Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUTSBLAÐIÐ L'augardagur 16. sept. 1961 Útflutningsverðmæti síldaraf- furða á Siglufirði nemur 213 millj. Siglufirði, 15. sept. ALLS tóku síldarbræðslur á Siglufirði á móti 351.000 mál- um síldar og 62.000 málum síldarúrgangs í sumar. Er á- ætlað útflutningsverðmæti mjöls og síldar úr þessum af- ufðum um 98 millj. kr. Þá voru saltaðar hér 139.750 tunn ur síldar, og er áætlað útflutn ingsverðmæti saltsíldarinnar um 115 millj. kr. Heildarút- flutningsverðmæti síldaraf- Símagjöld hækka 21.00. ÞANN 1. okt. næstk. tekur gildi' ný gjaldskrá fyrir landssímann. Helztu breytingar á símagjöldum! frá fyrri gjaldskrá eru eftirfar andi: Símaafnotagjöid (venjuleg árs-' 17.00. fjórðungsgjöld) þjónustutími á yfir 350 km virkum degi: 24 stundir kr. 500.00. Áður kr. 450.00. 14 stúndir kr. 445.00. Áður kr. 400.00. 10 stundir kr. 405.00. Áður kr. 360.00. 6 stundir kr. 365.00. Áður kr. 325.00. 2 stundir kr. 225.00. Áður kr. 200.00. Á sjálfvirkum stöðvum auk iþess kr. 0.80 (áður kr. 0.70) hvert símtal yfir 600 á ársfjórðungi. Utanbæjarsímtöl (3 mín.) 0—10 km. kr. 6.00. Áður kr. 6.00. 10—25 km. kr. 9.00. Áður kr. 8.00. 25—100 km. kr. 13.00. Áður kr. 11.00. 100—225 km. kr. 17.00. Áður kr. 15.00. 225—350 km. kr. 20.00. Áður kr. kr. 24.00. Áður kr. Rotaður og rænd- ur á Landa- kotstúni A FIMMTUDAGSKVÖLD kom maður inn til lögreglunnar og kærði árás á sig og rán nóttina áður. Kvaðst hann hafa verið á heimleið nokkru eftir miðnætti og gengið vestur Landakotstún. Veit maðurinn ekki fyrr en hann er sleginn niður, og telur hann sig hafa legið í óviti á túninu nokkra stund. — Síðan raknaði hann úr rotinu og var þá með glóðarauga. Neðri tann- garður hans var horfinn og hefur ekki fundizt enn, sömu- leiðis veski með 900 krónum. Reynt hafði verið að ná af hon- um armbandsúri með því að smokka keðjunni og úrinu fram af hendinni, en það ekki tekizt. Þeir, sem veitt geta einhverjar upplýsingar um málið, eru beðnir að láta rannsóknarlög- regluna vita. Intrlend símskeyti (venjuleg) _ Innanbæjar kr. 0.90 orðið. Áð- ur kr. 0,75. Utanbæjar kr. 1.50 orðið. Áð- ur kr. 1,25. Hraðskeyti tvöfalt venjulegt símskeytagjald. (Frá Póst- og símamála- stjórninni). urða á Siglufirði í sumar nem ur því um 213 millj. kr. Héðan er og fluttur út freð- fiskur- frá tveimur hraðfrysti- húsum, saltfiskur og skreið. Verðmæti síldarinnar fjór- faldast við það eitt að hún er söltuð, en verðið til skipanna er um 200 krónur á tunnuna af hráefninu. Við niðurlagningu eða suðu margfaldast verðmæt- ið enn. — Stefán. Innflutningur gefinn frjáls bifreiða í gær EINS og skýrt var frá í blað- inu í gær, hefur ríkisstjórnin ákveðið, að gefa frjálsan inn- flutning bifreiða, að undan- skildum notuðum bifreiðum. Gaf viðskiptamálaráðuneytið út í gær svo hljóðandi regl- Chr. Madsen, kennari, og Sigurður Bergsson, hakarameistari, formaður Landssambands bakarameistara, virða fyrir sér dýrindis köku — nægtahorn. Bakaranámskeiði lokið Hráefni of hátt tolluð í GÆR lauk hálfsmánaðarlöngu inn til að veita námskeiðinu for- námskeiði á vegum Landssam- stöðu. Hann hefur ferðast víða bands bakaraimeistara. Danskur