Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 15. se.pt. 1961 Landsliðið í Skotlandi ÍSLENZKA landsliðið átti að leggja a£ stað í Englandsför sína kl. 8 í gærmorgun. En það varð seinkun hjá Flugfé- laginu vegna óveðurs, svo að brottför tafðist þar til á 11. tímanum í gærmorgun. Flug- félagsvélin átti að flytja liðið til Glasgow, en þaðan átti það að taka aðra vél og fljúga með henni til Lund- úna. — • Misstu vélina í Glasgow En vegna seinkunarinnar sem varð á brottför héðan missti lið- ið af þeirri flugvél, sem það átti pantaða frá Glasgow til Lundúna. Var með öllu óvíst í gær hvort tekizt hefði að komast í aðrar vélar, og talið ólíklegt, því hóp- urinn er stór — svo stór að illt er t ð lá rúm fyrir hann með eng- um fyrirvara. Var því talið senni legast að liðið gisti í Glasgöw eða Prestwick í nótt en héldi á- fram á föstudagsmorgun. Kom Prestwick til greina vegna þess að þar er rólegri staður og aðeins klukkustundar flugferð til Lundúna á föstudag. En alltaf er erfitt að þurfa að óþörfu að kom- ast að Og frá flugvelli og flytja inn og út af gistihúsi Hefði því bezt verið að bíða Flugfélags- vélarinnar sem fer beint til London í dag. íslenzka liðið leikur tvo auka- gisti ínótt leiki í Englandi. Verða þeir n.k. mánudag og fimmtudag, en heim kemur liðið annan sunnudag, að undanskildum Þórólfi Beck, sem verður ytra og mun æfa og leika með St. Mirren. „Sterku" liðin heppin AÐEINS einn leikur í forkeppni Bikarkeppninnar er óleikinn. — | Næstkocmandi laugardag leika ísfirðingar og Fram B á ísafirði um 8. sætið í aðalkeppninni. Dregið hefur verið um leiki 1. umferðar og eigast þá við Akur- eyri — Keflavík á Akureyri sunnudaginn 1. okt. kl. 16.00 Valur — Fram á Melavellinum sunnudaginn 1. okt. kl. 14.00 K. R. — Hafnarfjörður á Mela- vellinum laugardaginn 30. sept. kl. 16.00 Akranes — Fram B eða í. B. í. á Akranesi sunnudaginn 1. okt. kl. 16.00. Leikirnir geta ekki faflð fram fyrr vegna utanferðar landsliðs- ins til Englands, en það kemur heim sunnudaginn 24. sept. Milli markstanganna Ungverjar hafa „flogið" inn í úrslitakeppnina um heims- meistarabikarinn í knatt- spyrnu, sem verður í Chile næsta ár. • Á sunnudag unnu þeir A- Þjóðverja öðru sinni og hafa þriðja land í riðlinum tvisvar. Þeir hafa því hlotið „toppár- áður unnið Holland sem var angur“ í sínum riðli. Athugasemd í DAG þann 14. september birtir íþróttasíða Morgunblaðsins þá frétt sem undirfyrirsögn, að Þorsteinn Löve hafi kastað kringlu 55,07 m í sambandi við innanfélagsmót þá daginn áður. Undirritaðir voru við mæling- ar á nefndu móti, og mældum við að sjálfsögðu engin köst hjá Þorsteini Löve, þar sem hann er í keppnisbanni og var því alls ekkl með í mótinu. Á það skal bent, að köst utan hrings eru aldrei mæld né þeirra getið sem opinbers árangurs. Óllum mun þykja auðveldara að kasta utan hrings en innan og því aldrei gerður samanburður. Það skal tekið fram, að Þor- steinn Löve var að æfingu á vell inum, um sama leyti og mótið fór fram, en engir litu eftir köstum hans, á meðan á mótinu stóð, og því hann einn til frá- sagnar. Með þökk fyrir birtinguna. Benedikt Jakobsson Stefán Kristjánsson • Rússnesk knattspyrnuyfir- völd hafa ákveðið að verja meira fé, fleiri þjálfurum og meiri tíma á unglingaknatt- spyrnu. Eru menn þar í landi ekki ánægðir með árangur knattspyrnumanna á síðari ár- um. Árangur Rússa í lands- leikjum er að versna — taflan sem einu sinni leit svo vel út sýnir nú að af 54 „regluleg- um‘ landsleikjum hafa Rússar unnið 33, tapað 11 og 10 orðið jafntefli. . • Áhugamannalið Þjóðverja lék við landslið Japans og fór leikurinn fram í Wuppertal. Þýzku áhugamennirnir unnu með 7—1. Sepp Herberger, hinn frægi þjálfari þýzka landsliðsins, hefur sagt í viðtali, að hann undirbúi nú þátttöku Þjóð- verja í úrslitakeppnina í Chile, en til úrslitanna hafa Þjóð- vterjar þegar unnið sér þátt- tökurétt. Herberger segir, að hann leiti nú að tveim hliðar- framvörðum og einum útherja álíka sterkum og Rahn var — en Rahn er sjálfur orðinn of gamall. • Spora mætti í Evrópubikars keppninni fyrir Luxemborg. í fyrsta leik í 1. umferð mættu þeir liði Óðinsvéa í Danmörku. Danir unnu með 6—0 og má fullvíst telja að Spora sjái þeg ar sína sæng