í Baltimore, og brennivínsins, sem hann brugg- aði úr hrísgrjónum. Ég var hrædd við að stela hrís grjónunum. Ég var viss um að þeirra yrði saknað og þá‘ kæmist upp um mig. Þess vegna ætlaði ég mér að ná sama árangri með því að nota kartöfluhýði. Jafnvel það var áhættusamt. Ég gat feng ið skömm í hattinn fyrir jafn lítil fjörlegan hlut og að taka of mik ið af kartöflunum með hýðinu. En mér tókst samt að safna sam an nógu miklu af hýði og brátt átti ég whisky-kút, sem var svo góður að finna mátti gerjunar- lykt. En þá byrjuðu erfiðleikarn ir fýrir alvöru. Lyktin var svo sterk, að ég átti fullt í fangi með að fela kútinn. Því meira sem gerjaðist í hon um, því sterkari var lyktin. Ég reyndi alla felustaði undir viðar kestinum, bak við eldavélina og herbergið mitt. Og allsstaðar leit aði fangavörðurinn að honum. Hún var engin kjáni og þekkti lyktina vel. Þegar hér var komið sögu, fannst lyktin í öllu húsinu. Fyrst datt henni í hug að einhver skepna hefði skriðið einhversstað ar inn og drepizt. Þess vegna lét hún mig gera allt hreint. í eld- húsinu unnu engir nema ég og 65 ára gömul kona, og þess vegna hlaut önnur okkar að vera brugg arinn. — Hreif svefnpillan, væni minn? Loks kom henni í hug að leita í síðasta felustaðnum undir kola hrúgunni. Fyrir þetta voru síga- retturnar teknar af mér í tvær vikur, að ég nefni ekki blessað bruggið. ★ Eftir fyrstu 5 mánuðina fá fangarnir fallegt herbergi með rúmi sem er svipað og sjúkra- rúm hvorki of mjúkt né hart. f herberginu var einn hæginda- stóll, og annar stóll með beinu baki. Þeir sem eiga peninga geta fengið að kaupa efni í glugga- tjöld og rúmteppi. En íbúar her- bergisins verða að halda því hreinu og bóna gólfið. Þegar eín hver af gæzlukonunum kemur í eftirlitsferð, með hvítan hanzka á hendinni, er betra að hvergi sé ryk, annars er sígarettuskammt- urinn horfinn. Það eina sem mér var ekki sama um í fangelsinu voru síga- retturnar. Þegar ég var sett inn, reykti ég næstum karton á dag. Það var erfitt að koma þessu nið ur í þrjá pakka á viku, en það var það mesta sem reglugerðin leyfði. Reglan var sú, að þeir, sem ekki höfðu peninga til að kaupa þær á staðnum, fengu þrjá pakka á viku af heimatilbún um sígarettum, úr einhverju Virginíaillgre;i. Hinsvegar var ■sama, hversu ríkur fanginn var, eða hvað mikið hann fékk sent annars staðar að reglurnar leyfðu ekki nema þrjá pakka á viku. Auðvitað fóru vöruskipti fram. Ég skipti á góðgæti, sápu eða hverju sem vera skyldi fyrir siga rettum. Kæmust þeir að, að verzl un færi fram, átti viðkomandi á hættu að missa reykingaréttind in. Og reglumar voru svo strang ar, að í hvert skipti, sem maður fór út af línunni, kostaði það sígaretturnar. Það var erfitt að lifa eftir þessum reglum. Það eina sem ég þarfnaðist fyr ir utan sígarettur, var garn til að prjóna með. Ég byrjaði nokk- uð snemma á að prjóna og það bjargaði mér frá að verða vit- laus. Ég hafði hugmynd um að ég gæti gert þetta en ég kunni það ekki almennilegá. Stelpan næst mér, Harietta frá San Fransico, sem var að afplána fölsun, kenndi mér aðferðina. Hún var viðkunnanlegur kvemaður og eina vinkona mín á staðum. Hún var af fínu heimili hafði góða framkomu og ýmsa hæfileika. Hún hafði verið gjaldkeri í veit ingahúsi, en þá kom eitthvað fyrir svo að hún þurfti peninga skyndilega, og of seint var orðið að komast í banka. Þess vegna tók hún þá úr kassanum og ætl- aði að skila þeim aftur morgun- inn eftir. En áður en hún fékk tækifæri til þess, var hún gripin og sett inn. Hún fékk aðeins þrjú ár, vegna þess að um fyrsta brot var að ræða Hún var eina stelpan í okkar húsi, sem hafði einhverja skyn- semi til að bera. Flestar hinna voru vesælar, ólæsar stelpur ein hvers staðar sunnan að, og ég átti ekkert sameiginlegt með þeim. Ég hefði ekki