um lönd til kennslu og fyrir- sérfræðinguæ í köku- og brauða- lestrahalds. bakstri, Christian Madsen, sem Um 50 bakarar, meistarar, er kennari við Teknologisk Insti- sveinar og nemar, hvaðanæva að tut í Kaupmannahöfn, var feng- af landinu, tóku þátt í námskeiði þessu. Ljúka þeir hinu mesta lofsorði á kennslu Madsens, sem bæði var bókleg og verkleg. — Fréttamönnum var í gær boðið á fund þeirra, er þátt tóku í námskeiðinu, og boðið upp á hin- ar lystilegustu kræsingar. Sigurður Bergsson, formaður landjssambandsins, rakti tildrög námskeiðsins og ræddi hag bak- ara almennt. Hann kvað bakara vilja tryggja neytendum góða þjónustu, en um leið yrðu þeir að fá öruggan grundvöll undir starfsemi sína. Saankvæmt rann- sókn Chr. Madsens væri verð á fullunnum vörum bakara yfirleitt hærra í Danmörku en á íslandi, en hins vegar væru hráefni mun dýrari hér á landi. Því gætu bak arar ekki keypt eins vönduð og góð hráefni og þeir kysu. Nefndi Sigurður t.d., að möndlur og möndlumassi væri hátollavörur, og ef bakarar vildu auka gæði vöru sinnar með því að nota slík efni, hlyti það að koma nið ur á útsöluverðinu, og varan seld- ist síður vegna verðsins. Hins vegar kvað Sigurður töluverðan skilning vera nú ríkjandi á því hjá yfirvöldunum að hér þyrfti að ráða bót á. Djúp lægð skammt undan hvass eða hVass norðan, skýj suðurströndinni, hreyfist lítið að, skúrir austan til í nótt. úr stað. Veðurhorfur næsta UM hádegið í gær var djúp sólarhring: lægðarmiðja (960 mb) um 200 km suður af Hornafirði SV-land til Breiðafjarðar Og 0g hreyfðist norður eftir í SV-mið til Breiðafjarðarmiða: stefnu á austanvert landið. Norðan hvassvirði, stormur Á SA-landi var SA-stormur eða rok með köflum í nótt, og rigning og sömuleiðis á skýjað. skipaleið milli íslands og Vestfirðir til Austfjarða og Færeyja. Á öllu Norðurlandi Vestfjarðamið til Austfjarða- var vindur allhvass NA og miða: Norðaustan hvassviðri, víða rigning. Hiti var 8—10 rigning. stig fyrir norðan en. 12—15 SA-land og SA-mið: All- stig suðvestanlands. ur um þennan innflutning: 1. Innflutningur nýrra og ónot- aðra bifreiða er frjáls. Hins veg- ar er innflutningur notaðra fólks-, sendi- og jeppabifreiða, að burðarmagni minna en 3 tonn, háður leyfum (sbr. reglu- gerð útgefna 15. september 1961 um breytingu á reglugerð nr. 78, 27. maí 1960, um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi). 2. Innflutningsleyfi fyrir not- uðum bifreiðum verða hér eftir aðeins veitt eftirtöldum 'aðilum: a. Aðilum, sem flytja búferl- um til landsins, enda færi slíkir aðilar sönnur á, að þeir hafi átt viðkomandi bifreið erlendis í eigi skemmri tíma en eitt ár. b. Aðilum sem kaupa bifreiðar af starfsfólki erlendra sendiráða hér, enda mæli utanríkisráðu- neytið með sölunni. Landsbanki íslands og Útvegs- banki íslands munu annast út- gáfu leyfa samkvæmt grein þess ari. 3. Gjöld samkvæmt 16. gr. laga nr. 4 1960 verða innheimt við tollafgreiðslu. Verða gjöld þessi innheimt af öllum bifreið- um að burðarmagni minna en 3 tonn að undanskildum jeppabif- reiðum. Gjöldin eru ákveðin 135% af fobverði eða eftir at- vikum matsverði bifreiða þyngri en 1150 kg, en 100% af