Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 23
Föstudagur 15. sept. 1961 MORGXJ'NBIAÐIÐ 23 — Gramyko Framhald af bls. 1. I Vonast menn nú til, að ein- !hver áreiðanleg Og ljós hugmynd fáist um, hver hin raunverulega afstaða Sovétstjórnarinnar er í I>ýzkalandsmálinu. Kennedy hafði lagt til, að þeir Eusk og Gromyko ræddust við um það leyti er Allsherjarþing SÞ hæfist og samkvæmt tilkynn- ingu Rússa.telja þeir ekkert því til fyrirstöðu. Gromyko verður formaður sendinefndar Rússa á Allsher j arþinginu. 0 Grundvöllur kannaður í tilkynningu Sovétstjórnar- innar segir meðal annars, að ljóst sé, að báðir aðilar séu fúsir að hefja viðræður á alvarlegum og heiðarlegum grundvelli Og leitast við að finna lausn á hinum erfiðu deilum um friðarsamninga og á- standið í Berlín. 1 í Washington er lögð áherzla á að hér sé fyrst og fremst um við- ræður að ræða til glöggvunar á stefnu beggja aðila og til þess að þrautreyna hvort raunveru- legur grundvöllur er til samn- ingaviðræðna. Fréttaritari Reuters í Moskvu segir, að yfirlýsing sovétstjórn- arinnar í dag sé e.t.v. upphaf langra, en að sjálfsögðu erfiðra, samningaviðræðna, sem kunni að lykta með fundi þeirra Krúsjeffs og Kennedys. Er haft eftir áreið- anlegum heimildum í Moskvu, að Krúsjeff hafi fullan hug á, að fá Kennedy í heimsókn til Moskvu. Loks segir fréttaritari Reuters að sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, Llewellyn Thompson hafi átt mikinn Og góðan þátt í þessu máli. í dag hófust í Washington þriggja daga viðræður utanríkis- ráðherra Vesturveldanna. Berlín armálið var til umræðu í dag og tók Von Brentano, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands ekki þátt í þeim fundi. Bandarískur fiðluleikari heldur tónleika hér NU í lok vikunnar er væntan-1 legur hingað til lands kunnur bandarískur fiðlusnillingur. Mic- hael Rabin að nafni, sem er að hefja tónleika/ör til ýmissa Vestur-Evrópulanda utan íslands svo sem Englands. Noregs, Finn- lands, Vestur-Þýzkalands, Sviss og Ítalíu. Á fslandi heldur hann einleikstónleika, hæði á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík og á Akureyri, en í ýmsum borg- um framangreindra landa kemur hann aðallega fram sem einleik- ari með sumum þekktustu sin- fóníuhljómsveitum viðkomandi landa. Leikur hann við þau tæki færi konserta m. a. eftir Brahms, Beethoven, Tschaikovsky, Prok- ofief, Wieniawski og fleiri tón- skáld. í viðtali við listamanninn, sem birtist nýlega í einu af dag- blöðum New Yorkborgar, segist hann hafa búið sig undir að leika samtals um 25 fiðlukon- serta í þessari tónleikaför. Mishael Rabin er aðeins 25 ára gamall, fæddur í New Yorkborg 2. maí árið 1936. Samt sem áður telst hann meðal beztu og þekkt- ustu fiðluleikara í Bandaríkjun- um. Samkvæmt áður nefndu blaðaviðtali heldur hann að jafn aði millum 50 og 75 opinbera tónleika á ári hverju, auk þess sem hann hefur leikið inn á listarinnar og er hann var 8 ára gamall var honum komið til náms hjá kennara í fiðluleik, er nýtur afar mikils álits, Ivjp Galamian að nafni, sem um langt árabil hefur starfað við Juilliard tónlistarskólann í New York og Curtis tónlistarskólann í Phila- delphia. Sumir telja Galamian einn af beztu fiðlukennurum í heimi, en Rabin var nemandi hans í meir en 10 ár. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Fauré, Chausson, Ohopin-Milstein, Kroll, Blooh og Sarasate. Mitchell Andrews að- stoðar. Michael Rabin fjöldann allan af hljómplötum, sem njóta mikilla vinsælda. Svo sem að líkum lætur hóf Rabin tónlistarnám sitt mjög ungur að árum. Aðeins 5 ára byrjar hann að nema píanóleik, en tveimur árum síðar gefur vin ur fjölskyldunnar honum fiðlu og verður það tii þess, að hann skiptir um hljóðfæri og hefur gefið sig einvörðungu að fiðlu- leik upp frá því. Foreldrar hans, sem bæði eru tónlistarfólik, komu fljótlega auga á að hér