upp reidda í þessari keppni. Landsliðið við brottförina í gærmorgun, (Ljósm.! Sv. Sæm.) Úrslit í íslands- múti endurtekin Leikur FH og Vikings i titi- handknattleik kvenna 64.07 / sleggjukasti BANDARÍKJAMAÐURINN Jay Silvester, sem að undan- förnu hefur þrívegis bætt'. heimsmetið í kringlukasti, t ví.nn það ótrúlega afrek sl.i laugardag að kasta 64.07 m. 7 Gerðist þetta á móti í Losl Angeles. Segja forráðamenn \ að allar aðstæður hafi veriðt löglegar og verði sótt um stað- festingu á afrekinu sem heims- meti, Silvester varð fyrstur manna til að kasta kringlu yfir 60 metra. Getði hann það fyrr í sumar er hann varpaði 60.55 m. Síðar kastaði hann 60.72 m. og nú 64.07. Hið staðfesta neimsmet er enn 59,91 og á Pólverjinn Piatkowski það. Silvester er 24 ára gamall liðsforingi í Bandaríkjaher. ÚRSLITALEIKUR fslandsmóts- ins í útihandknattleik kvenna hef ur nú verið dæmdur ógildur. í lionum mættust lið FH og lið Víkings og stóðu leikar jafnir cftir venjulegan leiktima. Þá var tekið það ráð að framlengja leik- inn og í framlengingunni vann FH með 1 marki. Það er fram- lengingin sem er dæmd ólögleg og verða liðin að leika aftur til úrslita í mótinu. Fer sá leikur fram á svæði Ármanns við Sig- tún á rnorgun, laugardag kl. 3 síðdegis. • Forsaga málsins FH og Víkingur unnu hvort um sig alla sína leiki í íslandsmót- inu í sumar, en leikjaröðin var þannig að þessi lið mættust í síð- asta leik mótsins. Þau skildu síð- an jöfn, sem fyrr segir, að venju legum leiktíma loknum. Stóðu forráðamenn þá ráðþrota um það hvað gera átti, en eftir mikið stapp var ákveðið að framlengja leikinn. Þá vann FH með 1 marki. Líkur eru til Jbess að Færri en vilja komist til badmintoniðkunar Vetrarstarfsemi TBR að hefjast TENNIS- og badmintonfélag Reykjavíkur er nú að leggja lokahönd á undirbúning vetrar- starfsemi sinnar. Hefur félagið lagt drög að því að fá eins marga tíma og unnt er í hinum stóru húsum KR og Vals og þar verða hcfuðbækistöðvar félagsins. En í fyrra reyndist þetta ekki nóg og varð að fá tíma í fimleika- sölum skólanna, þó þeir salir séu ekki eins heppilegir þar sem aðeins er þar einn völlur. En lík- Iegt má telja að TBR verði einn- ig í ár að leita til skólanna um vistarverur. Á þessa leið fórust Þorvaldi Ásgeirssyni formanni TBR orð er viö' hittum í gær. Forgangsréttur félaganrra — Það hefur öllum félögum verið skrifað bréf og þeir beðnir að láta vita hvort þeir ætla að fá tima á vegum félagsins í vet- ur. Geri þeir það ekki, komast aðrir að og í fyrra komust færri að en vildu. Annars verður starfsemin í vetur með líku sniði og fyrr, sagði Þorvaldur. Haldið verður áfram með unglingahópinn sem byrjaði í fyrra. Hlýtur hann kennslu og fría samæfingartíma. Þar er margt gott efnið — og þessi hópur á að hefja badminton til vegs og virðingar hér á landi. Til afreka verða menn að byrja ungir, þó íþróttin sé einnig ágæt fyrir alla sem vilja liðka sig. Unglingarnir voru í fyrra 70—80 talsins. Þá verða einnig byrjenda tímar eins og áður og samæfinga tímar fyrir meistara- og 1. flokk. Skipast þessir tveir síðarnefndu flokkar á um laugardaga í húsi Vals en þá hefur TBR tíma þar frá 2—7. Allar upplýsingar um tíma á vegum félagsins í íþróttahúsum gefur Pétur Georgsson í síma 37840. • Kært Þetta voru Víkingar óánægðir með. Þeir bentu á að hefði leikja- röðin verið þannig að FH og Vík- ingur hefðu t. d. átt fyrsta leik mótsins, hefði aldrei komið til framlengingar. Liðin hefðu skipt stigum og síðan staðið jöfn að stigum í mótslok. Þá hefði farið fram sérstakur úrslitaleikur milli liðanna með fullum Ieiktíma. Þetta sjónarmið varð öfan a þegar til dóms kom, enda full* komlega réttlátt Og skiljanlegt. • Spennandi leikur Má svo búast við því að keppnl liðanna verði engu síður spenn- andi nú en í sumar. Víkings- stúlkurnar hafa fengið stóraukna reynslu í sinni vel heppnuðu ut- anför, en FH stúlkurnar eru harð ar í horn að taka og gefa sig ekki fyrr en í fulla hnefana. • Danir leika landsleik við Þjóðverja 20. september t Ilusseldorf. Meðal liðsmanna Dana er útherjinn Poul Peder sen sem nú leikur sinn 38. landsleik. Það er nýtt met f Danmörku. Gamla metið var 47 landsleikir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.