getað bitið neinn af mér, þó að ég hefði reynt það, ég gat aðeins ekki samlagazt neinum nema Hari- ettu. Ég hef alltaf verið þannig, aðeins átt mjög fáa vini, og fang elsi gat ekki breytt því. Eftir að Harietta hafði kennt mér, prjónaði ég heilmikið og var orðin leikin í listinni. Ég prjónaði peysur handa Bobby Tucker og stráknum hans. Eftir au ég var komin til valda í eld- húsinu hugsaði ég til Hariettu með því að geyma fyrir hana það — Líður þér betur núna Andy? | við skulum halda heim! Þú ert ■ fara rólega! Eg skil þetta ekki. . . I örvar, en birnirnir og geiturnar, , . . Það er að koma dagur, svo I enn dasaður, svo við skuluml Ræninginn okkar notar boga og sem ég sá, voru hvergi særð! bezta af matnum, einkum þegar hún kom heim til hádegisverðar. Fangelsi er heldur enginn skemmtistaður fyrir yfirfanga- vörðinn og gæzlukonurnar. Þær eru slæmar eða góðar, rétt eing og fangarnir og allir aðrir. Sum ar þeirra eru snarvitlausar, satt er það, kerlingar sem þurfa að þykjast einhverjum betri og finnst ekkert skemmtilegra en að sparka í afturendann á einhverj um. En þarna unnu líka heiðarleg- ar og samvizkusamar konur, sem reyndu að hjálpa föngunum. Og ég vil heldur muna eftir þeim. Ein ágæt, svört kennslukona var bæði falleg og vel klædd. Hún fékk þó hvorki að nota snyrtivör ur né fín föt. Hún var aðeins 28 eða 29 ára gömul. Eiginmaður hennar var dáinn og hún átti! litla stúlku, sem hún vann fyrir. Hún las í frítímum sínum, fór síðan í skóla og stóðst þar próf- in. Átta sinnum hafði hún næst- um misst atvinnuna, vegna þess að hún var vingjarnleg og vildi gefa stelpunum tækifæri. Hún lét þær hlýða reglunum, en hún var alltaf reiðubúin til að beita þeim ekki of hörkulega. Ef stelp urnar léku plötur of hátt, sagði hún þeim að stanza nú yfir nótt ina. í húsinu hjá henni voru 35 og upp í 50 stelpur, frá 21 og upp í 65 ára, og hún fór með þær eins og krakkahóp, hvort sem þær voru skækjur, eiturlyfjaneytend ur, bílþjófar, falsarar eða morð- ingjar. Ég var farin þaðan, áður en staðurinn varð frægur fyrir fanga eins og Tokyo Rose og Axis Sally. Þegar ég var á staðnum, var ég eina fræga persónan þar. Gæzlukonurnar og yfirfanga- vörðurinn voru mér afar góðar. iHtltvarpiö Föstudagur 15. september. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Concertino nr. 1 í G- dúr eftir Pergolesi (I Musici leika). 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:45 Einsöngur: Jan Kiepura syngur. 21:00 Upplestur: Guðmundur Jósafats- son fer með kvæði og stökur eft ir Hjálmar Þorsteinsson á Hofi. 21:15 Píanótónleikar: Alfred Brendel 1 ur fantasíur eftir Liszt yfir log úr ýmsum óperum. 21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmund? son; XI. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn** eftir Arthur Omre; IX. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 Islenzkir dægurlagasöngvarar; — Erla Þorsteinsdóttir syngur. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 16. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (Fréttir kl. 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Flautukonsert eftir Peter Tanner (Joanne Dickinson og Eastman-Rochester hljómsveit in leika. Stjórnandi: Howard Hanson). 20:20 Upplestur: „Það er margt stríð ið“, smásaga eftir Coru Sandel, þýdd af Margréti Jónsdóttur skáldkonu (Svala Hannesdóttir), 20:50 Kvöldtónleikar: a) John Charles Thomas syngur. b) Shura Cherkassky leikur Boogie-Woogie-etýðu fyrir pf- anó eftir Morton Gould. c) Cor de Groot og Residentie- hljómsveitin í Haag leika — „Interplay", píanó- og hljóm- sveitarverk eftir Morton G.ould. 21:20 Leikrit: „Mislita bandið"; Alf Due samdi upp úr samnefndri sögu Arthurs Conans Doyle. — Jiýðandi: Hulda Vattýsdóttir. ™* Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.