Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 24
5.U.S. síða Sjá bls. 17. |M®ti0í!TOíWft!foiíl 208. tbl. — Föstudagur 15. september 1961 IÞROTTIR Sjá bls. 22 Flytur fy.Ir- lestur í Cslóur- h .ólu FORSZ3TISRÁÐHERRA, Bjarni Benediktsson, mun fara til Osló eftir að hann hefur afhent styttu Ingólfs Þ. " íarsonar í Rivedal í Firða- í„ -ki. Mun ráðherrann flytja fyrirlestur í Oslóár-háskóla á vegum Norræna félagsins norska og félagsins ísland- Noregur. Nefnist fyrirlestur- inn: Hinn norski arfur Is- lands. — Ráðherrann kemur heim flugleiðis. Sovézkir við Þórshöfn f GÆR komu fimm sovézk skip inn á leguna við Þórshöfn á Langanesi. Eitt þeirra er eftir- litsskip, annað skuttogari, en hin þrjú veiðiskip, sem virðast vera biluð, a. m. k. er únnið að ein- hvers konar viðgerðum um borð. Enginn hefur komið í land af skipum þessum. Ekki minnast menn þess að hafa séð sovézk skip liggja við Þórshöfn áður. Þessi mynd var tekin í þingskrifstofu Diefenbakers, forsætis- ráðherra Kanada, í Ottawa á miðvikudag. Til vinstri er for- seti tslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, að hlýða á Diefenbaker útskýra tréútskurð í lofti herbergisins. Frá réttarhÖldunum í Tyrklandi: Dómar væntanlega kveðnir upp í dag Einhverjir hljóta dauðadóma Istanbul, 14. sept. (NTB/Reuter) Á MORGUN verða væntan- lega kveðnir upp dómar í máli 600 stjórnmálamanna, sem studdu stjórn Mend- eres fyrrum forsætisráðherra í Tyrklandi. Er haft eftir op- inberum heimildum, að þess megi vænta að einhverjir Heimsókn forseía í Ottawa Ottawa, 13. sept. (Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá AP). í DAG heimsótti forseti fslands þing Kanada og var þar vel fagn- að af þingheimi. Diefenbaker for- sætisráðherra kynnti gestina, // Ungfrú Norðurlönd 1961 valin hér // ÁKVEDIÐ hefur verið að efna til norrænnar fegurðarsamkeppni í Reykjavíkj.sem haldin verður hér dagana 21.—23. þ.m. Einar Jóns- son, sem undanfarin 10 ár hefur 600 gramma kartafla UM ALLT land stendiur upp- taka kartafla sem hæst. Og margar furðulega lagaðar og stórar kartöflur koma undan grösum, sbr. hundkartöfluna, sem Mbl. birti mynd af á dög- unum. Björn Jónsson, kaupmaður, Vesturgötu 17, sendi blaðinu þessa kartöflu, sem meðfylgj- andi mynd er af. Ekki af því að hún væri undar.'eg í lög- un, heldur sökum stærðar hennar. Kartaflan vegur rúm lega 600 grömm, er fallega löguð og sést ekki á henni kláði. Tegundin er fslands Rauður. Kartöfluna tók hann upp úr garði sínum í Hvera- gerði. veitt forstöðu íslenzku fegúrðar- samkeppnunum, hefur forgöngu um þetta. í sambandi við hinar alþjóð- legu fegurðarsamkeppnir hefur að undanförnu verið góð sam- vinna milli Einars Jónssonar, sem er umboðsmaður þeirra hér, og forstöðumanna keppnanna á hin- um Norðurlöndunum. Meðan Evrópu-keppnin stóð yfir í Beyr- uth í sl. júnímánuði var ákveðið, að efnt yrði til sérstakrar nor- rænnar keppni, sem haldin yrði fyrst á íslandi. Þeir hafa nú á- kveðið að senda hingað stúlkur, sem allar hafa tekið þátt í al- þjóðakeppnum, eina frá hverju Norðurlandanna. Hingað koma þær svo til móts við íslenzka þátttakandann, fegurðardrottn- ingu íslands 1961, ungfrú Maríu Guðmundsdóttur. Hér munu allar stúlkurnar svo keppa um titilinn „Ungfrú Norð- urlönd“ 1961 („Miss Norden“). Sú, sem hreppir hann, fær auk þess að verðlaunum ferð til Mallorca á vegum ferðaskrifstof- unnar Sunnu, en allai fá þær að sjálfsögðu fría ferð til fslands og Framh. á bls. 23 Árekstur á Ægissíðu Á SJÖUNDA tímanum í gær- kvöldi varð árekstur á horni Ægis síðu og Faxaskjóls. Tvær fólks- bifreiðar óku þar saman, fór önn ur austur Ægissíðu, en hin norð- ur Faxaskjól. Báðar voru fullar af fólki. Annarri ók kona, sem var með börn sín 0. fl. í bílnum, en hinni karlmaður, sem var með konu sína Og börn. Áreksturinn varð nokkuð harður vegna þess, að hvorugur ökumaður segist hafa séð til hins, fyrr en á síð- ustu stundu. Slys urðu ekki telj- andi á mönnum, þó hlaut kona höfuðhögg og skrámaðist á fæti. Bílarnir skemmdust mikið. rakti forn og ný tengsl íslands Og Kanada og sagði m. a., að Leifur Eiríksson hefði verið íslendingur. Lofaði hann mjög framtak og dugnað íslenzkra landnáms- manna í Kanada og framlag þeirra til kanadískrar menningar. Gat hann þess m. a., að þrír vest- ur-íslenzkir þingmenn sætu nú á