var á ferðinni undrabarn á sviði tón- I hríð á Vatnajökli LEIÐANGURSMENN í haustmæl ingaferð Jöklarannsóknarfélags ins á Vatnajökul hafa undanfarna daga setið veðurtepptir í snjó- bíl og slyddu með annan snjó- bílinn bilaðan í skála félagsins á Grímsfjall. Höfðu þeir lokið mæl- reyna að draga þann bíl niður af jöklinum þegar veðrið lægir. Ferðin upp gekk ágætlega. Lagt var af stað úr Reykjavík á laugar dag áleiðis í Tungnaárbotna og haldið á jökulinn á sunnudag. — Komust leiðangursmenn þá að Pálsfjalli og síðan daginn eftir á Grímsfjall. Höfðu þeir lokið mæl ingum og nauðsynlegum störfum er veðrið versnaði. Leiðangrinum stjórnar dr. Sigurður Þórarinsson, en sænski jöklafræðingurinn Schytt er með í ferðinni. Hinir isfirzku skemmtikraftar, einu vantar á myndina. ísfirðingar skemmta Reykvíkingum BLAÐAMAÐUR Mbl. átti í gær tal við þrjá unga ís- firðinga, sem hingað eru komnir til að skemmta höfuðborgarbúum, ásamt nokkrum öðrum. — Var fyrsta skemmtun þeirra ákveðin um miðnætti í Austurbæjarbíói í gær- kvöldi, önnur er fyrirhug- uð í kvöld og fleiri munu fylgja í kjölfarið, ef að>- sókn verður góð. Þeir félagar nefna sig BG- sextettinn og Jón Bjarnason töframaður. Þeir koma fram í margskonar klæðnaði, syngja og spila dans- og dægurlög, skröltmúsík og létta klassíska músík. Þess á milli sýnir Jón Bjarnason töfralistir og aflraunir. ísfirðingamir sögðust vera hingað komnir til að hressa upp á skemmtanalífið í henni Reykjavík. Þeir hefðu ferðazt um landið í sumar, allsstaðar fengið góðar við- tökur og þeir eindregnir hvattir til að fara nú suður og sýna Reykvíkingum listir sínar. í hljómsveitinni eru: Bald- ur Geirmundsson, hljómsveit- arstjóri, sem spilar á tenór- saxafón, Karl Geirmundsson, bróðir hans, gítarleikari, Karl Einarsson, trommuleikari, Magnús Jóhann, píanóleikari, og Kristján Friðbjarnarson, bassaleikari. Söngvari með hljómsveitinni er Guunar Hólm. Tennur og freðýsa Jón Bjarnason lét þess get- ið, að bezt hefði sér tekizt upp í sumar uppi á Þing- mannaheiði, þegar bíllinn festist í á og hann dró hann upp með tönnunum. Tenn- urnar í sér væru sterkar, enda væri hann alinn upp á vestfirzkri freðýsu. Þeir félagar voru spenntir að sjá, hvernig höfuðborgar- búar tækju sýningu þeirra. — Voru þeir flestir komnir með illkynjaðan leiksviðsskjálfta, þegar við kvöddum og óskuð- um þeim alls góðs um kvöld- ið. — — Kafanga Framhald af bls. 1. um — en af þeim vhðist mega ráða eftirfarandi: í nótt og í dag hefur verið barizt í borginni. Liðsmenn Kat- anga virðast að miklu leyti und- ir stjórn evrópskra liðsforingja, þeirra á meðal margra franskra sem ekki hafa þorað heim til Frakklands vegna þess, að þeir eru viðriðnir uppreisnir hægri- sinnaðra hershöfðingja gegn de Gaulle. Nokkur brögð hafa ver- ið að því, að Gúrka-menn frá Indlandi í liði SÞ hafi sýnt villimannlegar aðfarir og sé svo að sjá, sem yfirstjórn SÞ hafi ekki að fullu vald yfir þeim hermönnum sínum. Frétta- ,maður Reuters, James Tomlin, segir í fréttaskeyti seint í kvöld, að hann hafi tvisvar verið vitni að því, að indverskir hermenn SÞ gerðu skothríð á sjúkrabif- reiðir, sem höfðu uppi merki Rauða krossins. Talið er, að a.m.k. 150 manns hafi fallið úr Katangaher og 30 úr liði SÞ. Herma síðustu fregn- ir, að liðsmenn SÞ hafi grafið skotgrafir í stærsta skemmti- garði Elisabethville, skotfæra- geymslur Katangahers hafi verið brenndar og ennfremur, að bar- izt sé í iðnaðarborginni Jadot- ville, norðvestur af Elisabeth- ville. í nótt höfðu hermenn SÞ náð öllum mikilvægum byggingum á sitt vald. en óstaðfestar fregnir herma að Katangamenn hafi náð sumum þeirra aftur og séu her- menn SÞ víða I varnarstöðu. • Thsombe vildi gefast upp Aðalfulltrúi SÞ í Kongó, Dr. Sture Linner, gaf fréttamönnum í Leopoldville í dag skýrslu um atburðina í Katanga og aðdraganda þeirra. Segir dr. Linner erlenda liðsforingja