Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 1
24 síður 48. árgangur 209. tbl. — Laugardagur 16. september 1961 Prentsmiðja Morgurblaðsina Borizt af hðrku í Kutungu Hundruð manna hafa fallið og særzt Frakkár og Bret- ar gagnrýoa að- gerðir SÞ í liatanga 15. sept. — Einkaskeyti til Mbl. frá AP. (NTB/Reuter) SEGJA MÁ, að styrjaldar á- stand ríki nú í Elisabethville. Bardagar hafa staðið látlaust í allan dag og farið harðn- andi — og mikið mannfall orðið. Yfiímaður herliðs SÞ. telur, að af liði Katangahers séu 200 faUnir en 500 særðir a. m. k. og úr herliði SÞ í Elisa bethville 7 fallnir og 27 særð- ir. Auk þess áttu 150 írskir hermenn úr liði SÞ í vök að verjast í dag gegn hermönn- um Katanga, sem beittu m. a. orrustuflugvél gegn þeim. — Herma síðustu óstaðfestar fregnir, að írarnir hafi gefizt upp, er þeir höfðu misst 50 fallna. í kvöld voru á leiðinni til Elisabethville sænskir, ind- verskir og malayískir her- menn SÞ, vel búnir þunga- vopnum. Útgöngubann var sett í Elisabethville í dag. Talsmenn utanríkisráðu- neyta Frakklands og Bret- lands hafa lýst ugg sínum vegna ástandsins í Katanga og gagnrýnt harðlega aðgerð- ir SÞ þar. Framh. á bls. 23 Meðfylgjandi mynd er frá fysta degi átakanna í ElisabethviIIe. — Þá var grjótkast látið nægja. Moskva fær málið London, 15. september. — Einkaskeyti til Mbl. frá AP. Moskvuútvarpið skýrði frá því í kvöld, að Bandaríkjamenn hefðu hafið kjarnorkuspreng- ingar neðanjarðar. Ekki var minnst orði á önnur atriði í tilkynningu Kennedys, for- seta. Hvorki útvarp né nokk-| ur dagblöð í Sovétríkjunum hafa, enn sem komið er, minnzt einu orði á kjarnorku- sprengingar Rússa. Kjarnorkusprenging neöanjarðar Bandaríkj amenn hefja tilraunir á ny Washington, London, 15. sept. — Einkaskeyti frá AP. (NTB/Reuter) BANDARfKJAMENN hafa nú ai'tur hafið tilraunir með kjarn- orkpuvopn. Kennedy, Banda- ríkjaforseti, tilkynnti síðdegis í dag, að kjarnorkusprengja af smærri gerð hefði verið Bprengd neðanjarðar í Nevada- auðninm í dag. Segir forsetinn enga geislunarhættu stafa af aprengingunni. í tilkynningu forsetans segir m.a., að Bandarík j amenn sjái eér ekki annað fært en að hefja elíkar tilraunir að nýju, þrátt fyrir mergra ára viðleitni til þess að koma á banni við til- raunum með kjarnorkuvopn. Sprengja þessi verður hin fyrsta í tilraunaáætlun, sem miðar að því að styrkja varnar- mátt hins frjálsa heims. Verða jafnframt gerðar tilraunir til friðsamlegrar notkunar kjarn- orkunnar í tengslum við spreng j utilr aunir. Forsetinn tilkynnti einnig, að blaðamönnum yrði ekki leyft að fylgjast með kjarnorkutil- raunum í næstu framtíð og ekki væri víst að alltaf yrði frá þeim skýrt. Hinsvegar leggur Kennedy áherzlu á, að Bandaríkin séu, hvenær sem er rciðubúin til við ræðna við Sovétríkin um bann við tilraunum með kjamorku- Framhald á bls. 23. Fjórtán dæmdir til hengingar Istanbul, 15. september. (NTB/Reuter) I D A G voru kveðnir upp dómar í máli fyrrverandi Adnan Menderes stjórnar Tyrklands, sem Gursel hershöfðingi velti úr sessi. Fimmtán forystumenn stjórnarinnar voru dæmdir til hengingar, þeirra á meðal Adnan Menderes, fyrrum forsætisráðherra, og Celal Bayar, fyrrum forseti. Um þrjátíu manns fengu lífs- tíðarfangelsi, 418 voru dæmdir £ tveggja til fimmtán ára fang- elsi, en 123 sýknaðir. — Auk dauðadóms var Menderes gert að greiða fjórar milljónir tyrk- neskra punda til ríkissjóðs, en það fé var hann sakaður um að hafa dregið sér til .eigin þarfa. • Menderes veikur? Menderes var ekki í réttar- SÍÐUSTU FREGNIR frá AP herma, að þjóðlega einingar- ráðið undir forsæti Gursels hershöfðingja, hafi staðfest dauðadómana yfir Menderes, Zorlu og Polatkan, en breytt dómi Bayars, fyrrum forseta, í ævilangt fangelsi, með tilliti til aldurs hans. Talið er að Zorlu og Polatk- an verði hengdir á morgun, en Menderes síðar, „er heilsufar hans hefur batnað,“ eins og segir í yfirlýsingu ráðsins. salnum, þegar dómurinn var kveðinn upp. Sterkur orðrómur er um, að hann hafi fengið taugaáfall. Hins vegar herma fregnir frá sjúkrahúsi í Istan- bul, að Menderes hafi tekið of Framh. á bls. 23 Ríkisstjórn íslands gefur SÞ nýjan fundarhamar Gerður af Ásmundi Sveinssyni KRISTJÁí: ALBERTSON, rit- höfundur, sem verður einn af fulltrúum Islands á þingi Sam- einuðu þjóðanna, er hefst n.k. mánudag, flýgur í kvöld vestur til New York. Þegar hann leit inn á blaðið í gær, spurði Mbl. hann að því, hvað liði nýjum hamri lianda Sameinuðu þjóðun um, í staff þess, sem Boland hinn írski braut á síðasta þingi. Krist- ján komst þá að orði á þessa leið. „Það var minnisverður dagur, þegar Boland braut hamarinn. Fauk mjög í hann við rúmensk- an ræðumann sem var að tala. svo hann sló hamrinum með því heljarafli í borðið að hausinn flaug í háaloft. Þetta var annar hamarinn, sem ísland hafði gef ið, og sá þeirra, sem var eftir Ás mund Sveinsson. Var þegar í stað ákveðið að gefa Sameinuðu þjóðunum annan hamar í stað hins brotna og Ásmundur Sveins son fenginn til að gera hann. Hinn nýi hamar Ásmundar er talsvert líkur þeim, sem brotn- aði en öllu traustari og dálítið gildari um hálsinn, og er það vel farið, því forsetar slá oft, eink- um ef þeim sinnast við ræðu- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.