þingi. Þá minntist hann á það hve mikla þýðingu ísland hefði fyrir Atlantshafsbandalagið Og sam- stöðu vestrænna þjóða. Lagði hann ríka áherzlu á þau atriði. Lester Pearson, leiðtogi frjáls- lýnda flokksins, og Herridge, leið togi demókrata, tóku undir orð ráðherra. • Berlín og NATO Síðar ræddu forseti fslands Og Diefenbaker saman í hálfa klukkustund. Diefenbaker sagði á eftir við fréttamenn, að þeir hefðu m. a. rætt hættuástandið í Berlín. „Við ræddum ástandið í heimsmálum almennt" sagði Diefenbaker, „og Atlantshafs- bandalagið sérstaklega“. Viðstadd ir umræðurnar voru utanríkisráð herra, Guðmundur í. Guðmunds- son, sendiherra fslands í Kanada, Thor Thors, og utanríkisráðherra Kanada, Mr. Green. Síðar ræddust Guðmundur í. Guðmundsson, Thor Thors, Mr. Green og Norman Robertson, að- stoðarutanríkisráðherra, við í 40 mínútur. „Við ræddum um Berlín armálið, Atlantshafsbandalagið og málefni, sem koma sennilega fyrir næsta Allsherjarþing SÞ“. sagði Green. • íslendingahóf Forsetinn lagði síðar blómsveig við hátíðlega athöfn á minnis- merki fallinna hermanna. Þar var m. a. viðstaddur Sevigny að- stoðarvarnarmálaráðherra Kan- ada. Þá voru forsetahjónin gestir forseta neðri deildar kanadíska þingsins, Rolands Micheners, og konu hans. Forsetahjónin héldu veizlu fyr- ir íslendinga í Ottawa og ná- grenni. Komu þar um hundrað manns. Um kvöldið héldu forsetahjón- in forsætisráðherra Kanada, Dief- enbaker, og konu hans veizlu. • Til Winnipeg Ottawa, 14. sept. (Einkaskeyti til Mbl. frá AP) ÁSGEIR Ásgeirsson, forseti ís- lands, Og fylgdarlið hans, flaug í morgun til Winnipeg. John Dief enbaker, forsætisráðherra, og Howard Green, utanríkisráðherra fylgdu forseta á flugvöllinn. Þeir áttu stutt tal við fórsetann og Guðmund f. Guðmundsson. Síð- an kannaði fors«tinn heiðursvörð kanadískra flugliða. 21 fallbyssu- skoti var skotið í kveðju- og heiðursskyni við forseta íslands, þegar hann flaug áleiðis til Winnipeg. hinna ákærðu hljóti dauða- dóma. Dómskjöl í þessum málaferl- um, sem fram hafa farið á Yassiada-eyju, eru orðin 1600 blaðsíður. Yfirmaður upplýs- ingadeildar stjórnarinnar í Istan bul, Chaglar, segir, að dauða- dómum verði fullnægt 24 klst. eftir uppkvaðningu þeirra. Er þegar lokið undirbúningi að þeim athöfnum á eyjunni Im- rali í Marmarahafinu. í Tyrklandi hafa verið gerðar nokkrar varúðarráðstafanir 3 sambandi við dómsfellinguna á morgun. Bráðapestnr vart í Kjós Fé Kjósarbœnda með vœnzta ntóti Valdastöðum, 14. sept. HESKAP er nú lokið í Kjósinni og slátrun hafin af fullum krafti. Fara yfirleitt 5 bílar daglega til Reykjavíkur með fé til slátrunar. Bráðapestar hefur orðið vart og hafa 6 eða 7 lömb frá Neðra- Hálsi fundizt dauð. Er að þessu tilfinnanlegur bagi. Eitthvað hef ur pestarinnar orðið vart annars staðar en hvergi svo mikið sem á Neðra-Hálsi. Er óvenjulegt að pestarinnar gæti svo mjög fyrir réttir, en í réttum eru líflömb bólusett gegn pestinni. Fé Kjósarbænda mun í haust verða með vænzta móti. — St. G. Slys í Prentsmiðju Morgunblaðsins ÞAÐ slys varð í Prentsmiðju Morgunblaðsins í fyrrinótt, að einn prentaranna, Hilmar Gunn- laugsson lenti með vinstri hönd milli valsa í rotations-prentvél blaðsins. Höndin brotnaði mikið, og einkum mun baugfingur illa farinn. Hilmar var fluttur í Slysa varðstofuna, þar sem gert var að sárum hans til bráðabirgða, en síðan í Landspítalann, þar sem hann liggur nú. Ford-station-bifreiðin, sem lentl í hlnum harða árekstri á horni Barónsstígs og Eiríksgötu í gær. Harður árekstur á Barónsstíg HARÐUR árekstur varð í gær á gatnamótum Barónsstígs og Ei- ríksgötu Ford-stationbifreið, sem var að koma niður Eiriks- götu frá Njarðargötu, rakst af miklu afli á sorphreinsunar- bíl, sem var á leið norður Baróns- stíg. Ford-bifreiðin virðist hafa verið á mikilli ferð, því að hemla för hennar mældust 18 metrar, en annars var gatan blaut Og færi sleipt. Skall Ford-bifreiðin á vinstri hlið sorpbílsins og rakst skrautspjót á fyrri bílnum í gegn um stálbyrðing á sorpbílnum. Fór spjótið í hemlakút hans, svo að hemlarnir urðu óvirkir Og bíllinn rann nokkurn spöl. Sorpbíllinn skemmdist nokkuð en Ford-bíllinn er geysimikið skemmdur. Þrir menn voru I hvorum bílnum um sig, og kvarta tveir menn í Ford-bílnum undan meiðslum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.