í her Katanga ábyrga fyrir því, sem hafi gerzt þar. við ákvörðun Öryggisráðs SÞ frá að borgarastyrjöld yrði í landinu. Thsombe hafi í gær ætlað að gef ast upp og skipað fyrir um vopna hlé, en evrópsku liðsforingjarnir tekið af honum ráðin og síðan komið fram með hættulegum ó- heilindum, sem hafi leitt af sér núverandi ástand í Katanga. Rekur dr. Linner í skýrslu sinni viðskipti stjórnar SÞ og mið stjórnarinnar í Leopoldville við Tshombe og stjórnina í Katanga Dag Hammarskjöld er nú í Leopoldville og ræðir við stjórn ina. Sendiherra Breta þar í borg hefur lýst ugg brezku stjórnar- innar vegna atburðanna í Kat- anga og telur stjórn Sameinuðu þjóðanna ekki hafa umboð til iþeirra. Hinsvegar hefur stjórn Bandaríkjanna lýst stuðningi við aðgerðir SÞ í Katanga svo og stjórn Indlands, sem segir að- gerðir samtakanna í samræmi við ákvörðun öryggisráðs SÞ frá febrúar sl., þar sem SÞ var heimilað að beita valdi ef nauð- syn krefði til þess að hindra að borgarastyriöld vrð ! landinu - S.U.S. síSa Framh. af bls. 17. i^. rekenda um kaup og kjör. Óheimilt sé að leggja niður vinnu við varðveizlu verðmæta, sem til eru orðin áður en vinnu- stöðvun hefst. Samúðarvinnustöðvun sé þvi aðeins heimil, að henni sé beint gegn þeim aðila, sem vinnustöðv- un beinist að, enda sé um tengda hagsmuni að ræða. í lok vinnudeilu sé aðilum henn ar óheimilt að gera heildarsamn- ing um að fella niður árgreinings mál fyrir dómstólunum vegna vinnudeilunnar og framkvæmdar á henni. Settar verði' ákveðnar reglur um réttindi manna í stéttarfélög- um og hvernig þau verði tryggð sem bezt. Verði þar m. a. kveðið á um framkvæmd hvers konar kosninga og atkvæðagreiðslna og hvernig farið skuli með ágreining út af þeim. Sáttasemjara sé skylt að sjá um framkvæmd atkvæða- greiðslu um sáttatillögur. Valdsvið Félagsdóms verði auk ið og honum m. a. fengið vald til að dæma um ágreining milli stéttarfélaga eða heildarsamtaka þeirra, svo og um réttindi manna innan stéttarfélaga. — „Ungfrú Framh. af bls. 24. dvöl hér, auk ýmissa annarra gjafa. Keppnin verður haldin í Austur bæjarbíói fimmtudagskvöldið 21. þ.m. Kynningar- og krýningar- hátíðir verða haldnar að Hótel Borg föstudags- og laugardags- kvöld 22. og 23. þ.m. Hingað koma erlendu þátttakendurnir með flugvél Loftleiða miðviku- daginn 20. þ.m. frá Kaupmanna- höfn. í sjálfri keppninni í Austurbæj- arbíói munu stúlkurnar bæði koma fram í kjólum og baðföt- um. í sambandi við keppnina verður tízkusýning og margt ann að til skemmtunar. Dómnefndin verður skipuð einum fulltrúa frá hverju Norð- urlandanna, en formaður hennar verður Jón Eiríksson, læknir. Sá háttur verður hafðui á, að dóm- nefndin ræður ein úrslitum, en áhorfendum mun þó gefast kost- ur á að láta álit sitt í ljós, en til þess mun atkvæðaseðill fylgja hverjum aðgöngumiða. Eigi mega dómendur ljá samlanda sínum at- kvæði, en það er gert til trygg- ingar því, að réttlátur dómur fá- ist. vKIPAUTGCRB RIKÍSINS Ms. HERÐUBREIÐ fer vestur um land í hringferð hinn 19. þ. m. Tekið á móti flutn ingi í dag og árdegis á morgun til Homafjarðar, Djúpavogs, — Breiðdalsvíkur, Söðvarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórs hafnar, Raufarhafnar og Kópt- skers. Farseðlar seldir á mánu- dag. Félagslíl Róðramóti Islands 1961 er frestað. Verður mótið haldið í Reykjavík 7. og 8. október n.k. Tilkynningar um þátttöku send- ist ÍBR, Hólateigi 2, fyrir 24. sept n.k. ^___________________ ÍBR. Knattspyrnufélagið Fram 5. fl. a, b og c, ath.. Áriðandi fundur verður í félagsheimilinu í kvöld (föstudag) Kl. 7.30 fyrir c-lið og kl. 8 fyrir a- og b-lið. Mætið stundvíslega. Þjálfari. > Ferðafélag íslands ráðgerir tvær skemmtiferðir um næstu helgi á laugardag í Þórsmörk á sunnudag gönguför á Hegnil. Uppl. í skrifstofu fé- lagsins. Símar 19533 og 11798.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.