bifreiðum 1150 kg og léttari, án tillits til þess, hvort bifreiðin er ný eða notuð. Forseti færði Diefenbaker bréfapressu ÞEGAR forseti íslands, hr. Ás- geir Ásgeirsson, kvaddi for- sætisráðherra Kanada, John G. Diefenbaker, færði hann Diefenbaker bréfapressu að gjöf. Er hún úr silfri og svip- uð bréfaþressu þeirra, sem for setinn gaf herra Vanier, land- stjóra Kanada. Bréfapressu þessa gerði Gunnar Hjaltason gullsmiður í Hafriarfirði. Er það haglega smíðað víkingaskip úr silfri er stendur á silfurstöpli, og nöfn Islands og Kanada og nöfn forseta og Diefenbaker forsæt- isráðherra greipt á fótinn. Furtseva bauð en forfallaðist MOSKVU, 15. sept. — Fóstbræð- ur halda héðan í dag — til borg- arinnar Riga. — Hér í borg hafa verið mikil veizluhöld fyrir kór- inn, t. d. hjá íslenzku sendiherra hjónunum, sem höfðu „stóra móttöku". Þá bauð Furtseva, menntamálaráðherra, kórmönn- um til hádegisverðar — en for- fallaðist, svo að vararáðherrann, Kuznetsov, var gestgjafi okkar í staðinn. Viðstaddir voru marg- ir frægir listamenn. — í gær- kvöldi var okkur boðið á ballett- sýningu í Bolsjoileikhúsinu. Að því löknu sátum við rausnarboð Ingva Ingvarssonar, sendiráðs- fulltrúa, og konu hans, Hólm- fríðar. — Ágúst. Kennedy svarar Belg- rad-ráðstefnunni Washington, 15. september. KUNNGERT hefur verið bréf það, er Kennedy, Bandaríkja- forseti, afhenti þeim Mobito Keita, forseta Mali-ríkjasam- bandsins, og Sukarno, Indónesíu forseta, sem svar við orðsend- ingu Belgrad-ráðstefnunnar. í svari sínu segir Kennedy, að hann sjái enga ástæðu til þess að ætla annað en viðræð- ur milli Rússa og Bandaríkja- manna um Berlínardeiluna geti borið árangur. Hinsvegar verði öllum að vera Ijóst, að Banda- ríkjamenn muni ekki sitja við Seðlaveskið AF vangá birtist í blaðinu I gær frétt um hvarf seðlaveskis með stórri fjárupphæð. Var í henni lýst eftir drengjum sem komið höfðu í hús þar er seðlaveskið hvarf frá. Fréttin kom upphaf- lega frá rannsóknarlögreglunni, og átti að birtast strax, en birt- ing dróst og var fréttin úrelt í gær. Drengirnir hafa gefið sig fram og sannað sakleysi og eru á engan hátt riðnir við hvarf veskis ins. samningaborð undir ógnunum eða úrslitakostum. Kleift ætti að vera, segir forsetinn, að finna lausn, sem báðir aðilar sjá sér hag í að samþykkja. Uppástungu Belgradráðstefn- imnar um fund æðstu manna austurs og vesturs svarar Kennedy á þá lund, að slík ráð- stefna sé æskileg, ef hún sé vandlega undirbúin — sé hún það ekki geti hún aðeins gert illt verra. Kennedy segir, að Berlínardeilan eigi rót að rekja til aðgerða af hálfu Rússa en ekki af hálfu Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn hafa engan hug á að beita valdi eða ógn- unum, segir Kennedy — en við erum staðráðnir í að standa við skuldbindingar okkar og erum því viðbúnir að mæta valdi með valdi. í svarinu skýrir Kennedy einnig frá ákvörðun Banda- ríkjamanna að hefja að nýju tilraunir með kjamorkuvopn og harmar, að Rússar skuli hafa vísað á bug tillögu Breta og Bandaríkjamanna um, að ekki verði gerðar tilraunir með kjamorkusprenejur í gufuhvolí- inu. — t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.